Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Áundan-förnum ár-um hafa færst í vöxt fregnir af vissri tegund ofurviðkvæmni, sem sér- staklega virðist gera vart við sig hjá háskólastúdentum í Norður-Ameríku. Þannig hafa á síðustu árum borist fregnir vestan að um að jafnvel virtum háskólaprófessorum hafi verið hótað starfsmissi þar sem þeir hafi á einhvern hátt móðgað nemendur sína eða jafnvel dirfst að viðra óvinsæla skoð- un. Skiptir þar engu máli að sjálf hugmyndin um akadem- ískt frelsi felur í sér að menn þurfi að vera óhræddir við að velta við hverjum steini í þeirri von að það megi verða til að auka við þekkingu mannkyns- ins. Þá hefur einstaklingum ver- ið meinað að halda fyrirlestra í bandarískum háskólum, þar sem þeir hafi ekki hlotið náð fyrir augum þröngsýnna en há- værra nemenda, sem kjósa að ræða við sjálfa sig fremur en að hleypa fleiri viðhorfum inn í bergmálshellinn. Er óhætt að segja að slík framkoma lýsi af- ar öfugsnúinni nálgun við hið akademíska frelsi. Hinn virti Harvard-háskóli í Bandaríkjunum steig hins veg- ar enn varhugaverðara skref nú um helgina, þegar skóla- meistarar þar ákváðu að segja upp Ronald Sullivan, en hann gegndi stöðu yfirmanns við lagadeild skólans. Sullivan hélt að vísu prófessorsstöðu sinni en honum og eiginkonu hans hefur verið gert að flytja af heimavist- inni þar sem æstur múgur nemenda við skólann sagði veru Sullivans þar ógna öryggi sínu. Og hvað hafði Sullivan gert af sér sem réttlætti þessi harkalegu viðbrögð skóla- yfirvalda í Harvard? Jú, hann hafði tekið að sér að verja kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Nú hafa margar og margvíslegar ásak- anir verið settar fram á hendur Weinstein vegna meintra kyn- ferðisbrota og annarrar ógeð- felldrar hegðunar. Fyrir liggur að hann hefur verið ákærður vegna þeirra, og jafnvel má telja líklegt að Weinstein verði fundinn sekur á grundvelli þeirra sönnunargagna sem liggja fyrir í máli hans. En allir sakaðir menn eiga í réttarríkjum rétt á því að verja sig fyrir dómstólum. Hlutverk lögfræðinga sem málsvara er mikilvægt til að hægt sé að halda uppi ríki þar sem réttindi þegnanna eru virt. Að láta verjendur gjalda þess hverjir skjólstæðingar þeirra eru getur haft mjög vondar og alvarlegar afleið- ingar fyrir þann rétt. Með ákvörðun skólayfirvalda í Har- vard um að víkja Sullivan úr stöðu sinni vegna hótana nem- enda er því vegið að réttarrík- inu í Bandaríkjunum. Að slík atlaga komi frá háskóla sem hingað til hefur verið með þeim virtari, er verulegt áhyggjuefni. Harvard er kominn út á hála braut} Réttarríkið tekið í gíslingu Ýmsir, og það ávið bæði við um fjölmiðla og op- inbera aðila, gefa sér að sum málefni standi ofar lög- málum sem gildi um önnur mál. Ásakanir um til- tekin efni lúti ekki lágmarks- kröfum um sönnunarfærslur þótt þær einar geti gert óbæt- anlegan skaða. Það er brýnt að tekið sé á slíkri hegðun af mik- illi einurð og árétta það augljósa að alvarlegar ásakanir, jafnvel svívirðilegar, ýti síst af öllu burt því sem gilt hefur frá öndverðu, að saklaus sé sérhver uns sekt er sönnuð. Fjölmiðlar nær og fjær hafa of oft dansað með, ekki síst þeir sem þykjast hafa rannsóknar- vald og jafnvel sjálfskipað dómsvald í hverri grillu sem þeir grípa. BBC hljóp illa á sig gagnvart söngfuglinum Cliff Richard í samvinnu við lög- regluyfirvöld. Urðu skattborgarar þar að bæta fyrir afglöp þeirra. Lundúnalög- reglan hóf einnig rannsókn af þunga á meintum hring barnaníðinga sem tengdist þinginu og efsta lagi stjórnkerfisins. Það voru safaríkar fréttir og enginn skortur á áreiðanlegum lekum. Æra Heath forsætisráðherra fauk fyrir lítið. Aðrir þekktir menn komu við sögu. Gerð var húsleit á heimili Leon Brittan, fyrrverandi ráðherra og kom- issar