Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 244.600 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Steinunn H. Hannesdóttir
Glæsileg útivistarferð þar sem gengið er um hið
heimsþekkta svæði Chamonix sem er sannkölluð paradís
útivistarmannsins og geymir fjölda gönguleiða við allra hæfi.
Mont Blanc, hæsta fjall Evrópu, er stöðugt í augsýn, ásamt
fjölda tignarlegustu tinda Alpanna. Í ferðinni fer saman
dásamleg útivist og afslöppun í skemmtilegum félagsskap.
7. - 14. september
Útivist í Chamonix
Fyrir nokkrum áratugum var al-
gengt að gengi íslensku krón-
unnar væri fellt um tugi prósenta
og létu landsmenn sér fátt um
finnast á tímum óðaverðbólgu.
Þetta er liðin tíð, sem betur fer.
Á þessum árum leit listaverkið
Fallandi gengi eftir myndlistar-
manninn Inga Hrafn Hauksson
dagsins ljós. Þetta er skúlptúr frá
árinu 1976. Hann er tveggja
metra hár á steinsteyptum stöpli
og stendur austast við Bæjarháls
í Árbæjarhverfi. Listaverkið er
umlukið miklum gróðri sem
skyggir að hluta til á það. Verkið
er í eigu Listasafns Reykjavíkur.
Það er farið að láta á sjá og
þarfnast viðgerðar.
Ingi Hrafn Hauksson var fædd-
ur 30. desember 1941 og lést í
ágúst 1983, aðeins rúmlega fer-
tugur. Nú eru liðin rúm 50 ár síð-
an Ingi Hrafn vakti þjóðarathygli
fyrir verkið Fallinn víxill sem
sýnt var á höggmyndasýningu á
Skólavörðuholti í september
1968. Sýndar voru 32 högg-
myndir og var Fallinn víxill sú
fyrsta sem seldist. Það var
sænskur verkfræðingur sem
keypti verkið á 60 þúsund ís-
lenskar krónur.
Í viðtali við Vísi sagði verk-
fræðingurinn, Jan Henje: „Það
kom öldungis flatt upp á mig að
finna hér listaverk gætt þvílíkri
orku og Fallinn víxill eftir Inga
Hrafn. Ég held að þetta lista-
verk komi til með að verða dáð
og umtalað meðal listunnenda í
Svíþjóð .“ sisi@mbl.is
Morgunblaðið/sisi
Fallandi gengi Listaverk í Árbæjarhverfi umlukið miklum gróðri.
Fallandi gengi
og Fallinn víxill
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Alls 184 verk í almenningsrými eru á
skrá hjá Listasafni Reykjavíkur, þar
af eru 155 verk í eigu Reykjavíkur-
borgar. Önnur verk eru ýmist í eigu
ríkisins eða fyrirtækja.
Þetta segir
Arna Schram,
sviðsstjóri menn-
ingar- og ferða-
málasviðs
Reykjavíkur-
borgar, í samtali
við Morg-
unblaðið.
Útilistaverk
borgarinnar
þurfa reglulegt
viðhald en nokkur þeirra frekari við-
gerðir að sögn Örnu.
Þar á meðal er verkið Fallandi
gengi eftir Inga Hrafn Hauksson.
Þetta tilkomumikla listaverk stend-
ur við Bæjarháls í Árbæjarhverfi,
steinsnar frá Hádegismóum. Verkið
hefur látið verulega á sjá eins og sjá
má á mynd hér til hliðar og varð það
tilefni fyrirspurnarinnar til Örnu
Schram.
„Til stóð að gera við verkið síðast-
liðið sumar en veðrið setti strik í
reikninginn. Verkið er því ofarlega á
lista í ár og ekkert sem bendir til
annars en að af viðgerð geti orðið í
sumar,“ segir Arna.
Síðasta sumar var unnið að tutt-
ugu verkefnum í þessa veru. Allt frá
hreinsun á kroti og bónun yfir í
stærri og umfangsmeiri viðgerðir
eins og til dæmis á verkinu Sonator-
rek í garði Ásmundarsafns við Sig-
tún og á Íslandsvitanum eftir Clau-
dio Parmiggiani á Sandskeiði.
Í ár verður unnið að viðgerð og
viðhaldi á sextán til tuttugu verkum
og er stærsta verkefni ársins viðhald
á Sólfarinu eftir Jón Gunnar Árna-
son, að sögn Örnu. Sólfarið stendur
sem kunnugt er við Sæbrautina og
er eitt helsta aðdráttarafl erlendra
ferðamanna. Sólfarið var afhjúpað á
afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst
1990. Það er unnið úr ryðfríu stáli og
stendur á graníthellum með svokall-
aðri ráðhússteypu í stétt kringum
hellurnar.
