Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019
✝ GuðmundurPálsson fædd-
ist í Reykjavík 24.
mars 1946. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 6. maí
2019.
Foreldrar hans
voru Páll Guð-
mundsson frá
Krossanesi við
Reyðarfjörð, f. 6.
mars 1917 , d. 24. desember
2001, og Jóna Ólafsdóttir frá
Miðvogi, f. 26. október 1917, d.
3. maí 2010.
höfn í fjögur ár þar sem hann
starfaði sem rafvirkjameistari.
Eftir heimkomu til Íslands
hóf hann nám í bygginga-
tæknifræði frá Tækniskóla Ís-
lands samhliða vinnu hjá Ís-
taki. Þau bjuggu á Egils-
stöðum í 14 ár þar sem
Guðmundur starfaði sem
bæjartæknifræðingur og bygg-
ingafulltrúi. Eftir að þau
fluttu í Garðabæ starfaði hann
hjá Framkvæmdasýslu ríkisins
til starfsloka.
Guðmundur var virkur og
öflugur í brids og golfi en
hafði auk þess unun af veiði
og útiveru. Hann naut þess
mjög síðustu ár ævi sinnar að
dvelja í bústað þeirra hjóna í
Grímsnesi.
Útför Guðmundar fer fram
frá Vídalínskirkju í dag, 16.
maí 2019, klukkan 15.
Systkini Guð-
mundar eru Krist-
ín, f. 1949, og
Gissur E., f. 1960.
Eiginkona hans
er Guðbjörg María
Jóelsdóttir, f. 1.
apríl 1947, og eiga
þau eina dóttur,
Arnfríði Maríu, f.
26. júní 1967.
Guðmundur ólst
upp í Skipasundi.
Hann kláraði búfræðinám frá
Hvanneyri og síðan rafvirkja-
meistaranám úr Iðnskólanum.
Fjölskyldan bjó í Kaupmanna-
Elsku hjartans Bommi okkar
lést þann 6. maí síðastliðinn eftir
erfið veikindi. Guðmundur hefur
verið kallaður Bommi í okkar
fjölskyldu síðan við vorum lítil.
Sem börnum fannst okkur erfitt
að segja Guðmundur svo það
byrjaði sem Bumundu og þróað-
ist yfir í Bommi.
Við höfum þekkt Guðmund
alla okkar ævi. Pabbi og Gugga
systir hans hafa alltaf verið mjög
náin og mikill samgangur á milli
fjölskyldna. Við áttum öruggt
skjól hjá þeim í Hlíðarbyggðinni
þegar við komum í höfuðborgina
frá Egilsstöðum.
Þau fluttu síðan austur til
Egilsstaða og var gott að hafa
þau svona nálægt okkur þar sem
við fengum að kynnast þeim
meira og betur.
Bommi var léttur og skemmti-
legur, brosmildur með góðan
húmor. Hann var barngóður og
hændust börnin að honum því
hann gaf sér tíma til að leika.
Bommi var uppáhalds „frændi“
okkar.
Oft vorum við saman um ára-
mót, þá var mikið sungið og
trallað. Gugga spilaði á píanó
eða harmonikku, Bommi og
Hugrún, laglausasta fólk að
þeirra eigin sögn, tóku lagið og
sungu Malakoff meðan við hin
hlógum eins og enginn væri
morgundagurinn.
Ekki var langt í prakkara-
skapinn hjá honum. Eina
páskana var hann búinn að
borða aftari hlutann af sameig-
inlegu páskaeggi þeirra hjóna og
pakkaði því inn í upprunalegu
umbúðirnar aftur svo Gugga
gæti opnað það. Það hlakkaði í
honum þegar hann sýndi okkur
afraksturinn.
Bommi var í frábæru líkam-
legu formi og heilsuhraustur.
