Skessuhorn - 20.12.2005, Page 36
36
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005
gglSSlíIiöBH
Ekki sestur í helgan stein
-Rætt við Bjarna Guðráðsson í Nesi í Reykholtsdal um störf hans að framfaramálum í áratugi
Vegur frumkvöðla hefur vaxið
í þjóðfélaginu á undanfömum
ámm. Það var fyllilega tíma-
bært. Lengi hafa þeir allt að því
verið litnir homauga. Flestum
er það eðlislægt að láta sér vel
Iíka það sem lífið býður uppá
hverju sinni. Hafa það gott.
Þiggja ffamfarir ef svo má að
orði komast. Bíða þeirra eins og
þær komi sjálfkrafa. Það er líka
tímafrekt að vera frumkvöðull.
Það er líka illa borgað. Stundum
fylgja frumkvöðlum bölvað ó-
næði fyrir þá sem vilja hafa það
þægilegt. Nýjum hugmyndum
fylgir það nefnilega að taka þarf
afstöðu til þeirra. Ekki er nú
sjálfgefið að ffumkvöðlar njóti
stuðnings í verkum sínum og
sjaldnast skilnings. Þegar ónæð-
ið er um garð gengið, sem off
fylgir þegar framfarir eiga sér
stað, vilja flestir Lilju kveðið
hafa. Flestir Islendingar em sér-
ffæðingar í slíkum kveðskap.
Bjami Guðráðsson er fæddur
á Skáney í Reykholtsdal árið
1935. Hann ólst upp á Skáney til
9 ára aldurs og síðan í Nesi í
Reykholtsdal. Stundaði nám í
Reykholtsskóla árin 1949-1951.
Hann er kvæntur Sigrúnu Ein-
arsdóttur frá Kletti. Þau bjuggu
í Gróf í Reykholtsdal 1955-57
og síðan í Nesi frá 1957. Bjami
stundaði nám við tónlistarskól-
ann á Akranesi 1976-1979 og
hefur starfað sem organisti við
Reykholtskirkju ffá 1976. Starf-
aði að félagsmálum á vettvangi
ungmennafélaganna og í Búnað-
arsambandi Borgarfjarðar. Var
formaður Búnaðarsambandsins
ffál978 - 1993. Fulltrúi fyrir
Borgarfjarðarsýslu á Búnaðar-
þingi 1978-1999. Bjami hafði á-
samt öðmm umsjón með útgáfu
Búnaðarsambands Borgarfjarðar
á ritverkinu Byggðir Borgar-
fjarðar sem sambandið gaf út á
árunum 1989-1999 og ritaði
greinar í það rit. Hafði umsjón
með byggingu Reykholtskirkju
og Snorrastofu í Reykholti sem
formaður byggingamefhdar árin
1983-2000. Bjami hefur sinnt
starfi í Snorrastofu frá árinu
2001.
Bjami Guðráðsson fer stund-
um lítt troðnar slóðir. Af frá-
sögnum að dæma virðist hann
ekki feiminn við að leggja til at-
Iögu við garðinn þó hann sé hár.
Bjami hefur víða komið við í Iíf-
inu eins og flestir samferðar-
menn hans vita. Fyrirferðamest
em þó án efa byggingar, ræktun
og búskapur í Nesi, störf á vett-
vangi Búnaðasambands Borgar-
fjarðar og uppbyggingin í Reyk-
holti. Þetta gamla höfuðból hef-
ur á undanfömum ámm gengið
í endumýjun lífdaga sinna. Það
var ekki sjálfgefið. Einungis
djörfung, eða fífldirfska eins og
sumir kalla það, gat skilað upp-
byggingunni í Reykholti jafn
langt og raun ber vitni.
Yfir kaffibolla í Nesi bað ég
Bjarna að rífja upp upphafið að
hugmyndum um nýja kirkju í
Reykholti sem færðu okkur þær
glæsilegu byggingar sem þar eru
og það starf sem nú þróast kring-
um kirkjuna og Snorrastofu.
