Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 „Þetta er frábært verk eftir Céz- anne og verðskuldaði þetta verð. En þessi verk eru samt ekki í tísku,“ er haft eftir listhöndlara í London í The New York Times eftir að umrætt verk franska meistarans, „Bouilloire et Fruits“, sem var málað í Aix-en- Provence á árunum 1888-1890, var slegið hæstbjóðanda á uppboði hjá Christie’s í fyrrakvöld fyrir 59,3 milljónir dala, um 7,3 milljarða kr. Verkið kom úr dánarbúi milljarða- mæringsins og útgefandans S.I. Newhouse, sem var mikilvirkur myndlistarsafnari. Fleiri verk úr eigu hans voru seld á tveimur upp- boðum í vikunni. Ágætt verð fékkst fyrir meistaraverk eftir impressjón- ista- og póst-impressjónista en, eins og bent er á, þá eru þau þó ekki í sömu tísku nú og fyrir síðustu alda- mót; nú er áhugi á samtímalist. Newhouse keypti verkið eftir Céz- anne á uppoði fyrir tuttugu árum og greiddi fyrir tæpar 30 milljónir dala. Fyrir málverkið „Arbres dans le Jardin de L’asile“ frá 1889 eftir Vin- cent van Gogh fengust 40 milljónir dala, um 4,9 milljarðar kr. Og met- verð fékkst fyrir málverk frá 1939 eftir hinn franska Balthus, 19 millj- ónir dala, þrátt fyrir að myndefnið, unglingsstúlka í erótískri stellingu, sé heldur ekki vinsælt í dag. Dýr Cézanne en samt ekki í tísku Christie’s Verðmætt Málverkið eftir Cézanne sem selt var fyrir um 7,3 milljarða. færslur sem passa fyrir Eldborg og gera þær glæsilegar en um leið tíma- lausar, þannig að fólk tengi sig við efniviðinn, en koma að nýsköpuninni með pöntun nýrra verka,“ segir Steinunn Birna og tekur fram að hún reyni sitt besta til að halda góðu jafn- vægi milli hefðarinnar, nýsköpunar- innar og endursköpunar listformsins. „Sumir erlendis fara þá leið að taka þekktu óperurnar og gera þær næst- um óþekkjanlegar með nýstárlegri nálgun sem getur verið mjög spenn- andi, en það verður hver óperustjóri að vega og meta hvað hentar viðkom- andi samfélagi, lesa sinn áhorfenda- hóp og finna leiðir til að höfða til nýrra áhorfenda. Þetta er stöðugur línudans,“ segir Steinunn Birna og nefnir að áhorfendum hafi fjölgað um 32% á milli ára, en þar sé aldrei á vís- an að róa. En snúum okkur að komandi starfsári. Hvað er framundan? „Íslenska óperan býður upp á fjóra viðburði á komandi starfsári sem hefst 1. júlí með uppsetningu Broth- ers á fyrrnefndri óperuhátíð í Búda- pest undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar,“ segir Steinunn Birna og bendur á að Kór Íslensku óper- unnar taki þátt í uppfærslunni og flestir flytjendur séu þeir sömu og í Eldborg árið 2018. „Fyrsta frumsýning haustsins á stóra sviði Þjóðleikhússins verður uppfærsla Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart í leikstjórn Johns Ramster 7. sept- ember,“ segir Steinunn Birna, en í helstu hlutverkum verða Andrey Zhi- likhovsky og Oddur Arnþór Jónsson sem skipta með sér hlutverki Alma- viva greifa, Eyrún Unnarsdóttir sem syngur hlutverk greifynjunnar, Þóra Einarsdóttir sem syngur Súsönnu og Andri Björn Róbertsson sem syngur Fígaró sjálfan. „Þó Brúðkaup Fígarós sé dásam- leg ópera hefði hún ekki notið sín í Eldborg, því þessi ópera kallar á leik- hús með meiri nálægð og hringsvið. Það er því mikilvægt skref fyrir Ís- lensku óperuna að eiga þess kost að setja upp ólík verk þar sem þau njóta sín best,“ segir Steinunn Birna og tekur fram að það sé talsverð áskor- un og kostnaður sem fylgi því að