Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Page 50

Skessuhorn - 20.12.2005, Page 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 ^Btssunu>~ Það finnst alltaf laus stund þegar þess þarf segja hjónin Björg og Oðinn í Einarsnesi í spjalli um bú- og félagsstörf, áhugamál og fleira fróðlegt Það hefur verið talið gott und- ir bú á bökkum Hvítár. Því veld- ur m.a. að víðast á láglendinu meðfram ánni eru flæðiengjar sem til skamms tíma voru bænd- úm dýrmætar. Stör er ágætis fóð- ur og margir bera aldrei tilbúinn áburð á flæðiengjar og fátítt er að uppskera bregðist. Hvítá skiptir á milli hreppa og sýslna og þar með flestu því sem við mennim- ir höfum búið til í aldanna rás til að mannlífið gangi skipulega fyr- ir sig. A meðan ekið er ffá Borg- amesi eftir þjóðvegi eitt, upp gamla Borgarhrepp í Mýrasýslu, áleiðis norður í land, renna um hugann vangaveltur um þessi landsins gæði og þær breytingar sem orðið hafa á búskaparháttum síðustu ár. Þegar komið er upp <fyrir golfvöllinn í Borgamesi blasa við á hægri hönd, allfjarri þjóðveginum, niður undir Hvítá, bæjarhúsin í Einarsnesi, reisu- legar byggingar. Þangað skulum við halda og ræða við ábúendur, fræðast um líf þeirra og störf. Oðinn Sigþórsson bóndi í Ein- arsnesi er fæddur 1951 í hópi systk- ina sem öll hafa verið talsvert áber- andi í íslensku samfélagi á ýmsum sviðum og þekkt fyrir dugnað. “Foreldrar mínir bjuggu hér á mín- um yngri áram, Sigþór Þórarinsson og Sigríður Guðmundsdóttir, éinnig var hér amma mín, Þórann Jónsdóttir ffá Galtarholti. Eg fór í Bifröst til ffamhaldsnáms og lauk því 1969. Konan mín Björg Karítas Bergmann Jónsdóttir, ári seinna. Eftir að ég lauk við Bifröst vann ég um tíma í Landsbanka Islands í Reykjavík og síðar hjá Eimskip. Þá dvöldum við í London en ég var þar við framhaldsnám í eitt ár. Við sett- umst að hér í Einarsnesi 1973 og höfum búið hér síðan,” segir Oðinn sem nú er sestur með viðmælanda í afar vandaðri og hlýlegri stofu þar sem útsýni er einstakt yfir Hvítá. “Þegar við hófum búskapinn var hér hefðbundinn búskapur foreldra minna; kýr, kindur og nokkur hross. Fáum áram eftir að við settumst að hér heima, veiktist pabbi af krabba- meini og lést hann árið 1981. Eg tók við hreppstjóraembættinu af honum og afskipti mín af málefiium þessa svæðis jukust á ýmsan hátt.” Söðlað um í búskapnum Kunnugt er að Óðinn í Einars- nesi er formaður Landssambands íslenskra veiðifélaga og er nú spurst fyrir um afskipti af laxveiðimálum. “A mínum yngri árum var laxveiði í net talsvert fyrirferðamikil í bú- skapnum hér meðfram ánni, stund- uð á öllum bæjum beggja megin ár- innar. Eg varð formaður veiðifélags Hvítár árið 1989 og hef verið síðan og formaður Landssamtakanna árið 2000. Hér leggst lagsveiði í net af, í kjölfar samninga mn upptöku allra neta í Hvíta, og er nú hvergi á land- inu veitt í net nema á vatnasvæði Þjórsár og Ölfusár/Hvítár. Samn- ingar um upptöku neta er gerður með hagsmuni allra þeirra í huga sem með einhverjum hætti koma að laxveiði í ám landsins. Síðast var veitt í net hér í Einarsnesi 1990. Að sinna laxveiðinni á sumrin með stóra íjósi og heyskapnum var bind- andi og þetta vora oft feikna tarnir að láta allt ganga upp. Laxveiðimál- efni tóku sífellt meiri tíma og við hjónin tókum ákvörðun um breyt- ingar á búskaparháttum hér í Ein- arsnesi og að reyna að nýta mennt- un okkar betur eða að auka svigrúm okkar til að sinna öðra en kúm og sauðfé. Sauðfjárbúskapur leggst af 1984 og kúabúskapur síðan árið 1992.” Óðinn eignast seiðaeldisstöðvar við Stóra As í Hálsasveit og Húsa- fell og stundaði í upphafi hafbeit með lax frá Lárósi á Snæfellsnesi. “Þá eignaðist ég góða vini sem ég lærði mikið af, þeimjóni Sveinssyni í Lárósi og Hjálmari heitnum Gunnarssyni í Grandarfirði, sem annaðist pökkun á hafbeitarlaxin- Fjölskyldan í Einarsnesi. um. Þetta tímabil var afskaplega spennandi og á margan hátt skemmtilegt.” Synti inn fjörðinn í tugþúsundatali Viðmælandi er ekki mjög fróður um laxeldi, utan þess að kaupa stundum lax í búð sein ættaður er úr laxeldi og er sá fiskur ólíkur þeim laxi sem veiddur er á hefðbundinn hátt í íslenskri veiðiá, lausari í sér og spiklagið