Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019
Frumkvæðið Belti
og braut (The Belt og
Road Initiative
(BRI)), er samheiti yf-
ir þróunarsamvinnu-
verkefnin „Efnahags
Silkileiðin“ og „Sjávar
Silkileið 21. aldar“.
Þessi þróunarsam-
vinnuverkefni voru
fyrst kynnt til sög-
unnar af forseta Kína,
Xi Jinping, í sept-
ember og október 2013, meðan á
heimsóknum hans stóð til Kasakstan
og Indónesíu. BRI er byggt á víð-
tæku samráði og sameiginlegu
framlagi og ávinningi. Samstarfið
leggur áherslu á samræmingu
stefnumótunar, tengsl innviða,
óhindruð viðskipti, aðlögun fjár-
málakerfa og persónuleg tengsl.
Samstarfið leggur áherslu á að
skapa opna, hreina og græna
framþróun. BRI miðar að því að
auka tengsl og hagnýtingu sam-
starfs, með því markmiði að takast
sameiginlega á við hinar ýmsu
áskoranir sem mannkynið stendur
frammi fyrir og skapa ávinning fyrir
alla og sameiginlega framþróun.
Allt frá upphafi, á þessu fimm ára
tímabili, hefur BRI notið sterks og
hlýlegs stuðnings frá alþjóða-
samfélaginu. Nú um stundir hefur
Kína undirritað BRI-samninga við
127 lönd og 29 alþjóðastofnanir. Við-
skiptalegur ávinningur Kína og
landanna sem taka þátt í BRI hefur
farið yfir 6 trilljónir Bandaríkjadala
með fjárfestingu sem nemur meira
en 80 milljörðum Bandaríkjadala.
Yfir 300.000 störf hafa skapast og
aðildarríkin hafa feng-
ið rúmlega 2 milljarða
Bandaríkjadala með
auknum skatttekjum.
Önnur ráðstefna al-
þjóðasamsamstarfs
Beltis og brautar-
frumkvæðisins (BRF)
var haldin í Beijing
þann 25.-27. apríl á
þessu ári. Ráðstefnuna
sóttu um 38 þjóðar-
leiðtogar eða forsætis-
ráðherrar, aðalritari
Sameinuðu þjóðanna
og framkvæmdastjóri Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, ásamt yfir 6.000
fulltrúum frá fleiri en 150 löndum
og frá yfir 90 alþjóðlegum sam-
tökum. Hagstæð niðurstaða náðist í
283 málefnum og samstarfssamn-
ingar að virði meira en 64 milljarða
Bandaríkjadala voru undirritaðir á
ráðstefnunni og þykir þetta vera
mjög góður árangur.
Beltis og brautar-frumkvæðið
(BRI) kemur frá Kína en árangur
frumkvæðisins er ávinningur
heimsins alls. Fjöldi staðreynda
sýnir að BRI er ekki „skulda-
gildra“ en er frekar sameiginleg
„þjóðarkaka“ aðildarríkjanna.
Frumkvæðið er ekki „pólitískt
tæki“ en það má lýsa því sem frá-
bæru tækifæri til sameiginlegrar
framþróunar. Æ fleiri Evrópulönd
hafa ákveðið að taka þátt í BRI, og
hefur Kína nú þegar undirritað
samninga við 17 ESB-lönd þar á
meðal Ítalíu, Lúxemborg, Grikk-
land, Ungverjaland og Portúgal.
Samstarfið milli Kína og Evrópu
undir ramma BRI er sífellt að
styrkjast og bera ávöxt.
