Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Side 22

Skessuhorn - 20.12.2005, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 Mtsaunuh:: Er meira fytir silfrið sem stendur -Rætt við Finn Þórðarson gullsmið á Akranesi Finnur Þórðarson fer ekki um með látum. Enda eru gullsmiðir ekki þekktir fyrir hávaða eða læti. Finnur nam gullsmíði hjá Dýrfinnu Torfadóttur og lauk náminu á Akranesi. Hann er raunar fyrsti gullsmíðaneminn sem lýkur námi á Akranesi. I það minnsta í seinni tíð. Eðh málsins samkvæmt hefur hann verið í skugga meistara síns en kannski fer að verða þar breyting á. Hver veit? I það minnsta er fátt því til fyrirstöðu að hann láti verkin tala og hasli sér frekari völl í iðngrein sinni. Orðið iðngrein lýsir þessu starfi ekki nema að hluta því auðvitað er gullsmíðin listgrein í ffemstu röð. Við settumst niður um miðja aðventuna á safnasvæðinu á Akranesi þar sem þau Dýrfinna hafa aðsetur. Þar er verkstæði þeirra vinsæll viðkomustaður ferðafólks sem Safhasvæðið sæk- ir heim. Til þess var Iíka ætlast í upphafi. Að Finni standa sterkir stofnar iðnaðarmanna. Trésmiðir og skipasmiðir. Því má kannski segja að gullsmíðin sé ekki í takt við störf forfeðranna eða hvað? Hvernig skyldi hafa staðið á því að hann lagði þessa grein fyrir sig? “Eftir að ég lauk stúdentsprófi 1992 á Isafirði var ég í bölvuðum vandræðum með að ákveða fram- haldið. Eg vann í nokkur ár við verslunarstörf. Eftir nokkur ár í verslun fór að sækja á mig löngun til þess að skapa eitthvað. Smám saman kviknaði sú hugmynd að fara í iðnnám og einn góðan veð- urdag kom ég við í Gullauga hjá Dídí. Þá stundina var ég alveg eins að velta fyrir mér námi erlendis. Hún tók mér hins vegar mjög vel og sagðist alveg eins geta tekið mig á samning. Það var þó háð því að Orn bróðir hennar kæmi aftur heim en hann var þá við nám í sjóntækjafræðum. Það varð úr og ég hóf námið haustið 2000. Eg hef fylgt henni síðan. Dýrfinna hefur verið mjög dugleg að taka nema og á undan mér voru í það minnsta fimm nemar hjá henni. Enginn þeirra hafði þó ílengst á Isafirði. Þó að í minni ætt séu skipasmiðir og trésmiðir áberandi er gaman að segja ffá því að bróðir afa, Guðjón Bernharðsson, var gullsmiður. Hann starfaði í Reykjavík um ára- tuga skeið þannig að þessi iðngrein er ekki óþekkt í minni ætt. Hann smíðaði töluvert af hnífapörum og ennþá eru notuð mót til fram- leiðslu slíkra gripa sem hann smíð- aði.” Kunni strax vel við námið “Ég kunni strax vel við mig hjá Dýr- finnu. Hún sýndi mér strax mikið traust og allt frá fyrsta degi hef ég unnið við smíð- ar að einhverju leyti. Gull- smiðir þurfa ekki að kvarta yfir ásókninni í nám í grein- inni. Hún er mikil. Menn hafa hinsvegar almennt verið tregir að taka nema. Þannig hefur mönnum tekist að stýra fjölda gull- smiða nokkuð. Ég hef nú grun um að sumir vilji halda iðn- greininni innan fjölskyldu sinn- ar og taki ekki nema nema ljóst sé að börn eða barnabörn vilji ekki leggja slíkt nám fyrir sig. Ég hef marga hitt sem mikið hafa reynt til þess að komast í nám en ekki tekist. Ég má því vera ánægður að hafa komist að svo fljótt.” Þú hefur nám hjá henni þegar verkstæðið og verslunin voru kom- in í Hafnarstræti sem er í hjarta Isafjarðar. Það hlýtur að vera mjög sérstakt að stunda nám og störf í hjarta bæjarins? “Já, því er ekki að neita. Gullauga bíður margvíslega þjón- ustu og oft var áreitið mikið í Hafnarstrætinu. Það var hins vegar mjög gaman að vera svona í mið- punkti mannlífsins. Hér á Skagan- um er staðsetningin önnur og öðruvísi.” -Nú er gullsmíðin að stórum hluta listgrein en ekki framleiðsla? “Já það er rétt. Þú getur í raun ráðið því hvernig þú þróar þinn feril. Sumir eru í framleiðslu ein- göngu það er að fjöldaframleiða. Aðrir, eins og við Dýrfinna, eru í hönnun og smíði gripa sem eru misjafnir að gerð og þar ræður innblásturinn hverju sinni. I slíkri smíði finnur maður vel hvernig auraráðin eru í þjóðfélaginu. Þegar velmegun er mikil skilar það sér í dýrari munum.” Fylgdi meistaranum -Nú tekur þú þig upp og fylgir Dýrfinnu til Akraness? “Já, Guðjón maður