Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 50
Marta María
mm@mbl.is
Verslunin Weekday opnar í
Smáralind 23. maí en eftir þessari
verslun hefur verið beðið.
Weekday er í eigu H&M og hefur
frá upphafi verið sterk þegar kem-
ur að gallafatnaði. Í dag rekur
Weekday 41 verslun í 10 Evrópu-
öndum og er markhópurinn ungt
fólk sem hefur ríka tískuvitund og
líka aðeins eldra fólk sem er með á
nótunum.
Vorlína Weekday inniheldur
mikið af fallegum fatnaði sem
hressir upp á fataskápinn og þeir
sem hafa lifað tímana tvenna
þekkja mörg þekkt tákn tískunnar.
Í línunni eru til dæmis samfest-
ingar í allskonar útgáfum. Þessi
hefðbundni vinnu-samfestingur úr
gallaefni, en svo má líka finna fín-
legri með stuttbuxum eða erma-
lausan með víðum skálmum. Þeir
sem vilja dansa í takt við ráðandi
tískustrauma þurfa allavega einn
samfesting fyrir sumarið því þeir
hafa varla verið vinsælli síðan á
diskótímabilinu. Samfestingar
hafa marga góða kosti. Þeir
eru til dæmis mjög hentugir
fyrir tímabundið fólk og líka
fólk sem hefur lítinn sans fyr-
ir samsetningum. Þeir sem
nenna ekki að velja saman efri
og neðri part ættu til dæmis
alltaf að vera í samfesting. Eini
gallinn við samfesting er að það
er stundum vesen að klæða sig
úr þeim og í þá. Það er til
dæmis mjög óþægilegt að vera í
samfesting ef fólk er að neyta hug-
breytandi efna eins og til dæmis
kampavíns og því betra að vera al-
veg „clean“ ef þú ætlar að sperra
þig í samfesting.
Í línunni er líka mikið af stutt-
ermabolum, samfellum og kjólum
og tískan er svo mikið eins og 1989
eða 1978 þegar bolir með víðu
hálsmáli þóttu töff og líka galla-
buxur sem náðu upp í mittið. Svo
ekki sé minnst á hjólabuxur og
víða gallajakka. Þeir sem eru ungir
og eru að upplifa þessa tísku-
strauma í fyrsta sinn geta tekið
þeim fagnandi. Við hin, sem
skemmtum okkur á Skuggabarnum
og Astró eða Glaumbæ, þurfum að
anda djúpt inn og minna okkur á
að elli er hugarástand. Svo er bara
að smeygja sér í hjólabuxur og
gallajakka og halda áfram með lífið
eins og enginn sé morgundagurinn.
Ef þetta er eitthvað óskýrt má
skella sér í sjónmælingu og fá að-
eins meiri styrk í gleraugun.
Best án hug-
breytandi efna
Ef þú vissir ekki að hjólabuxur væru komnar aftur í tísku þá lastu það fyrst
hér og líka að þú getur varla lifað sumarið af án þess að eiga samfesting.
Mundu bara að það er ekki gott að vera í samfesting ef þú ert að drekka.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Misty
Brjóstagjafabolir:
Stærðir í gráu: M-2XL.
Verð: 4.990 kr.
Stærðir í svörtu: S-XL.
Verð: 4.350 kr.
Brjóstagjafabolir og -toppar
Brjóstagjafatoppar:
Stærðir: S/M og L/XL
Verð 3.990 kr.