Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Sjóðheit steypujárnssending Lodge járnpanna, 26 cm Verð 9.500 kr. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Aðstæður voru einstakar í þessari vorferð vegna hinna óvenjulegu aprílhlýinda. Venjulega er farið á vélsleðum frá Kvíslaveituvegi og ekið á snjóbrúm yfir Þjórsárkvíslar að Hofsjökli. Þetta svæði er nú aft- ur á móti alveg autt og var því ekið í Kerlingarfjöll uns fyrir urðu snjó- teygingar sem náðu að jöklinum og að skála Ferðaklúbbsins 4x4 í Setrinu, þar sem leiðangurinn hafði aðsetur,“ segir Þorsteinn Þor- steinsson, jöklafræðingur á Veður- stofu Íslands, við Morgunblaðið. Vísar hann í máli sínu til þess að í vorleiðangri dagana 27. apríl til 3. maí sl. var vetrarafkoma Hofsjök- uls mæld. Var þá mælt hversu mik- ill vetrarsnjór hefur safnast fyrir frá liðnu hausti á 25 stöðum í mis- mikilli hæð á jöklinum. Einnig voru mæld samfelld snið með svokall- aðri snjósjá, en um er að ræða tæki sem nýtir rafsegulbylgjur til að mæla snjóþykkt. Neðan við 1.000 metra hæð var snjóþykkt innan við einn metri, en mest tæpir sjö metr- ar á hábungunni, í 1.790 metra hæð. Beðið eftir haustmælingunni Þorsteinn segir enn ekki búið að vinna að fullu úr mælingunum en svo virðist sem talsvert minna hafi snjóað á jökulinn en í meðalári og rímar það við að snjólétt var á há- lendinu nýliðinn vetur. „Snjóþykktin er áberandi lítil neðan við 1.500 metra hæð á jökl- inum og stafar það að hluta af miklum hlýindum í aprílmánuði. Snjóa leysti þá af miklum hluta há- lendisins og náði leysingin einnig upp á jökul,“ segir Þorsteinn, en leiðangursmenn minnast þess ekki að áður hafi verið jafn snjólítið um- hverfis jökulinn á þessum tíma árs. Þá segir Þorsteinn meðalhita á Hveravöllum í apríl hafa verið 4,8 stigum yfir meðalhita aprílmánaðar tímabilið 1961 til 1990 og 3,7 stig- um yfir meðalhita aprílmánaðar tímabilið 2009 til 2018. „Þessar aðstæður eru alveg þveröfugar við vorið 2018. Þá snjó- aði stanslaust á jökulinn allan maí- mánuð, eftir vorleiðangurinn, og nam viðbótin um fjórðungi þess snævar sem féll á Hofsjökul vetur- inn 2017 til 2018,“ segir Þorsteinn og bætir við að þessi samanburður sýni vel hversu mikill breytileiki getur verið á milli ára í veðráttu hér á landi. Þá segir hann ekki hægt að segja til um það nú hvort jökullinn sé að bæta við sig eða rýrna á þessu jökulári, þ.e. frá hausti 2018 til hausts 2019. „Við vitum það ekki fyrr en að lokinni haustmælingu um mánaðamótin september- október.“ Leiðangursmenn voru auk Þor- steins þeir Bergur Einarsson, Vil- hjálmur Kjartansson og Hrafnhild- ur Hannesdóttir frá Veðurstofu Íslands. Einnig voru meðferðis um tíma vísindamenn frá Háskólanum á Akureyri og NORCE-stofnuninni í Stafangri auk tveggja kvikmynda- gerðarmanna. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands Jökull Hópur vísindamanna hélt nýverið upp á Hofsjökul til að mæla vetrarafkomu og var myndin tekin í ferðinni. Óvenju snjólítið er í námunda við Hofsjökul  Vísindamenn fóru í leiðangur og mældu vetrarafkomu Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fyrri umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 fór fram í gær. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, benti m.a. á að ekki hefði tekist að greiða niður skuldir borgarinnar í góðæri og að skuldasöfnun A-hluta og samstæðu héldi áfram á fullu. Skuldir hefðu aukist um 25 milljarða á síðasta ári eða um meira en tvo milljarða á mánuði. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á öðru máli og gerði bókun sem sagði ársreikninginn sýna sterkan rekstur borgarinnar. Rekstrarkostnaður eykst „Skuldir voru 324 milljarðar um áramót en áttu að vera 299 milljarðar samkvæmt fjárhagsáætlun,“ sagði Eyþór. „Við sjáum að rekstrarkostn- aður hækkar umfram verðlag þrátt fyrir að kjarasamningum sé ekki lok- ið. Fjárfestingar eru hressilegar um- fram afgang en ég velti fyrir mér hvort bjartsýni borgarstjóra muni koma okkur í gegnum það.