hennar fékk starf framkvæmdastjóra sjúkra- hússins hér árið 2001 og hún fylgdi bónda sínum. Nú til þess að geta klárað námið varð ég að fylgja mínum meistara. Þrátt fyrir að ég sé rótgróinn ísfirðingur var á- kvörðunin um flutning frekar auð- veld. Ég skal nú játa að þegar ég renndi inn í bæinn fór ég að hugsa í hvað ég væri búinn að koma mér? Ég hafði að vísu komið hingað nokkrum sinnum til keppni í körfubolta. Hins vegar leist mér fljótt vel á staðinn og nú kann ég mjög vel við mig hér. Það er öllum hollt að breyta til og komast í nýtt umhverfi. Hér er víður sjóndeild- arhringur því fjöllin eru fjær en heima. Fólkið var frekar seintekið að mínu mati en það kann að vera mín sök. Ég er nú frekar rólegur að eðlisfari og ég fór lítið annað en í vinnuna fyrstu mánuðina. Því er ekki að undra að hægt hafi gengið að komast í kynni við fólk. Þegar maður horfir til baka er nú ekki mikill munur á fólkinu hér og á ísafirði.” -En nú eruð þið til húsa hér á Safnasvæðinu á Akranesi og eruð nokkurs konar safngripir, það er að segja að gestir sem koma á svæðið geta fylgst með ykkur að störfum á vinnustofu ykkar. Þetta er óneitan- lega mjög sérstakt fyrirkomulag? “Já, það er rétt. Við vorum áður í bílskúr heima hjá Dýrfinnu en síðan kom upp sú hugmynd að lífga Safnasvæðið við með því að hafa hér iðnaðarmenn og hand- verksfólk að störfum. Þessi hug- mynd Magnúsar Magnússonar, sem þá starfaði á markaðsskrifstofu Akranesbæjar, finnst mér hafa tek- ist vel. I samningi sem gerður var við Akranesbæ skuldbindum við okkur til þess að leyfa ferðafólki að fylgjast með störfum okkar. Menn voru á báðum áttum þegar þessi hugmynd kom upp en ég hygg að flestir séu sammála um að vel hafi til tekist.” Bætum hvort annað upp -Förum aðeins að upphafi náms- ins. Þegar þú hófst nám hjá Dýr- finnu hafði hún þegar getið sér gott orð sem gullsmiður. Það hef- ur nú alltaf gustað af henni. Þekkt- irðu hana áður en þú fórst á samn- ing hjá henni? “Nei það get ég ekki sagt. Ég þekkti hana bara eins og aðra bæj- arbúa. Mér gekk strax í upphafi vel að vinna með henni enda á ég auð- velt með að lynda við fólk og það við mig.” -Það verður nú tæplega sagt að þið séuð lík í fasi. Þú ert þessi hæg- láti maður en henni verður trúlega seint lýst með þeim orðum? “Nei, það er rétt. Við erum mjög ólík. Ég er mjög rólegur en hún örari. Ég þarf á því að halda að það sé stöku sinnum ýtt við mér og hún hefur líka gott af því að láta tosa sig aðeins niður. Við bætum því hvort annað upp. I sameiningu erum við sennilega eðlileg.” -Það orð hefur farið af iðnaðar- mönnum að þeir lofi stundum miklu uppí ermar sínar. Er það svo í ykkariðn? “Ég neita því ekki að við erum með síðar ermar. Við búum hins vegar við það að gripir þeir sem við búum til eru tengdir einhverri ákveðinni dagsetningu. Það hefur verið góð svipa á okkur. Menn geta jú ekki frestað giftingu vegna þess að hringirnir hafa ekki borist í tæka tíð. Það látum við ekki gerast en ég játa fiíslega að stundum höf- um við teflt á tæpasta vað. Mikið af þeim gripum sem við erum að vinna við eru pantaðir vegna á- kveðins tilefnis. Við vitum fyrir hvern gripurinn er og fáum kannski nokkra punkta um við- komandi. Síðan látum við hug- myndaflugið ráða. Stundum geng- ur það greiðlega en stundum geng- ur það síður og þá geta tímasetn- ingar orðið naumar. Þessi vinna er hins vegar mjög skemmtileg og fjölbreytt. Þar koma margir málm- ar við sögu og raunar erum við að vinna með mörg fleiri efni en málma.” -Það leiðir hugann að öðrum málmum en gulli? “Já iðnin heitir hér gull- og silf- ursmíði. Erlendis er silfursmíðin sér nám enda ólíku saman að jafna þar sem unnið er að smíði stærri gripa til dæmis borðbúnaðar og annarra nytjahluta.” Efnin takast á -Eru þessi efni að takast á í mönnum? “Já því er ekki að neita. Fram að þessu hef ég kunnað mun betur við silfrið. Það er að mörgu leyti auð- veldara í vinnslu. Það er mýkra. A móti kemur að gullið er auðveldara í slípun. Hér á Skagantmi er meiri eftirspurn eftir gulli en fyrir vest-

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.