Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ekki er alltaf blíða þegar listaverk eru sett upp utandyra og það gekk á með hressilegum rigninga- hryðjum á mánudaginn var þar sem myndlistarkonan Kathy Clark var ásamt aðstoðarmönnum að grafa niður og festa nýtt verk sitt, „Ei- lífðin er í næsta húsi“, í svörðinn við göngu- og hjólastíg við Breið- holtsskóla. Rétt þar hjá átti síðan að fara að setja niður „Skilti“, verk eftir Baldur Geir Bragason, og þeg- ar útisýning Myndhöggvarafélags í Reykjavík verður opnuð í Gerðu- bergi í Breiðholti á morgun, föstu- dag, klukkan 17 þá hefur verkum níu listamanna, og nokkrum eftir þá suma, verið komið upp víða í Breið- holtshverfi, allt frá Elliðaárdal yfir í Seljahverfi. Sýningin nefnist Úthverfi og er annar áfangi í röð sumarsýninga sem hófust í fyrra, nefnast Hjólið og verða settar upp í aðdraganda fimmtíu ára afmælis Mynd- höggvarafélagsins árið 2022. Á sýn- ingunum eru listaverk sett upp meðfram hjóla- og göngustígum í borginni. Titill þessrar sýningar, Úthverfi, vísar í staðsetningu hennar í Breið- holtshverfi sem var fyrsta skipu- lagða úthverfið í Reykjavík og er jafnframt eitt fjölmennasta og fjöl- breytilegasta hverfi borgarinnar. „Við fengum verkefnið og hverfið upp í hendurnar og hófumst handa við að setja saman þessa sýningu,“ segir Aldís Arnardóttir en þær Aðalheiður Valgeirsdóttir eru sýn- ingarstjórarnir og aðstoða jafn- framt við uppsetningu verkanna. Þær benda á að hverfið sé gríðar- stórt, „eins og heilt bæjarfélag“ og það hafi verið forvitnilegt að kynn- ast því með uppsetningu þessara fjölbreytilegu verka í huga. Margar góðar tillögur Þær segjast í vinnunni að sýning- unni einmitt hafa lagt áherslu á fjölbreytileikann, bæði þann sem finnst í hverfinu og í verkunum, sem og sögu hverfisins. „Hér er alls staðar stutt í náttúruna og hið manngerða og náttúran mætast víða með svo skemmtilegum hætti. Við lögðum upp með að listamenn- irnir tækju mið af þessum þáttum. Í ýmsum menningarverkefnum á síðustu árum hefur einkum verið horft til Efra-Breiðholts en við vild- um hafa allt hverfið undir,“ segir Aðalheiður. Félagar í Myndhöggvarafélaginu sem höfðu hug á að vera með í sýn- ingunni sendu inn tillögur og var valið úr þeim. Þá er samvinna um sýninguna við finnska myndhöggv- arafélagið og er Anssi Pulkkinen fulltrúi þess. „Við fengum margar góðar tillögur frá finnskum lista- mönnum sem gaman var að skoða,“ segir Aldís. Miðstöð í Gerðubergi „Verkin sem við völdum eru afar fjölbreytileg,“ segir Aðalheiður, „og eru líka unnin í fjölbreytileg efni. Þau eru til dæmis úr járni, fánum, sápu, steinum og kartöflum! Við lögðum líka áherslu á að hafa ein- hver þátttökuverk í samvinnu við íbúana. Tveir listamannanna unnu með börnum í Fellaskóla, Ósk Vil- hjálmsdóttir og Halldór Ásgeirsson, og Katrín Inga var með þátttöku- gjörning, fékk fólk til að skrifa und- ir samning um sjálfsást en þá setur hún inn í skúlptúrinn sinn.