Morgunblaðið - 16.05.2019, Side 48

Morgunblaðið - 16.05.2019, Side 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 ✝ Sigurjón Guð-mundsson fæddist 12. október 1924 í Kolsholts- helli í Flóa. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Grund 8. maí 2019. Sigurjón var sonur hjónanna Mörtu Brynjólfs- dóttur og Guð- mundar Kristins Sigurjónssonar. Systkini hans voru Jóhann, Guðríður, Kristín, Brynjólfur og Sigríður en þau eru öll látin. Eftirlifandi eiginkona hans er Svanfríður Vigdís Jónas- dóttir, f. 29. nóvember 1928. Þau gengu í hjónaband 20. nóvember 1949. Foreldrar hennar voru Alexandrína Krist- ín Benediksdóttir og Jónas Guð- jónsson. Börn þeirra eru: Sverr- ir Örn f. 12. júní 1949, Guð- mundur Kristinn, f. 14. septem- ber 1951, Hafsteinn, f. 24. mars 1958 og Marta Kristín, f. 12. ágúst 1970. Barnabörnin eru 14 og langafabörnin eru líka 14. Sigurjón og Svanfríður fluttu til Reykjavíkur árið 1950. Fyrst bjuggu þau á Ránargötu, síðan á Brekkustíg og svo á Reynimel 84 frá 1966. Sigurjón lærði pípulagnir og út- skrifaðist með sveinspróf 1956 og með meist- arapróf 1959. Hann vann alla tíð við pípulagnir. Sigurjón fór í íþróttaskólann í Haukadal hjá Sigurði Greips- syni og lærði þar glímu. Hann keppti í íþróttinni og vann með- al annars Skarphéðinsbeltið og Ármannsskjöldinn. Hann gekk undir nafninu Sigurjón sterki. Hann stundaði lax- og sil- ungsveiði og einnig kartöflu- og rófurækt. Hann ræktaði sín eig- in rófufræ og voru þau eftirsótt. Útför hans fer fram frá Nes- kirkju í dag, 16. maí 2019, klukkan 13. Í örfáum orðum langar mig að kveðja samferðamann til áratuga, Sigurjón Guðmunds- son pípulagningameistara. Sig- urjóni kynntist ég fyrst þegar ég kom utan af landi til Reykjavíkur til náms og átti at- hvarf hjá Sigurjóni og konu hans, frænku minni, Svanfríði Jónasdóttur. Svanfríður, eða Svana eins og hún er jafnan kölluð, er einstök kona, ljúflynd og elskuleg í viðmóti og var Sigurjón einstaklega heppinn með kvonfang. Alltaf var mér vel tekið á heimili þeirra og fæ ég það aldrei fullþakkað. Sigurjón var vandvirkur í sínu fagi og vann við það alla sína starfsævi. Syn- irnir þrír lærðu af föður sínum og unnu við fagið meira og minna með honum gegnum ár- in. Börn Sigurjóns og Svönu eru fjögur, þrír synir og ein dóttir. Þau eru öll myndar- og dugnaðarfólk og hafa öll menntað sig á hinum ýmsu sviðum. Ég vil að lokum þakka Sig- urjóni fyrir að taka vel á móti mér á heimili þeirra Svönu og sýndi hann mér ætíð velvild og vináttu. Ég votta fjölskyldunni ein- læga samúð mína við fráfall Sigurjóns. Guð blessi minningu Sigurjóns Guðmundssonar. Þrúður Kristjánsdóttir. Þegar ég fæddist þá voruð þið mamma búin að koma ykk- ur vel fyrir á Reynimelnum. Það eru nokkrar minningar sem rúlla í gegnum hugann eft- ir að þú fórst. T.d. þegar ég nennti ekki að labba upp stig- ann þá fannst mér mjög gott að láta halda á mér upp og þú hélst á mér upp á fjórðu hæð. Einnig allar ferðirnar á Bakka- fjörð þar sem veitt var í soðið með Pétri og betri fisk var ekki að finna að þinni sögn. Þér fannst mjög gaman að hlusta á söng og áttum við flestallar bílakassetturnar og voru þær spilaðar á okkar ferðalögum. Ég segi að það sé því að þakka að ég kann fullt af textum við íslensk ættjarðarlög því að þetta hlustaði ég á frá því að ég man eftir mér. Þú varst veiðimaður mikill og stundaðir laxveiði. Þó