Morgunblaðið - 08.05.2019, Qupperneq 40
Söngkonan María Magnúsdóttir
kemur fram á Múlanum á Björtu-
loftum í Hörpu í kvöld kl. 21 ásamt
píanóleikaranum Kjartani Valde-
marssyni og gítarleikaranum
Ásgeiri Ásgeirssyni. Á efnisskránni
eru uppáhaldslög þeirra og sálmar í
eigin útsetningum, í bland við ný og
eldri djasslög ástkærra höfunda.
María Magnúsdóttir
á Múlanum í kvöld
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 128. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Breiðablik sýndi hvílík gæði búa í
liðinu þegar það vann flottan 4:1-
sigur á Selfossi í gærkvöld í 2. um-
ferð úrvalsdeildar kvenna í fót-
bolta. Blikakonur fara því vel af
stað í deildinni og hafa unnið báða
leiki sína, rétt eins og Stjörnukonur
sem höfðu betur gegn HK/Víkingi í
Garðabæ, 1:0. ÍBV vann nýliða
Keflavíkur, 2:0, suður með sjó. »34
Blikakonur sýndu mátt
sinn og megin
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Liverpool leikur til úrslita í Meist-
aradeild Evrópu í fótbolta annað ár-
ið í röð, og í níunda sinn alls í
keppni bestu félagsliða álfunnar.
Þetta er niðurstaðan eftir ótrúleg-
an 4:0-sigur liðsins á
Barcelona í gærkvöld
þar sem liðinu tókst
að slá Spánarmeist-
arana út þrátt fyrir
3:0-tap á útivelli í
fyrri leiknum. Liv-
erpool mætir sig-
urliðinu úr ein-
vígi Ajax og
Tottenham í
úrslitaleiknum
sem fram fer á heima-
velli Atlético Madrid
hinn 1. júní næstkom-
andi. »35
Liverpool aftur í úrslit
eftir ótrúlegan sigur
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík
S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Nú fástS s vinnuföt í
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Kristján Jóhannsson tenór syngur
með Valskórnum á árlegum vortón-
leikum, sem verða í Háteigskirkju
sunnudaginn 12. maí næstkomandi.
„Ég kann vel við rauða litinn og
þetta er yndislegt fólk,“ segir stór-
söngvarinn.
Valskórinn er að ljúka 26. starfs-
árinu. Sigurður Helgi Oddsson leik-
ur á píanó og Bára Grímsdóttir hef-
ur verið kórstjóri frá 2004 og útsetur
einnig lög fyrir kórinn. Hún segir að
kórinn sé blandaður og kórfélagar
hafi yfirleitt komið að starfi knatt-
spyrnufélagsins Vals á einn eða ann-
an hátt. „Samt eru allir velkomnir og
ekki þarf að sýna félagsskírteini,“
segir hún. „Þetta er sérlega góður
félagsskapur, gott fólk og gott söng-
fólk.“
Íþróttafélög halda ekki almennt
úti kórum, en Valskórinn æfir einu
sinni vikulega, kemur fram á að-
ventukvöldi, heldur jólatónleika og
vortónleika og fer í æfingabúðir og
söngferðalög innanlands og utan.
Eins og þjálfari
Bára segir að tónninn hafi verið
fallegur, þegar hún tók við kórnum,
en hún hafi reynt að aga hann og fín-
pússa. „Ég geri kröfur,“ segir hún,
en haft hefur verið á orði að hún
gæti stjórnað hvaða íþróttaliði sem
er. Hún segist ekki hafa þurft að
beita sér sérstaklega og þakkar það
tengingu kórfélaga við íþróttirnar.
„Þau eru alin upp í íþróttum og þar
er borin virðing fyrir þjálfaranum.
Ég er eini stjórnandinn í kórnum, ég
er þjálfarinn, og þau gera það sem
ég bið þau að gera með bros á vör.
Ég reyni að vera ekki með frekju
heldur fer mjúklega að þeim en
ákveðið.“
Yfirleitt hafa gestir komið fram
með kórnum á vortónleikunum.
Lúðrasveit Reykjavíkur var í því
hlutverki í fyrra og Marta Kristín
Friðriksdóttir var gestasöngvari.
Þegar spurðist að Kristján hefði
áhuga á að syngja með kórnum var
brugðist við. „Við gripum gæsina á
meðan hún var volg,“ segir Bára.
Kristján Jóhannsson er með
þekktustu söngvurum landsins og
hefur sungið víða og með mörgum
kórum en ekki kór íþróttafélags fyrr
en nú. „Í Valskórnum eru gamlir fé-
lagar og vinir,“ segir hann um nýj-
ustu meðsöngvarana. „Þetta er fyrst
og fremst gaman. Það er mjög áríð-
andi að syngja vegna þess að söng-
urinn gleður, lætur söngvaranum
líða vel, bætir og kætir. Allir reyna
að gera eins vel og hægt er án þess
að bera sig saman við aðra. Aðal-
atriðið er að syngja saman, því það
er svo gott.“
Boðið verður upp á fjölbreytta
dagskrá og sem fyrr verða meðal
annars lög eftir Sigfús Halldórsson á
efnisskránni. Tónleikarnir hefjast
klukkan 16 og verður miðasala við
innganginn.
Ljósmynd/Þorsteinn Ólafs
Valskórinn Bára Grímsdóttir og Kristján Jóhannsson standa fyrir framan kórinn á Hlíðarenda.
Valsmenn gripu
volga gæsina
Kristján Jóhannsson syngur með Valskórnum í fyrsta sinn