Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 30
viku,“ segir Samburu sem er einnig mjög náinn þeim systkinum sem hann ólst upp með í SOS-barnaþorp- inu. Öll líffræðilegu systkini hans nema eitt eru látin vegna heilsufars- vandamála. „Það endurspeglar líklega þá stað- reynd að gæði heilbrigðiskerfisins í mörgum löndum Afríku eru stundum svolítið gloppótt og fólk fær ekki þá umönnun sem það þarf á að halda.“ Ólst upp með 20 systkinum Samburu hlær þegar hann er spurður um stærðina á SOS- fjölskyldunni sinni. „Almáttugur, sú fjölskylda var gríðarstór. Í raun svolítið eins og hefðbundin afrísk fjölskylda. Í gegn- um tíðina hef ég líklega alist upp með 20 systkinum. Það bætast fleiri systkini við á hverju einasta ári. SOS kerfið virkar svolítið eins og snún- ingshurð, börn koma inn og fá umönnun og á einhverjum tíma- punkti ganga þau út úr SOS-kerfinu en það skapar fleiri tækifæri fyrir börn.“ Samburu segir að þrátt fyrir stærð fjölskyldunnar hafi æska hans verið mjög eðlileg. „Mér leið eins og hún væri mjög venjuleg þegar ég var að alast upp. Ég held að krafturinn í starfi SOS sé sú að samtökin vinna hart að því að skapa eins venjulega æsku fyrir börnin og þau geta mögulega gert. Við spáðum lítið í það að við værum munaðarlaus, sú hugmynd hékk ekki yfir okkur.“ Í Kenía eru um fjórar milljónir munaðarlausra barna en í landinu búa 40-50 milljónir. Samburu segir að þörfin fyrir SOS-barnaþorp sé vaxandi. „Í árdaga voru ákveðnir þættir sem leiða af sér varnarleysi og erfið- leika ekki til staðar eins og HIV og AIDS sem eru nú gríðarstórt vanda- mál. Það verður að sjálfsögðu til þess að margir foreldrar týna lífinu og börnin standa uppi mun- aðarlaus.“ Til mikils ætlast af Samburu Samburu gekk sjálfur út úr SOS- barnaþorpunum þegar hann var fimmtán ára og hlaut styrk til þess að fara í framhaldsskóla í Gana. „Ungmennin sem komust inn í skólann voru valin vegna þess að þau höfðu einhverskonar akademíska hæfni. Einkunnarorð skólans voru „Þekking til þjónustu Afríku“ svo það var búist við því að þegar þú hefðir lokið þínu námi að þú færir aftur til Afríku og þjónaðir sam- félaginu og landinu þínu. Ég get ekki sagt að við höfum skil- ið nákvæmlega hvað „Þekking til þjónustu Afríku“ þýddi en við skild- um spekina og áttuðum okkur á því að það væri til mikils ætlast af okkur þar sem okkur hefði verið mikið gef- ið.“ Vann fyrir SOS-barnaþorp Samburu tók boðskapinn greini- lega alvarlega en hann menntaði sig bæði í Bretlandi og Kanada og að því loknu fór hann að vinna fyrir Sam- einuðu þjóðirnar. Þaðan lá leiðin til UNICEF og svo fór hann aftur til Afríku og vann fyrir afrísku leiðto- gaakademíuna (e. The African Lead- ership Academy) í Suður-Afríku. „Ég var virkilega heppinn að fá starf hjá Sameinuðu þjóðunum en köllun mín var þó alltaf til Afríku. Frá Suður-Afríku fór ég og vann mest gefandi starf sem ég gat hugsað mér. Þá vann ég fyrir SOS-barna- þorpin í Kenía svo ég fór aftur til róta minna.“ Samburu býr enn í Kenía og vinn- ur sem yfirráðgjafi hjá góðgerðar- sjóðnum Bill and Melinda Gates Foundation. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá líður mér eins og ég verði áfram í Kenía. Þar er stutt á milli vinnunnar sem ég vinn og áhrifanna sem hún hefur.“ Lítur til íslensks sjávarútvegs Atvinnutækifæri fyrir ungmenni eru af mjög skornum skammti í Kenía en Samburu sér stór tækifæri í sjávarútvegi. „Það sem ég er að læra af Íslandi er að það er heil atvinnugrein sköpuð í kringum sjávarútveginn, eða bláa hagkerfið svo ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir lönd í Afríku að spá í þau efni.