Hugmyndir fæðast
“Um margra ára skeið hafði um-
ræða farið fram um byggingu nýrr-
ar kirkju í Reykholti, en lítið hafði
gerst. Þessi umræða fór vaxandi og
um síðir fóra hugmyndir að taka á
sig mynd. Við sem að þessum hug-
myndum stóðu ákváðum að reyna
að móta þær eins langt og hægt
væri áður en endanlega væri á-
kveðið að byggja. Með því vorum
við ekki hræddir við umræðuna.
Þvert á móti. Við vildum geta
kynnt málið eins vel og hægt væri
og að lausir endar yrðu sem fæstir.
Við ræddum málið við kirkjuyfir-
völd og víðar. Við leituðum til
Húsameistara ríkisins sem þá var
Garðar Halldórsson, arkitekt.
Hann útfærði hugmyndir okkar
um nýja kirkju og starfsemi sem
okkur fannst vanta í Reykholti til
styrktar skólanum og móttöku
gesta á staðnum. Við kynntum
málið fyrir forsætisráðherra, sem
þá var Steingrímur Hermannsson.
Embætti Húsameistara ríkisins
heyrði undir forsætisráðuneytið og
erindi okkar til ráðherra var því í
aðra röndina það að fá aðstoð við
hönnun bygginganna með eins
litlum tilkostnaði fyrir okkur og
hægt væri. Garðar tók miklu ást-
fóstri við málið og lagði sig allan
fram frá fýrsta degi. Hann vann
mjög gott starf í þessu máli sem
arkitekt og höfundur að gerð
byggingarinnar og ekki var stuðn-
ingur hans og fjölskyldu hans
minni í gegnum viðskiptalífið.”
Háleitar hugmyndir
“Þetta voru auðvitað háleitar
hugmyndir. Það var því ekki sjálf-
gefið að þessi litli söfnuður væri
tilbúinn að byggja nýja kirkju. En
það var samþykkt á safnaðarfundi
árið 1983. Staðarvalið sjálft var
hugmynd ffá séra Einari Guðna-
syni. Hann sá fyrir sér að ný kirkja
myndi rísa á þessum stað og orðaði
það við mig þegar ég var í sóknar-
nefnd um miðjan sjöunda áratug-
inn. Elstu hugmyndir um Snorra-
safn í Reykholti era ffá 1930. Það
var norskættaður Ameríkumaður,
Einar Hilsen að nafni, sem fyrstur
barðist fyrir þeirri hugmynd.
Hann gaf til staðarins bækur til að
mynda stofn safnsins. Ríkisstjórn
Islands keypti síðar bókasafn
Tryggva Þórhallssonar, eftir fráfall
hans, og lagði það til Héraðsskól-
ans. Það er nú hýst í Snorrastofu.
Hér í sveitinni var þessu máli
tekið með nokkram fyrirvara sem
eðlilegt var. Verkið í heild varð
miklu viðameira og kostnaðarsam-
ara en að byggja eina kirkju. Það
var því ekki óeðlilegt að einhverjar
áhyggjur væru í héraði. Slíkt fylgir
alltaf þegar stórar hugmyndir fæð-
ast.
Þegar hugmyndin að Snorra-
stofu hafði mótast mynduðust
fljótlega tengsl við Noreg vegna
málsins enda hafa Norðmenn
löngum viljað eiga Snorra. Við
ræddum málið meðal annars við
sendiherra Norðmanna og hann
tók okkur vel. Honum leist mjög
vel á hugmyndir okkar að Snorra-
stofu og upp úr því varð nokkur
hreyfing um málið í Noregi. Fljót-
lega fundum við áhuga Norð-
manna á því að koma myndarlega
að fjármögnun Snorrastofu sem þá
var áætlað að myndi kosta 50-60
milljónir króna.”