Það gleður mig að sjá að BRI
hefur öðlast sífellt meiri viðurkenn-
ingu frá fjölbreyttum hópum á Ís-
landi. Ísland er einn af stofnendum
Innviða- og fjárfestingabanka Asíu
(Infrastructure Investment Bank
(AIIB)). Íslenska ríkisstjórnin er
opin fyrir að undirrita samkomulag
við Kína um BRI-samstarf. Einnig
hafa ýmsir aðilar úr viðskiptalífinu
og frá öðrum sviðum sýnt mikinn
áhuga á að taka þátt í BRI. Ég trúi
einlæglega að BRI gæti þjónað
sem nýr vettvangur og gæti opnað
ný tækifæri til samstarfs milli Kína
og Íslands í tengslum við eftirfar-
andi meginþætti:
Í fyrsta lagi að auka tengsl milli
Kína og Íslands. Með stuðningi
regluverks BRI og stuðningi fjár-
málastofnana eins og AIIB og
Silkileiðarsjóðsins (Silk Road
Fund), geta Kína og Ísland unnið
saman að því að byggja upp tengsl-
anet á landi, sjó, lofti og á alnetinu.
Einnig geta þjóðirnar unnið saman
að styrkingu ferðaþjónustu, Norð-
urskauts Silkileiðarinnar (Polar
Silk Road), beinu flugi milli land-
anna og þróunar á 5G samskipta-
kerfum, sem myndi stuðla að tví-
hliða samvinnu á öllum sviðum.
Í öðru lagi að styrkja hagnýtt
samstarf í viðskiptum milli Kína og
Íslands. Framlag Kína hefur verið
30% af hagvexti heimsins í mörg ár
og hefur markaðurinn komið auga
á aukna þörf fyrir vöruinnflutning
og þar með talið vörur frá Íslandi.
Með batnandi lífskjörum almenn-
ings kjósa fleiri og fleiri Kínverjar
að ferðast til útlanda. Íslendingar
hafa orðið varir við töluverða aukn-
ingu á komu kínverskra ferða-
manna á ári hverju og hefur ís-
lenskt viðskiptalíf notið góðs af því.
Samhliða gæti BRI stutt betur við
fríverslunarsamninginn sem er í
gildi milli landanna, örvað vöxt tví-
hliða viðskipta með vöru og þjón-
ustu og stuðlað að auknum sam-
skiptum á sviði netverslana og
aukinni sameiginlegri fjárfestingu.
Í þriðja lagi getur samkomulagið
stutt við græna framþróun. Kína
stendur þétt við skuldbindingu sína
um græna framþróun samkvæmt
Parísarsáttmálanum. Að þróa
græna Silkileið hefur orðið mikil-
væg leið til að hrinda í framkvæmd
2030 áætlun Sameinuðu þjóðanna
um sjálfbæra þróun. Kína og Ís-
land gætu unnið saman á vettvangi
BRI til að takast á við málefni eins
og loftslagsbreytingar og sjávar- og
umhverfisvernd á norðurslóðum
ásamt notkun á endurnýjanlegri
orku.
Í fjórða lagi, að stuðla að sam-
vinnu við nýsköpun. BRI-sam-
vinnan heldur í við þróun fjórðu
iðnaðarbyltingarinnar og við gæt-
um sameiginlega nýtt tækifæri sem
skapast af stafrænum netkerfum
og þróun snjalllausna með því að
byggja upp nokkurs konar staf-
ræna nýsköpunarsilkileið (Digital
Silk Road and Innovation Silk
Road). Kína og Ísland geta einnig
dýpkað samstarf sitt á sviði fram-
leiðslu, stafræns hagkerfis og hug-
verkaréttar, kannað nýja tækni og
nýjar aðferðir við ýmis ný við-
skiptamódel og stuðlað að sam-
vinnu í meðferð stórra gagnasafna,
skýjalausnum og með þróun snjall-
lausna í borgarumhverfi.
Í fimmta lagi, að kanna sameig-
inleg viðskipti við þriðja aðila.
Hraður vöxtur BRI-samstarfsríkj-
anna hefur aukið markaðskröfur
um samvinnu á sviði alþjóðlegrar
iðnframleiðslu. Kína hefur nú þegar
undirritað þriðja aðila samninga
um markaðssamstarf við Frakk-
land, Ítalíu, Spán, Japan og Portú-
gal. Í þessu ljósi myndi t.d. jarðhit-
anýting og þekking Íslendinga á
jarðhita öðlast víðtækari útbreiðslu
ef hægt væri að nýta þekkinguna
víða innan BRI-landanna með góð-
um fjárstuðningi.