að mínar minningar í sambandi við veiði með þér séu ekki allar skemmtilegar þá veit ég að þetta gaf þér mikið. Ég man eftir okkur mömmu sitjandi inni í bíl í grenjandi rigningu og þú að veiða. Þú keyptir handa mér veiðistöng þegar ég var 10 ára og var hún tekin með í veiðiferðir en þar sem flestallar þær ár sem þú fórst í voru ekki barnvænar þá veiddi ég aldrei neitt á þessa stöng með þér, en fyrsti fiskurinn sem ég fékk var í áveituskurði í Flóanum með frændsystkinum mínum. Synir mínir hafa reynd- ar erft þetta veiðigen og finnst mjög gaman að veiða og eru báðir mjög klárir að veiða á flugu. Svo má ekki gleyma rófu- garðinum. Þú lifðir fyrir þessar rófur þínar og við hin gátum ekki skilið og skiljum ekki enn þessa ástríðu sem þú hafðir fyrir rófunum. Fyrir okkur var hægt að fá góðar rófur þó að þær kæmu ekki úr garðinum þínum. Og þess má geta að það eru bara tvö ár síðan við hættum að setja niður rófur fyrir þig og hugsa um garðinn þinn, því að þó að þú hefðir ekki lengur þrek þá þurfti að koma rófuf- ræjunum niður. Þú nefndir meira að segja við mömmu um daginn að nú þyrfti að fara að huga að rófugarðinum. Þegar við vorum hjá þér á miðvikudaginn í seinustu viku, þann dag sem þú kvaddir, þá vorum við Kjartan og Arndís að rifja upp minningar um þig og Arndís kom með bóndabeygj- una. Alltaf tókst þú öll börn í bóndabeygju og voru þau mörg hver orðin mjög pirruð þegar þau losnuðu loksins úr henni. Ég held að það séu einungis þrjú ár síðan þú tókst hann Arnar í bóndabeygju síðast. Þú varst að eindæmum þrjóskur og fórst langt á þrjóskunni. Og ég held að við systkinin höfum öll fengið okk- ar skerf í arf og hefur það oft komið okkur langt, þó kannski ekki alltaf. Þegar þú varst orð- inn eldri og erfiðara oft að eiga við þig þá var ég stundum feng- in til þess að tala við þig. Og oftast leystist það vel þó að stundum hafi hlutir verið gerð- ir bara fyrir mig. Seinasta árið dvaldir þú á elliheimilinu Grund og var rosalega vel hugsað um þig þar og á starfsfólkið á Grund mikl- ar þakkir skildar. Ég er viss um að þú sért kominn út í á í laxveiði eins og Kjartan sagði eftir að þú varst farinn og sért að njóta þess að finna ekki lengur til. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að hafa þig svona lengi hjá mér og lofa að hugsa vel um mömmu. Marta Kristín Sigurjónsdóttir. Sigurjón Guðmundsson ✝ Jón ÓlafurBjarnason fæddist á Grundum í Bolungarvík 1. október 1925. Hann lést á Hrafn- istu Hafnarfirði 14. mars 2019. Jón Ólafur var sonur hjónanna Friðgerðar Skarp- héðinsdóttur (1888- 1943) og Bjarna Bjarnasonar (1895-1980). Syst- kini hans voru Gunnhildur Guðfinna, Jóna Bjarnveig og Skarphéðinn Sigmundur og eru þau öll látin. Seinni kona Bjarna var Jóna Jónsdóttir, þeirra dóttir Friðgerður Elín, f. 1946. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Þorgerður María Gísla- dóttir íþróttakennari, f. 9.9. 1925. Dóttir þeirra er Sigríður, f. 26.5. 1953. Börn hennar eru a) Jón Ólafur Gestsson, kvænt- ur Katrínu Ástu Stefánsdóttur og eiga þau þrjú börn, b) Þor- gerður María Halldórsdóttir. Fyrir átti Jón Ólafur Bentínu, f. 22.12. 