Morgunblaðið - 08.05.2019, Side 33

Morgunblaðið - 08.05.2019, Side 33
ÍÞRÓTTIR 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 Opið virka daga 10.00-18.15, laugardaga 11.00-14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | Sími 588 8686 Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn Glæný stórlúða Glæný smálúða Stór humar Túnfiskur Klausturbleikja Humarsúpa Ég hef horft á nokkrar upp- tökur af því þegar Heimi Óla Heimissyni, leikmanni Hauka, og Eyjamanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni laust saman í ann- arri viðureign liðanna í undan- úrslitum Íslandsmótsins í hand- knattleik í síðustu viku. Hreint út sagt er mér ómögu- legt að greina hvað olli því að þeir féllu í gólfið með braki og brest- um. Ekki veit ég hvort þeir skipt- ust á orðum áður eður ei. Eitt er víst að eitthvað gekk á. Greinilegt er þó að ekki stóðu þeir eins og fermingardrengir fyrir framan altari þegar þeir féllu um koll. Ef marka má eina af þessum ófullkomnu upptökum virðist annar dómari leiksins hafa ágætt sjónarhorn á atvikið. Þar með hlýtur hans andartaks upplifun hafa ráðið miklu um hvað fór í skýrsluna til aganefndar HSÍ. Ekki var hægt að notast við Var- sjána þar sem sjónvarps- upptakan var ófullkomin. Dóm- ararnir gátu þar af leiðandi ekki litið á upptöku af atvikinu í al- mennilegum gæðum frá fleiri en einu sjónarhorni væru þeir í vafa. Nefndin úrskurðaði Kára Kristján í þriggja leikja leikbann eins og vart hefur farið framhjá handknattleiksáhugamönnum. Þriggja leikja bann í úrslitakeppni á að vera neyðarúrræði sem þurfa að fylgja mjög sterk rök sem tekin eru samkvæmt nýjustu upplýsingum á þeim tíma sem ákvörðun er tekin. Mönnum ber einnig að fara mildilega með vald sitt. Þessi úrskurður hefur skyggt á síðustu daga í úr- slitakeppninni. Bæði lið telja sig vera fórnarlömbin í málinu. Von- andi verður þessu þvargi ýtt til hliðar og íþróttin fær að njóta sín í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV og Haukar mætast fjórða sinni. BAKVÖRÐUR Ívar Benediktsson iben@mbl.is HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Taugaspennan sem ríkir í rimmu Hauka og ÍBV nær væntanlega ákveðnu hámarki í kvöld þegar lið félaganna leiða saman hesta sína í fjórða sinn í undanúrslitum Íslands- móts karla í handknattleik í íþrótta- miðstöðinni í Vestmannaeyjum. Flautað verður til leiks klukkan 18.30. Mikið hefur gengið á síðan í annarri viðureign liðanna í Eyjum í síðustu viku þar sem ofhitnaði í kol- unum með þeim afleiðingum að fjór- ir leikmenn fengu rautt spjald. Víst er að úrskurður aganefndar HSÍ síðasta laugardag hefur dregið dilk á eftir sér og síst orðið til að bera klæði á vopnin í vopnaskaki leik- manna og stuðningsmanna þeirra. Kári Kristján Kristjánsson, leik- maður ÍBV, tekur út annan leik af þremur í leikbanni í kvöld eftir nið- urstöðu aganefndar HSÍ um við- skipti hans og Heimis Óla Heim- issonar á síðustu sekúndum leiksins. Úrskurður aganefndar lagðist afar illa í Vestmannaeyinga og stuðn- ingsmenn ÍBV-liðsins svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ljóst er hins- vegar að honum verður ekki breytt. Högg á efri hluta hálsins Á þessum vettvangi á mánudag- inn var sagt að e.t.v. hefði Heimir Óli hlotið heilahristing við bræðra- byltu þeirra félaga. Sú var sem bet- ur fer ekki raunin eins og skýrt kom fram í tölvupósti sem barst frá sjúkraþjálfara Hauka-liðsins Elísi Þór Rafnssyni. Þar segir m.a., með leyfi Elísar: „Hið sanna er að Heim- ir fékk mikið högg á efri hluta háls- ins (sem er mikill hausverkjavaldur) og olli það honum miklum einkenn- um upp í höfuð. Á föstudagsmorgni var hann ekki með nein einkenni heilahristings en mikla verki og hreyfiskerðingu upp í hálsi og hægri hluta höfuðs/kjálka. Um framvind- una nenni ég ekki að rita hér, en það var ekki ljóst fyrr en í upphitun að hann væri laus við einkennin.