Í sjötta lagi, að dýpka menning-
arsamskipti milli landanna. BRI-
samstarf gefur aukna möguleika á
allskyns menningarsamskiptum.
Silkileiðaráætlun kínversku ríkis-
stjórnarskólastyrkjanna gæti aukið
fjölda nemendaskipta milli Kína og
Íslands og aukið þar með ung-
mennasamskipti milli landanna.
Silkileiðarsamstarfið opnar líka fyr-
ir meiri samskipti milli menningar-
hópa og gæti dýpkað vináttu milli
þessara tveggja vinaþjóða.
Miklar vonir eru bundnar við að
Ísland geti orðið fjölskyldumeð-
limur í BRI-samstarfinu eins fljótt
og auðið er. Kína er reiðubúið að
vinna með Íslandi við að nýta ný
tækifæri til þróunar og skapa
bjartari sameiginlega framtíð fyrir
samskipti milli Kína og Íslands.
Belti og braut opna fyrir ný
tækifæri í samstarfi Kína og Íslands
Eftir Jin Zhijian »Miklar vonir eru
bundnar við að
Ísland geti orðið
fjölskyldumeðlimur
í BRI-samstarfinu
eins fljótt og auðið er.
Jin Zhijian
Höfundur er sendiherra
Kína á Íslandi.
Á forsíðu Frétta-
blaðsins 24. apríl gat
að líta ógnvekjandi
fyrirsögn: „Raforku-
tap á ári nemur afli
Svartsengis.“ Í frétt-
inni sem fylgdi var
vísað til orða Sverris
Jan Norðfjörð, for-
manns raforkuhóps
orkuspárnefndar og
framkvæmdastjóra þróunar- og
tæknisviðs Landsnets. Hann lýsti
áhyggjum sínum yfir því að tapið í
flutningskerfi Landsnets hafi aukist
á síðasta ári um 6,7%. „Vitaskuld
munum við alltaf horfa upp á ein-
hver flutningstöp í kerfinu, hjá því
verður ekki komist“, segir hann, en
til þess síðan að leggja áherslu á al-
varleika málsins kveður hann „flutn-
ingstapið núna jafn mikið og aflið úr
Svartsengi svo þetta eru nokkuð
stórar tölur“.
Við gerum athugasemdir við
ýmislegt í þessari frétt:
Flutningstap í raforkukerfinu er
breytilegt milli ára, en það hefur síð-
astliðinn áratug árlega numið mjög
nálægt 2% af heildarvinnslu raf-
orku. Í fyrra jókst tapið meira en
framleiðslan, sem jókst um 3,1%, en
stundum hefur því verið öfugt farið.
Þessi breytileiki ræðst af ýmsu,
meðal annars af árferði.
Vatt er mælieining sem fagfólk
notar en lítt skiljanleg almenningi.
Hin tilvitnaða frétt er dæmi um
þetta: „Á síðasta ári töpuðust um
400 gígavattstundir við flutning raf-
orku“, Svartsengisvirkjun „fram-
leiðir um 75 megavött af raforku ár-
lega“ (reyndar á talan við afl en ekki
orku) og „Í fyrra nam framleiðsla
raforku tæpum 20 þúsund gígavatt-
stundum og jókst um 3,1 prósent frá
fyrra ári“. Samlíkingin við Svarts-
engi gerir þetta skuggalegt. Sam-
anburðurinn yrði skýrari ef notuð
hefði verið sama mælieining. Svarts-
engi framleiddi 650 gígavattstundir
af raforku í fyrra, þannig að þessi
samanburður er ónákvæmur.
Eins og áður sagði nam aukningin
á flutningstapinu 6,7% en í fram-
leiðslunni 3,1%. Hér væri því eðli-
legt að horfa á mismuninn eða 3,6%,
sem jafngildir 14 gígavattstunda
viðbótarorkutapi.