Hann var kvikur og ör og vildi
alltaf vera á ferðinni. Hann var
ráðagóður og hjálpsamur og allt-
af tilbúinn að hlaupa til ef á
þurfti að halda. Hann var ákaf-
lega umhyggjusamur, hafði
skoðanir á flestu og vildi gera
hlutina eftir sínu höfði. Bommi
var mjög varkár maður. Hann
var veður- og bílhræddur og ef
hann vissi af okkur á ferðinni í
slæmu veðri hringdi hann til að
vara okkur við eða fá fréttir af
því hvernig gengi.
Hann elskaði að vera í golfi og
úti að vinna í bústaðnum sínum
Tíbrá síðustu ár og var yndislegt
að koma þangað í heimsóknir.
Minningin um góðan og
skemmtilegan frænda mun lifa í
hjörtum okkar.
Dagný, Adda Birna,
Hugrún og Jóel Salómon.
Elsku Guðmundur. Frá því ég
man fyrst eftir mér var samband
okkar einstaklega kært. Og
kannski ekki skrýtið. Pabbi og
þú bræðrasynir, ár á milli og
miklir vinir. Þið ólust upp í
Skipasundi 11 í Reykjavík, sem
foreldrar ykkar smíðuðu. Þegar
ég kom í heiminn bjugguð þið
enn undir sama þaki, en þá á
Hjallabraut 13 í Hafnarfirði.
Fyrstu fjögur árin mín vorum
við því í kallfæri enda mikill
samgangur milli foreldra minna
og ykkar Guggu.
Þú varst einstaklega ljúfur og
góður maður og mikill vinur
minn og minnar fjölskyldu. Allt-
af að spyrja frétta, hvernig ég
hefði það eða þau sem standa
mér næst og alltaf með á nót-
unum. Þetta var meira en
kurteisisspurningar. Þú varst
líka greiðvikinn með eindæmum
og gott að leita til þín, sérstak-
lega ef maður stóð í einhverjum
verklegum framkvæmdum enda
menntaður sem byggingatækni-
fræðingur, rafvirki og búfræð-
ingur. Í svo mörgu ertu fyrir-
mynd mín.
Ég var ekki hár í loftinu þeg-
ar þið Gugga fluttuð til Egils-
staða, þar sem þú tókst við starfi
byggingarfulltrúa. Þá minnkaði
samgangurinn eitthvað en þó
var árviss viðburður að taka á
móti rjúpunum frá þér sem þú
veiddir að eigin sögn á hlaupum
um nærliggjandi skóg áður en
bæjarbúar vöknuðu. Þú varst
alltaf á hlaupum.
Þegar ég var tvítugur bauðst
mér vinna á Seyðisfirði og fyrir
eitt orð tókuð þið Gugga við mér
og leyfðuð mér að búa hjá ykkur
á Egilsstöðum. Það var yndisleg-
ur tími. Sérstaklega minnist ég
ferðalags sem við fórum í, ég, þú
og Jóel að skoða rústir bæjarins
Krossaness þar sem Palli, pabbi
þinn og afi Guðni ólust upp í. Það
var yndislegur dagur. Í því
ferðalagi kenndir þú okkur Jóel
óafvitandi hlaupagolf því okkur
lá svo á. Á einum degi spiluðum
við níu holur, bæði á Reyðarfirði
og í Neskaupstað og horfðum á
fótboltaleik ásamt því að fara út
í Vöðlavík, veiða í Víkurvatni og
hlaupa út í Krossanes.
Um aldamótin fluttuð þið
Gugga aftur suður. Stuttu fyrir
andlát pabba þíns vorum við í
sambandi og settumst hjá hon-
um og kortlögðum í sameiningu
eftir fremsta megni örnefni í
Krossanesi. Krossanes var sam-
eiginlegt áhugamál okkar. Úr
var prentað kort sem nú hangir í
skála Ferðafélags Fjarðamanna
í Karlsstöðum í Vöðlavík.
Ég var svo lánsamur að heyra
í þér nokkrum dögum áður en þú
kvaddir. Það síðasta sem þú
sagðir við mig var hversu vænt
þér þætti um okkur fjölskylduna
og það er ekki lítið sem okkur
þykir líka vænt um þig. Minning
um fallegan og góðan mann mun
lifa með okkur og í nafna þínum
og syni mínum Guðmundi Helga.