breyta tónleikasal í leikhús. Mikilvægt að kynna óperu- formið nýjum áhorfendum „Við söknuðum þess til dæmis í uppfærslu okkar á Hans og Grétu. Í þeirri sýningu búa hins vegar mikil verðmæti svo við látum okkur dreyma um að fara með þá sýningu út á land og setja upp í samvinnu við barnakóra á viðkomandi sýningar- stöðum,“ segir Steinunn Birna og tekur fram að mikilvægt sé að kynna óperuformið bæði nýjum og ungum áhorfendum. „Íslenska óperan tekur þátt í Myrkum músíkdögum þar sem flutt verður óperan Kok eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur upp úr sam- nefndu ljóða- og myndverki Kristínar Eiríksdóttur,“ segir Steinunn Birna og bætir við: „Mig langar að gera þátttöku Íslensku óperunnar í Myrk- um músíkdögum að hefð, enda er það þáttur í því að þróa listformið og sinna nýsköpun,“ segir Steinunn Birna og tekur fram að sér þyki mikilvægt að auka samstarf Íslensku óperunnar við íslensk tónskáld. Að sögn Steinunnar Birnu pantaði Listahátíð í Reykjavík tónverk af Þórunni Grétu 2014 og hún valdi að vinna með Kok sem efnivið. „Afraksturinn var 15 mínútna langt verk sem flutt var á Listahátíð 2015 af Kristni Sigmundssyni við undirleik fiðlu og hörpu. Óperan Kok verður 60 mínútna langt sviðsverk þar sem tónlist, leiklist og vídeólist mætast undir leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur,“ segir Steinunn Birna og bendir á að við þróun verkefnisins hafi bassaröddinni verið skipt út fyrir mezzósópran, en Hanna Dóra Sturlu- dóttir syngur óperuna. Ekki má vanrækja hefðina „Blásið verður til Wagner-veislu vorið 2020 í tilefni af því að Íslenska óperan fagnar 40 ára afmæli, Sinfón- íuhljómsveit Íslands 70 ára afmæli og Listahátíð í Reykjavík 50 ára afmæli. Það þykir alltaf heyra til stórtíðinda þegar Wagner-ópera er flutt hér- lendis,“ segir Steinunn Birna og rifj- ar upp að fyrsta óperan eftir Wagner sem flutt var á Íslandi í heilu lagi var Hollendingurinn fljúgandi árið 2002. „Að þessu sinni verður Die Walküre eða Valkyrjan flutt. Þetta verður í fyrsta sinn sem óperan er flutt í fullri lengd á Íslandi og um leið er þetta fyrsta ópera Niflungahringsins sem flutt verður óstytt á Íslandi. Flutn- ingurinn markar því tímamót í sögu óperuflutnings á Íslandi og ég lofa stórkostlegri veislu þegar kemur að þessari sýningu sem er samstarfs- verkefni okkar og Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands á Listahátíð,“ segir Steinunn Birna. Leikstjóri uppfærsl- unnar er Julia Burbach, sem er fast- ráðin við Covent Garden í London, hljómsveitarstjóri er Alexander Ved- ernikov, sem í fyrra tók við stöðu aðalstjórnanda við Konunglegu dönsku óperuna, og sjónræn umgjörð er í höndum vídeólistamannsins Tal Rosner sem unnið hefur til BAFTA- verðlauna fyrir list sína. Í burðar- hlutverkum eru Christopher Ventris, Claire Rutter, Ólafur Kjartan Sig- urðarson, Christine Goerke, Jamie Barton og Frode Olsen. Það hefur stundum verið gagnrýnt að Íslenska óperan hlúi ekki nógu vel að nýsköpun í óperuheiminum í formi nýrra verka eftir íslensk tónskáld þar sem vinsæl kassastykki hafa oft orðið fyrir valinu. Hverju svarar þú því? „Þetta er gagnrýni sem öll óperu- hús fá reglulega. Það er svo auðvelt að hafa skoðun á því sem maður ber ekki ábyrgð á. Það er aðeins flóknara að vera í þeirri stöðu að bera ábyrgð bæði á listrænu innihaldi og fjárhags- legri útkomu. Sá sem hefur gert það veit að þetta eru allt mikilvægar