Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Talið er að veiðarfæraúrgangur nemi allt að 1.100 tonnum á ári. Leit- að er leiða til að auka skil og koma í veg fyrir drauganet í sjó. Þetta kemur fram í svari Guð- mundar Inga Guðbrandssonar, um- hverfis- og auðlindaráðherra, við fyrirspurn frá Karli Gauta Hjalta- syni, Miðflokki. Drauganet eru þau net sem týnst hafa úr trossu, rekur um og fiskar og önnur sjávardýr festast í, drepast og rotna. Dæmi eru um að net séu skilin eftir í sjó. Þingmaðurinn spurði m.a. hvernig unnið væri að því að ná drauganetum upp úr sjó, þ.e. veiðarfærum sem liggja eða fljóta gagnslaus um í sjó og hafa skaðleg áhrif á lífríki hafsins. Fiskistofa leigir skip Ráðherra svaraði því til að sam- kvæmt upplýsingum frá atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu hefði Fiskistofa í nokkrum tilvikum leigt fiskiskip til að draga upp veið- arfæri sem skilin hefðu verið eftir í sjó eftir lok viðkomandi veiða/vertíð- ar. Vinna er í gangi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í því skyni að efla forvarnir á þessu sviði, t.d. með skráningu veiðarfæra svo að unnt sé að rekja þau til eigenda og með því að setja tilkynningaskyldu á þá sem verða varir við drauganet. Svokölluð „drauganet“ finnist yf- irleitt þegar þau koma upp með veið- arfærum við veiðar eða rekur á fjörur landsins. Til þess að hægt sé að rekja þau til eigenda þarf að vera til staðar ákvæði um merkingu veið- arfæra, svo sem netateina, lína og belgja, og hluta togvarpa og drag- nóta. Slíkt er til skoðunar í ráðuneyt- inu en það gæti kallað á bæði laga- og reglugerðarbreytingu. Skylda er samkvæmt reglugerð að fullreyna endurheimt á töpuðum veiðarfærum úr sjó. Ef veiðarfæri finnst ekki skal tilkynna um tap þess til Landhelgisgæslu Íslands með bestu mögulegu upplýsingum. Þá nefndi ráðherra að Úrvinnslu- sjóður hefði gert samning við Sam- tök fyrirtækja í sjávarútvegi um úr- vinnslu úrgangs vegna veiðarfæra úr gerviefnum. Markmið samningsins er að koma í veg fyrir mengun af völdum úrgangsveiðarfæra. Reynt að koma í veg fyrir drauga- net í hafinu  Veiðarfæraúrgangur 1.100 tonn Morgunblaðið/Þorkell Netaveiðar Skylt er að fullreyna endurheimt á töpuðum netum. Nú hafa rúmlega 2.500 skráð sig í verðlagseftirlitshóp ASÍ „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“ á Facebook og hafa fjölmargir sett inn færslur. Hópnum er ætlað að vera sjálfbært almenningseftirlit sem styður við hefðbundið verð- lagseftirlit sambandsins, að sögn Auðar Ölfu Ólafsdóttur, verk- efnastjóra verðlagseftirlits Alþýðu- sambands Íslands. Hún segir að ekki verði markvisst skráðar allar athugasemdir sem einstaklingar birta innan hópsins, enda sé mark- miðið að þetta verði viðbót við þá vinnu sem þegar er unnin hjá sam- bandinu. „Við munum ekki vinna úr hverri einustu ábendingu og í raun ekki stýra þessu að öðru leyti en að passa að fólk setji efni fram á ábyrgan hátt,“ segir Auður. „Við munum fylgjast með og taka upp mál sem eru til þess fallin að farið sé lengra með þau. Þá getum við tekið þau og vakið frekari athygli á þeim utan hópsins,“ útskýrir hún og bendir á að þetta sé mikilvæg viðbót þar sem ASÍ berast fjöl- margar ábendingar símleiðis og með tölvupósti sem ekki er bol- magn til þess að vinna úr. „Við get- um ekki unnið úr hverri einustu litlu ábendingu, en engu að síður eru þær allar mikilvægar.“ Benda á verðhækkanir Meðlimir hópsins hafa bent á fjöl- mörg tilfelli sem þeir telja ástæðu til þess að skoða. Segir einn: „Ég var í Bónus í gær á Laugaveginum og þar var avókadómatarolían komin upp í 1500-kall. Kostaði áður næstum því 700-kall (minnir mig). Allavegana sá ég rosalegan verð- mun á avókadómatarolíunni þarna í gær þannig að maður hætti að kaupa þessa matarolíu.