Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Síða 58
58
Ástmönnum fjölgar
Leið nú tíminn. Dolly flutti í ann-
að hverfi og kom Otto fyrir í ris-
inu. En Dolly bætti nú um betur
því hún stofnaði til sambands við
lögfræðinginn sem hafði séð um
dánarbúið, Herman S. Shapiro.
Hún gaf Shapiro demantsúr
Freds. Shapiro þekkti úrið og
Dolly sagðist hafa fundið það und-
ir sófapullu.
Dolly var iðin við kolann því
hún bætti þriðja ástmanninum í
safn sitt; kaupsýslumanni að nafni
Roy H. Klumb. Hún bað hann að
gera sér greiða – að losa hana við
gamla skammbyssu, ekki ósvip-
aða þeirri sem notuð var til að
bana eiginmanni hennar. Það yrði,
sagði hún, vandræðalegt ef lög-
reglan kæmist á snoðir um hana.
Klumb gerði sem hún bað. Ná-
granna sinn bað Dolly að fela hina
skammbyssuna og varð hann við
þeirri bón hennar.
Dolly handtekin
Í júlí, 1923, hljóp á snærið hjá lög-
reglunni. Hún komst á snoðir um
að Shapiro gengi með úr Freds,
sem átti að hafa verið stolið í inn-
brotinu. Til að bæta gráu ofan á
svart fyrir Dolly þá hafði Klumb,
sem hafði fengið reisupassann
hjá henni, upplýst lögregluna um
að hann hefði, að ósk Dolly, hent
einni skammbyssu af tveimur sem
hún átti.
Lögreglan fann skammbyss-
una í tjörupytt sem Klumb hafði
hent henni í. Málið komst aftur á
síður dagblaðanna og áður nefnd-
ur nágranni kom færandi hendi til
lögreglunnar, með hvort tveggja
skammbyssu og frásögn.
Dolly var handtekin fyrir morð.
Otto kastað á dyr
Á meðan Dolly var í varðhaldi
hafði hún áhyggjur af Otto sínum,
sem hírðist allslaus í risi heimil-
is hennar. Hún bað því Shapiro að
færa honum eitthvað matarkyns.
Hann og Otto spjölluðu saman og
Shapiro komst að áratugar löngu
sambandi Ottos og Dolly. Shapiro
vísaði Otto umsvifalaust á dyr.
Meðferð málsins dróst svo
mánuðum skipti, en erfiðlega
gekk að finna hvort tveggja ástæðu
morðsins og frekari sönnunar-
gögn. Einnig var mikil ráðgáta
hvernig Dolly gat læst sig sjálf inni
í fataskápnum og fleygt lyklinum
fram á gang.
Þegar þarna var komið sögu
voru báðar skammbyssurnar svo
illa farnar og ryðgaðar að ekki
var hægt að færa sönnur á að þær
hefðu verið notaðar við verknað-
inn. Dolly varð svo veik að henni
var vart hugað líf og að lokum voru
ákærur felldar niður vegna skorts
á sönnunargögnum.
Draugurinn í risinu
Shapiro og Dolly voru áfram elsk-
endur og hann flutti að lokum inn
á heimili hennar. Þar bjuggu þau
saman í um sjö ár og var samband
þeirra frekar róstusamt.
Otto Sanhuber fór til Kanada,
kvæntist þar konu og bjó þar um
skeið. Síðar sneri hann aftur til
Los Angeles. Um svipað leyti, árið
1930, sá Shapiro sitt óvænna, í
kjölfar alvarlegrar deilu hans og
Dolly, og sagði skilið við hana.
Hann upplýsti lögregluna um til-
vist Ottos Sanhuber og voru þau
bæði handtekin. Í blöðum þess
tíma fékk Otto viðurnefnið „draug-
urinn í risinu“.
Málalok
Í þetta sinn var Dolly ákærð fyrir
samsæri um að fremja morð og
Otto ákærður fyrir morð. Niður-
staða kviðdóms var að Otto væri
sekur um morð en málið var fyrnt
og Otto gat aftur um frjálst höfuð
strokið.
Í aðskildum réttarhöldum yfir
Dolly kom klofinn kviðdómur
henni til bjargar. Þar sem engin
frekari sönnunargögn höfðu fund-
ist var að lokum fallið frá frekari
kærum og málum á hendur Dolly.
Af Otto Sanhuber spurðist ekk-
ert meir og Dolly hafði sennilega
lært sína lexíu því hún bjó með
einum og sama manninum næstu
þrjá áratugi. Walburga „Dolly“
Oesterreich safnaðist til feðra
sinna árið 1961. n
17. maí 2019
15 ára að aldri var Frakkinn Jean-Laurent Olivier, sem fæddist 1944, sendur í sveit í
Montlevon. Fyrir þann tíma hafði hann
verið í fóstri á vegum franskra félags-
málayfirvalda en móðir hans hafði yfir-
gefið hann þegar hann var barn að aldri.
Með tíð og tíma eignaðist Jean-Laurent
sína eigin jörð og þann 17. júní, 1967, var
hann að störfum á dráttarvél úti á akri.
Þá sá hann tvö börn að leik og þekkti þar
börn nágranna síns, Demarle, Pierette, 12
ára, og bróður hennar Lucien, 10 ára.
Jean-Laurent gaf sig á tal við börnin sem
þekkja hann af góðu einu. Næsta morgun
fann bóndi nokkur börnin látin. Hafði Pi-
erette verið nauðgað og þau bæði kyrkt.
Lögreglan tók Jean-Laurent til yfir-
heyrslu og eftir tvo sólarhringa játaði
hann á sig glæpinn. Hann gat þó ekki
gefið nokkrar skýringar á hvað hefði
komið yfir hann.
Meira en ári síðar hófust réttarhöld yfir
Jean-Laurent og er skemmst frá því
að segja að hann var sakfelldur. Engar
mildandi forsendur voru til staðar og
Jean-Laurent var dæmdur til dauða.
Klukkan fimm að morgni 11. mars, 1969,
var Jean-Laurent vakinn í klefa sínum og
hálftíma síðar skildi fallöxin höfuð hans
frá búknum. Hann var síðasti maðurinn
sem tekinn var af lífi í forsetatíð Charles
De Gaulle.
SAKAMÁL
Dropi af
náttúrunni
Nýjar bragðtegundir með lífrænum kjarnaolíum
úr ferskri grænmyntu, engifer og fennil
Kaldunnin þorsklifrarolía
„Þegar kemur að
næringu og heilsu vel
ég aðeins það besta”
Andri Rúnar Bjarnason
Knattspyrnumaður Helsingborg
„Þegar Otto
kom á heimili
hjónanna, grunlaus
með öllu, tók Dolly á
móti honum íklædd
nælonsokkum og
silkislopp.
Walburga „Dolly“ Oesterreich Hafði alltaf
karlmann, helst fleiri en einn, innan seilingar.
Otto Sanhuber
Lýsti sér síðar sem
kynlífsþræl Dolly.