Síðasta utanför
Olafs konungs
“Síðasta utanför Olafs Noregs-
konungs var að koma hingað í
Reykholt. Þar færði hann okkur 1
milljón norskra króna. Hann var
viðstaddur þegar forseti Islands,
Vigdís Finnbogadóttir, lagði horn-
stein byggingarinnar 6. september
1988.
Þessi styrkur frá Norðmönnum
varð minni en við bjuggumst við
eftir þær góðu viðtökur sem málið
fékk í Noregi. Það á sér ýmsar
skýringar. Meðal annars þá að
ýmsir aðilar hér á landi vora ekki
hrifnir af því að stuðningur Norð-
manna yrði mikill. Það var hræðsla
við það að Norðmenn væra að
eigna sér Snorra. Sú hræðsla kom
meðal annars ffam í þeirri stað-
reynd að menn töldu ekki rétt að
Norðmenn styrktu þessar bygg-
ingar um of. Norska milljónin kom
sér vel og varð hvati til þess að ís-
lendingar lögðu sig fram um að
styrkja byggingu Snorrastofu. Al-
þingismenn í Vesturlandskjördæmi
beittu sér fyrir málinu. Mesti fjár-
hagslegi stuðningurinn við bygg-
ingu Snorrastofu kom frá Alþingi
og ríkisstjórn. Síðar, í tengslum við
átakið við að ljúka byggingu
Snorrastofu og opna hana árið
2000, fór fram fjársöfnun í fjóram
fylkjum í Vestur-Noregi undir for-
ystu Arne Holm ræðismanns Is-
lands í Bergen og Hakon Randall
fyrram fylkisstjóra Hörðalandi. I
reynd kostuðu Norðmenn ríflega
fjórðung byggingar Snorrastofu.”
Jöfnunarsj óður sókna
stofnaður
“Klirkjustjórnin studdi okkur
með ráðum og dáð. Það er vanda-
verk fyrir litla söfnuði að byggja
upp höfuðból. Um þetta leyti var
jöfnunarsjóður sókna stofnaður. A-
hrifamaður í undirbúningi að
breyttu fyrirkomulagi á innheimtu
kirkjugjalda og stofnun sjóðsins
var prófastur okkar, séra Jón Ein-
arsson í Saurbæ. Hann var frá upp-
hafi einlægur stuðningsmaður
okkar og kirkjubyggingin í Reyk-
holti var ein sú fyrsta sem naut
stuðnings jöfnunarsjóðsins. Jöfn-
unarsjóðurinn og kirkjuráð hefur
síðan reynst sá bakhjarl kirkjunnar
sem best hefur gert til þess að
styðja söfnuðinn við þetta átak. I
upphafi fékk byggingin almennan
fjárstuðning með söfnun hér í
sveitinni. Sá stuðningur sýndi hug
manna og samstöðu um málið sem
dugði til að aðrir fengjust til að
styðja söfnuðinn til þessara fram-
kvæmda.”
Gamla kirkjan
Áður en samþykkt var að byggja
nýja kirkju lá fyrir mjög vönduð
úttekt um þá gömlu unnin af Hjör-
leifi Stefánssyni. “Ljóst var að
gamla kirkjan fyllti ekki þær kröfur
um stærð og gerð helgidóms sem
staðurinn þarfnaðist. Það réð
miklu um þá ákvörðun að byggð
yrði ný kirkja. Jafnframt var reikn-
að með að taka þá gömlu niður eða
flytja hana á annan stað sem hún
varðveittist og kæmi að gagni sem
lifandi helgidómur. Það var mark-
miðið því ekki vildum við hér í litl-
um söfnuði standa undir tveimur
kirkjum á sama hlaði. Á öðram
stöðum á landinu hafði það gerst.
Okkur höfðu borist fyrirspurnir
m.a. frá Bifröst, Sólheimum og
Safnasvæðinu á Akranesi um að fá
gömlu kirkjuna og endurbyggja
hana til helgihalds. Því miður varð
ekkert úr því. Mér finnst að það
hafi strandað á því að yfirvöld hús-
friðunarmála vildu ekki styrkja
endurgerð hennar annarsstaðar en
á staðnum.”