“ Katrín Inga gerði jafnframt myndbandsverk af gjörningnum og verður það sýnt í Gerðubergi. „Þar verður einskonar miðstöð sýningar- innar, minni útgáfur af verkum og upplýsingar af ýmsu tagi, til að mynda hugmyndavinnan að baki verkum,“ segja sýningarstjórarnir. Þar er jafnframt hægt að ná sér í sýningarskrá og kort til að flakka eftir á milli verkanna. „Verkin dreifast á nokkuð stórt svæði en það má auðveldlega skoða þau öll í tveimur leiðöngrum,“ segja þær Aldís og Aðalheiður og munu þær leiða áhugasama gesti milli verkanna síðar í sumar. Morgunblaðið/Einar Falur Sýningarstjórarnir Aðalheiður Valgeirsdóttir og Aldís Arnardóttir segja listaverk, náttúru og byggð mætast. Járn, fánar, sápa, steinar og kartöflur  Fjölbreytileg útilistaverk hafa verið sett upp víða í Breiðholti  Níu listamenn eiga myndverk á sýningunni Úthverfi  „Verkin sem við völdum eru afar fjölbreytileg,“ segja sýningarstjórarnir Fjalla(hjól) Verk eftir Anssi Pulkkinen vekja athygli vegfarenda. Níu listamenn eiga verk á sýn- ingunni Úthverfi sem verður opnuð í Gerðubergi kl. 17 á morgun, föstudag. Verkin er að finna víða í Breiðholtshverfi og má fá kort með staðsetningu þeirra og frekari upplýsingum í Gerðu- bergi. Kortið má einnig sjá á vefsíðunni hjolid.is. Sýnendur eru Anssi Pulkk- inen, Arnar Ásgeirsson, Baldur Geir Bragason, Halldór Ás- geirsson, Hallsteinn Sigurðs- son, Kathy Clark, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir og Sindri Leifsson. Verkin víða að finna NÍU LISTAMENN TAKA ÞÁTT Gestur á sýningunni Úthverfi og fulltrúi finnskra myndhöggvara á sýningunni er Anssi Pulkkinen. Hann er höfundur verka, „Fjalla(hjól)“, sem hafa verið sett upp á þremur stöðum, tvö eru í Seljahverfi og eitt á gatnamótum Eyjabakka og Arnar- bakka. Öll eru heljarmikið bjarg sem „lent“ hefur á reiðhjóli sem stendur beyglað undan því. Pulkinnen viður- kennir brosandi að hann sé ábyrgur fyrir þessum verkum, sem eru ógn- vekjandi og fyndin í senn og eiga án efa eftir að vekja athygli. Er hann viss um að björgin hafi ekki kramið hjólandi vegfarendur? „Það urðu engin slys við uppsetn- inguna,“ segir hann. Og bætir við að ýsmar hugmyndir komi saman í þess- um verkum, hugmyndir um manninn í náttúrunni, og um hreyfingu. „Ég var líka að hugsa um fjöll og kletta, eitthvað sem á ekki að vera hægt að hreyfa eða flytja. Þar koma inn and- legar eða trúarlegar hugmyndir; það er sagt að ef fjallið vilji ekki koma til Múhameðs þá verði hann að fara að fjallinu. Þarna mætast varanleikinn og þyngslin í steininum og hreyfingin í hjólinu. Í stað þess að ná að hreyfa grjótin með hjólinu þá kremja þau hjólið. Ég vildi líka hafa björgin á stærð við menn, það gerði samhengið at- hyglisvert.“ Pulkkinen viðurkennir fúslega að þessi verk sín séu fyndin, hann hafi gjarnan viljað kalla fram bros með þeim. Þátttaka Pulkkinens er hluti af samstarfi milli myndhöggvarafélag- anna í Reykjavík og Helsinki. All- nokkrir Finnar hafi komið með til- lögur að verki til að setja upp í þess- ari sýningu og varð hans fyrir valinu. Hann segir að síðar á árinu taki ís- lenskur myndhöggvari síðan þátt í samsýningu með finnskum kollegum í Helsinki. Varanleiki og hreyfing mætast  Anssi Pulkkinen sýnir þrjú verk Skúlptúristi Anssi Pulkkinen er fulltrúi finnskra listamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.