Morgunblaðið - 08.05.2019, Síða 19
missirinn er mikill. Ég kynntist
Kidda í stúdentahverfi í Stokk-
hólmi í byrjun níunda áratugar-
ins. Hann reyndist vera
skemmtilegur, góður og tryggur
félagi.
Stuttu síðar tengdumst við
fjölskylduböndum þegar Inga
systir mín flutti út og þau Kiddi
urðu lífsförunautar.
Lífið hefur svo sannarlega
ekki alltaf leikið við Ingu og
Kidda, en í sameiningu sköpuðu
þau sér og börnum sínum hlýlegt
og ævintýralegt heimili á Hjalla-
veginum í Reykjavík. Þangað
höfum við, ég og börnin mín, allt-
af verið velkomin í Íslandsferð-
um okkar og notið hlýju og gest-
risni húsráðenda.
Í Kidda bjó þúsundþjalasmið-
ur og ekkert verkefni var honum
ómögulegt. Þess ber heimilið
vitni, bæði í húsi og garði. Hann
var þar að auki mjög hjálpsamur
og alltaf svo vingjarnlegur. Ég
er þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þessum góða og hæfi-
leikaríka manni sem kvaddi
þetta líf allt of snemma.
Farinn er góður maður og
söknuðurinn er ósegjanlegur.
Hugur minn er hjá nánustu að-
standendum, Ingu, Hörpu og
Bergþóru, Jóhönnu, móður
Kidda og systkinum hans.
Guðríður Þórhallsdóttir.
Við vitum það að raunveru-
lega deyr enginn, sem manni
þykir vænt um, heldur lifir hann
áfram í hjarta okkar og minn-
ingin um hreina, bjarta glaðlega
svipinn hans gleður okkur á erf-
iðum tímum.
Við fráfall Kidda vinar míns
og vinnufélaga er mér efst í huga
sú væntumþykja sem hann sýndi
öllum og meinti af heilum hug.
Hann miðlaði öllum af kunnáttu
sinni og verksviti og þar var af
nógu að taka.
Kiddi var við störf hjá Neon-
þjónustunni þegar fundum okkar
bar saman í fyrsta skiptið. Hvers
manns hugljúfi og vildi allra
vanda leysa. Seinna urðum við
samverkamenn þegar Nota Bene
1997 varð til með sameiningu
Merkismanna, Neonþjónustunn-
ar og Eureka.
Kristberg var lærður kvik-
myndagerðarmaður og átti
nokkrar stuttmyndir sem sýndar
voru í byrjun áttunda áratugar-
ins við góðan orðstír. Hann sneri
sér hins vegar að skiltagerð og
starfaði við þá grein óslitið frá
1985. Hann hóf störf hjá Merkis-
mönnum árið 2002.
Þrátt fyrir bros og bjartan
hug bönkuðu erfiðleikar upp á
hjá honum í lífinu. Hann var 14
ára í sveit fyrir austan fjall þeg-
ar hann fékk að vita að faðir
hans Óskar Sumarliðason, hafði
látist sviplega og í Nota Bene
veiktist dóttir hans Brandís 10
ára gömul af sama sjúkdómi og
dró hann sjálfan til dauða.
Það eru erfið spor að fylgja
barni sínu í sjúkdómsferli en
Kristberg tók tíðindunum þegar
hann greindist í apríl í fyrra eins
og hann átti upplag til með karl-
mennsku og æðruleysi. Eflaust
hefur honum verið ofarlega í
huga þrautaganga dótturinnar
rúmum 20 árum áður.
Í Kidda hafði alltaf blundað
skipasmiður en eflaust er að frá-
fall föður hans hefur stöðvað
þann framgang en Kristberg
náði sér í trésmíðaréttindi um
aldamótin og var vel að því
kominn. Og síðustu dagana gat
hann litið stoltur yfir gott dags-
verk; hafði byggt kvist og svalir
á húsið þeirra Ingu við Hjalla-
veginn.