“ Samburu hitti Elizu Reid forseta- frú á dögunum og segir hann að hún hafi verið hispurslaus og heimsóknin ánægjuleg. „Ekkert hefði getað und- irbúið mig undir það hversu óform- legir íslensku leiðtogarnir eru, bæði forsetinn og forsetafrúin.“ Að lokum þakkar Samburu þeim Íslendingum sem styrkja SOS- barnaþorpin og hvetur fólk til að leggja sitt af mörkum til góðgerðar- mála, sama hver þau séu. „Þekking til þjónustu Afríku“  Ólst upp í SOS-barnaþorpi með 20 systkinum  Menntaði sig í þróunarmálum og starfar nú í þágu kenísks samfélags  Segir að ýmis lönd í Afríku gætu lært af Íslandi, t.d. hvað varðar sjávarútveg Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áhrifamikill Samburu mælist til þess að fólk meti hvert einasta tækifæri mikils þar sem þau séu ekki sjálfsögð. VIÐTAL Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Keníamaðurinn Samburu Wa-Shiko sem ólst upp í SOS-barnaþorpi er staddur hérlendis til að fagna 70 ára afmæli SOS-barnaþorpa. Samburu vinnur nú sjálfur að því að bæta hag annarra en hann er sérfræðingur á sviði þróunarmála, hámenntaður með doktorsgráðu frá háskólanum í Manchester. Samburu er hrifinn af Íslandi og segir að ýmis lönd í Afríku mættu líta til Íslands hvað varðar uppbyggingu. „Það var óvænt ánægja fyrir mig að komast að því að Ísland hefði lengi vel verið nýlenda og þróunarland því landið stendur mjög framarlega í dag. Það sýnir fram á að það sé möguleiki að ástandið batni í löndum Afríku á þeim forsendum að stjórn- völd séu mjög ábyrg, íbúar séu menntaðir og tækifæri séu búin til.“ Móðir Samburu lést þegar hann var tveggja ára gamall og hann, ásamt fjórum systkinum, stóð uppi munaðarlaus. Samburu og fjögurra ára systir hans fengu þá inni í SOS- barnaþorpi en hin systkinin voru orðin of gömul til að koma inn í þorp- ið. „Stefna SOS á þessum tíma var að taka einungis inn börn sem voru sex ára og yngri. Það er vegna þess að SOS-líkanið sérhæfir sig í því að út- vega ungum börnum bestu mögulega umönnun. Börnin dvelja svo innan þorpsins þar til þau eru tilbúin að ganga inn í hinn raunverulega heim. SOS veitir því börnum sem þurfa langtíma umönnun,“ segir Samburu en hann og systir hans ólust upp í umönnun svokallaðrar SOS-móður og ásamt SOS-systkinum. „Við vorum sérstaklega heppin. Við vorum alin upp af SOS-móður sem var virkilega ástrík og sam- úðarfull, hún heitir Lydia. Hún er eina móðirin sem ég hef þekkt svo hún varð algjörlega móðir mín. Við erum enn náin og í miklu sambandi. Ég tala við móður mína í hverri 30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 icewear.is KRÍA/KJALAR Hybrid jakki kr. 18.990.- Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum. www.transatlantic.is Sími 588 8900 GLÆSILEGARMIÐALDA BORGIR Í A-EVRÓPU Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna- yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum, mikið er af söfnum og menningarviðburðir í borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir. Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd- aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. RIGA Í LETTLANDI WROCLAW TALLINN EISTLANDI NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ Vilnius, Budapest, Prag Gdansk, Krakow, Varsjá, Bratislava Vínarborg og Brugge Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu og er gamli bæjarhlutinn sá hluti borga- rinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar, byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni beint aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur henni verið bætt við á heimslista UNESCO.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.