Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Page 21
KYNNINGARBLAÐ Sérblað 21. ágúst 2019 Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is Gullsmiðir Jens hafa frá stofnun fyrirtækisins árið 1964 verið þekktir fyrir djarfa og fram- sækna hönnun sem þótt hefur áber- andi í skartgripatísku Íslendinga. „Við erum stolt af hönnun okkar sem er innblásin af þeirri ríku sögu og reynslu sem við höfum öðlast frá upphafi þessa litla fjölskyldufyrirtækis,“ segir Ingibjörg Snorra, framkvæmdastjóri Jens. Gaman að gleðja „Við leggjum okkur fram við að kynn- ast þörfum viðskiptavinanna og veita þeim framúrskarandi þjónustu. Það skemmtilega við þennan bransa að í nánast öllum tilvikum er fólk að leitast við að gleðja einhvern náinn sér og það er ofboðslega skemmtilegt að fá að taka þátt í því. Jólagjafir, ferm- ingargjafir, útskriftargjafir, afmælis- gjafir, giftingarhringar, morgungjafir og önnur tilefni sem eru til þess gerð að dekra við einhvern sem manni þykir vænt um. Það er virkilega gaman að vinna hjá litlu fyrirtæki þar sem maður snertir á öllum flötum rekstursins. Mér finnst líka virkilega gaman að vera í búðunum og vinna með starfsfólkinu okkar.“ Hjá Jens starfa hæfileikaríkir hönnuðir með margvíslega menntun að baki. Berglind Snorra er þriðja kynslóð gullsmiða, hún er einnig húsgagna- og vöruhönnuður. Jón Snorri Sigurðsson hefur starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun þess og hefur haslað sér völl sem gullsmiður og skúlptúristi. Feðginin Snorri og Berglind hafa saman hannað inn- réttingar og útlit verslananna og hafa því allar þrjár búðirnar í Kringlu, í Smáralind og á Granda fengið nýtt og nútímalegt útlit sem er vert að skoða. Berglind hefur einnig hannað fallegar öskjur og umbúðir utan um skartgripina og gerir það gjöfina enn glæsilegri. Einstök úr og norðurljós „Við vinnum mest með silfur og gull, íslenska náttúrusteina og dem- anta. Við erum einnig að handsmíða gjafavöru sem hefur slegið algjörlega í gegn og er gaman að geta boðið upp á í bland við skartgripina. Svo var að koma glæný úralína frá Jens sem kallast Norðurljós. Við hönnun úranna voru gæði höfð í fyrirrúmi. Úrið státar af svissnesku úrverki og er búið til úr safírgleri og hágæða stáli. Skífan er úr svartri perlu sem minnir á norður- ljósin, sem gerir hana einstaka, þar sem engar tvær eru alveg eins.“ Hannaðu þitt eigið hálsmen „Allra vinsælasta nýjungin hjá okk- ur eru hálsmen sem heitir Gára. Hálsmenið myndar hring sem táknar gáru. Gárurnar er hægt að fá í fjórum stærðum sem hver fellur inn í aðra eins og gárur á vatni. Gárurnar koma í margs konar útfærslu með nánast endalausum samsetningarmöguleik- um. Þannig er hægt að láta samsetn- inguna tákna eitthvað persónulegt, eins og fjölskyldumeðlimi, vini eða tímamót. Hægt er að fá Gáru úr mismunandi málmum og með mis- munandi steinum, svo maður getur hannað sitt eigið hálsmen.“ Hönnunarrisi í skandinavískri skart- gripagerð „Við erum líka stolt af því að vera orðin eini söluaðili Georg Jensen skartgripa á Íslandi. Í Kringlunni og Smáralind erum við með glæsi- legt úrval af tímalausum og fal- legum skartgripum frá þessum hönnunarrisa í skandinavískri skart- gripahönnun. Hjá Jens starfar gott fólk, sem sinnir viðskiptavinum okkar og ráð- leggur á faglegan hátt. Gott starfs- umhverfi og skemmtileg stemning einkennir dagana okkar bæði í búðunum og á verkstæði Jens. Arf- leifð okkar og saga drífur áfram sköp- unargáfu okkar og við munum áfram smíða vandaða skartgripi eftir eigin hönnun – kynslóð eftir kynslóð.“ Netverslunin okkar https://www. jens.is/ hefur sótt í sig veðrið undan- farin ár, vöruúrvalið er gott og ein- falt er að panta í gegnum vefsíðuna. „Það eru allir komnir hingað til að gleðja einhvern náko inn sér“ JENS:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.