1950, hún er gift Hall- dóri H. Ármannssyni, börn þeirra eru a) Elvar Eyberg, kvæntur Guðbjörgu M. Árna- dóttur, eiga þau fjögur börn. b) Linda Sóley, gift Karvel H. Árnasyni og eiga þau þrjá syni. c) Ingvar Búi, f. 1974, d. 2010, eignaðist hann þrjú börn. d) Andri Þór, sambýliskona hans er Dóra M. Hilmarsdóttir og eiga þau einn son. Jón Ólafur hóf skólagöngu í barnaskólanum í Bolungarvík, síðar fór hann í Héraðs- skólann á Reykja- nesi 1940. Veturna 1941-1943 var hann í Bændaskól- anum á Hólum og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur. Jón Ólafur starfaði við land- búnað og sjávarútveg fyrir vestan. Vorið 1947 hóf hann störf á Keflavíkurflugvelli og síðar sem lögregluþjónn í Hafnarfirði en þar bjó hann frá 1949. Hann var hjá Sýslumann- inum í Hafnarfirði, þá gjald- keri hjá Grænmetisverslun landbúnaðarins og loks fjár- málastjóri hjá Rafveitu Hafn- arfjarðar til starfsloka 1995. Hann var í Frímúrareglunni og Lionshreyfingunni, var einn af stofnendum og forvígismönnum Félags óháðra borgara, var um tíma formaður Bolvíkinga- félagsins í Hafnarfirði, sat í stjórn Félags eldri borgara og lengi í stjórn Fríkirkjusafn- aðarins. Hann sat áratug í stjórn Sólvangs og var í yfir- kjörstjórn í Hafnarfirði 1974 til 1994. Útför Jóns Ólafs fór fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 28. mars 2019. Meira: mbl.is/minningar Jón Ólafur Bjarnason ✝ Árni Jóhann-esson fæddist á Landspítalanum við Hringbraut 22. apríl 1946. Hann lést á sama spítala 24. apríl 2019. Foreldrar hans voru hjónin Arn- heiður Gísladóttir, f. 18. febrúar 1919, d. 19. júlí 1995, og Jóhannes Sigmarsson, f. 19. maí 1916, d. 13. júní 1973. Alsystkini hans eru Sig- mar, f. 1943, d. 2006, Sólveig, f. 1945, d. 1995, maki Sævar Larsen, f. 1946, d. 2000, Val- gerður, f. 1947, maki Þórarinn Gaulverjabæjarhreppi árið 1956. Árið 1961 flutti fjöl- skyldan til Þorlákshafnar þar sem Árni stundaði sjó á sumr- in. Skólagangan byrjaði í Gaul- verjaskóla. Þaðan lá leiðin til náms í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Hann útskrifaðist svo sem stúdent frá Mennta- skólanum á Laugarvatni árið 1967. Árni lærði viðskiptafræði í Háskóla Íslands og útskrif- aðist sem cand. oecon. árið 1972. Hann starfaði um tíma hjá Fiskifélagi Íslands en stofnaði síðan eigin bókhaldsþjónustu sem hann rak stærstan hluta ævi sinnar á heimili sínu á Bakkastíg 5 í Reykjavík. Útför Árna fór fram frá Fossvogskirkju í Reykjavík 3. maí 2019. Grímsson, f. 1945, d. 2017, Jóhanna Sóley, f. 1954, maki Guðjón Skúlason, f. 1948, og Anna Sólrún, f. 1964. Hálfsystkini eru Elín Sigrún, f. 1934, maki Páll Samúelsson, f. 1929, samfeðra, og Hörður, f. 1940, maki Agnes Karlsdóttir, f. 1942, sammæðra. Systkina- börnin eru alls 19. Fyrstu æviárin bjó Árni á Torfastöðum í Grafningi, fór þaðan að Fossi í Grímsnesi en flutti síðan að Klængseli í Okkur er bæði ljúft og skylt að skrifa nokkur orð um frænda okkar og mág, Árna Jóhannes- son, sem lést 24. apríl sl., eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Árni varð 73 ára aðeins tveimur dögum fyrir and- lát sitt. Lífsmáti Árna var einfaldur og í mörgu ólíkur því sem við flest tileinkum okkur. Hann var nægjusamur, lítillátur og gerði ekki miklar kröfur til lífsins. Hann lét hvorki tískusveiflur né annars konar áreiti koma sér úr jafnvægi. Hann hélt sínu striki og líkaði vel hið fábrotna líf. Hann bjó alla tíð einn og að mestu leyti í Vesturbænum, síðast á Bakka- stíg 5, sem var heimili hans í nærri 46 ár. Hann fór marga göngutúra um Vesturbæinn og Vesturbæjarlaugin var í miklu uppáhaldi hjá honum. Það var líka augljóst að