Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Síða 31
SérblaðiðKYNNINGARBLAÐ20. ágúst 2019 Þ. Þorgrímsson & Co er gamalgró-in byggingavöruverslun, heild-sala og smásala sem þjónustar byggingamarkaðinn með sölu og þjón- ustu á hvers konar byggingavörum til klæðninga á loftum og veggjum innan- sem utanhúss. Einnig býður fyrirtækið upp á flísaplötur sem eru auðveldar í uppsetningu sem og kork á gólf. Að auki sérhæfir fyrirtækið sig í hljóðeinangr- un fyrir híbýli, verslanir, skrifstofur og iðnaðinn jafnt sem hitaeinangrun fyrir frystiiðnaðinn. „Við flytjum okkar byggingarefni inn sjálfir beint frá framleiðendum, beggja vegna Atlantshafsins. Einnig leiðbein- um við fólki varðandi uppsetningu og getum bent á viðeigandi iðnaðarmenn varðandi uppsetningu. Véladeildin hefur svo fylgt okkur í gegnum árin þar sem við þjónustum ýmiss konar múrverkfæri svo sem steypuvíbratora, slípivélar o.þ.h., svo eitthvað sé nefnt,“ segir Ólafur Traustason hjá Þ. Þor- grímsson & Co. Hreinleg lausn og engin fúga „Við erum líklega þekktastir fyrir FIBO- -baðplöturnar sem hafa slegið í gegn undanfarið. Þetta eru stórsniðugar, slitsterkar og höggþolnar plötur sem eru auðveldar í uppsetningu og til í fjöldamörgum útfærslum. Mislitun og óhreinindi í fúgum eru ekki vanda- mál þar sem það þarf ekki fúgu við uppsetningu platnanna. Yfirborðið þolir einnig mikinn vatnsþrýsting og hitasveiflur og allar plöturnar eru með Aqualock-lásum á langhliðum. Plöturnar eru til í ýmsum litum, með ýmiss konar áferð og útlit og hefur sjónsteypu-útlitið sérstaklega verið að sækja á hjá yngri kynslóðinni,“ segir Ólafur. Flott hönnun og gæði fara saman við gerð FIBO-baðplatnanna. Þær eru hreinlegasta og auðveldasta efnið til að nota á veggi í baðherbergi en henta einnig vel fyrir eldhús, skóla, sjúkrahús, rannsóknarstofur, matvælaiðnað, íþróttahús, búningsherbergi og alls staðar þar sem kröfur um mikið hrein- læti eru gerðar. Korkur á gólfin Korkur er sívinsælt gólfefni enda slitsterkur, fallegur og mjúkur. Korkurinn er ekki eingöngu þessi gamli brúni sem við þekkjum flest frá barnæsku, þó svo að hann sé vissulega ennþá hægt að fá. Í dag fæst hann í ýmiss konar útfærslu sem passar inn í öll herbergi. Hann fæst með viðarútliti, marmaraút- liti o.fl. Einnig má fá korkinn vatnsþolinn, þannig að hægt er að vera með sama gólfefnið á öllum gólfum, hvort sem er í stofunni, eldhúsinu eða baðherberginu. Ekkert spartl, ekkert vesen Þ. Þorgrímsson býður einnig upp á sniðugar Walls2Paint-plötur á veggi. Um er að ræða spónaplötur með samsetningu svipaða og er á parketi. Samskeytin hverfa algerlega við upp- setningu. Plöturnar koma grunnaðar frá verksmiðju og það þarf ekkert ann- að að gera en að skrúfa þær upp og mála. „Það er til dæmis mjög vinsælt að smíða milliveggi úr Walls2Paint og sleppa þannig við alla spartlvinnuna sem annars væri eftir,“ segir Ólafur. Nánari upplýsingar má nálgast á vef- síðu www.thco.is Ármúli 29, 108 Reykjavík (Borgar- miðjan) Sími: 512-3360 Netpóstur: thco@thco.is Þ. ÞORGRÍMSSON & CO: Hreinlegar lausnir og auðveld uppsetning HydroCork á gólf. Vatns- þolið og slitsterkt gólfefni. FIBO-baðplötur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.