Borgarráð samþykkti sumarið
2017 sérstaka fjárveitingu til að
sinna bráðaviðgerðum á útilista-
verkum í eigu Reykjavíkurborgar og
hefur síðan þá verið gert átak í að
gera við útilistaverk í borginni, að
sögn Örnu Schram. Meðal annars
var samþykkt að verja átta millj-
ónum króna í lagfæringar á verkinu
Fyssu eftir Rúrí í Grasagarðinum í
Laugardal og var verkið endurvígt á
sumardaginn fyrsta nú í ár, í sam-
starfi við Orkuveitu Reykjavíkur.
Í fyrra fóru um 7,4 milljónir króna
í viðhald og viðgerðir og í ár er ráð-
gert að verja um 10,6 milljónum í
verkefni af þessu tagi, segir Arna.
Viðgerð á Sólfarinu er
stærsta verkefni ársins
Hjá Listasafni Reykjavíkur eru 184 verk í almenningsrými
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sólfarið Er eitt helsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn sem hingað koma.
Arna Schram
Gunnari líst vel á framhaldið.
„Sláttur verður með fyrra fallinu, ef
ekkert stórt kemur uppá í veðrátt-
unni,“ segir hann og nefnir miðjan
júní eða jafnvel fyrrihluta mánaðar-
ins í því efni.
Þröstur á Moldhaugum á von á
því að sláttur hefjist á hefðbundnum
tíma, um miðjan júní. „Annars veit
maður aldrei hvernig veðrið þróast.
Það fer að vanta vætu til að sprett-
an geti haldið áfram,“ segir hann.
Sigurjón Eyjólfsson, fyrrverandi
bóndi í Eystri-Pétursey í Mýrdals-
hreppi, reiknar með meðalári. Von-
ar þó að rigningar verði ekki eins
miklar og síðasta sumar. Segir
raunar að jörð sé blaut eftir rign-
ingar síðustu daga. Það komi ekki
mikið að sök þar sem búið hafi verið
að sá í flög og bera á.
frost en enginn snjór að gagni hér
og þá hægði á öllu þótt ekki sé
ástandið alslæmt,“ segir Þröstur
Þorsteinsson, bóndi á Moldhaugum
í Kræklingahlíð í Eyjafirði.
Þröstur var að tæta flag í gær
vegna endurræktunar túns. Og
sumarið leggst vel í hann.
Gott vor kemur sér vel fyrir sauð-
fjárbændur. Það léttir mikið vinn-
una að geta sett lambærnar út fljót-
lega eftir burð.
Sláttur með fyrra fallinu
Bændur hafa almennt lokið við að
bera á tún, allavega kúabændur.
„Það er mánuður síðan skítur var
borinn á tún og nú er verið að ljúka
við að dreifa tilbúna áburðinum.
Korni var sáð á sumardaginn
fyrsta,“ segir Gunnar á Túnsbergi.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Allur gróður er mjög tilbúinn þeg-
ar fer að hlýna aftur. Hann var
kominn vel af stað í apríl og verður
fljótur að taka við sér við raka og
hlýju,“ segir Gunnar Kr. Eiríksson,
bóndi á Túnsbergi í Hrunamanna-
hreppi, um vorkomuna og tekur
fram að það muni miklu að jörð sé
klakalaus.
Bændur sem rætt var við eru
bjartsýnir fyrir sumarið. Aprílmán-
uður var sérstaklega hlýr og þá tók
gróður mjög vel við sér. Síðan kom
þurrakuldi í byrjun maí, með norð-
an og norðaustan vindi, og þá hægði
á allri sprettu.
„Það fór allt að grænka í apríl.
Svo kom kuldi um tíma og nætur-
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Áburðardreifing Bændur víða um land hafa lokið við eða eru að ljúka við að dreifa tilbúnum áburði á tún.
Gróðurinn tekur við
sér í hlýindum og vætu
Vorið leggst vel í bændur Langt komnir með vorverk
Tveir karlmenn hafa í Héraðsdómi
Reykjaness verið dæmdir fyrir
margvíslegan þjófnað þar sem
þeir stálu meðal annars rúmum
400 kílóum af humri úr frysti-
gámi. Annar mannanna var úr-
skurðaður í fimm mánaða óskil-
orðsbundið fangelsi, en hinn var
dæmdur í 30 daga skilorðsbundið
fangelsi. Þá var þeim gert að
greiða þóknun skipaðs verjanda
síns og annan útlagðan kostnað. Í
dóminum kemur fram að þeir hafi
brotist inn í frystigám Humarsöl-
unnar með því að klippa á heng-
ilás og tekið þaðan alls 434 kg af
humri að verðmæti rúmlega 1,7
milljónir króna. Þá höfðu þeir
einnig brotist inn í apótek og stol-
ið lyfjum.
Stálu lyfjum og humri úr frystigeymslu