Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Side 102

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Side 102
FÓKUS 21. ágúst 2019102 YFIRHEYRSLAN Unnur Magna starfar sem tímarita- ljósmyndari hjá Birtíngi ásamt því að mynda brúðkaup og aðra viðburði fyrir fólk og fyrirtæki. Við fengum Unni í yfirheyrslu helgarinnar. Hvar líður þér best? Á flandri með myndavélina mína, helst einhvers staðar sem ég hef ekki verið áður, og enga skipulagða dagskrá. Ef ég þarf að núllstilla orkuna mína þá fer ég og hlusta á sjóinn eða kíki í jógatíma. Hvað óttastu mest? Innilokun í litlu rými. Hvert er þitt mesta afrek? Að sjálfsögðu börnin mín tvö, en ætli það sé ekki líka að stíga út úr þægindarammanum og elta drauminn. Ég hætti sem þjónustustjóri í flutningabransanum eftir langa viðveru þar, settist aftur á skólabekk og lauk ljósmyndanámi með prýði. Núna vinn ég við það sem mér finnst skemmtilegast að gera og kynnist í leiðinni alls konar frábæru fólki. Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Ég vann einu sinni við það að rafvæða verðbréf hjá Lánasýslu ríkisins, ætli það sé ekki með því skrítnasta sem ég hef starfað. Það var hins vegar mjög tímabundið enda lítið andrými til að vera skapandi í því starfi. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? „Andvökunætur“ eða „Stúlkan með þriðja augað“. Hvernig væri bjórinn Unnur? Dulrænn, ævintýralegur galdrabjór, eftirminnilegur við fyrsta sopa. Kryddaður og bragðmikill en líka svalandi með sætu eftirbragði. Hann væri í túrkísblárri flösku og það væri listaverk eftir Flóka á miðanum. Besta ráð sem þú hefur fengið? Ætli það sé ekki það að lifa lífinu fordóma- laus og koma fram við fólk sem verður á vegi mínum af vinsemd og virðingu, því það er svo mikilvægt að öll samskipti skilji eftir sig eitthvað gott. Já, og líka ráðið frá pabba um að borga alltaf alla reikninga strax. Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Ohh, ég er svo þakklát henni Josephine Cochrane fyrir að hafa fundið upp uppþvottavélina árið 1858 og Miele fyrir að hafa síðar gert uppfinninguna mótordrifna. En skúringar finnst mér samt leiðinlegri en að vaska upp og ég á mjög erfitt með að hreinsa niðurföll. Besta bíómynd allra tíma? Shawshank Redemption. Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Þegar ég var unglingur þá dreymdi mig oft framhalds- draum þar sem ég gat flogið. Það var alveg ótrúlega skemmtilegt, svo ég væri alveg til í að geta það því þá gæti ég ferðast meira án þess að þurfa að pæla í kostnaði. Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Ég tók ágætis áhættu um síðustu áramót þegar ég skellti mér ein í sex vikna ferðalag um Kambódíu og Mjanmar með lítinn farangur og arkaði ótroðnar slóðir burt frá almenn- um túrisma með myndavélar dinglandi á mjöðmunum. Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? Ég bara læt ekki svoleiðis smámuni fara í taugarnar á mér. Ég er líka gædd þeim eiginleika að heyra bara það sem mig langar að heyra og sía burt það sem mig langar ekki að heyra. Hvaða getur þú sjaldnast staðist eða ert góð í að réttlæta að veita þér? Nýtt húðflúr, flotta hálsklúta, og gott sjampó. Hvað er á döfinni hjá þér? Sumar brúðkaupin eiga hug minn allan þessa dagana ásamt tímaritaljósmyndun, en ég vona að ég komist í eins og eina útilegu í ágústlok með góðum vinkonum og börnunum okkar áður en haustbrúðkaupin taka við og skólarnir byrja. Reyndar þarf ég líka að dytta að húsinu mínu og svo er ég að gæla við þá hugmynd að taka mótorhjólapróf sem verður vonandi að veruleika einhvern tímann og hver veit nema ég skelli mér í ljósmyndaferð með jógaívafi með góðri vinkonu til Gvatemala áður en langt um líður. n Unnur Magna Þ að var aldeilis nóg um barnatengd tíðindi í vik- unni sem leið og greini- legt að frjósemi Íslendinga er í hámarki um þessar mundir. Jóhanna Margrét Gísladóttir, dag- skrárstjóri Stöðvar 2, tilkynnti á Facebook að hún ætti von á sínu öðru barni með eiginmannin- um, Ólafi Sigurgeirssyni. Fyrra barn þeirra, drengur, fæddist árið 2016. Þá eiga Frosti Jón Runólfs- son, handritshöfundur og kvik- myndaleikstjóri, og Hrafnhild- ur Hólmgeirsdóttir stílisti von á barni í lok árs. Enn fremur eiga dansarahjónin Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev von á sínu öðru barni. Fyrir eiga þau soninn Vladimir, sem er nýorðinn fimm ára, en nú er von á stelpu. Einnig var eitthvað um útungun því leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir og skáldið Sig- tryggur Magnason eignuðust sitt fyrsta barn saman, dreng, fyrir stuttu. Sigtryggur lýsti fæðingunni á Facebook með tilþrifum og sagði hana hafa minnt mest á ameríska bíómynd. Önnur áhugaverð fæðingartilkynning kom frá ofur- hjónunum Ingileif Friðriksdóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur sem eignuðust dreng í síðustu viku. Þær eiga fyrir einn son, Þorgeir, sem María átti úr fyrra sambandi, en með fæðingartilkynningunni fylgdi falleg fæðingarsaga. n DV óskar öllum innilega til hamingju með barnalánið. Barnavikan mikla Hanna Rún og Nikita. Sigtryggur og Svandís Dóra. Ingileif og María ásamt syninum Þorgeiri. Mynd:Hanna Afgreiðum HÁDEGISMAT Í BÖKKUM alla daga ársins til fyrirtækja og stofnana GÆÐA BAKKAMATUR Mismunandi réttir ALLA DAGA VIKUNNAR Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.