Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 50
50 PRESSAN 17. maí 2019 Á mánudaginn voru 300 lík- amsvefir úr fórnarlömbum nasista jarðsettir í Berlín. Það voru borgaryfirvöld sem stóðu fyrir þessu til að heiðra minningu hinna látnu. Vefirnir voru úr fólki sem nasistar tóku af lífi vegna pólitískra skoðana þess. Líkamsvefirnir fundust í dánar- búi Hermanns Stieve, læknis og prófessors við Charité-háskóla- sjúkrahúsið. Hann lést 1952 en ættingjar hans uppgötvuðu þetta vefjasafn fyrir þremur árum. 184 lík Stieve starfaði með nasistum til að fá lík hjá þeim til rannsókna. Hann fékk 184 lík frá þeim, aðallega kvenmannslík, lík fólks sem var tekið af lífi vegna pólitískra skoð- ana. Líkamsvefirnir voru geymdir í litlum svörtum kössum á heimili Stieve og voru sumir þeirra merkt- ir með nafni. Þegar líkamsvef- irnir fundust voru þeir afhentir Charité-háskólasjúkrahúsinu. Það fól síðan minningarmiðstöð þýsku andspyrnuhreyfingarinnar að rannsaka sögu þeirra. Rannsóknin leiddi í ljós að lík fólksins höfðu verið sótt af bílstjóra sem fór með þau til Stieve, stund- um bara örfáum mínútum eftir að fólkið var tekið af lífi í Plötzensee- fangelsinu. Stieve krufði síðan líkin og hlutaði í sundur áður en hann brenndi þau og lét hverfa sporlaust. Tæplega 3.000 manns voru tekin af lífi í Plötzensee á valdatíma Hitlers. Fólkið var háls- höggvið eða hengt. Hélt nákvæma skrá Þrátt fyrir að Stieve hafi losað sig við líkin á leynilegan hátt leyndi hann ekki starfsemi sinni, því hann hélt nákvæma skrá yfir þau og hvað hann gerði við þau. Aðal- áherslu lagði hann á að rannsaka æxlunarfæri fólks. Niðurstöður rannsókna hans voru meðal þeirra fyrstu sem bentu til að stress, af völdum þess að hljóta dauðadóm, gæti truflað tíðahring kvenna. Sum af fórnarlömbunum voru vel þekkt í Þýskalandi, þar á meðal 13 konur úr andspyrnuhreyfingu kommúnista. Ákveðið var að jarðsetja líkams- vefina því fórnarlömbin voru aldrei jarðsett, og því fengu ætt- ingjar þeirra aldrei neina vitneskju um hinsta hvíldarstað þeirra. Stieve hafði aðgang að líkum karlmanna, sem voru teknir af lífi, áður en nasistar komust til valda því konur voru ekki teknar af lífi fyrr en Hitler komst til valda. Hann var því byrjaður á verkefni sínu löngu áður en nasistar komust til valda en vílaði ekki fyrir sér að starfa náið með þeim til að fá nægilega mörg lík til að geta stundað rannsóknir sínar. Hann var ekki sóttur til saka fyrir stríðs- glæpadómstóli að stríðinu loknu því hann var ekki félagi í nasista- flokknum. nVilko.is • Sími 452 4272 • Húnabraut 33 • 540 Blönduósi Netverslun með stærri einingar Borgaryfirvöld í Berlín heiðra fórnarlömb nasista n Jarðsetja líkamsvefi líflátins fólks n Fundust í dánarbúi prófessors „Sum af fórnar­ lömbunum voru vel þekkt í Þýska­ landi, þar á með­ al 13 konur úr andspyrnuhreyf­ ingu kommúnista. Hermann Stieve Þýskur líffærafræðingur. Plötzensee-fangelsið Þar sem Stieve fékk líkin. Mildred Fish Harnack Eitt af fórnarlömbunum. Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.