Morgunblaðið - 16.05.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.05.2019, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 Landsvirkjun fékk erlendan lands- lagsarkitekt til að endurhanna Búr- fellslund til að mæta athugasemdum sem gerðar voru við fyrri áform. Til- laga hans gengur út á það að færa vindmyllurnar til innan núverandi rannsóknarsvæðis, norður fyrir veg og að Sultartangastíflu. Vindmyll- unum er komið fyrir á minna svæði en áður var áformað. Þær eiga að falla betur inn í landslagið og blasa ekki eins við af veginum og eru í hvarfi þegar litið er yfir svæðið frá vinsælum áningarstöðum. Vindmyllurnar eru vitaskuld þarna áfram og sjást frá öðrum sjón- arhornum. Mikil áhrif á ferðasvæði Í tillögum verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar, sem raunar eru óafgreiddar frá Alþingi, er Búr- fellslundur settur í biðflokk. Megin- rökin eru það mat faghóps 2 sem taldi að vindmyllurnar myndu hafa mikil áhrif á ferðasvæði. Taldi fag- hópurinn þennan kost hafa meiri áhrif á ferðamennsku og útivist en nokkur annar virkjanakostur sem skoðaður var. Bent var á að allir ferðamenn sem fari um Sprengisandsleið og Fjalla- bak muni sjá vindmyllurnar og þær muni því hafa áhrif á mörg ferða- svæði sem tengjast Sprengisands- leið, svo og á mörg verðmæt ferða- svæði á sunnanverðu hálendinu, svo sem Landsmannalaugar, Heklu, Veiðivötn og Eldgjá. Verkefnis- stjórn taldi óhjákvæmilegt að bíða með ákvörðun um ráðstöfun svæð- isins og flokkaði í biðflokk í tillögum sínum. Landsvirkjun gerði alvarlegar at- hugasemdir við þetta mat og benti á að sum svæðin sem starfshópurinn tilgreinir liggi óravegu frá stöðum sem myllurnar sjást frá. Reiknaðist Landsvirkjun til að faghópurinn teldi að Búrfellslundur myndi hafa áhrif á 11% landsins. Þá taldi Lands- virkjun að ekki hefði verið litið til þess hversu mikið svæðið væri þeg- ar nýtt til orkuvinnslu eða innviða sem því fylgja. Skipulagsstofnun taldi í áliti sínu á umhverfismati Búrfellslundar að tilefni væri til að endurskoða áform um uppbyggingu vindorkugarðsins. Vantar farveg fyrir breytingar Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir að eins og staðan er í dag sé enginn farvegur til að koma breytingum á hönnun Búr- fellslundar á framfæri og bíði Landsvirkjun með framhald verk- efnisins. Óli segir að ef þau vanda- mál sem nú eru uppi í reglugerða- og leyfisveitingaferli vindorkunnar yrðu leyst ætti Landsvirkjun að geta farið af stað með uppbyggingu Búr- fellslundar með skömmum fyrir- vara. helgi@mbl.is Landsvirkjun hefur látið endurhanna Búrfellslund Möstrin skyggja ekki lengur á Heklu Mynd/Landsvirkjun Búrfellslundur Endurhönnun vindorkugarðsins miðar að því að fella vindmyllurnar inn í landslagið og að þær sjáist síður frá vinsælum áningarstöðum. Efri myndin sýnir hvernig myllurnar sáust þegar horft er frá Háafossi að Heklu. Á neðri myndinni er útsýnið frá sama stað eftir endurhönnun. Vindorka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.