Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019
Umræðan um þriðja
orkupakkann minnir á
Steingrím, sem samdi
við Jóhönnu og Sam-
fylkinguna um inn-
göngu í ESB. Já, og
það þrátt fyrir öll lof-
orðin um að VG myndi
aldrei samþykkja inn-
göngu í ESB.
Út á loforðið fékk
VG góða kosningu og
Steingrímur ráðherrastól. Hann
vissi vel að þjóðin vildi ekki í ESB.
Loforðið var því það sem á vondu
máli hefur verið kallað „popúlismi“.
Betra mál er lýðskrumari, sem hæfir
vel þeim, sem nú situr í stól forseta
Alþingis.
Stjórnarskráin stóð í vegi fyrir því
að þau Jóhanna gætu gengið beint
til verks og innlimað þjóðina í ESB.
Það hefði verið greinilegt stjórnar-
skrárbrot, en þau sáu leið framhjá
þeirri hindrun og hófu „endur-
bætur“ á stjórnarskránni. Fjölda
fólks var skipt í minni hópa, sem
unnu langan vinnudag í Laugardals-
höllinni að semja nýja stjórnarskrá.
Reglulega bárust fréttir af gangi
mála, þar til landsmönnum var send
útprentuð niðurstaðan. Eins konar
krossapróf og fólk beðið að merkja
við hverju það væri sammála.
Ég merkti við eignarhald á sjávar-
auðlindinni, sem ég held að meiri-
hluti þjóðarinnar hafi verið sammála
um. Nokkru seinna bárust þær
fregnir frá stjórn Jó-
hönnu að ný stjórnar-
skrá hefði verið sam-
þykkt með yfirgnæf-
andi meirihluta – og ég
sem hélt að ég hefði
verið að taka þátt í
skoðanakönnun. Ég
veit að svo var um
marga aðra. Eftir því
sem ég komst næst var
já við eitt atriði nægi-
legt sem samþykki. Þar
með eyðilögðu þau að á
Íslandi væri framúr-
skarandi lýðræði.
Ég hefi oft hugsað: Hvers vegna
var ekki spurt: Viltu ganga í ESB, já
eða nei? Það hefði alla vega verið
miklu ódýrara og svo hefði verið
hægt að taka einstaka liði stjórnar-
skrárinnar til endurskoðunar. Lið
fyrir lið óháð ESB.
Þeir sem hafna þriðja orkupakk-
anum eru þeirrar skoðunar að með
samþykki hans afsölum við okkur yf-
irráðum á orkuauðlindinni án þess
að fá nokkuð í staðinn. Í dag getum
við t.d. óskað eftir tilboðum í græna
orku gegn því að kaupandi reisi
verksmiðjuna hér á landi og sett sem
skilyrði að taka hvaða tilboði sem er
og að 1) umhverfisvernd og 2) verðið
fyrir orkuna hafi mest vægi. Við get-
um óskað eftir tilboði hvaðan sem er
í heiminum og ekki bara frá ESB-
löndum, eins og verður með sam-
þykki pakkans.
Samþykkjum við þriðja pakkann
fer orkan úr landi til uppbyggingar
fyrirtækja sem við vildum gjarnan
fá til okkar. Virðisauki framleiðsl-
unnar verður á meginlandinu og
ekki hjá okkur. Í staðinn munum við
áfram fá mengandi stóriðju, sem fá
lönd vilja fá til sín. Landsvirkjun
mun geta selt umframorku og fengið
hærra verð þegar stóriðjusamning-
arnir renna út. Á móti kemur að
orkuverð til heimila og fyrirtækja
mun hækka mikið.
Þeir sem vilja samþykkja þriðja
orkupakkann segja hann ekki skipta
neinu máli. Hvorki fyrir okkur né
EES. Hvers vegna er þá verið að
samþykkja hann? Hvað fengum við
með fyrsta og öðrum orkupakkanum
annað en aukinn kostnað um leið og
grunnur var lagður að sölu um sæ-
streng?
Þeir segja líka enga hættu á að
sæstrengur verði lagður. Það stang-
ast á við smávirkjanaæðið og kaup
erlendra aðila á hlutabréfum í orku-
virkjunum. Þessir aðilar myndu ekki
fjárfesta svona ef þeir væru ekki
vissir um að sæstrengur yrði lagður.
Aukinn þrýstingur mun koma frá
þeim um leið og þriðji orkupakkinn
verður samþykktur. Svo koma fjórði
og fimmti orkupakkinn með kröfu
um að rífa niður þjóðareignina
Landsvirkjun.
Forsætisráðherra tekur undir að í
þriðja orkupakkanum felist engin
áhætta á lagningu sæstrengs, því að
í samningnum sé fyrirvari um sam-
þykki Alþingis. Er forsvaranlegt að
taka sénsinn á að leika sér með fjör-
egg þjóðarinnar í trausti þess að Al-
þingi verji fullveldið?
Traust til Alþingis hefur aldrei
verið jafn lítið og nú. Á þingi sitja
þingmenn með þá hugsjón að koma
landinu í ESB, hvað sem það kostar.
Þeirra heimssýn nær ekki út fyrir
ESB og skiptir þá engu máli að í
ESB megum við ekki gera viðskipta-
samninga við önnur ríki án sam-
þykkis ESB. Þannig fórna þeir
frjálsum viðskiptum fyrir aðgang að
markaði sem er brotabrot af heims-
markaði.
