Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Page 23

Skessuhorn - 20.12.2005, Page 23
 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 23 an. Það kemur nú ekki til af verð- lagi eins og fóik getur haldið. Skýringuna er að finna í hitaveitu- vatninu. Þegar það er notað fellur fljótt á silfrið og því er það óvin- sælla hér um slóðir. Hins vegar skiptir verð málmanna auðvitað máli. Gullsmiðir í smærri samfé- lögum þurfa því að vera með blandaða vöru hvað málma snertir til þess að geta höfðað til fjöldans.” -Funduð þið fyrir mun þegar þið fluttuð ykkur suður á þann veg að hér seljist dýrari gripir en fýrir vestan? “Nei það get ég ekki sagt. Fólk hér er að kaupa svipaða gripi og á ísafirði. Hér er fólk kannski frekar að slá sig saman til þess að geta pantað stærri gripi til gjafa. I Reykjavík finnum við frekar fyrir því að dýrari gripir seljist. Þar er mannfjöldinn meiri og inn á milli leynist efnameira fólk.” -Nú hefurðu lokið þínu námi hjá Dýrfinnu. Hvað tekur nú við. Frekara nám? “Já það er nú á döfinni að fara í meistaranám. Hvað verður veit ég nú ekki. Það er margt í boði innan- lands sem utan. I augnablikinu reikna ég þó frekar með að námið verði innanlands. Höfúðborgin er hins vegar ekki að heilla mig í augnablikinu.” Hárrétt ákvörðun að flytja á Skagann -Nú hefur Dýrfmna öðlast mikla viðurkenningu, sem gullsmiður, á liðnum árum. Er ekki óþægilegt fyrir þig að starfa í hennar skjóli eða skugga eftir því hvernig á það er litið? “Já það er rétt að Dýrfinna hefur náð langt að undanförnu. Ég tel að það hafi verið hárrétt ákvörðun hjá henni að skipta um umhverfi og flytja hingað. Hér gefst henni betra næði til sköpunar. Ég lít ekki svo á að ég sé í neinum skugga af henni. Hún er minn meistari og við höfum unnið saman að mörg- um góðum verkum. Ég get ennþá lært mjög mikið af henni. Á meðan svo er þarf ég ekki að breyta mín- um högum. Mér hefur svo sem staðið til boða að færa mig en mér hefur ekki þótt það fýsilegur kost- ur.” Jólin koma -Nú styttist í jólin. Þau eru stærsti sölutíminn hjá ykkur gull- smiðunum? “Já jólin eru mjög stór í okkar rekstri. En það eru fleiri stór tíma- bil á árinu. Páskarnir eru líka stórt sölutímabil því þá eru fermingarn- ar í hámarki.” -Nú hefurðu komið að smíði margra fallegra hluta. Hver er sá eftirminnilegasti? “Ég veit nú ekki hvað skal segja. Upp í hugann kemur einn fyrsti hringurinn sem ég smíðaði. Það er jafnframt sá stærsti sem ég hef smíðað. Og hann var á fingur konu. Til mín kom bóndakona sem hafði sverasta fingur sem ég hef smíðað á. Konur eru ekki allar fín- gerðar. Þessi ágæta kona hefur þrælað allt sitt líf og þess sáust merki á fingrum hennar.” -En hugsa menn ekki um draumaverkið. Hvað gaman væri að smíða og fýrir hvern? “Jú því er ekki að neita. Að sjálf- sögðu lætur maður hugann reika enda hluti af starfmu. Allir gull- miðir hafa metnað til góðra verka. Samkeppni er meiri á milli gull- smiða en í fljótu bragði virðist vera. Nokkrir gullsmiðir senda verk í keppnir erlendis og hugur minn stendur til þeirra hluta. Hvenær það verður veit ég ekkert um, en vonandi styttist í það.” -En eitt finnst mér skrítið. Þú, gullsmiðurinn, berð ekkert skart sjálfur. Hvernig stendur á því? “Já þú tókst eftir því. Ég hef aldrei verið mikið fyrir að bera skartgripi. Ég hef í mesta lagi borið einn hring. Ætli ég sé ekki hinn dæmi- gerði karlmaður í því efni.” -Þar kemur þú að munin- um milli kynjanna hvað skartgripi varðar. Er þessi skartgripafælni karlmanna eitthvað að lagast? “Já ég held það nú. Hins vegar verða þeir að njóta sannmælis í þessu efni. Hluti af þessu “vandamáli” er sú staðreynd að við gull- smiðir höfum ekki verið nógu duglegir að hanna og smíða skartgripi fyrir þá. Urvalið hefur ekki verið mikið. Það er því ekki við karlmennina eingöngu að sakast.” -En í hverju ertu mest að vinna núna? “Silffið er mér ofarlega í huga núna. Að slá til stóra silfurgripi heillar mig sem stendur. Hvort að það eru skipasmiðagenin í mér skal ég ekki segja. Gullsmíðin er sí- breytileg og þar getur þú skipt um viðfangsefni eftir því hvernig vind- ar blása hverju sinni. Það er ekki sem verst.” -Halldór Jónsson

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.