Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Veldu öryggi SACHS – demparar ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa vaxandi áhyggjur af tollastríðinu, sem Donald Trump forseti hóf gegn Kína, vegna þess að gagnaðgerðir Kínverja hafa skaðað bandaríska bændur. Tollahækkanir Trumps eru einnig taldar koma niður á bandarískum neytendum, leiða til hærra vöruverðs, auka kostnað bandarískra fyrirtækja og draga úr hagvexti í báðum löndunum, að sögn The Wall Street Journal. Trump hóf tollastríðið í mars í fyrra með því að hækka tolla á innflutt stál og ál, með undan- þágu fyrir nokkrar vinaþjóðir, m.a. Argentínu, Ástralíu og Brasilíu. Nýju tollunum var aðal- lega beint að Kínverjum sem svöruðu þeim með 15-25% tollum á þriggja milljarða dollara virði af bandarískum innflutningi. Deilan magnaðist í júlí í fyrra þegar stjórn Trumps lagði 25% viðbótartoll á 34 milljarða dollara virði af kínverskum innflutningi og Kínverjar svöruðu með svipuðum tollahækkunum. Eftir tvær aðrar hækkanir ákvað Trump í vikunni sem leið að hækka tolla á 200 milljarða dollara virði af kínverskum varningi og Kínverjar svöruðu með því hækka tolla á 60 milljarða dollara virði af bandarískum landbúnaðar- afurðum og iðnvarningi. Hafði ekki tilætluð áhrif Bandaríkjastjórn sagði fyrir rúmu ári þegar Trump hækkaði tollana á innflutt stál og ál að markmiðið væri að auka útflutning og minnka innflutning Bandaríkjanna á málmunum og fjölga störfum. Tollahækkunin varð hins vegar til þess að útflutningurinn minnkaði um 7%, innflutningurinn jókst um 1% og störfunum fjölgaði lítið og miklu minna en árið áður, að sögn The Wall Street Journal, sem segir að tollahækkunin hafi orðið til þess að bandarískir neytendur hafi þurft að greiða hærra vöruverð. Útflutningurinn minnkaði um 75% Gagnaðgerðir Kínverja hafa m.a. orðið til þess að útflutningurinn á bandarískum land- búnaðarafurðum til Kína hefur minnkað. Til að mynda minnkaði útflutningurinn þangað á sojabaunum um 75% á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti Banda- ríkjanna. Um þriðjungur af allri sojabauna- framleiðslu landsins var seldur til Kína en sam- tök bandarískra bænda óttast að þeir missi þennan markað og Kínverjar auki innflutning sinn á sojabaunum frá löndum á borð við Bras- ilíu. Trump naut mikils stuðnings í sveitahéruð- um Bandaríkjanna í kosningunum 2016 og samtök bænda hafa mikil pólitísk áhrif í land- inu, einkum í öldungadeildinni. Margir repú- blikanar í deildinni hafa stutt viðleitni Trumps til að knýja Kínverja til að láta af ósanngjörn- um viðskiptaháttum sínum en runnið hafa tvær grímur á suma þeirra vegna nýjustu tolla- hækkana hans og óánægju bænda, að sögn The Washington Post. Blaðið segir þá hafa vaxandi áhyggjur af því að Trump hafi ekki hugsað málið til enda og hafi ekki sett sér skýrt loka- markmið. „Enginn vinnur tollastríð nema samningur náist að lokum og hann verði til þess að tollarnir hverfi,“ hefur blaðið eftir Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öld- ungadeildinni. Verndartollar til frambúðar? Yfirlýsingar Trumps hafa hins vegar stund- um bent til þess að hann telji í raun og veru að tollarnir hafi eflt efnahag Bandaríkjanna, stuðlað að hagvexti og aukið tekjur ríkissjóðs, þannig að Bandaríkin myndu aðeins hagnast á því að halda tollunum til streitu. „En tollar eru skattar sem hækka verð á kínverskum varn- ingi fyrir bandaríska neytendur og framleið- endur,“ segir The Wall Street Journal. „Þeir hækka einnig verð á bandarískum varningi sem er í samkeppni við kínverskan innflutning vegna þess að bandarískir framleiðendur hneigjast til að hækka verðið eins og keppi- nautarnir. Þetta gerðist þegar Trump hækkaði tolla á þvottavélar.“ Tollahækkunum Trumps var í fyrstu lýst sem vopni til að knýja önnur lönd til að afnema viðskiptahindranir eða láta af ósanngjörnum viðskiptaháttum en forsetinn virðist nú hneigj- ast til að líta á tollana sem varanlegt tæki til að vernda bandarískar atvinnugreinar, hindra innflutning og uppræta óæskilegan vöruskipta- halla, að sögn stjórnmálaskýranda The New York Times. Stuðningsmenn frjálsra viðskipta milli landa óttast að önnur stór lönd taki upp þessa stefnu Trumps og hækki tolla til að vernda fyrirtæki sín. Tollahækkanir Bandaríkjanna og Kína Heimild: Fréttastofur AFP 6. júlí 2018 34 milljarðar $ 25% tollur 34 milljarðar $ 23. ágúst 16 milljarðar $ 16milljarðar $ 25% tollur BANDARÍKIN KÍNA 24. september 200 milljarðar $ 10% tollur 60 milljarðar $ 1. desember 2018 Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kína semja um vopnahlé í viðskiptastríðinu 10. maí 200 milljarðar $ Hækkar úr 10% í 25% 1. júní 60milljarðar $ Allt að 25% tollur 9.-10. maí Samkomulag næst ekki í viðræðunum Janúar 2019 til febrúar Samningaviðræður milli landanna tveggja um viðskiptadeilur þeirra Helstu atburðir Hafa áhyggjur af tollum Trumps  Tollastríðið við Kína hefur skaðað bandaríska bændur  Kemur einnig niður á neytendum, hækk- ar vöruverð og eykur kostnað fyrirtækja í Bandaríkjunum  Uggur í þingmönnum repúblikana AFP Hækkar tolla Donald Trump fer um borð í forsetaþotuna eftir enn eina tollahækkunina. Með hæsta tollahlutfallið » Bandaríkin voru lengi forystuland í baráttunni fyrir frjálsum viðskiptum í heiminum en nú er öldin önnur. » Meðalhlutfall tolla er nú hærra í Bandaríkjunum en nokkru öðru G7-ríki, að sögn Torstens Sløks, aðalhagfræðings Deutsche Bank Securities. Hann segir að tollahlutfallið í Bandaríkjunum sé meira en tvöfalt hærra en í Kanada, Bretlandi, Ítalíu, Þýskalandi og Frakklandi og hærra en í flestum öðrum iðnvæddum löndum. » Tollastríðið hefur m.a. skaðað stór bandarísk fyrirtæki á borð við Boeing, General Motors, Apple og Caterpillar, auk smærri fyrirtækja og bænda. Þýski listamaðurinn Ottmar Hörl stendur hér við höggmyndir sem hann hefur gert af tónskáldinu Ludwig van Beethoven á torgi í Bonn. Hörl sýnir nú um 700 högg- myndir í borginni á sýningu sem stendur til 2. júní og er liður í hátíðarhöldum í tilefni af 250 ára fæðingarafmæli tónskáldsins. Beet- hoven fæddist í Bonn, fæðingar- dagur hans er óþekktur en vitað er að hann var skírður 17. desember 1770. Hann bjó mestan hluta ævi sinnar í Vín og lést 26. mars 1827. AFP 250 ára fæðingarafmælis Beethovens minnst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.