Verst er að ESB-lög verða æðri
íslenskum lögum og stjórnarskrá.
Við höfum þegar fengið forsmekkinn
að því hvernig það gæti endað með
nýlegum dómi mannréttinda-
dómstóls Evrópu.
Skoðanakönnunin sem varð
að þjóðaratkvæðagreiðslu
Eftir Sigurð
Oddsson » Virðisauki fram-
leiðslunnar verður á
meginlandinu og ekki
hjá okkur. Í staðinn
munum við áfram fá
mengandi stóriðju, sem
fá lönd vilja fá til sín.
Sigurður Oddsson
Höfundur er eldri borgari.
Hagsmunaöflum
liggur mikið við að
koma orkupakka 3 í
gegn um þingið. Þetta
sést m.a. á því að þing-
menn sem ýmist höfðu
lýst miklum efasemd-
um eða harðri and-
stöðu hafa verið leidd-
ir fram og játað sig
sigraða. Þorri Íslend-
inga er andsnúinn inn-
leiðingu pakkans í íslenskan rétt og
mikill meirihluti í öllum stjórn-
málaflokkum kýs að afþakka hann.
Í Silfri Egils sl. sunnudag, sem
Fanney Birna Jónsdóttir stjórnaði,
var gerð hörð atlaga að skoðana-
frelsi almennings á orkupakka Evr-
ópusambandsins númer 3. Þessi
stjórnandi þáttarins tilheyrir þeim
örlitla minnihluta (8%) sem kýs að
kalla pakkann yfir þjóðina. Stjórn-
andanum hafði tekist fyrir þennan
þátt að finna og kalla í settið hjá sér
fjögur skoðanasystkini sín, sem gáfu
fordómum og öfgafullum skoðunum
stjórnandans ekkert eftir. Fólkinu
vafðist ekki tunga um tönn enda
voru af þessum fjórum tveir al-
mannatenglar, sem hafa atvinnu af
því að koma sjónarmiðum annarra á
framfæri gegn hæfilegri þóknun.
Enginn þeirra treysti sér til að
segja eitthvað jákvætt um Orku-
pakka 3. Aftur á móti treystu þau
sér öll til að segja margt misjafnt um
innræti þeirra sem hafna þessum
pakka. Tilgangurinn RÚV var aug-
ljóslega að sverta efasemdafólk um
pakkann, til að hræða venjulegt fólk
frá því að mynda sér skoðun. Stjórn-
andi þáttarins var einhverskonar
hópeflisstjóri og fólkið reyndi ákaft
að trompa hvert annað í svívirð-
ingum um þá sem vilja ekki afsala
Íslendingum forræði yfir orkuauð-
lindunum. Stjórnandinn gaf fyrsta
tóninn með því að segja „þetta fólk“
af sama sauðahúsi og þá sem vilja
ekki taka á móti flóttamönnum. Eft-
ir það tók kórinn við: „Þetta er sorg-
leg spegilmynd einangrunarhyggju,
sama liðið og styður Trump og Brex-
it og fólk sem er á móti
alþjóðasamvinnu. Þetta
eru gamlir hvítir karlar,
Frosti Sigurjónsson er
þeirra yngstur en samt
er hann gamall. Þetta
sama lið talar um Ís-
land fyrir Íslendinga.
Við þurfum ekki að fara
lengra en til Svíþjóðar
til að finna ámóta dæmi
um einangrunarhyggju
og útlendingaandúð.“
Einhverjum hefði þótt
nóg að gert en þá líkti annar al-
mannatenglanna framgöngu gras-
rótarsamtakanna Orkunnar okkar
við uppgang fasískra og semi-
fasískra leiðtoga.
Að þessu sögðu hurfu álitsgjaf-
arnir á braut og stjórnandinn kynnti
með mikilli aðdáun konuna með
langa nafnið og mörgu ráðherratitl-
ana. Kjarni máls hennar var að
hennar hlutverk sem foringja væri
ekki að hlusta á kjósendur heldur
leiða þá.
Erfitt er að verjast þeirri hugsun
að eini tilgangur RÚV sé að hræða
almenning frá því að mynda sér
skoðun eða a.m.k. því ella megi það
undirgangast svipuhögg af þessu
tagi. Að lauslega athuguðu máli sýn-
ist mér RÚV hafa í þessum eina
þætti brotið nokkrar veigamiklar
lagagreinar.
Ekki verður annað séð en tals-
menn Orkunnar okkar eigi lögvarinn
og siðferðilegan rétt á að manna
næsta Silfur, ekki einungis til að
bera af sér sakir persónulega heldur
leiðrétta afflutt mál sem varðar
þjóðarhag.
RÚV ógnar
skoðanafrelsi
Eftir Sigurð
Þórðarson
» Tilgangur RÚV
var augljóslega að
hræða venjulegt fólk
frá því að mynda sér
skoðun.
Höfundur er fv. kaupmaður og sjálf-
boðaliði í framkvæmdastjórn Orkunn-
ar okkar.
siggiginseng@gmail.com
Sigurður Þórðarson
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka
daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Atvinna
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Einstök
minning
Útskriftar-
myndatökur
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
SANGSIN gæðavara frá Kóreu
BREMSU
VÖRUR
í flestar gerðir bíla