veðrið í Vest- urbænum var alltaf mun betra en annars staðar í Reykjavík Árni hafði sjaldan frumkvæði að því að heimsækja ættingja og vini en brást þó jafnan við þegar í hann var kallað. Þau systkini voru þó alltaf í góðu símsam- bandi, einkum eftir að Árni varð veikur. Þær systur fylgdust vel með honum og hann hringdi líka í þær. Hann spurði alltaf frétta af ungviðinu í fjölskyldunni og hvernig gengi almennt hjá þeim í því sem þau voru að fást við. Árni var í allmörg ár í laufa- brauðsgerð með okkur og voru fáir jafn flinkir og hann í listinni að skera ólík mynstur. Hann var hjá okkur í skötu eftir að við tókum upp þann sið að fá okkur kæsta skötu á aðventunni. Þess í stað fórum við í saltkjötsveislu á sprengidag til hans í nokkur ár. Úr þeirri veislu fór maður yfirleitt pakksaddur enda salt- kjötið og baunasúpan af allra bestu gerð. Árni var með okkur allmörg jól og mætti yfirleitt um kl. 17. Hann kom þá aðeins að matseld- inni, skrældi kartöflur og kíkti á sósuna. Þrátt fyrir uppruna sinn og ríka arfleifð hneigðist hugur Árna ekki til landbúnaðar. Hann stundaði nokkuð sjó- mennsku á námsárum sínum og kokkaði þá oft um borð þegar þess þurfti enda enginn svikinn af matseld hans. Hann réð sig til Fiskifélags Íslands að loknu námi í við- skiptafræði. Þá var hann líka byrjaður að sinna bókhaldi heima við. Þar með var ævistarf hans ráðið en umsvif hans í rekstrarráðgjöf og bókhaldi voru orðin það mikil að hann hætti hjá Fiskifélaginu og hóf sinn eigin rekstur. Árni var vinsæll og vel að sér í málefnum útgerðar. Þar af leiðandi leituðu ýmsir til hans um aðstoð. Hann rak fyrirtæki sitt á heimili sínu á Bakkastíg. Lengi stóð til að opna stofu ann- ars staðar en af því varð aldrei en eldhúsið á Bakkastíg var oft þétt setið. Á þessum árum eignaðist Árni fjölmarga vini en langt spjall kom óneitanlega niður á verklokum dagsins og drógust þau því miður oft fram á nætur. Árni var hófsamur í öllu. Hann fiktaði aðeins við að reykja, mest vindla, hér á árum áður en var löngu hættur því. Það er varla hægt að segja að hann hafi bragðað áfengi þó hann tæki eitt léttvínsstaup með mat væri það í boði. Lífsstíll hans var langt undir því sem almennt tíðkast í hinum vestræna heimi og má fullyrða að athafnir hans hafi ekki spillt náttúrunni nema að takmörk- uðu leyti. Hann ferðaðist nokkuð um landið hér á árum áður en fór ekki margar ferðir út fyrir land- steina og má jafnvel telja þær ferðir á fingrum annarrar hand- ar. Við þökkum Árna ánægjulega og gefandi samfylgd í gegnum árin. Við munum minnast hans með hlýju um ókomin ár. Hanna Dís Guðjónsdóttir, Garðar Guðjónsson, Guðjón Skúlason. „En ávöxtur andans er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góð- vild, trúmennska, hógværð og sjálfs- agi.“ (Gal. 5:22-23a) Nú er hann Árni föðurbróðir minn farinn yfir móðuna miklu, það er mikill missir að þeim mæta manni sem hann Árni var. Þegar ég var barn fór ég reglu- lega með pabba í heimsókn til hans á Bakkastíginn, en það var ótrúlega merkilegt fyrir barn að koma þangað. Árni bjó einn og hafði vinnuaðstöðuna sína heima hjá sér. Við eldhúsborðið ræddu þeir bræðurnir sjávarút- vegsmál, málefni líðandi stund- ar og margt annað og út um gluggann blasti höfnin við, einn- ig Daníelsslippur og áður stóð þar frystihús sem iðaði af lífi. Á meðan bræðurnir ræddu málin sat ég við borðið og hlustaði, maulaði