og vandasamar ákvarðanir sem verða að vera vel ígrundaðar og mega ekki bara fara eftir smekk viðkomandi stjórnanda,“ segir Steinunn Birna og bendir á að með hliðsjón af þessu sé einmitt mjög mikilvægt að fara reglu- lega í stefnumótunarferli til að móta framtíðarsýn og markmið listastofn- ana. „Markmið þeirrar vinnu er að þróa listformið áfram, en það þýðir ekki að við getum vanrækt hefðina eða vel þekktu óperurnar. Málið er að vera ekki of fyrirsjáanlegur og falla í far endurtekningar heldur að gera hlut- ina á spennandi og nýstárlegan hátt jafnvel þó við séum með eldra verk í höndunum. Þetta er línudans sem stjórnendur í mínum sporum dansa á hverjum degi.“ Vill panta nýtt verk árlega Hver er sýn þín þegar kemur að frumsköpun íslenskra tónskálda á óperusviðinu? „Eitt af persónulegum mark- miðum mínum í stóli óperustjóra er að Íslenska óperan geti pantað eitt nýtt verk af íslensku tónskáldi ár- lega,“ segir Steinunn Birna og bendir á að Íslenska óperan sé að fara í sam- starf við Bergen-óperuna með verk- efni sem nefnist Future Opera. „Þar er um að ræða óperu sem við pöntum af Báru Gísladóttur og frum- flutt verður á Myrkum músíkdögum 2021 og í framhaldi flutt á Norður- löndunum og Hollandi.“ Svo metnaðarfullt markmið er væntanlega ekki hægt að setja sér nema fjárhagslegi grunnurinn sé traustur eða hvað? „Rétt en við verðum auðvitað líka að vera raunsæ, því það hefur aldrei verið svo að við fáum jafnmarga áhorfendur á ný íslensk verk. Við þurfum því að gera áætlanir miðað við að tekjurnar komi annars staðar frá. Þess vegna verðum við að hafa tekjuviðburði líka. Það þýðir ekki að þeir séu minna spennandi heldur þjóna þeir líka þeim tilgangi að búa til svigrúm til að gera ögrandi og til- raunakenndari viðburði sem gera aðra hópa forvitna. Þannig náum við til nýrra áhorfenda og tökum þátt í því að hreyfa listformið inn í framtíð- ina. Þessi nálgun í verkefnavali tel ég vera farsælasta fyrir okkur.“ Gerendur í eigin örlögum Hvaða skoðun hefur þú á því að komið verði upp sérstöku óperuhúsi hérlendis? „Spurningin um húsnæði er ein sú veigamesta í þeirri stefnumótunar- vinnu sem framundan er. Ég þarf auðvitað að meta hvort mínum kröft- um á nýhöfnu ráðningartímabili verði best varið í að beita mér fyrir óperu- húsi eða halda áfram að styrkja innri starfsemina með fjölgun listviðburða og þar með fleiri tækifærum fyrir söngvara. Á núverandi tímapunkti held ég að fasteignarekstur fyrir stofnun eins og Íslensku óperuna sé ekki það farsæl- asta. Ópera er annað og meira en bygging. Þó vissulega gæti verið gott að fá okkar eigin höfuðstöðvar, sem margir sakna eðlilega úr Gamla bíói, þá er líka gríðarlega flókið að reka fasteign og það getur oft orðið listinni til höfuðs fjárhagslega. Og hvar stöndum við þá? Ef það verður niðurstaðan að sækjast ekki eftir óperuhúsi heldur verða virkari gerendur í eigin örlög- um, þá sé ég fyrir mér að við getum enn frekar aukið listviðburðina og aukið fjölbreytni. Þannig má hæglega skapa fleiri tækifæri í stöðunni og til- hlökkunarefni að takast á við verk- efnin framundan.“ breytingum“ Morgunblaðið/Hari Veisla „Ég lofa stór- kostlegri veislu þegar kemur að þessari sýn- ingu,“ segir Steinunn Birna um Valkyrjuna. » Það er mikill heiðurfyrir okkur að Íslenska óperan geti framleitt óperur sem erlend óperuhús sækj- ast eftir að fá til sín. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.