Það er táknrænt að daginn sem
þú laukst þinni göngu reis Guð-
mundur yngri 10 mánaða upp,
fór að ganga í fyrsta sinn
óstuddur og hefur ekki stoppað
síðan.
Elsku Guðmundur, það var
yndislegt að eiga þig að og þín
verður sárt saknað. Elsku
Gugga og Adda Maja, innilegar
samúðarkveðjur.
Tryggvi Már Ingvars-
son og fjölskylda.
Það syrtir að er sumir kveðja.
Þessi orð úr ljóði Davíðs Stef-
ánssonar koma ósjálfrátt upp í
hugann við andlát vinar okkar
Guðmundar Pálssonar. Hann
háði harða baráttu við erfið veik-
indi og mætti örlögum sínum
með því æðruleysi og hugrekki
sem einkenndi allt hans líf.
Það er margs að minnast eftir
tæplega 50 ára vináttu. Kynni
okkar hófust þegar við hittumst í
Kaupmannahöfn 1970. Þar
kynnti Guðmundur keppnis-
bridge fyrir Halla og spiluðu
þeir saman í nokkur ár. Síðan
hafa leiðir okkar skarast oft.
Fyrst í Hafnarfirði, á Austur-
landi og nú síðustu ár í sum-
arbústaðnum og á golfvellinum.
Það var gott að hafa Guðmund
og Guggu sem nágranna og
munum við sakna þess að hafa
hann meðal okkar.
Þau undu hag sínum vel í
sumarbústaðnum þar sem Guð-
mundur var alltaf að hlúa að
gróðri, dytta að, byggja og bæta
og ekki sló Gugga heldur af með
smekkvísi sinni. Það var unun að
horfa á öll þau meistaraverk sem
hann smíðaði, vandvirknin og
nákvæmnin í fyrirrúmi.
Elsku Gugga og Adda Maja,
megi góðar minningar um ynd-
islegan mann milda sorgina.
Innilegar samúðarkveðjur.
Guðríður og Hallgrímur.
Góður vinur minn, Guðmund-
ur Pálsson, er fallinn frá.
Minningar streyma fram í
hugann eins og þær hafi gerst í
gær. Fjölskylda mín flutti í
Skipasund 13 haustið 1946. Við
hliðina á okkur bjuggu tvenn
hjón, þangað nýflutt, Páll og
Jóna foreldrar þínir og Rúna og
Guðni bróðir föður þíns. Þarna
myndaðist strax góð vinátta al-
veg fram á síðasta dag foreldra
minna en þau voru tuttugu árum
eldri en þau.
Þótt þú, Guðmundur minn,
værir nokkrum árum yngri en
ég skipti það engu máli.
Skipasundið var drauma-
staðurinn í uppeldi okkar allra
krakkanna, sem voru svo lánsöm
að fá að alast þar upp. Klepps-
holtið, tjörnin, ævintýraheimur,
holtið óbyggt og Vatnagarðarnir
– þar var tjörnin góða, flugskýl-
ið, bryggjan sem gaf af sér góða
veiði. Ekki má gleyma Klepps-
túninu er við úr Skipasundinu
höfðum að mestu fyrir okkur
sjálf til leikja og íþróttaiðkunar.
Leikjanna í Sundinu á kvöldin,
sleðaferðanna niður Hólsveginn
– en brennan stóð upp úr þessu
öllu saman.
Þar var öllu tjaldað til sem all-
ir tóku þátt í, ungir sem aldnir,
það var okkar stolt. Í þessu öllu
varst þú sannarlega ódeigur liðs-
maður er við tókum okkur fyrir
hendur.
Rétt er líka að minnast á
dansleikinn á heimili foreldra
þinna á gamlárskvöld, þar var
dansað og sungið langt fram á
nýársdag, þangað voru allir vel-
komnir.