Margs er að minnast og
margs er að sakna en eitt er víst
að Merkismenn verða aldrei
samir eftir fráfall þúsundþjala-
smiðsins Kristbergs Óskars-
sonar.
Ég sendi Jóhönnu, móður
hans, og Ingu og dætrunum,
Hörpu og Bergþóru, mínar inni-
legustu samúðarkveðjur,
Gunnar Trausti.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019
✝ Ottó Einarssonfæddist í
Reykjavík 10. jan-
úar 1973. Hann lést
á heimili sínu 25.
apríl 2019.
Foreldrar hans
voru Einar J. Sig-
urðsson bifreiða-
stjóri, f. í Reykjavík
1. desember 1947,
d. 1. apríl 2007, og
kona hans Sig-
urlaug Ottósdóttir, f. á Fá-
skrúðsfirði 1. nóvember 1950.
Systkini Ottós eru Valg. Laufey
Einarsdóttir, húsmóðir í
Reykjavík, f. 19. febrúar 1971,
og Einar Þór Einarsson við-
skiptafræðingar, f. 22. október
1981.
Ottó var ókvæntur og barn-
laus en leit ávallt á frændsyst-
kini sín átta sem sín eigin. Börn
Laufeyjar eru Einar Jakob
Þórsson, f. 24. jan-
úar 1994. Kolbrún
Laufey Þórsdóttir,
f. 15. september
1995, og Sigurlaug
Alexandra Þórs-
dóttir, f. 28.
desember 1998.
Börn Einars Þórs
eru Alexander
Máni Einarsson, f.
26. desember 2000,
Alexander Svavar
Árnason, f. 7. desember 2000,
Erlen Isabella Einarsdóttir, f. 7.
september 2005, Benedikt Breki
Einarsson, f. 10. júní 2012, og
Ríkharður Orri Einarsson, f. 15.
mars 2017.
Ottó starfaði mestalla ævi við
akstur rútubíla og þar af lengst
af hjá Gray Line, sl. 20 ár. Ottó
verður jarðsunginn frá Grafar-
vogskirkju í dag, 8. maí 2019,
og hefst athöfnin klukkan 13.
Elsku hjartans Ottó.
„Hey þið, þetta er uppá-
haldsfrændi minn, hann Ottó“
er setning sem hljómaði oft um
miðja nótt í borg óttans um
miðjan tíunda áratuginn, þegar
litla frænka var að feta sín
fyrstu fótspor í hringiðu
skemmtanalífsins og þú stóðst
vörð um dyrnar að skemmt-
analífinu.
Alltaf gafstu þér tíma til að
taka á móti þessu góli og gefa
mér þéttingsfast knús svo ég
lyftist um hálfan metra frá
jörðu.
Sama hversu háværar raddir
elítunnar, sem biðu í VIP-röð-
inni, urðu og sama hversu þrút-
in andlit þeirra urðu af bræði
yfir því að seinka innkomu
þeirra á dansgólfið, þá horfðir
þú rólegur til hliðar og sagðir
„Verið róleg, þið komist inn.
Þetta er frænka mín.“ Oft fuku
orðin úr munnum elítunnar á
feiknahraða, svo mikil var
bræðin „Já, það fór ekki
framhjá neinum.“
Símtalið kom svo á sumar-
daginn fyrsta um að þú hefðir
sofnað svefninum langa og
hleypt sál þinni alltof fljótt í
Sumarlandið góða, þar sem
kirsuberjatrén eru í fullum
skrúða allan ársins hring og
hamingjusamar sálir flögra um
á bleikum hnoðrum, áhyggju-
lausar og friðsælar.
Eftir erfiðar fréttir sem
þessar þá leitar hugurinn í
minningabankann. Ég man
hvað mér þótti gaman að koma
til ykkar og leika með dótið
ykkar Laufeyjar.
