Morgunblaðið - 16.05.2019, Page 26

Morgunblaðið - 16.05.2019, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 Aukin þjónusta við leigjendur Hjá Heimavöllum viljum við þjónusta viðskiptavini okkar sem best og leitum sífellt leiða til að auka við þá þjónustu sem í boði er. Það er okkur því mikil ánægja að tilkynna um eftirfarandi nýjungar: Leigutrygging fyrir leigutaka Heimavellir bjóða nú leigutryggingu fyrir leigjendur í samstarfi við Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Um er að ræða nýja tryggingu frá Sjóvá og munu Heimavellir sjá um sölu hennar til leigjenda sinna. Fram að þessu hafa Heimavellir einungis tekið við bankaábyrgðum og reiðufé til tryggingar leigusamninga en frá 1. maí 2019 gefst leigjendum kostur á þessari leið til viðbótar. Það er von okkar hjá Heimavöllum að með þessum valkosti verði auðveldara fyrir fólk að komast í öruggt og gott leiguhúsnæði.heimavellir.is Þannig vinna þrjú fyrirtæki að rannsóknum og skipulagsbreyt- ingum vegna hugmynda um bygg- ingu vindorkugarða í Dölum og Reykhólasveit. Tvö þeirra, EM-Orka ehf. sem hyggst reisa 130 MW vind- orkugarð í landi Garpsdals við Gils- fjörð og Storm Orka sem hyggst reisa og reka 80-130 MW vindorku- garð í landi Hróðnýjarstaða við Hvammsfjörð, hafa hafið umhverfis- matsferli. Landeigendur Sólheima í Laxárdal og fjárfestar vinna að skipulagsbreytingum með það í huga að þar verði hægt að reisa vindorku- garð með allt að 150 MW uppsettu afli. 500 MW á vesturhluta landsins „Við finnum fyrir auknum áhuga á vindorku og nokkrir aðilar hafa nú þegar leitað til okkar varðandi teng- ingu virkjana við flutningskerfi okk- ar á Vesturlandi,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Hún getur ekki upplýst hverjir það eru en segir að þessa dagana sé verið að fara yfir stöðuna og áætlanir fyrirtækjanna ásamt mögulegri þörf á styrkingum á flutn- ingskerfinu og þeim takmörkunum sem í því eru. „Þeir aðilar sem hafa verið í sam- bandi við okkur hafa verið upplýstir um að á þeim stað í flutningskerfinu sem fyrirhuguð virkjanir þeirra yrðu tengdar er einungis ein flutningslína til staðar og eru núverandi aðstæður þannig að verulegar takmarkanir eru á flutningi raforku. Einungis er til staðar hámarks ónotuð flutnings- geta upp á um 85 MW afl [...]“ segir Steinunn. Stærð þessara þriggja vindorku- garða getur orðið allt að 410 MW. Sömu takmarkanir á tengingu eiga við um allar nýjar virkjanir á þessu svæði, þar á meðal vatnsaflsvirkj- anir. Unnið er að undirbúningi að minnsta kosti tveggja slíkra. Hval- árvirkjun á Ströndum er í orkunýt- ingarflokki rammaáætlunar með 55 MW afl og Austurgilsvirkjun í Ísa- fjarðardjúpi er í orkunýtingarflokki samkvæmt óafgreiddri tillögu verk- efnisstjórnar 3. áfanga rammaáætl- unar með 35 MW afl. Ef allar þessar hugmyndir verða að veruleika er þörf á tengingu 500 MW afls inn á veikburða kerfi sem aðeins getur bætt við sig 85 MW, samkvæmt mati Landsnets. Landsneti er samkvæmt raf- orkulögum skylt að tengja við flutn- ingskerfið alla þá sem eftir því sækj- ast. Eru allar líkur á því að fyrirtækið þurfi að beita undantekn- ingarákvæði laganna og synja flest- um þeim sem óska eftir tengingu á þessu svæði um aðgang, allavega tímabundið. Landsnet er að meta þá kosti sem eru líklegastir til að mæta aukinni þörf um flutning á þessu svæði. Ljóst er að það muni taka tíma og kalla á verulega fjárfest- ingu. Vindorkan hefur þann ókost að hún er óstöðug eins og vindurinn sem hún verður til úr. Þurfa ný vind- orkuver eða viðskiptavinir þeirra að semja við önnur orkuframleiðslufyr- irtæki um að útvega jöfnunarorku til að tryggja notendum stöðuga orku. Vindorkan fer best með vatnsafli sem grundvallast á miðlun og því er Landsvirkjun í yfirburðastöðu í slík- um samningum. Landsnet bendir á að aukin fram- leiðsla á orku með vindaflsvirkjunum muni reyna verulega á kerfis- stjórnun. Íslenski raforkumarkaður- inn sé nú um stundir illa í stakk bú- inn til að takast á við breytilega framleiðslu, eins og vindorku. Mikil gerjun er í beislun  Lélegt flutningskerfi takmarkar möguleika á uppbyggingu vindorku- vera á vesturhluta landsins og víðar  Landsnet verður að synja einhverj- um um tengingu  Vindorkufyrirtæki horfa til þess að laða gagnaver eða aðra orkufreka starfsemi til landsins Búrfell Vindmyllur sem Landsvirkjun rekur í tilraunaskyni við Búrfell sýna að hægt er að reka vindorkuver þar með góðri nýtingu. Upp- bygging vindmyllugarða verður sífellt ódýari og um leið hagkvæmari. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Flutningskerfi raforku takmarkar mjög tengingu nýrra virkjana. Á vesturhluta landsins þar sem verið er að undirbúa nokkrar virkjanir, bæði vindorkuver og vatnsaflsvirkj- anir, er aðeins svigrúm til að bæta við 85 MW afli sem svarar til hug- mynda um fyrsta áfanga eins vind- orkuvers. Landsnet mun því vænt- anlega þurfa að beita undanþágu- heimild í raforkulögum og synja nýjum virkjunum um aðgang að flutningskerfinu, á meðan unnið er að tímafrekri og kostnaðarsamri styrkingu flutningskerfisins. Töluverð gerjun er í hugmyndum um nýtingu vindorkunnar hér á landi. Tvær vindmyllur sem Lands- virkjun setti upp við Búrfell fyrir nokkrum árum gefa til kynna að hér á landi séu góðar aðstæður fyrir beislun vindsins til orkuframleiðslu. Fram kom í erindi Stefáns Kára Sveinbjörnssonar, verkefnisstjóra hjá Landsvirkjun, á ársfundi fyrir- tækisins á dögunum að kostnaður við uppbyggingu vindmyllugarða hefði lækkað um helming á síðustu tíu árum. Það gerist með stærri og öflugri vindmyllum og lengri ending- artíma þeirra. Þetta gerir það að verkum að hagkvæmara er að reisa vindorkugarða en nýjar virkjanir í vatnsafli og jarðvarma. Ef það er ekki orðið nú þegar er öruggt að það gerist á allra næstu árum, á bygg- ingartíma vindorkugarðanna sem nú er verið að huga að, því þróunin heldur áfram. Þá má geta þess að þeir virkjanakostir í vatnsafli og jarðvarma sem eftir er að nýta eru ekki jafn hagkvæmir og þeir kostir sem nýttir hafa verið til þessa. Sam- keppnisforskot vindorkunnar mun því aukast. Mikil áform í Dölum Orkufyrirtæki landsins eru að huga að uppbyggingu vindorkugarða og nokkur önnur fyrirtæki eru á þeirri vegferð, sum með aðkomu stórra erlendra vindmylluframleið- enda eða orkufyrirtækja. Vindorka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.