Morgunblaðið - 16.05.2019, Side 19

Morgunblaðið - 16.05.2019, Side 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 laostarnir s a og þekkin k a r afbragðsmjólk. Færni og fagmennska mannsins dafnar með góðu hráefni. r h r sa rfið eflst eða al ti osturinn var framleiddur er áhugi á því. Þetta er því í raun ferð sem viðskiptavinirnir búa til í samráði við mig en ekki öfugt.“ Ferðirnar eru orðnar margar og gestirnir fleiri. Óli segir að fólk hafi almennt engan áhuga á að vera fast í umferðinni heldur vilji komast út í ósnortna náttúruna. „Ég er enda frekar fyrir malartroðninga en mal- bikaða vegi, því gullkista okkar er í kringum troðningana.“ Hann segir að heimsókn á sveitabæi sé oft helsta minning gestanna. Þeir segi ógleymanlegt að hafa lent í sauð- burði, heimaréttum, sláturgerð eða öðrum sveitastörfum. „Það þykir mikil upplifun að fá kaffi í eyrna- lausum bolla, rétt eins og að koma að fossi, þar sem enginn er,“ segir Óli. Hann segir að gestirnir vilji halda þessum leyndardómum út af fyrir sig og hafi haft á orði að ann- ars verði Ísland eins og Barcelona. „Þeir segja að verði landið og það sem það hafi upp á að bjóða á allra vörum verði ekki tvær milljónir ferðalanga hér á ári heldur 20 millj- ónir.“ Þekktur Þegar Óli byrjaði að bjóða upp á ferðir segir hann að telja hafi mátt leiðsögumenn í fullu starfi á fingr- um annarrar handar. „Þetta voru fyrst og fremst starfsmenn rútufyr- irtækja sem buðu upp á ferðir til Gullfoss og Geysis.“ Þrátt fyrir að leggja áherslu á fá- mennar ferðir á ótroðnum slóðum segir Óli að erlendu ferðalangarnir hafi oft furðað sig á hvað hann þekkti marga og hvað margir þekktu hann. Í því sambandi rifjar hann upp að Þjóðverjar í námi í ljósmyndun hafi heimsótt landið tvisvar á ári og Hörður Erlingsson hafi beðið sig um að taka hópinn yf- ir og vera með honum í þrjá daga í Suðursveitinni. „Sumarið eftir var ég á ferð með enska fjölskyldu á há- lendinu, við höfðum komið víða við og ég heilsað upp á marga. Maður- inn spurði hvort ég þekkti alla Ís- lendinga og ég sagði svo ekki vera, en fleiri þekktu mig. Skömmu síðar fórum við út úr bílnum og í sömu mund stoppaði rúta í vegkantinum. Út kom Þjóðverji, ljósmyndari úr hópnum sem ég hafði verið með um veturinn. Hann heilsaði mér inni- lega og sama átti við um hina far- þegana, sem voru allir úr fyrr- nefndum hópi. Enski herra- maðurinn varð forviða. „Það er ekki nóg með að hann þekki alla Íslend- inga heldur líka alla erlendu ferða- mennina,“ sagði hann.“ Engin niðurgreiðsla Óli er hættur en heldur samt áfram með dagsferðir, þegar óskað er eftir þeim. Ennfremur er hann í félagsskap sem nefnist „Fleiri vinir Óla“ og fer með þessum vinum sín- um um landið þegar færi gefst. „Þeim þykir betra að hafa einhvern kunnugan með, ég fer með þeim þegar ég get og er einn af hópnum, ekki fararstjóri á launum,“ segir hann. „Undanfarin 20 ár hef ég ver- ið fjarri heimili mínu í yfir 200 næt- ur á ári og mál er að linni. Ég er kominn á aldur, farinn að þiggja eft- irlaun, og mér dettur ekki í hug að puða fjarri fjölskyldu og heimahög- um til þess að niðurgreiða ellilífeyr- inn.“ Óbyggðirnar kalla Óli með hóp frá Mexíkó á leið í siglingu á Fjallsárlóni.Vað Óli aðstoðar farþega á leið yfir Syðri-Ófæru. MBrúin að hætti Óla »72

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.