Þorri fólks á auðveldara með að
átta sig á fjárhæðum en orkutölum.
Landsnet kaupir á markaði raforku
til að bæta upp flutningstap. Sam-
kvæmt útboði fyrirtækisins í janúar
sl. greiðir það framleiðendum fyrir
raforku vegna flutningstaps á fyrsta
fjórðungi þessa árs meðalverðið 4,77
kr/kWh. Þannig má reikna út að um-
rædd 14 gígavattstunda aukning á
flutningstapinu kostar 67 milljónir
króna, en flutningstapið í heild 1,9
milljarða króna. Stærstur hluti taps-
ins verður samt að teljast eitthvað
sem ekki verður hjá komist, sbr.
fyrrgreind ummæli Sverris Jan, en
hann kveður það „áhyggjuefni að
flutningstap aukist ár frá ári“.
Fréttin snýst því öðrum þræði um
það að þannig hafi 67 milljónir króna
farið til spillis.
Að mati Sverris Jan stafar þetta
af því að „við höfum ekki staðið okk-
ur nægilega vel að byggja upp flutn-
ingskerfið“. Þetta er hinn þráðurinn
í umræddri forsíðufrétt og í rauninni
meginþemað. Landsnet hefur lengi
haft uppi áætlanir um að stórefla
flutningskerfi raforku og helst nefnt
tvær leiðir í því sambandi; hring-
tengingu eða hálendisleið. Þessar
áætlanir komu fram þegar uppi voru
hugmyndir um áframhaldandi vöxt
stóriðju í landinu. Í stjórnarsáttmála
núverandi ríkisstjórnar segir að for-
gangsverkefni stjórnarinnar verði
„að nýta með sem hagkvæmustum
hætti þá orku sem þegar hefur verið
virkjuð“. Einnig segir þar að lands-
menn eigi „að hafa jafnan aðgang að
þjónustu, atvinnutækifærum og lífs-
kjörum um land allt“ og í því sam-
bandi verði „flutnings- og dreifikerfi
raforku að mæta betur þörfum at-
vinnulífs og almennings alls staðar á
landinu. … Uppbygging kerfisins
getur stutt við áætlanir um orku-
skipti sem miða að því að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda, t.d.
með því að hraða þrífösun rafmagns,
með varmadæluvæðingu á köldum
svæðum, innviðum fyrir rafbíla og
rafvæðingu hafna“. Í þessu sam-
bandi hefur ríkisstjórnin t.d. ákveðið
að verja 80 milljónum króna á ári
næstu þrjú ár í þrífösunarverkefnið.
Mikil þróun í orkusparnaði hefur að
undanförnu átt sér stað, ekki síst
með tilkomu snjallneta og staðbund-
inna lausna. Landsnet býr yfir um-
talsverðri tækniþekkingu og færni á
því sviði og hefur sýnt að það er þar
í fremstu röð.
Markmiðið með setningu raf-
orkulaga nr. 65/2003 var „að stuðla
að þjóðhagslega hagkvæmu raf-
orkukerfi og efla þannig atvinnulíf
og byggð í landinu“. Í því skyni
skyldi m.a. „skapa forsendur fyrir
samkeppni í vinnslu og viðskiptum
með raforku“ og „stuðla að skil-
virkni og hagkvæmni í flutningi og
dreifingu raforku“. Með samkeppn-
isákvæðinu stóð til að innleiða leik-
reglur markaðsviðskipta í orkugeir-
ann, en reyndin hefur orðið sú að
Landsvirkjun ásamt dótturfyrir-
tækjum hefur styrkst í sessi með yf-
irburðastöðu á fákeppnismarkaði
undir formerkjum markaðs-
viðskipta. Það er núna yfirlýst
markmið að hagnaður af Lands-
virkjun renni á næstu árum í auð-
lindasjóð.