“ Annar bendir á að sódavatn merkt Bónus hafi hækkað um 20% og segir að verð hafi verið áður 98 krónur fyrir tvo lítra, en sé 119 krónur nú. Ein keypti skonsur frá Beiðholtsbakaríi, „verð í dag kr. 219, fyrir viku 179 kr., 17% hækk- un“. Þá er bent á tímabundna hækkun verðs á matsölustað á sama tíma og auglýst er tilboð í gegnum tilboðsveitu, „sem sagt vara hækk- uð í skjóli tímabundinna tilboða“. Einnig er rætt um gjaldskrár ým- issa þjónustufyrirtækja. Segist ein hafa rekið upp stór augu þegar starfsmaður bankaútibús sagði henni að það myndi kosta hana um 200 krónur að fá upplýsingar um stöðuna á tékkareikningi sínum. gso@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Vökull Almenningur veitir aðhald. Til stuðnings verð- lagskönnunum ASÍ  Geta ekki kannað allar ábendingar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bændum gefst kostur á því að bjóða í fyrstu arfhreinu nautkálfana af Aberdeen Angus-holdakyninu sem fæddust á einangrunarstöð Naut- griparæktarmiðstöðvar Íslands (Nautís) á Stóra-Ármóti á síðasta ári. Tuddarnir fimm verða seldir hæstbjóðanda en ekki verður hægt að afhenda þá fyrr en niðurstaða úr heilbrigðisskoðun liggur fyrir og bú- ið er að taka sæði úr þeim til al- mennra nota. Sett er 800 þúsund króna lágmarksverð. „Þeir eru að ýta á okkur hold- anautabændur að fá tudda,“ segir Sigurður Loftsson, formaður stjórn- ar Nautís. Hann segir að ekki verði hægt að afhenda nautkálfana fyrr en undir lok ágúst og það sé fullseint fyrir bændur. Það sé því ákvörðun þeirra sjálfra ef þeir bíða með kýr til að nota þá á. „Þeir eru búnir að bíða lengi eftir þessari stundu og kappið er mikið,“ segir Sigurður. Fari sem víðast Holdanautabændum og kúabænd- um gefst kostur á að senda tilboð í nautin fyrir 30. maí og verða þau seld hæstbjóðanda, þó þannig að hver bóndi á aðeins kost á einu nauti. Sigurður segir að það sé gert til þess að reyna að ná sem mestri dreifingu og kynbæturnar nýtist sem víðast. Sett er 800 þúsund króna lág- marksverð. Segir Sigurður það fundið út frá þeim kostnaði sem fall- ið hefur á gripina á tímabilinu. „Ég á ekki von á öðru en að sóst verði eftir þeim og að umtalsvert hærri tilboð berist. Þetta eru fá naut og menn hafa lengi beðið eftir að fá aðgang að þeim. Sæði sem tekið verður úr naut- unum í sumar stendur öllum bænd- um til boða við ræktunarstarfið. Reynt verður að halda kostnaði við það í lágmarki enda segir Sigurður að því fylgi meiri áhætta að sæða en nota naut. Fleiri gripir í júnímánuði Nautkálfarnir hafa vaxið vel þá átta til níu mánuði sem þeir hafa verið í eldi á Stóra-Ármóti. Sá stærsti heitir Draumur og er orðinn 430 kíló. Von er á ellefu kálfum í næsta burði sem verður í næsta mánuði. Þá er búið að panta 25 fósturvísa til að setja upp í íslenskar kýr í haust og sæði til að nota fyrir kvígurnar sem fæddust í fyrra. Segir Sigurður að fósturvísarnir verði úr gripum óskyldum þeim sem fyrir eru og það auki breiddina. Hann vonast til þess að eftir þriðju burðarhrotu verði hægt að notast eingöngu við innflutt sæði og sæði úr nautunum sem hér eru fædd. Þá verði komnir nógu margar arfhreinar Angus-kvígur til að standa undir ræktun á kynbótanaut- um næstu árin. Fimm Angus-nautkálfar seldir hæstbjóðendum  Holdanautin til bænda í haust  Lágmarksverð 800 þúsund Ljósmynd/Halla Eygló Sveinsdóttir Boli Dekrað er við gripina á Stóra-Ármóti. Draumur hefur vaxið hraðast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.