Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Page 79

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Page 79
79VIÐTAL21. ágúst 2019 Lyfin eiga að koma í veg fyrir að vírusinn nái að taka sér bólfestu í líkamanum en aukaverkanirnar eru miklar. „Maður verður fárveikur af þeim. Ég tek þau á kvöldin og vakna svo alltaf á nóttunni því ég verð að gubba.“ Sigurður fór stuttu seinna í fylgd lögreglu á svæðið þar sem árásin átti sér stað. Öryggismyndavél er á svæðinu og því náðist árásin á myndbandsupptöku. „Upptakan reyndist samt vera svo óskýr að það var engan veginn hægt að greina andlitið á mannin- um.“ Sigurður fór einnig í viðtal hjá geðlækni sem starfar á vegum lögreglunnar. Málið var sett í hendur kynferðisbrotadeildar hjá embættinu og var Sigurði sagt að rannsóknin gæti tekið óratíma. Þorði ekki út úr húsi „Þetta hefur haft hræðileg áhrif á mig. Það er eins og einhver hluti af mér hafi dáið. Fyrstu dagana á eftir var ég mjög hræddur og þorði ekki út úr húsi. Það er rosalega erfitt að lýsa þessu,“ segir Sigurður og tek- ur undir að aðeins þeir sem hafi gengið í gegnum hrylling af þessu tagi geti sett sig í þessi spor. Honum finnst vont að vita af því að gerandinn gangi enn laus. Lög- reglan sagði honum að líklegast hafi árásin verið þrælskipulögð. Í þar seinustu viku fannst vegabréf Sigurðar í smábæ í 30 kílómetra fjarlægð frá Marseille. Fyrir utan það hefur lögreglan við lítið að styðjast. „Þeir sögðu mér að hugsan- lega væri hægt að grípa manninn ef hann reyndi að skipta íslensku peningunum einhvers staðar. Það er svona helsta vonin.“ „Það koma upp alls konar hugsanir og tilfinningar“ Sigurður hefur þurft á róandi lyfjum að halda til að komast í gegnum dagana. Hann hef- ur einnig verið í viðtölum hjá geðlækni sem honum var vísað á af sjúkrahúsinu. „Hann er ofboðslega góður maður og ég finn að hann veit ná- kvæmlega hvað ég er að ganga í gegnum. Ég sagði honum til dæmis að ég hafi stundum viljað láta loka mig inni einhvers staðar, í einhverjum klefa þar sem ég væri öruggur fyrir öllu. Hann sagði að það væri full- komlega eðlilegt að líða svona. Í eitt skipti spurði hann mig hvort mig hafi einhvern tímann lang- að til að drepa manninn. Ég sagði honum að stundum langi mig til þess. „Einmitt, það er gott,“ sagði hann þá. Það koma upp alls konar hugs- anir og tilfinningar og stundum veit maður hreinlega ekki hvort þær séu rökréttar eða hvort mað- ur sé hreinlega bara að klikkast. Þá er gott að geta rætt um það við einhvern sem hefur sérfræðiþekk- ingu.“ Þjakaður af áhyggjum vegna fjárútláta Einstaklingar sem verða fyrir of- beldis- og kynferðisbrotum er- lendis geta átt í vandræðum með að sækja rétt sinn til bóta. Sigurð- ur stendur frammi fyrir miklum kostnaði varðandi læknis- og lyfja- meðferð og þá hefur hann einnig þurft að leggja út rúmlega 900 evr- ur fyrir nýjum gleraugum. Hann þarf að leggja út fyr- ir meðferð hjá geðlækni en hann segir óvíst hvort eða hversu mik- ið hann geti fengið frá Sjúkra- tryggingum. Ferðatrygging nær ekki yfir stuld á fjármunum. Þá get- ur hann ekki sótt um miskabætur frá íslenska ríkinu þar sem árásin átti sér stað í öðru landi. Bætur frá franska ríkinu eru ekki inni í myndinni á meðan árásarmaður- inn er ófundinn. „Ég er búinn að vera þjakaður af áhyggjum yfir þessu. Mánaðar- skammtur af HIV-lyfjunum kostar rúmlega 100 þúsund krónur ís- lenskar. Það er hræðilegt að þurfa að standa í þessu.“ Mikil óvissa Hann hefur ekki gefið upp von um að gerandinn finnist. Hann hefur fengið ómetanlegan stuðn- ing frá unnustu sinni. „Allir dagar eru góðir hjá okkur. Þessi kona er kletturinn í lífi mínu. Hún er yndisleg að öllu leyti og styður mig af öllu hjarta.“ Tengdafjölskylda hans hef- ur sömuleiðis reynst honum vel. „Þau eru alveg yndislegt fólk, of- boðslega samheldin og náin fjöl- skylda. Mér finnst þetta öðruvísi hér en á Íslandi, það er eins fólkið hérna gefi sér meiri tíma til að hitt- ast og vera saman.“ Sigurður er með lögheimili á Ís- landi þar sem hann hefur starfað sem bifvélavirki. En núna er fram- tíðin óljós. Ætlunin er að fljúga heim í lok mánaðarins en tilhugs- unin um að halda áfram með dag- legt líf á Íslandi er honum fjarlæg. Á Íslandi hefur hann takmarkað stuðningsnet. „Við erum búin að vera saman í þrjú ár og þetta hefur verið stöð- ugt flakk á milli Íslands og Frakk- lands. Ég er alltaf að færast nær og nær þeirri hugmynd að flytja alfar- ið út, og kanski lætur maður bara verða af því á endanum.“ Líkt og áður segir stendur Sigurður frammi fyrir miklum kostnaði í tengslum við læknis- og lyfjameðferð. Þeir sem vilja styðja við bakið á Sigurði er bent á eftir- farandi reikning: Reikningsnúmer 0331-26-6139. Kenntitala 160858-6139. Margt smátt gerir eitt stórt. n
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.