Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Qupperneq 84

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Qupperneq 84
84 21. ágúst 2019 „Þetta er leikur, elskan. Treystu mér. Það kemur ekkert fyrir þig. n Cheryl var öll af vilja gerð að hjálpa eiginmanni sínum n Áform hans voru óhugnanleg og óvænt Þ etta er betra en skilnaður, sagði Sean Jennings við eiginkonu sína Cheryl, þar sem hún stóð á tröppu í bílskúr heimilis þeirra í Spokane í Washington í Bandaríkjunum. Sean bætti við að hann hefði stað- ið í skilnaði í tvígang og það væri ekkert sem hann hygðist endur- taka á næstunni. Þannig var mál með vexti að 7. október, 2007, hafði Sean, 38 ára, komið til Cheryl þar sem hún vann við tölvuna sína. Sagðist hann þurfa aðstoð hennar við eitthvað sem hann hefði verið að vinna að í bílskúrnum. Hryllingshús í bílskúrnum Hjónin höfðu verið gift í aðeins eitt og hálft ár, Cheryl var tveim- ur árum yngri en Sean og notaði hjólastól því fótleggir hennar voru veikir. Nóg um það. Jú, Cheryl vildi endilega hjálpa spúsa sínum, hún vissi að hann hefði verið að útbúa einhvers konar „hryllingshús.“ Cheryl hváði þegar Sean sagð- ist þurfa að binda fyrir augu henn- ar. „Þetta er ekki allt tilbúið enn. Ég vil ekki að þú sjáir þetta strax. Ég bind fyrir augu þín og leiði þig inn,“ sagði Sean við Cheryl. Sagðist þurfa aðstoð Sean sagðist þurfa aðstoð eigin- konu sinnar til að finna rétta lengd á reipi til að hengja upp plast- beinagrind í hryllingshúsinu sem hann var að búa til fyrir börnin. „En af hverju þarf ég að hafa bundið fyrir augun?“ spurði Cheryl forviða. „Þetta er leikur, elskan. Treystu mér. Það kemur ekkert fyrir þig,“ svaraði Sean. Cheryl var öll af vilja gerð að standa við bakið á eiginmanni sín- um og vera til staðar fyrir börn- in hans. Hún var þriðja eiginkona hans og vildi verða sú sem veitti honum eilífa hamingju. Handjárn og snara Sean tók hálsklút úr vasa sínum og batt kirfilega fyrir augu Cheryl, síðan ýtti hann henni í hjólastóln- um inn í bílskúrinn. Hann reisti hana upp úr hjólastólnum og studdi hana að tröppunni og upp hana. Sean sagði að hún þyrfti að standa í tröppunni á meðan hann mældi út lengd frá þverbita niður að hálsi hennar. Áður en Cheryl vissi hvaðan á hana stóð veðrið hafði Sean hand- járnað hana og smeygt lykkju um háls hennar. Cheryl var þá nóg boðið og öskraði: „Taktu þetta af mér, Sean. Hættu þessum fífla- skap.“ Útvarpið stillt í botn Sean svaraði eiginkonu sinni ekki, en hækkaði í útvarpinu í bílskúrn- um og hávær tónlist fyllti rým- ið. Cheryl gat ekki séð hvað hann aðhafðist, en fannst sem trapp- an væri við að detta undan fótum hennar. Sean hafði reynt að sparka tröppunni undan Cheryl en ekki tekist og trappan riðaði undir henni. Cheryl tyllti sér á tær en fann engu að síður hvernig lykkj- an hertist að hálsi hennar. Hún grátbað Sean að sleppa henni, en hann virti hana ekki viðlits. B andaríkjamaðurinn Karthik Rajaram var fjármálaráð- gjafi, og fjandanum öfl- ugri sem slíkur. Árið 2008, þegar hann var 45 ára, gat hann litið til baka á afar farsælan feril í fjármálaheiminum, reyndar þurfti hann að líta svolítið langt til baka, þegar þar var komið sögu. Rajaram hafði tekið þátt í nokkrum vel heppnuðum fjár- málagjörningum og í The Daily Telegraph, árið 2001, var hann kallaður „sigurvegari“ eftir einn slíkan, sem rekja mátti til London. Sá gjörningur hafði fært honum 1,2 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd. Allt virtist í sóma Um nokkurra ára skeið hafði Rajaram búið í Sorrento, í Porter Ranch nánar til tekið, í suðvestur- hluta Fernando-dalsins í Los Ang- eles. Þar höfðu hann og fjölskylda hans; eiginkonan Subasri, 39 ára, tengdamóðir hans, Indra Rama- sesham, 69 ára, og þrír synir þeirra hjóna, Krishna, 19, Ganesha, 12, og Arjuna, sjö ára, hreiðrað um sig í um 300 fermetra leigðu húsi. Að sögn leigusalans var leigan greidd á réttum tíma og í raun ekk- ert sem benti til vandræða. Áður hafði fjölskyldan búið í Northridge og var vel liðin, bauð gjarna gestum heim og virtist sátt við lífið og tilveruna. Skammbyssa keypt Það var sem sagt þá. Þann 16. september, 2008, keypti Rajaram skammbyssu. Hann skrifaði tvö kveðjubréf og erfðaskrá. Síðan, einhvern tímann um þá helgi, skaut hann til bana eiginkonu sína, synina þrjá og tengdamóður sína og framdi að lokum sjálfsvíg. FRÁ FJÁRHAGSLEGRI VELSÆLD TIL FEIGÐAR n Velgengni Rajaram tók enda og fjármálakreppan bugaði hann HENGING Í HRYLLINGSHÚSI Mar á hálsi Sean sagði Cheryl að bera aleo vera farið eftir snöruna. Karthik Rajaram Flaug hátt í fjármálaheiminum og hrapaði að lokum. SAKAMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.