kex og fékk að leika mér við að fikta í reiknivélum sem þar voru. En Árna fannst sjálfsagt að maður hamraði á þær að vild. Árni var mikið fyrir fjölskyld- una og sýndi fólkinu sínu ótak- markaðan áhuga. Hann hafði þá lagni að láta umræðuna aldrei snúast um sig heldur alla aðra. Ég tók vel eftir því í veikindum hans þegar ég var að heimsækja hann og spyrja hvernig hann hefði það og hvað væri að frétta af honum að hann var alltaf bú- inn að snúa umræðunni upp í það hvernig ég hefði það og þá spurði hann frétta af öðrum, og eftir að ég hóf mína krabba- meinslyfjameðferð spurði hann hvernig lyfjameðferðin færi í mig og hvernig það allt gengi. Árni var með eindæmum hóg- vær maður og lítillátur. Eftir að ég eltist og stofnaði mína eigin fjölskyldu fylgdist hann vel með öllu og gerði það með okkur öll systkinabörnin. Hann vissi mik- ið um sína ættingja og bar hag þeirra fyrir brjósti. Þegar mað- ur hitti hann í veislum eða kíkti á hann þá spurði hann ætíð um fólkið sitt á Eyrarbakka, gamla félaga þar og frétta af þeim. Árna hitti maður líka mjög oft ef maður var að þvælast um í bænum, hvort sem það var í Kolaportinu eða niðri í bæ því hann var mikill göngumaður og gekk mikið um í bænum. Hann var duglegur að koma á viðburði sem við Guðmundur eiginmaður minn buðum honum á s.s í tengslum við útgáfu á bókum Guðmundar eða upplestur, sem og veislur sem honum var boðið í. En Gummi minn hafði miklar mætur á Árna og hafði gaman af að spjalla við hann. Hann rækt- aði svo sannarlega fólkið sitt, hafði alltaf tíma fyrir alla og þar má svo sannarlega taka hann til fyrirmyndar. Árni veiktist af krabbameini sem hann tók af miklu æðruleysi og yfirvegun eins og allt annað sem hann tókst á við. Það verður tómlegt og skrýtið að koma upp á Land- spítala í lyfjagjöf og læknaferðir núna þegar hann er farinn og ekki lengur hægt að setjast hjá honum og spjalla við hann. Það voru góðar og gefandi stundir sem ég átti hjá honum undan- farna mánuði þegar ég var að fara í lyf. Söknuðurinn er mikill en minningin lifir, minning um góðan og ljúfan frænda. Ein- stakan mann. Árni frændi var andans mað- ur, las mikið og hugsaði sitt, lét sér annt um það mannlega, var friðsamur og trúr. Hann var góður maður. Sædís. Árni Jóhannesson Ég var einungis nítján ára þegar við Ágúst byrjuð- um saman og ég kynntist um leið tilvonandi tengdaforeldrum mínum, þeim Sigrúnu og Sigurði. Svo sam- rýnd voru þau að ég á erfitt með að skrifa um elskulega tengdamóður mína án þess að þau bæði komi upp í huga minn. Mér var strax vel tekið og var mikið brallað saman gegnum tíðina. Minnisstæðar eru sumarbú- Sigrún Óskarsdóttir ✝ Sigrún Óskars-dóttir fæddist 1. janúar 1935. Hún andaðist 16. apríl 2019. Útför Sigrúnar fór fram 10. maí 2019. staðaferðirnar, þegar farið var saman í Sunnuhvol, meðan gamli bú- staðurinn var á staðnum. Öll sitj- andi saman, úti á palli, við gamalt hringborð. Mikið af logandi kertum og tjaldað yfir með plastdúk, til að taka af mestu væt- una. Glatt á Hjalla, allir í góð- um gír og á góðum aldri. Sigrún var einungis rúmlega sextug þegar hún greindist með parkinsons-sjúkdóminn og tók það sinn toll af henni, sérstak- lega seinni árin sem hún lifði. Hvíl í friði, elsku Sigrún mín, og megir þú vera búin að hitta hann Sigga þinn hinum megin. Anna María Úlfarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.