hjá ESB, sem kominn var vel á áttræðisaldur. Hann lést brotinn maður á meðan „málið var í rannsókn“. Nú er upplýst að „heimildin“ spann söguburðinn upp og dró lögregluna á asnaeyrum. Ekkja Brittans fékk háar bætur frá skattgreiðendum og rannsóknin kostaði hundruð miljóna. Offorsið gagnvart presti í Grensássókn minnir á aðrar galdrabrennur} Hvenær læra menn? S tutta svarið, nei. Langa svarið er eft- irfarandi. Í reglugerð um samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði kemur fram að hún snúist um reglur er varða grunnvirki yfir landamæri (sæstreng). Verkefni samstarfsstofnunarinnar (ESA) eru útlistuð í reglugerðinni og skal hún gefa út álit og tilmæli til svokallaðra flutningskerfisstjóra, eftirlitsyfirvalda, Evrópuþingsins, ráðsins eða framkvæmdastjórnarinnar. Ekkert valda- framsal er falið í þessu þar sem eingöngu er um að ræða álit og tilmæli. Valdaframsalið felst hins vegar í því að stofnunin getur líka gefið út ákvarðanir um sérstök tilvik sem um getur í 7., 8., og 9. grein reglugerðarinnar. Í 7. grein er fjallað um landsbundin eftirlits- yfirvöld og skal ESA „samþykkja einstakar ákvarðanir um tæknileg málefni“. Í 9. grein er fjallað um heimild ESA til þess að samþykkja undanþágur. Mest hef- ur gagnrýnin beinst að 8. greininni en þar kemur skýrt fram að ESA tekur ákvörðun í málum sem varða reglu- setningu ef landsbundin eftirlitsyfirvöld hafa ekki komist að samkomulagi innan sex mánaða eða ef öll landsbundin eftirlitsyfirvöld biðja um ákvörðun. Þær reglur sem ESA tekur ákvörðun um skulu taka til: a) verklagsreglna fyrir úthlutun flutningsgetu, b) tímamarka úthlutunar, c) hlut- deildar í tekjum í kerfisöng og d) álagningar gjalda á not- endur grunnvirkis yfir landamæri. Hérna er mikilvægt að staldra við orðin „grunnvirki yfir landamæri“. Vald stofnunarinnar um ákvarð- anir snýst bara um sæstrenginn. Í álitsgerð Friðriks Árna og Stefáns Más er fjallað um valdaframsal til ESA í þessari 8. grein og spurt hvort valdaframsalið til ESA sé vel afmarkað og skilgreint. Þar er farið í þýðingu á orðunum „shall include“ og sagt að það útiloki ekki fleiri atriði og sé valdaframsalið því ekki vel afmark- að og skilgreint þar sem hægt væri að bæta við fleiri atriðum í listann um skilmála og skilyrði. Þegar það á við í ensku er hins vegar venjulega sagt „shall include but not limited to“. Ekki trúa mér, trúið Dönum. Reglugerðin á dönsku notar orðin „omfatter“ og „og“. Það þýðir tæmandi listi. Sama í sænsku, „inbegripa“ og „och“. Lykilorðið þarna er þetta „og“. Ef það mætti taka tillit til fleiri atriða á dönsku væri það skrifað „omfatter bl.a“. Miðað við þetta er listinn vel afmarkaður og skilgreindur og því er valda- framsalið það líka. Af hverju valdaframsal? Valdaframsal ætti ekki að vera til umræðu af því að það er enginn sæstrengur. Ef hann kæmi þá myndi það bara gilda um reglurnar sem varða sæstrenginn. Sem er bara mjög eðlilegt því það eru fleiri en ein þjóð sem hefðu aðkomu að sæstreng. Alveg eins og við viljum ekki að einhver myndi ráða öllu um sæstrenginn þá vilja aðrir ekki að við myndum ráða öllu. Ekkert for- dæmalaust hérna. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Er valdaframsalið fordæmalaust? Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Regluleg hreyfing, það aðreykja ekki og að drekkaekki áfengi sér til skaða,gæta þess að vera ekki of þung eða þungur, neyta holls matar auk þess að passa upp á blóðþrýst- inginn, kólesterólið og blóðsykurinn dregur úr hættunni á að fá heilabil- un. Þetta kemur fram í nýútgefnum leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO). Skýrsl- an er 96 blaðsíðna löng og heitir Risk Reduction of Cognitive Decline and Dementia. Vitnað er í dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra WHO, í tilkynningu stofnunarinnar um skýrsluna og segir hann að talið sé að fjöldi fólks með heilabilun muni þrefaldast á næstu þrjátíu árum. „Við þurfum að gera allt sem við get- um til að draga úr hættunni á að fá heilabilun. Vísindagögn sem aflað var vegna ritunar þessara leiðbeininga staðfesta það sem okkur hefur grun- að um hríð, að það sem er gott fyrir hjartað er líka gott fyrir heilann.“ Í frétt WHO kemur fram að heilabilun sé sjúkdómur sem ein- kennist af skerðingu á vitsmunalegri virkni umfram það sem búast má við vegna hækkandi aldurs. Sjúkdómur- inn hafi áhrif á minnið, hugsunina, ratfærni, skilning, reiknigetu, náms- getu, talfærni og dómgreind. Heila- bilun megi rekja til ýmissa sjúkdóma og áfalla sem hafi áhrif á heilann, eins og Alzheimer-sjúkdómsins eða heilaáfalla. Öldrun leikur stóran þátt Fram kemur í skýrslunni að vit- að sé að öldrun sé sterkasti áhrifa- valdurinn varðandi skerta vits- munalega getu. Heilabilun sé þó hvorki eðlileg né óhjákvæmileg af- leiðing þess að eldast. Þau atriði sem tengjast lífsstíl og heilsu og eru talin geta stuðlað að heilabilun, sjá hér fremst í greininni, er eitthvað sem fólk getur reynt að laga og bæta þannig heilsu sína. Auk þessara at- riða eru nefndir fleiri þættir sem tal- ið er að geti ýtt undir heilabilun. Þar á meðal eru félagsleg einangrun og það að takast ekki á við vitsmunalega krefjandi verkefni. Í upplýsingariti Landspítalans, Heilabilun, upplýsingar til aðstand- enda, segir að eðlilegt sé að breyt- ingar verði á minninu með aldrinum Margir þættir geti haft áhrif á minn- ið eins og álag, depurð, kvíði og trufl- un á einbeitingu. Minnistruflanir gangi oft yfir en þær geti líka verið merki um byrjandi sjúkdóm. Þar kemur einnig fram að í um 70% til- fella orsakist heilabilun af „hrörn- unarsjúkdómi í heila eins og til dæm- is: Alzheimers-sjúkdómi, Lewy- -sjúkdómi, framheilabilun eða öðrum sjaldgæfari hrörnunarsjúkdómi. Einnig geta æðasjúkdómar valdið heilabilun. Einkenni hrörnunar- sjúkdóma ágerast eftir því sem á líð- ur. Misjafnt er hversu hratt og ein- staklingsbundið er hvaða einkenni koma fram. Sjúkdómarnir eru ólæknandi en meðferð miðar að því að draga úr einkennum og hægja á sjúkdómsferlinu.“ Dregið úr áhættunni Með því að bregðast við áhættu- þáttum og fara eftir ráðleggingum um heilsusamlegt líferni og að gæta almennt að heilsunni er hægt að draga úr líkum á heilabilun, sam- kvæmt heimsáætlun WHO um við- brögð opinberrar heilbrigðisþjónustu við heilabilun. Þar er einnig bent á að styrkja þurfi upplýsingagjöf um heilabilun, greiningu, meðferð og umönnun. Þá þurfi að styðja við rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði. Ýmislegt getur ýtt undir heilabilun Heilabilun Heilsusamlegt líferni er sagt geta dregið úr líkum á því að heil- inn bili. Útlit er fyrir að fólki með heilabilun fjölgi mikið á næstu áratugum. Heilabilun (dementia) hrjáir nú um 50 milljónir manna í heim- inum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) um sjúkdóminn. Um 60% þeirra sem þjást af heilabilun búa í löndum þar sem tekjur eru lágar eða í meðallagi. Nærri tíu millj- ónir nýrra tilfella greinast á hverju ári og er talið að þrefalt fleiri verði greind árið 2050 en greinast nú. Heilabilun er sögð vera meg- inþáttur í því sem veldur öldr- uðum fötlun og gerir þá hjálpar- þurfi. Sjúkdómurinn er sagður geta haft mjög neikvæð áhrif á líf sjúklinganna, þau sem veita þeim umönnun og eins aðstand- endur. Þar að auki sé sjúkdóm- urinn dýr fyrir samfélagið og er áætlað að kostnaður vegna umönnunar fólks með heilabil- un verði orðinn um tvö þúsund milljarðar bandaríkjadala á ári árið 2030. Tilfellum mun fjölga HEILABILUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.