Oft fengum við ömmupítsu í
kvöldmatinn þegar við komum í
mat. Það þótti mér ákaflega
spennandi. Ég man hvað
langamma var alltaf stolt af þér
og góðmennsku þinni.
Ég man þegar ég hitti þig í
lok sumars 1993, þú varst að
leysa pabba þinn af í útkeyrslu
og ég á leið í sumarvinnuna. Þú
spurðir mig: Hvernig leggst
þetta í þig?“
Svarið var bara „tjaaa svona
er lífið“. Við kvöddumst með
knúsi og ég fékk kleinuhringi,
líkt og pabbi þinn laumaðir þú
að mér glaðningi þegar ég
kvaddi.
En eitthvað skynjaðir þú að
mér fannst heimurinn vera að
hrynja í kringum mig og tókst
upp á því að mæta óvænt, fyrst
í bankann og seinna í Flens-
borg og bjóða mér í hádegis-
pítsu á Pizza 67. Þar ræddum
við heima og geima, þessar
stundir okkar gerðu mér lífið
bærilegt.
Elsku Ottó, ég er þér svo
þakklát fyrir að þú hafir gefið
mér þennan tíma og fyrir vikið
hefur þú alltaf átt stóran stað í
hjarta mínu.
Þú varst ein hjartahlýjasta
og vinalegasta manneskja sem
ég hef kynnst. Þú komst til
dyranna eins og þú varst
klæddur, gerðir ekki upp á
milli fólks, það skipti engu
hvort um var að ræða Jón eða
séra Jón. Það voru allir jafn-
ingar í þínum augum.
Þó sambandið væri ekki mik-
ið í seinni tíð var alltaf gaman
að hitta þig.
Fésbókin gerði það að verk-
um að við gátum fylgst með
hvort öðru og átt spjall. Alltaf
kvaddir þú með þeim orðum
„Jæja, nú verðum við að hafa
fjölskylduhitting!“
Í dag hittumst við fjölskyld-
an en þó ekki við þær aðstæður
sem ég óskaði mér, það vantar
þig. Þín verður sárt saknað.
Ég kveð þig nú og þegar sál
mín kemur í Sumarlandið býð
ég þér upp á pítsu og spjall. Ég
lýk þessu bréfi til þín með því
að góla hátt upp í Sumarlandið:
„Hey þið, þetta er Ottó frændi
minn, besta sál í heimi. Takið
vel á móti honum, hann á það
svo sannarlega skilið.“
Þín frænka
Hrafnhildur Sigurðardóttir.
Á framhaldsskólaárum er
mikið um að vera í lífi ungs
fólks. Nýir kunningjar bætast í
hópinn og vinskapur myndast.
Það er ekki sjálfsagt að vin-
skapur haldist, fólk fer í mis-
munandi áttir og allir að feta
sig áfram í lífinu. En hjá okkur
mynduðust traust vináttubönd
sem héldust alla tíð síðan.
Ottó var traustur og góður
vinur sem alltaf var gaman að
spjalla við. Hann var alltaf
hress og það var mikil gleði í
kringum hann. Margar
skemmtilegar og eftirminnileg-
ar ferðir voru farnar í sum-
arbústaði eða jafnvel út fyrir
landsteinana.
Alltaf var gleði og gaman.
Okkur er minnisstætt þegar
Ottó var að hjálpa pabba sínum
að keyra út og uppáhaldið hans
Elvis í botni í bílnum.
Hann átti gott safn með
Elvis Presley sem hann hélt
mikið upp á.
Þeir feðgar voru mjög nánir
og missir Ottós var mikill þeg-
ar hann féll frá. Við eigum
margar skemmtilegar minning-
ar sem við höfum verið að rifja
upp undanfarna daga.
Sérstaklega erum við þakk-
lát fyrir hitting okkar rétt fyrir
páska, aðeins nokkrum dögum
fyrir andlátið. Við munum ylja
okkur við þessar minningar þó
söknuðurinn sé sár.
Við sendum Sillu, Laufeyju,
Einari og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Minning um góðan vin og
traustan félaga lifir í hjörtum
okkar.
Jóhann, Gunnar, Lárus,
Ármann og Jóhann H.
Það er stórt högg hoggið
þegar menn eins og Ottó hverfa
af sviðinu. Það er margs að
minnast og söknuðurinn sár.
Ottó var stór maður í öllum
skilningi þess orðs, honum var
gefið stórt hjarta og gæsku
þess naut hans samstarfsfólk í
ríkum mæli.
Hvort heldur hann ók far-
þegum um landið, skipulagði
ferðir rútuflotans eða seldi út-
lendum viðskiptavinum ógleym-
anlegar Íslandsferðir einkenndi
hlýjan öll hans samskipti.
Ottó var gegnheill maður og
sannur. Gáskinn og gleðin sem
leyndust í stríðni hans var sönn
og því aldrei of langt gengið í
hinum nauðsynlegu og líflegu
vinnustaðahrekkjum.
Svo makalaust sem það er
sást Ottó aldrei skipta skapi á
þessum tuttugu árum sem við
störfuðum saman.
Undir glaðværu yfirborðinu
var samt djúphygli og alvara
sem gerði að verkum að hann
reyndi að skilja lífið og til-
veruna til fullnustu og leitaði
svara við því hvers vegna allt
væri eins og það er. Einkum
fannst honum forvitnilegt
hvernig upplifun væri að vera
púki í litlu þorpi.
Við viljum með þessum fá-
tæklegu orðum þakka Ottó vini
okkar fyrir þau ár sem við átt-
um saman.
Við erum þess fullviss, kæri
vinur, að þú sért farinn að láta
gott af þér leiða í nýjum heim-
kynnum. Þín ljúfa gleði og góða
skap mun njóta sín sem fyrr.
Innilegustu samúðarkveðjur
sendum við fjölskyldu Ottós,
vinum og vinnufélögum.
Hvíl í friði um eilífð alla.
Sigurdór og Sigurbjörg
(Silla)
Ottó Einarsson var svo miklu
meira en samstarfsmaður okk-
ar hjá Allrahanda-Gray Line.
Hann var vinur okkar allra,
umhyggjusamur og tryggur fé-
lagi sem öllum þótti vænt um.
Ottó var hluti af Allrahanda-
Gray Line-fjölskyldunni eftir
tveggja áratuga samstarf sem
aldrei bar skugga á. Við sökn-
um góðs vinar og minnumst
hans með hlýhug.
Ottó byrjaði að vinna hjá
okkur sem bílstjóri í mars árið
2000.
Hann sýndi strax mikinn
áhuga á starfinu, var duglegur,
iðinn og samviskusamur. Hann
var fljótt gerður að vaktstjóra
með mannaforráð og skipulagn-
ingu verkefna. Síðar langaði
hann að breyta til og gerðist
sölumaður.
Það verkefni fór honum vel
úr hendi og gaman var til dæm-
is að fylgjast með honum
bjarga sér með fjölbreytilegum
hjálpartækjum í tölvupóstskrif-
um á öðrum tungumálum við
viðskipavini félagsins. Þar
sýndi sig hvað Ottó var úr-
ræðagóður og lausnamiðaður.
Þegar þessum áfanga var
náð fór Ottó að velta fyrir sér
hvað honum þætti í raun
skemmtilegasta starfið, við
hvað langaði hann helst að
vinna.
Niðurstaða hans var rútubíl-
stjóri, með stóru R. Og þar
með var hann kominn aftur í
fyrsta starfið, þar sem hann
undi sér best.
Ottó var vinsæll meðal sam-
starfsmanna sinna og ekki síð-
ur viðskiptavina Allrahanda-
Gray Line.
Hann var góður bílstjóri sem
fór vel með rútuna sína sem
honum þótti vænt um. Ottó var
sérlega duglegur að tengja og
spjalla við samstarfsfólk sitt,
vildi vita hvernig gengi hjá
fyrirtækinu og hvernig vinnu-
félögum liði frá degi til dags.