Andstaða í kerfinu
“Á ýmsum stöðum í kerfinu var
andstaða við byggingu nýju kirkj-
unnar. Sú andstaða náði til ýmissa
háttsettra embættismanna. Málið
var því alls staðar viðkvæmt.
Heima var málið ekkert viðkvæmt
eftir að ákvörðun um bygginguna
var tekin. Þegar söfnuðurinn sam-
þykkti byggingu nýju kirkjunnar
var ekki með sérstökum bókunum
kveðið nógu skýrt á um hvað skyldi
gert við þá gömlu einfaldlega
vegna þess að menn töldu líka svo
langt í að sú nýja yrði tilbúin. Við
sem stóðum að uppbyggingunni
litum hins vegar alltaf þannig á að
hún yrði flutt eða tekin niður. Síð-
ar skipuðust mál þannig að Þjóð-
minjasafhið tók hana í húsasafn sitt
og annast endurbyggingu hennar
samkvæmt samningi við söfnuð-
irm. Eg er hins vegar ennþá þeirr-
ar skoðunar að betra hefði verið að
flytja kirkjuhúsið til einhvers
þeirra sem vildu taka við því til
helgihalds. Þjóðminjavörður sótti
málið fast og söfnuðurinn féllst á
að húsið stæði áfram. Ef okkur
hefði órað fyrir að gamla kirkjan
yrði látin standa áfram á staðnum
þegar við vorum að vinna að mál-
inu í upphafi þá hefði ekki verið
reist ný kirkja í Reykholti í því
formi og með þeirri starfsemi sem
þessi kirkja hýsir nú.”
Víða leynast sker
“Ég kom að uppbyggingunni í
Reykholti til þess að láta verkið
ganga fyrir sig. Til þess að svo
mætti verða þurfti þrennt; stuðn-
ing safnaðarins, traust til þess og
burði. Eg hafði fyrstu tvo þættina
og hluta af þeim þriðja. Eg hafði á
þessum tíma verið í bændapólitík-
inni og ýmsum öðram félagsstörf-
um sem höfðu gengið vel. Eg var
því frekar brattur þegar lagt var af
stað. Verk sem þetta krefst alls sem
þú hefur að gefa og gott betur en
það. I mínu tilfelli var það styrkur
Sigrúnar konu minnar sem ég
hafði uppá að hlaupa. Sá styrkur
kom sér vel og var óspart notaður.
Ég hef oft lýst undirbúningi
uppbyggingarinnar í Reykholti
sem siglingu um norska skerja-
garðinn. Þar era víða sker sem
leynast. Mér fannst við aldrei
lenda alvarlega á skeri. Eg er alveg
handviss um að á áranum 1985-
1987, þegar undirbúningurinn
stóð sem hæst, var mjög vel vakað
yfir okkur. Þegar öll sund virtust
vera að lokast var ávallt eins og
okkur væri bent á nýja leið. Hér er
nú risin kirkja sem ég tel að til-
heyri allri þjóðinni.”
Ekki verk eins manns
“Enginn má líta svo á að upp-
bygging Reykholts sé eins eða
tveggja manna verk. Því fer fjarri.
Hins vegar er það ávallt svo að
sumir eru meira áberandi en aðrir
við slík verk. Trúlega höfum við
séra Geir Waage verið áberandi í
þessum störfum. Geir er mikill
persónuleiki og hans söguþekking
og sannfæringarkraftur var mjög
þungt lóð á vogarskálar þeirrar
Hjánin Bjami og Signín í Nesi. I baksýn se'st vélageymslan sem m.a. sinnti hlutverki geymslu fyrir gamla Dómkirkjuorgelib þar til
tími og ráð gafst til aS ko?na því í viðgerð.