Hafa ber í huga hvernig orkugeir-
inn hér er uppbyggður. Árið 2017
framleiddi Landsvirkjun 73% allrar
raforku í landinu og Orka náttúr-
unnar 18%. Bæði fyrirtækin eru í
opinberri eigu. Stærsta einkarekna
vinnslufyrirtækið, HS Orka, fram-
leiddi 6%. Á síðasta ári fóru 77%
heildarvinnslunnar til stórnotenda,
þ.m.t. gagnavera, 18% til almennra
notenda, þ.e. fyrirtækja og heimila.
Á Íslandi er eitt skilgreint flutnings-
kerfi raforku en mörg svæðisbundin
kerfi eða dreifiveitur. Landsnet á og
rekur allar meginflutningslínur raf-
magns á Íslandi og öll helstu tengi-
virki á landinu. Raforkan sem fer til
stórnotenda er seld á verði sem
bundið er langtímasamningum og
þess vegna ekki unnt að breyta því
nema þegar samningar losna. Al-
mennir notendur taka hins vegar á
sig verðhækkanir.
Landsnet er hlutafélag í eigu op-
inberra aðila. Félagið er dótturfélag
Landsvirkjunar, sem er ríkisfyrir-
tæki með sjálfstæðan fjárhag og á
65% hlut í Landsneti. Hlutafélags-
formið gerir Landsneti mögulegt að
taka lán án aðkomu stjórnvalda. Það
getur Landsvirkjun hins vegar ekki.
Árið 2016 seldi Landsnet óveð-
tryggð skuldabréf að fjárhæð 200
milljónir bandaríkjadollara, eða 23
milljarðar króna, til fagfjárfesta í
Bandaríkjunum í lokuðu útboði.
Bréfin voru að stærstum hluta með
gjalddaga eftir tíu til tólf ár, þ.e.
kúlulán, og með 4,56% fasta vexti.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, for-
stjóri Landsnets, kvað þessa fyrstu
erlendu skuldabréfaútgáfu fyrir-
tækisins vera „stórt skref og það
væri ánægjulegt hvað fjárfestar
sýndu félaginu mikið traust“. Útgáf-
an var tvöfölduð frá því sem upp-
haflega var ákveðið „vegna mikils
áhuga fjárfesta og góðra kjara“.
Fjármögnunin var gerð í þeim til-
gangi að greiða niður verðtryggt
krónulán frá móðurfélaginu Lands-
virkjun og um leið að breyta skuld-
um yfir í bandaríkjadal, sem þá var
ákveðið að væri starfrækslugjald-
miðill Landsnets. Umrædd lántaka
ber á annan milljarð króna í vexti
árlega.
Landsvirkjun (samstæðan) getur
með þessu móti sótt sér umtalsvert
fjármagn án aðkomu stjórnvalda.
Hér er því um valdframsal að ræða.
Landsnet (dótturfyrirtækið) getur
tekið lán á meðan móðurfélagið hef-
ur bundnar hendur. Þessi gerningur
fól í sér að 23 milljarðar króna komu
inn í samstæðuna í formi handbærs
fjár til Landsvirkjunar.
Landsnet situr uppi með skuldina.
Landsvirkjun hefur umtalsvert
handbært fé, nálægt 15 milljörðum
króna í lok síðasta árs. Í samanburði
við það eru þær lágar fjárhæðirnar
sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að
verja til eflingar dreifikerfisins „til
að mæta betur þörfum atvinnulífs og
almennings“. Þær eru tugir eða
hundruð milljóna króna.
Gígavattstundir, megavött eða krónur?
Eftir Bjarna
Frímann Karlsson
og Örn Daníel
Jónsson
» Landsvirkjun átti
handbært fé nálægt
15 milljörðum króna
í lok síðasta árs. Féð
sem ríkisstjórnin
ver til eflingar dreifi-
kerfisins er hins vegar
tugir eða hundruð
milljóna króna.
Bjarni Frímann
Karlsson
Bjarni Frímann er lektor, Örn er
prófessor, báðir við viðskiptafræði-
deild Háskóla Íslands.
Örn Daníel
Jónsson