Hlýjan og væntumþykjan kom
frá hjartanu. Frá vinum og
samstarfsfélögum hafa streymt
minningar á samfélagsmiðlum.
Ung samstarfskona lýsir fyrstu
kynnum af honum:
„Ég byrjaði að vinna við
miðasölu úti í rútunum og hann
spurði mig oftar en ekki hvort
mig vantaði nokkuð teppi eða
vatn og hvort ég væri ekki
örugglega búin að borða eitt-
hvað. Verð alltaf þakklát fyrir
vin minn Ottó sem sýndi mér
alltaf jafn mikla virðingu og
„fullorðna“ fólkinu á vinnu-
staðnum.“ Annar sagði: „Menn
af þessu góðmennskukalíberi
eru ekki á hverju strái.“
En í umhyggjunni fyrir öll-
um í kringum sig virtist Ottó
láta hjá líða að huga að því
mikilvægasta, eigin velferð.
Eftir á að hyggja þá sjáum við
að ýmislegt hjá honum var ekki
í því góða og nauðsynlega jafn-
vægi sem honum var svo um-
hugað um hjá öðrum. Það er
sárt fyrir okkur sem eftir sitj-
um að hugleiða hvers vegna
þessi sómadrengur er ekki
lengur meðal okkar.
Ottó, elsku kallinn, þín er
sárt saknað af okkur öllum, en
minningin um þig lifir sterk og
falleg.
Við vitum að núna stjórnar
þú rútunni í draumalandinu og
passar vel upp á allt og alla í
kringum þig.
Um leið og við þökkum Ottó
samfylgdina vottum við Sigur-
laugu móður hans, Laufeyju
systur hans, Einari Þór bróður
hans og öðrum ástvinum inni-
lega samúð okkar og biðjum
um að þau fái styrk til að tak-
ast á við sinn mikla missi.
Þórir Garðarsson,
Ruth Melsted.
Ottó Einarsson
✝ Ingvar JóhannKristjánsson
fæddist í Reykjavík
21. nóvember 1951.
Hann lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans við Hring-
braut 29. mars
2019.
Kjörforeldrar
hans voru Kristján
Jónsson, f. 22.4.
1908, d. 16.10. 2012,
og Ragnhildur Guðrún Egils-
dóttir, f. 28.1. 1907, d. 19.7. 1998.
Kynfaðir Ingvars var Sig-
urður Jakobsson, f. 18.3. 1929, d.
6.7. 2009. Eftirlifandi eiginkona
hans er Ragnhildur Aðalsteins-
dóttir, f. 11.6. 1937. Bræður
Ingvars samfeðra eru: Agnar
Berg, f. 31.12. 1958 ,Víðar, f.
11.12. 1959, og Helgi Halldór, f.
12.10. 1962.
Hinn 6. septem-
ber 1975 kvæntist
Ingvar eftirlifandi
eiginkonu sinni,
Höllu Ágústsdóttur,
f. 15. desember
1954. Foreldrar
hennar voru Ágúst
Hallsson, f. 28.4.
1924, d. 10.1. 1986,
og Oddný Sigurlaug
Jónsdóttir, f. 6.3.
1935, d. 15.5. 1970.
Kjördætur Ingvars og Höllu
eru Ágústa Kristrún, f. 13. febr-
úar 1995, og Ragnhildur Björk, f.
22. maí 1997.
Ingvar var vélstjóri að mennt
og starfaði hjá Landhelgisgæsl-
unni frá árinu 1974-2012 er hann
fór á eftirlaun.
Útför hans fór fram í kyrrþey.