“ Hann sagði að ársreikningur Reykjavíkur- borgar væri viðvörun. „Þegar við sjáum að skuldir eru að vaxa langt umfram það sem var hérna fyrir ári þá verðum við að skoða það. Þessi fyrsti ársreikningur á árinu sendir borgarstjórn gula spjaldið, enda af- gangur sem var upp á 28 milljarða 2017 minnkað um 60% milli ára. Þá eru fjárfestingarnar meiri en rekst- urinn leyfir.“ Skattar og gjöld í hæstu hæðum Sjálfstæðismenn lögðu fram svo- hljóðandi bókun á fundinum: „Tekjur Reykjavíkurborgar hafa aldrei verið meiri, enda skattar í hámarki og gjöld í hæstu hæðum. Afkoma borg- arinnar er þó lakari en árið 2017 enda vaxa gjöldin hratt. Launakostn- aður vex um 10% milli ára af reglu- legum rekstri. „Annar rekstrar- kostnaður“ vex um 8%. Þá vekur sérstaka athygli að skuldir borgar- innar halda áfram að vaxa í góðæri. Skuldir borgarsjóðs hækka um átta milljarða og eru 108 milljarðar um áramót. Heildarskuldir borgarinnar hækka enn meira eða um 25 millj- arða og eru 324 milljarðar í lok síð- asta árs. Það er hækkun um rúma tvo milljarða á mánuði árið 2018. Þetta gerist á sama tíma og ríkissjóð- ur lækkar skuldir sínar. Afgangur af rekstri dugar ekki fyrir fjárfesting- um og fjármagnskostnaður borgar- innar snarhækkar á milli ára.“ Sýnir sterkan rekstur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri las bókun um ársreikninginn í lok fundarins þar sem sagði að ársreikn- ingurinn sýndi sterkan rekstur borg- arinnar. „Rekstrarniðurstaða er góð. Allir málaflokkar eru innan fjár- heimilda og borgin nýtur hagstæðari vaxtakjara á markaði en nokkru sinni fyrr. Ársuppgjörið sýnir borg sem hefur metnað fyrir framúrskar- andi þjónustu, leggur áherslu á góða innviði og forgangsraðar í þágu vel- ferðarmála og skólamála. Á undan- förnum árum hefur verið fjárfest í skólum, leikskólum, íþróttamann- virkjum og öllu því sem gerir borgina betri. Þær miklu fjárfestingar leiða til þess að skuldir hækka lítillega. Góður árangur hefur náðst í að bæta sjálfbærni borgarsjóðs, hækka hlut- fall veltufjár frá rekstri og gera borgina vel í stakk búna til að takast á við lækkun skulda samhliða áfram- haldandi fjárfestingum á komandi árum.“ Segir borgarstjórn fá gula spjaldið Morgunblaðið/Hari Borgarstjórnarfundur Meirihluta og minnihluta greinir mjög á um rekstr- arniðurstöðu borgarinnar eins og kom fram í gær. Myndin er úr safni.  Fyrri umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir 2018 fór fram í gær  Oddviti Sjálfstæðis- flokksins segir niðurstöðuna vera viðvörun  Borgarstjóri er ánægður með rekstrarniðurstöðuna Arnar Þór Ingólfsson Hjörtur J. Guðmundsson Atkvæðagreiðsla um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigð- isráðherra um þungunarrof fer ekki fram fyrr en í næstu viku, að þriðju umræðu lokinni. Tvær breytinga- tillögur hafa komið fram sem lúta að því að stytta þann tímaramma sem kveðið er á um í frumvarpinu. Hiti var í þingmönnum er rætt var um frumvarpið í gær. Umræðan hófst á fjórða tímanum og stóð þar til rétt eftir kl. 20. Bjarkey Olsen Gunn- arsdóttir, þingmaður Vinstri- grænna, sagði að málið hefði verið útrætt í annarri umræðu, líka það sem varðaði breytingatillögurnar. Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, var ávítt af Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, og nokkrum fjölda þingmanna, fyrir ummæli sem hún lét falla í um- ræðum um fundarstjórn forseta, áð- ur en þriðja umræðan hófst Páll Magnússon, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, lagði fram breyt- ingatillögu þess efnis að heimilt yrði að framkvæma þungunarrof til loka 20. viku í stað 22. viku. Anna Kol- brún Árnadóttir, þingmaður Mið- flokksins, lagði fram breytingatil- lögu um að heimilt yrði að fram- kvæma þungunarrof til loka 18. viku. Frumvarpið hefur verið umdeilt en núgildandi lög miða við 12. viku. Atkvæðagreiðsla í næstu viku  Heitar umræð- ur um frumvarp um þungunarrof Morgunblaðið/Hari Alþingi Þingmenn tókust á um þungunarrofsfrumvarpið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.