Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Page 66

Skessuhorn - 20.12.2005, Page 66
,e 66 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 SBESS1ÍH0S2K Sagnaritarar samttmans; áhugaljósmyndarar á ferð og flugi Skessuhorn ætlar að gera þess- um áhugaljósmyndurum skil á næstu mánuðum og kynna verk þeirra. Við ríðum á vaðið með að sýna hér á opnunni nokkrar mynda Hilmars Sigvaldasonar á Akranesi. Hann stundar fulla vinnu á Grund- artanga en ver ómældum hluta frí- tíma síns í ljósmyndun á og við Akranes; búinn fullkominni Canon stafrænni ljósmyndavél. Hilmar kveðst hafa smndað ljósmyndun í einhverjum mæli sl. þrjú ár og hef- ur jafnvel hug á því að nema ljós- myndun ef tækifæri gefst. Eftir hann liggja þúsundir mynda sem sumar hafa birst í Skessuhorni. Við báðum Hilmar að velja brot af þeim myndum sem hann hefur tek- ið undanfarin misseri og ár. MM j^ýtugaljósmyndarar eru víða til og margir, en þeir eru þó ekki margir sem taka þetta áhugamál svo alvarlega að ljósmyndunin er fram- ar flestu öðru sem þeir taka sér fyr- ir hendur; stunduð af slíkri eljusemi að í raun er um að ræða aðila sem stunda stanslausa samtímasögu- skráningu. Þessir aðilar eru alls ekki að ljósmynda í atvinnuskyni heldur drífur áhuginn þá áfram og ekkert annað. Samtímaskráning af þessu tagi er vafalaust vanmetin og í raun ætti að verðlauna þessa menn fyrir með einhverjum hætti; gera þá að launuðum bæjarlistamönnum - því það eru þeir vissulega. Hér á Vesturlandi eru nokkrir sem stunda áhugaljósmyndun af kappi. Nefna má þá Alfons Finns- son og Sverri Karlsson á Snæfells- nesi, Björn Húnboga Sveinsson og Þórhall Teitsson í Borgarfirði, Júl- íus Axelsson í Borgarnesi og Hilm- ar Sigvaldason á Akranesi. Allt prýðis ljósmyndarar sem eiga í fór- um sínum þúsundir og jafhvel tug- þúsundir mynda frá liðnum árum. Myndir sem ella væru glötuð augnablik. mm

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.