Þegar kveðja skal náinn
samstarfsmann og vin til ára-
tuga kemur margt upp í
hugann. Áreiðanlegur, úrræða-
góður og ósérhlífinn með af-
brigðum er þar á meðal. Þó svo
að við hefðum siglt saman á
varðskipunum kynntist ég
Ingvari fyrst fyrir alvöru eftir
að hann hóf störf í tæknideild
Landhelgisgæslunnar árið
1981. Okkar fyrsta samstarf
var þegar hann kom með í
tundurduflaleiðangur árið eftir.
Eftir það varð í raun ekki aftur
snúið. Ingvar var nokkrum ár-
um síðar sendur í nám sem
sprengjusérfræðingur hjá
danska sjóhernum og í fram-
haldi til breska landhersins. Á
þessum árum var sprengju-
deildin ekki mönnuð deild eins
og nú er, heldur lögðum við til
hliðar okkar daglegu störf og
sinntum verkefnum allt í kring-
um landið á öllum tímum sólar-
hringsins.
Minnisstæðar eru margar
ferðir við misjafnar aðstæður
þar sem reyndi verulega á út-
hald og útsjónarsemi þar sem
kostir Ingvars nutu sín vel. Við
áttum síðan eftir að fara saman
á fjölda námskeiða í Danmörku
og Bretlandi þar sem samstarf
okkar vakti stundum athygli.
Minnist þess að kennari á nám-
skeiði í Danmörku sagði: „Þið
verðið að tala saman svo við
heyrum,“ en við svöruðum að
við þyrftum þess ekki því við
vissum nákvæmlega hvað hvor
myndi gera og hvernig. Smá
bendingar eða augnsamband
nægði.
Á þessum árum lögðum við
svo grunninn að sprengjudeild-
inni eins og hún er í dag.
Ingvar tók við sem tækni-
stjóri skipatæknideildar 1992
og sá um allt viðhald varðskip-
anna til starfsloka árið 2013. Á
þessum árum voru varðskipin
Ægir og Týr tekin til gagn-
gerra endurbóta og breytinga í
Póllandi, 1997, 2001, 2005 og
2006. Ingvar stóð vaktina í Pól-
landi í um það bil hálft ár í
hvert skipti en fór heim í stutt-
an tíma á nokkurra vikna
fresti. Í framhaldi af Póllands-
verkefnunum kom svo hönnun
og smíði á varðskipinu Þór í
Síle.
Því verkefni fylgdi Ingvar
eftir allt til þess að Þór sigldi
áleiðis til Íslands. Í öllum þess-
um verkefnum áttum við frá-
bært samstarf sem fyrr.
Í mörg ár héldum við þeim
sið að fara árlega að heimsækja
skólafélaga og kennara úr skóla
sjóhersins í Kaupmannahöfn.
Þá var oft glatt á hjalla þar
sem við heimsóttum okkar
uppáhaldsstaði, svo sem Hviids
Vinstue, Skindbuksen og Kong-
ens Bar, en svo heppilega vildi
til að allir þrír voru í sömu göt-
unni. Síðustu slíka ferð fórum
við á síðasta ári.
Ingvar sat aldrei aðgerða-
laus. Hann festi kaup á lóð
undir sumarbústað sem hann
reisti sjálfur og á sama tíma
stundaði hann umfangsmikla
skógrækt á lóðinni. Ekki veit
ég hvort það var bara fyrir
verkefnaskort að hann smíðaði
svo annan bústað við hliðina, en
sú varð raunin. Þarna áttu þau
Ingvar og Halla sér sælureit og
hafa dvalið þar mestan part
ársins síðustu ár.
Ég minnist þess er dóttir
mín keypti íbúð og Ingvar
frétti að ég væri að undirbúa að
setja parket á íbúðina. Hann
tilkynnti að hann kæmi í fyrra-
málið með vélsög og annað sem
til þyrfti. Tveimur dögum síðar
var komið parket á alla íbúðina.
Svona var Ingvar.
Um leið og ég kveð minn
mæta og einstaka vin votta ég
Höllu og dætrum mína dýpstu
samúð.
Gylfi Geirsson.
Ingvar Jóhann
Kristjánsson