“ Eyjamenn verða að bíta í súra eplið og einbeita sér að leiknum í kvöld og beina kröftum sínum að honum. Vonandi bera leikmenn beggja liða gæfu til þess. Adam Haukur Baumruk kemur einnig til liðs við samherja sína í Hauka-liðinu eftir að hafa tekið út leikbann í við- ureign liðanna í Hafnarfirði á sunnudaginn eins og Róbert. Darri Aronsson, Haukamaður, tekur að þessu sinni út seinna leikbann sitt af tveimur sem hann hlaut í kjölfar hitaleiksins í Vestmannaeyjum á fimmtudagskvöldið. Ljóst er að vopn Haukaliðsins verða beittari með endurkomu Adams Hauks. Hann skoraði 18 mörk í tveimur fyrstu leikjum lið- anna. Auk þess að leika stórt hlut- verk í sókninni þá styrkir Adam öfl- uga vörn Hauka til viðbótar sem hann er með betri leikmönnum liðs- ins við að „bera upp“ boltann í seinni bylgju og hraðaupphlaupum. Styrkir verulega vörnina Sannarlega eykur það einnig á breiddina í hópnum hjá ÍBV að fá Róbert inn aftur. Fyrst og síðast er Róbert sterkur varnarmaður. Með Róbert innanborðs tekst liðinu væntanlega betur að loka þeim leið- um sem Haukar nýttu sér mjög vel í fyrri hluta síðari hálfleiks í þriðju viðureign liðanna á sunnudaginn. Á þeim kafla treystu Haukar forskot sitt sem varð til þess að þeir gerðu út um leikinn með vinningi. Eins og fyrri daginn skiptir markvarslan einnig miklu máli. Í þeim þætti leiksins standa Haukar ívið betur að vígi eftir þrjá leiki. Markverðir Hauka eru með 37,1% hlutfallsmarkvörslu en kollegar þeirra hjá ÍBV eru með 34,2%. Í jöfnum leikjum skiptir hvert varið skot máli. Tapi ÍBV leiknum í kvöld er liðið komið í sumarleyfi. Tapi Haukar viðureigninni kemur til oddaleiks um réttinn til þess að mæta Selfossi í úrslitaleikjum. Oddaleikurinn færi þá fram á heimavelli Hauka á laug- ardaginn. Verður framhald á stíma- braki og vopnaskaki?  Róbert og Adam mæta til leiks á ný  Sigur fleytir Haukum í úrslitin Ljósmynd/Sigfús Gunnar Í banni Það hefur verið hart tekist á í einvígi ÍBV og Hauka og deilt um leikbann Kára Kristjáns Kristjánssonar. Fyrir aðeins tveimur árum hafði ís- lenskur kylfingur aldrei leikið á risamóti í golfi. Sumarið 2017 varð Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hins vegar fyrst til þess þegar hún komst inn á PGA-meistaramótið í fyrsta sinn. Ólafía tryggði sér í fyrrinótt sæti á sínu sjöunda risa- móti á ferlinum, en auk hennar hafa Valdís Þóra Jónsdóttir og Har- aldur Franklín Magnús nú spilað á risamóti í golfi, ein Íslendinga. Sjöunda risamót Ólafíu verður US Open sem fram fer í Charleston í Suður-Karólínufylki á austur- strönd Bandaríkjanna, 30. maí til 2. júní. Þetta verður í annað sinn sem Ólafía keppir á US Open en fyrir ári síðan var hún í harðri baráttu um að komast í gegnum nið- urskurðinn og endaði aðeins einu höggi fyrir neðan niðurskurðarlín- una eftir fyrri tvo keppnisdagana. Ólafía náði ekki inn á ANA In- spiration, fyrsta risamót þessa árs nú í apríl. Hún komst hins vegar inn á US Open með því að vinna úrtöku- mót í Kaliforníu þar sem hún lék hringina tvo á samtals -5 höggum, höggi betur en næsti kylfingur. Að- eins eitt sæti var í boði: „Ég fór inn í mótið með þvílíkt góða tilfinningu. Á lokasprettinum vissi ég að ég yrði nálægt takmark- inu en ég náði að einbeita mér mjög vel að því sem ég var að gera. Missti mig ekki í að hugsa um niðurstöð- una. Ég var mjög róleg og með sjálfstraust. Ég púttaði ótrúlega vel og var með mörg vipp og einpútt til að bjarga pari,“ sagði Ólafía við mbl.is í gær. Hún hefur keppt á öll- um fimm risamótunum sem leikið er á í golfi kvenna, tvisvar á PGA- meistaramótinu. sindris@mbl.is Ólafía komst inn á sitt sjöunda risamót Ljósmynd/@olafiakri Hamingja Ólafía Þórunn glaðbeitt eftir að hafa náð sæti á US Open.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.