Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019
Nánari upplýsingar
um hvoru tveggja má
finna á heimasíðu okkar,
heimavellir.is
Ljósleiðaratenging fyrir leigutaka
Nú geta leigutakar Heimavalla óskað eftir því að að fá nettengingu um
ljósleiðara frá Nova þegar þeir sækja um íbúð hjá Heimavöllum.
Þessi þjónusta er aðgengileg í þeim íbúðum Heimavalla sem hafa uppsetta
tengingu fyrir NOVA ljósleiðarann en upplýsingar um hvort svo sé má nálgast
á heimasíðu NOVA. Verð miðað við núverandi gjaldskrá er 9.990 kr á mánuði.
Framleiðslufyrirtækin eru með
Þótt Gilsfjörður og Dalir séu í
brennidepli er verið að mæla vind og
undirbúa vindorkugarða víða um
land.
Fyrst ber að nefna Búrfellslund
Landsvirkjunar. Hann er eini vind-
orkugarðurinn sem farið hefur í
gegn um fullt umhverfismat. Vegna
ábendinga sem fram komu í um-
hverfismatsferlinu og í umfjöllun
rammaáætlunar er verið að endur-
hanna hann.
Hins vegar fór Blöndulundur
Landsvirkjunar í orkunýtingarflokk
en sú framkvæmd er mun styttra á
veg komin. Hefur það háð þeirri
hugmynd að flutningsgeta byggða-
línunnar er fullnýtt. Spurning er
hvort hægt er að nýta orkuna nær,
til dæmis í gagnaverum á Blönduósi.
Fyrirtækið Biokraft ehf. sem
reisti tvær litlar vindmyllur í
Þykkvabæ hefur verið með vind-
orkugarð í nágrenninu í umhverfis-
matsferli. Þess er krafist að fyrir-
tækið ráðist í afar kostnaðarsamar
rannsóknir á farleiðum fugla.
Orka náttúrunnar hefur verið í
samstarfi við Biokraft og fengið að-
gang að rekstrargögnum frá vind-
myllunum. Þá hefur ON stigið
fyrstu skrefin til að rannsaka nýt-
ingu vindorku á núverandi athafna-
svæði fyrirtækisins við sunnan-
verðan Hengilinn. „Vaxandi
samkeppni á raforkumarkaði hér á
landi og aukin hagkvæmni umhverf-
isvænnar orkuvinnslu úr vindi gera
það að verkum að þessi möguleiki er
inni í myndinni þó engin tiltekin
verkefni hafi verið ákveðin,“ segir
Eiríkur Hjálmarsson upplýsinga-
fulltrúi.
HS Orka er að skoða möguleika á
að taka þátt í vindorkubylgjunni. Þó
ekki í stórum stíl, að sögn Ásgeirs
Margeirssonar, forstjóra. Nokkur
svæði eru í skoðun. Fyrirtækið ósk-
aði í byrjun síðasta árs eftir leyfi hjá
Reykjanesbæ og Grindavíkurbæ að
reisa möstur til mælinga á vindi,
annars vegar við Reykjanesvirkjun
og hins vegar í landi Grindavíkur.
Umsóknunum var hafnað.
Kemur þá að því að mikið vantar
upp á að stjórnkerfið virki við upp-
byggingu vindorku. Skipulags- og
leyfisveitingaferlið er ekki skilvirkt.
Til dæmis vantar skýra opinbera
stefnu til að sveitarstjórnir hafi betri
leiðbeiningar um hvernig best sé að
standa að því að koma þessum nýju
mannvirkjum fyrir í landslaginu.
Mikið er í húfi að vel takist til við
undirbúning og framkvæmdir því
eitt 100 MW vindorkuver gæti kost-
að um 16 milljarða króna.
Zephyr velur staði
Fleiri íslensk orkuframleiðslufyr-
irtæki eru að kanna möguleikana.
Orkusalan vinnur að skipulags-
málum fyrir lítinn vindorkugarð við
Lagarfossvirkjun á Fljótsdalshéraði.
Nýjasta innkoman á þetta svið er
Zephyr Iceland sem er í meiri-
hlutaeigu norska vindorkufyrirtæk-
isins Zephyr sem aftur er í eigu
norskra orkufyrirtækja í opinberri
eigu.
Ketill Sigurjónsson, fram-
kvæmdastjóri Zephyr Iceland, hefur
verið að kanna möguleikana síðustu
árin. Hann segir að þar sem að-
stæður séu bestar á Íslandi séu þær
með þeim bestu í heiminum. Þær séu
víða um landið, bæði við ströndina og
sumsstaðar á hálendinu. Þess vegna
sé raunhæft að byggja vindorku-
garða.
Hann segir að Zephyr sé að skoða
nokkur svæði. Fyrst þurfi að ræða
við umráðmann landsins og fá leyfi
hans til að setja upp mastur til að
mæla vindinn. Fyrirtækið sé búið að
gera slíka samninga á nokkrum stöð-
um og sé að velja einn til að hefja
rannsóknir í sumar.
Næsta stig sé að kynna hugmynd-
irnar fyrir sveitarstjórn. Hann legg-
ur á það áherslu að þótt sveitar-
stjórn heimili mælingu á vindi feli
það ekki í sér skuldbindingu um að
samþykkja vindorkugarð ef rann-
sóknir sýna að hann sé hagkvæmur
kostur á viðkomandi svæði.
Laða að tæknifyrirtæki?
En er markaður fyrir orku frá
mörgum vindorkuverum? Almenn
raforkunotkun vex árlega um 1,8%,
samkvæmt spá orkuspárnefndar.
Síðan er það spurning hvort vind-
orkan getur dregið verkefni til
landsins, til dæmis gagnaver.
Möguleikar eru á að vindorkuver
geti samið við alþjóðleg sölu- eða
tæknifyrirtæki um að kaupa alla
orkuna. Fyrirtæki eins og Microsoft,
Amazon, Google og Facebook hafa
áhuga á grænni orku fyrir starfsemi
sína. Zephyr reisti til að mynda 160
MW vindmyllugarð í Noregi og gerði
langtímasamning við Google um að
kaupa alla orkuna. Ketill Sigur-
jónsson segir að þannig hugsi fyrir-
tækið uppbygginguna hér.
Zephyr í Noregi er nú að reisa
tæplega 200 MW vindmyllugarð og
hefur gert langtímasamning um að
selja alla orkuna til álvers Alcoa í
Noregi.
Það er spurning hvort fyrirtækin
sem hyggja á uppbyggingu vind-
orkugarða hér geti laðað starfsemi
tæknifyrirtækja til landsins. Svo má
velta því fyrir sér hvort kaup álfyrir-
tækja á orku frá vindmyllugörðum
getur ekki rúmast innan orkusamn-
inga og álfyrirtækin sjái jafnvel
möguleika á að byggja sjálf upp
vindorkuver.
vindsins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BIOKRAFT
Við Þykkvabæ
LANDSVIRKJUN
Búrfellslundur við Sultartangastífl u
LANDSVIRKJUN
Blöndulundur við Blöndulón
EM-ORKA
Garpsdalur við Gilsfjörð
STORM ORKA
Hróðnýjarstaðir
við Hvammsfjörð
Landeigendur
Sólheimar í Laxárdal í Dölum
ORKUSALAN
Við Lagarfossvirkjun
og niður á Héraðssand
ORKA NÁTTÚRUNNAR
Athafnasvæðið í sunnan-
verðum Henglinum
HS ORKA
Reykjanes og víðar
ZEPHYR ICELAND
Kostir skoðaðir um allt land
Hugmyndir um vindorkugarða