þykkara og lýsiskennd- ara. Það var því nauðsynlegt að fá nánari upplýsingar hjá Óðni um þessa hluti og ekki stóð á svari: “Hafbeitarlaxinn lifir við eins að- stæður og laxinn í laxveiðiánum. I laxeldisstöðvum er fiskinum haldið í stöðugu eldi, nánast hreyfingar- lausum, með tilbúnu fóðri þar til honum er slátrað. Það gefúr því auga leið að hér er um að afar ólík lífsskilyrði að ræða. Það er ótrúlega spennandi að sjá þegar hafbeitarlax- inn kemur í hafbeitarstöðvarnar. Hann syndir inn fjörðinn í stóram torfum, þúsundir saman, stundum tugþúsundir. Gallinn við hafbeitina var sá að endurheimtuhlutfallið var of lágt hér á Islandi. Hefði þurft að- vera um 6% en fór allt niður í 2%. Að vísu vora þessi ár sem ég var með hafbeit almennt erfið í laxveiði miðað við það sem nú er. Það breytir ekki því að þetta gekk ekki og er ég víst sá hér á landi sem síð- ast stundaði hafbeit með laxfisk- inn.” Vemdun stofnsins mikilvæg Nú er þekkt að laxeldi í kvíum er stundað á nokkram stöðum m.a. í fjörðum á Austurlandi. Spurður um þá þróun, segir Óðinn: “Innflum- ingur á norskum laxi hófst 1988 og átti þá eingöngu að vera í lands- stöðvum þar serri ekki átti að vera hætta á að fiskurinn tapaðist í sjó- inn. Reynslan hefur hinsvegar orð- ið sú að þessi eldisfiskur er að tapast og þá ekki síst úr kvíum inni á fjörðum eystra. Rökin fyrir því að flytja inn þennan norska stofn vora atvinnuleg byggðasjónarmið. Hann hefur síðan veiðst í láxveiðiám víða, sem er skaðlegt, því hver laxveiðiá á sinn upphaflega stofn og era þeir ó- líkir frá einni á til annarrar. Engir sjúkdómar era í íslenska laxastofn- inum utan nýrnaveiki og hefur ís- lenski laxinn myndað ónæmi gegn henni. Það er því afar slæmt nú þegar norski eldislaxinn er farinn að hrygna í íslenskum ám. Stórfellt eldi getur kallað á sjúkdóma og sníkjudýr. Verndun íslenska laxa- stofnsins er því mikilvægt baráttu- mál og nú þegar við eram að upp- lifa þá þróun sem orðin er með fuglaflensunni svonefndu er enn brýnna að umgangast þennan hluta íslensku flórunnar með fullri virð- ingu og aðgát.” Það er auðheyrt á Óðni að þetta er honum mikið áhyggjuefrii og hann heldur áffam að ffæða við- mælanda: “Eins og þú veist hefur laxveiði á stöng farið mjög vaxandi á Islandi og bændur sem lifa á lax- veiðihlunnindum að hluta til eða öllu leyti, skiptir það öllu að hags- munir þeirra verði ekki eyðilagðir í fljótræði með stundarhagsmuni í huga. Sala laxveiðileyfa í óspilltar íslenskar laxveiðiár er vaxandi tekjustofri og gjaldeyrisaflandi fyrir þjóðarbúið. Á sama tíma og það gerist hér, era ffægar laxveiðiár víða erlendis steindauðar, enginn lax og enginn veiðimaður á árbakkanum. Skelfilegt er að hugsa sér þá stöðu hér á landi. Það er því grandvallar- atriði að virða náttúrana sem í veiðiám á Islandi hefur verið að skila vaxandi verðmætum.” Hjá þremur ráðherrum Þegar hér er komið sögu í spjall- inu við Óðinn í Einarsnesi er boðið upp á kaffisopa og viðtalsvettvangur færist inn í eldhús. Þar kemur hús- freyja, Björg Karítas Bergmann Jónsdóttir. Víkur hún ffá önnum og gefur sér tíma við eldhúsborðið og fræðir viðmælanda: “Eg er frá Akranesi, alin upp til 16 ára aldurs hjá ömmu minni, Kristínu Guð- mundsdóttur. Eg er fædd sama ár og Óðinn, árið 1951. Á sautjánda ári fer ég til foreldra minna í Kefla- vík. Þar vann ég skrifstofustörf . Síðar vann ég í menntamálaráðu- neytinu við Hverfisgötu. Var ritari hjá þremur ráðherram. Fyrst Gylfa Þ. Gíslasyni, síðan Magnúsi Torfa Ólafssyni og loks Vilhjálmi frá Brekku. Þetta var góður tími. Það var gott að vinna hjá þessum ágætu mönnum. Þegar við flytjum hingað verður mikil breyting á öllum lífs- háttum. Fyrsta barn okkar, Þórunn María fæddist 1972, árinu áður en við setjumst hér að. Fljótlega eða 1973 hef ég starf við kennslu við grannskólann í Borgarnesi, fyrst í hálfu starfi, síðar fullu. Eg kenndi til 1985. Á þessum tíma fæðast svo börnin okkar: Kristín Birna 1974, Sigríður Þóra 1981, Jón Karl 1983, Soffia Björg 1985 og svo síðar: Oðinn að kreista hrogn úr vœnni laxahrygnu. Hér er Björg (t.h.) ásamt batidarískri vinkonu sinni áferS um Italíu.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.