Allt frá æskudögum okkar
höfum við haldið góðu sambandi
hvor við annan, sérstaklega
gegnum símann – enda langt á
milli okkar, ég í Borgarnesi og
þið á Egilsstöðum. En brids
sameinaði okkur er komið var til
keppni í Reykjavík á hin ýmsu
mót.
En sérstaklega minnist ég
með mikilli þakkarskuld og gleði
þegar ég heimsótti fjölskyldu
þína til Danmerkur, þar sem þú
varst námsmaður í tæknifræði,
er varð starfsvettvangur þinn.
Já, okkur Mumma eins og þú
varst ávallt kallaður í okkar hópi
var mjög vel til vina. Þegar við
hittumst var mikið hlegið að
ýmsum okkar uppátækjum frá
æskuárunum. Oft líka að mann-
lífinu sjálfu.
Kostir hans komu snemma í
ljós. Þeir fólust ekki í frama-
brölti, þvert á móti tranaði hann
sér aldrei fram. Hann hafði
þægilega og góða nærveru er
nýttist honum vel í samskiptum
við vini sína sem og samferða-
menn. Aldrei hallaði hann illu
orði til neins manns. Slíkir menn
eru vandfundnir í dag.
Það er með sárum trega sem
við vinirnir úr Sundinu sjáum nú
að baki góðum dreng, sem gaf
frá sér svo mikið til annarra.
Guðbjörgu, þinni elskulegu
konu, dóttur, systkinum þínum
og öðrum ástvinum sendi ég
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Ég felli tár, en hví ég græt?
Því heimskingi ég er!
Þín minning hún er sæl og sæt,
og sömu leið ég fer.
(Kristján Jónsson)
Mummi minn, þú átt góða
heimkomu vísa.
Þinn vinur
Eyjólfur Magnússon
Scheving.
Við Guðmundur kynntumst
fyrir um sex árum þegar ég hóf
störf hjá Framkvæmdasýslu rík-
isins. Þau kynni þróuðust í gott
samstarf og virðingu hvors fyrir
öðrum. Guðmundur hafði sterk-
ar skoðanir á flestum hlutum og
var ófeiminn við að láta þær í
ljós. Hann fékk oft sterk við-
brögð, sem kryddaði umræðuna
á kaffistofunni. Hann setti sig
vel inn í öll viðfangsefni sem
hann fékkst við og var visku-
brunnur þegar kom að verkefn-
um sem tengdust snjóflóðavörn-
um og fleira, en þar lágu leiðir
okkar saman hjá Framkvæmda-
sýslu ríkisins. Í fjallaferðum
okkar vinnufélagana innan FSR
þar sem farið var um fjalllendi,
sem skipuleggja þurfti snjó-
flóðavarnir var ómetanlegt að
njóta leiðsagnar Guðmundar.
Hann var óvenju snöggur og
skarpur að átta sig á aðstæðum
og var oftar en ekki sneggri en
við að átta sig á því hvað þyrfti
að gera. Við Guðmundur hitt-
umst á síðasta ári og áttum gott
samtal. Þrátt fyrir veikindin bar
hann sig vel og aðdáunarvert var
æðruleysi hans. Ég á einungis
góðar minningar frá samstarfi
okkar og er þakklátur fyrir að
hafa kynnst Guðmundi. Fyrir
hönd okkar í „Klakabandinu“ og
allra starfsfélaga á FSR votta ég
aðstandendum Guðmundar okk-
ar dýpstu samúð.
Megi Guð blessa ykkur og
styrkja í sorg ykkar.
Fyrir hönd FSR,
Jón Richard Sigmundsson.
Guðmundur
Pálsson
Örn
Egilsson
✝ Örn Egils-son fæddist
15. nóvember
1937. Hann and-
aðist 13. apríl
2019.
Útför hans
fór fram 23.
apríl 2019.
Meira: mbl.is/minningar
Minningar á mbl.is
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein.
Minningargreinar
Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir
Rúnar Geirmundsson
Sigurður Rúnarsson
Þorbergur Þórðarsson
Elís Rúnarsson
Stofnað 1990
Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi