Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Page 46
46 FÓKUS - VIÐTAL 17. maí 2019 í heila hefði verið að ræða þar sem enn sást í leifarnar á honum. Næsta skref var því að finna út úr því hvað hafði orsakað tappann og hvernig hann hefði komist upp í heila. „Þá fór ég í hjartaskoðun í gegn- um vélindað og þar kom í ljós að ég er með gat á milli gátta í hjart- anu. Ég hef líklega fengið einhvern óreglulegan takt í hjartað og þá hefur tappinn komist þar í gegn og ferðast upp þar til hann endaði í þröngu æðunum í heilanum. Þetta er ekki ættgengt eða fæðingargalli þar sem þetta er fæðingaropið sem á að lokast en hafði ekki gert það hjá mér. Ég hafði ekki hug- mynd um að þetta op væri opið hjá mér, og af hverju þetta gerðist núna en ekki síðar eða fyrr getur enginn vitað.“ Heiðrún dvaldi í þrjá daga á sjúkrahúsinu og var nokkuð fljót að jafna sig þrátt fyrir mikla þreytu og hægagang. Var hún sett á blóð- þynningarlyf sem hún þarf að taka enn þann dag í dag og fékk hjartasírita til þess að fylgjast með hjartslætti og gáttatifi. Andlegt og líkamlegt áfall „Svo var ákveðið að senda beiðni til Landspítalans um aðgerð til þess að loka gatinu og verður þrætt upp í gegnum nára og gatinu þannig lokað. Ég fer í þessa aðgerð núna í maí. Þegar ég lá á gjörgæsl- unni var einstaklega vel hugsað um mig. Þar á maður að kvarta og láta vita af öllu. Eftir að hafa ver- ið með síritann í viku bað ég um viðtal við hjartalækni af því að mig vantaði svör við mörgum spurn- ingum eftir þetta allt saman, og líka til að fara yfir hvað gerðist. Ég veiktist, fór heim og framhaldið var einhvern veginn svo óljóst og margar spurningar sem vöknuðu upp. Þetta var svakalegt áfall bæði andlega og líkamlega. Við fengum að hitta Gunnar Þór hjartalækni sem fór með okkur yfir ferlið alveg frá A-Ö. Hann svaraði öllum okkar spurningum og við fórum mjög jákvæð og bjartsýn út af þessum fundi. Þetta var einmitt fundur- inn sem við þurftum á að halda, tveimur vikum eftir áfallið. Að liggja á sjúkrahúsinu á Akureyri var dásamlegt þótt maður vilji nú helst ekki vera þar, en allt starfs- fólkið var svo nærgætið og yndis- legt að það á fyllstu þakkir skild- ar fyrir. Það eina sem ég hefði þó viljað fá eða verið boðið var að fá að tala við félags- eða sálfræðing. Andlega hliðin var lengi mjög við- kvæm og tilfinningar mínar voru út og suður.“ Þrátt fyrir alla erfiðleikana tók Heiðrún ákvörðun um að leyfa sér að vera í uppnámi í smá tíma en ætlaði svo að rífa sig upp og takast á við allt saman. „Ég var búin að ákveða að ég myndi gráta í klukkutíma og vorkenna mér. Gráta yfir því hvað ég var heppin og gráta yfir því að ég var heima þegar þetta gerðist. Gráta yfir því að þetta kom fyrir mig og gráta yfir velvild fólks. Svo ætlaði ég að rífa mig upp og takast á við þetta. Egill, þjálfarinn minn í TFW, sendi mér skilaboð um að eftir niðursveiflu kæmi krafturinn og ákveðnin í að sigra og ég ákvað að fara eftir því. Maður fer á botn- inn og spyrnir sér svo upp. Við fjöl- skyldan ræddum þetta mikið og ég reyni að segja börnunum mínum hvað sé í gangi, hvað hafi gerst og hvernig aðgerðin verður. Ég ákvað líka mjög snemma að segja frá því sem gerðist þar sem þetta spurð- ist hratt út. Ég fékk ótrúlega mörg og falleg skilaboð og kveðjur og ég þurfti stundum að lesa þær í mörgum hollum því ég sat bara og skældi yfir væntumþykju og góðmennsku fólks. Ég fylltist svo miklu þakklæti og auðmýkt að ég átti mjög erfitt með að ná utan um það á tímabili og geri stundum enn. Þá held ég að það hafi hjálp- að mér andlega að hafa talað op- inskátt um þetta. Ég er frekar opin og jákvæð manneskja og á mjög auðvelt með að sýna tilfinningar mínar þannig að það hefur hjálp- að líka.“ Lifir í voninni Heiðrún segist mikið hafa velt því fyrir sér hvers vegna hún hafi lent í þessu. „Manni finnst að það séu ein- hver skilaboð á bak við þetta og það truflaði mig lengi að finna ekki út úr því hvað þetta var að segja mér. Hvað ég ætti að gera við þetta áfall, þessa reynslu. Ég er svo sem ekki enn búin að átta mig á því en dóttir mín talaði um að það væri verið að hægja á mér eða endurræsa mig. Þetta hefur svo sem hægt á mér á margan hátt þótt ég hafi náð mér ótrúlega vel, og margir litlir hlutir hafa breyst. Lengi vel afboðaði ég mig á fundi og hittinga þar sem ég var frekar uppgefin. Ég á líka erfitt með áreiti sem er kannski ekki hentugt í leik- skólanum en þar eru stundir þar sem ég get kúplað mig út og oftast finnst mér best að koma heim eft- ir daginn og hvílast. Mér er alltaf frekar kalt og því eru ullarsokkar og hlýjar peysur staðalbúnaður heima á kvöldin. Ég upplifi oft- ast suð í eyrum og þarf að passa svefninn minn vel. Ég átti erfitt með erfiðis- og ákafavinnu og tók mér því pásu í ræktinni. Í dag er ég mjög meðvituð um mig og ég finn til dæmis þegar blóðþrýstingurinn fer upp og hvíli mig þá. Ég ákvað að lifa ekki í óttanum, þótt ég hafi auðvitað verið hrædd á ákveðnum tímapunkti. Í stað óttans ákvað ég að lifa í voninni, ég trúi því að það sé alltaf von. Þetta er verkefnið mitt núna og ég geri það besta úr því.“ Fyrir blóðtappann hreyfði Heiðrún sig mikið og hikaði aldrei við að fara ein í fjallgöngur eða hlaupaæfingar. Eftir áfallið gat hún minna hreyft sig og vegna óvissu fannst henni betra að vera með eiginmanni sínum þegar hún fór út. „Fyrst fórum við bara hring í götunni og svo lengdum við það alltaf aðeins. Ég var mánuð heima í veikindaleyfi og fór þá aftur að vinna en ég var mjög þreytt og uppgefin. Sem betur fer er ég með frábæran yfirmann og yndislegt samstarfsfólk sem hefur stutt mig og sýnt mér fullan skilning í þessu ferli. Í janúar ákvað ég að hlusta almennilega á líkamann og hætti tímabundið í ræktinni, ég var alltaf svo örmagna í líkamanum og vöðvunum að ég gat þetta ekki. Ég ákvað í staðinn að reyna að hlaupa og byrjaði hægt og rólega. Ég varð að hafa eitthvað til þess að stefna að og fyrst ég hafði komist þokka- lega út úr þessu ákvað ég að mark- mið sumarsins væri að hlaupa 21,1 kílómetra í Reykjavíkurmara- þoninu. Ég fékk að vita að að- gerðin yrði framkvæmd í maí og það létti mikið á mér. Ég setti mér það markmið að æfa mig rosa- lega vel fram að aðgerð og prófa að hlaupa hálfmaraþon. Þetta hefur gengið eftir, ég er búin að eiga frá- bæran apríl í æfingum, hef lengt hlaupin töluvert og náði að hlaupa hálfmaraþon í lok apríl. Ég er ekki á neinum brjálæðislegum hraða og geri þetta bara örugglega.“ Nauðsynlegt að fólk fái fræðslu Þegar Heiðrún skráði sig í Reykja- víkurmaraþonið vildi hún að það hefði einhvern tilgang og ákvað því að finna sér samtök til þess að styrkja. „Það myndi virka sem hvatn- ing fyrir mig ef fólk heitir á mig. Ég var svolitla stund að velja sam- tök því að meðan á öllu þessu stóð kom líka í ljós í haust að ég er með BrCa2 og hef ég verið að hitta lækna og hjúkrunarfræðinga út af því líka. Þannig að þegar það koma skilaboð eða bréf frá Landspítal- anum þá veit ég aldrei hvort það er út af hjartanu eða brjóstunum. Ég gat því valið úr nokkrum sam- tökum sem snertu mig en ég ákvað að hlaupa fyrir Hjartaheill að þessu sinni. Ég hef ekki mikið leitað til þeirra samtaka í gegnum áfallið mitt, kannski hef ég ekki verið til- búin í það enn þá, en ég hef les- ið mikið af efni á heimasíðunni þeirra. Ég hvet fólk til þess að kynna sér efnið þar og að fara reglulega í skoðun og láta mæla blóðþrýsting og blóðfitu ásamt því að fara í þol- próf hjá hjartalækni. Mér finnst nauðsynlegt að fólk fái fræðslu og þekki einkenni heilablæðingar og blóðtappa og kunni og geti brugð- ist rétt við. Það sannaðist heldur betur með mig þar sem við hringj- um á sjúkrabíl klukkan 17.00, ég er innrituð á bráðadeild klukkan 17.15 og komin með lyf í æð klukk- an 18.00. Öll þessi skjótu viðbrögð gerðu það að verkum að ég fékk eins skjótan bata og raun ber vitni. Heppnin í óheppninni var að þetta gerðist við eldhúsborðið heima hjá mér, ég var með fólk í kringum mig, fólk sem þekkti einkennin og brást hárrétt við. Ég hefði getað verið að keyra bílinn eða verið rokin upp á fjall.“ n Hægt er að heita á Heiðrúnu og styrkja Hjartaheill á síðu Reykja- víkurmaraþonsins undir nafni hennar: Heiðrún Jóhannsdóttir Þetta er verk efnið mitt núna og ég geri það besta úr því Heiðrún var tengd við hjartasírita / Mynd: Aðsend „Ég setti mér það markmið að æfa mig rosalega vel fram að aðgerð.“ / Mynd: Hanna „Öll þessi skjótu við- brögð gerðu það að verkum að ég fékk eins skjótan bata og raun ber vitni.“ / Mynd: Aðsend

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.