Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019
Tíðni sýkinga er árstíða-bundin. Núna er tíðni inflú-ensu að lækka eins og alltafá þessum tíma árs. Þegar
komið er fram á vorið er tíðni lang-
vinnra öndunarfærasýkinga hærri en
tíðni venjubundinnar inflúensu.
Stundum getur verið erfitt að greina
hvort um sé að ræða ofnæmi eða sýk-
ingar. Fjölmargir sem leita á vaktir á
heilsugæslunni um þessar mundir
koma vegna kvefs sem ekki batnar
og því getur verið gagn að komast
nær orsökum einkenna. Sjaldnast er
gagn sýklalyfjameðferð en stuðn-
ingsmeðferð getur verið góð.
Er veirusýking orsökin ?
Einkenni hefðbundinna kvefpesta
eru margvísleg en hiti, nefkvef og
hósti eru einkennandi og oft töluverð
almenn óþægindi. Beinverkir og höf-
uðverkir geta fylgt en sjaldan nema
1-3 daga. Þessi einkenni ganga oftast
yfir á viku eða svo og valda sjaldnast
miklum vandamálum. Á þessum tíma
er ónæmiskerfið að vinna á sýking-
unni. Ónæmiskerfið þjálfast upp við
þessa vinnu og verður sterkara á eft-
ir. Ef einkenni dragast á langinn get-
ur þurft að leita læknis. Til dæmis ef
mikil einkenni kinnholubólgu koma
með verk í kinnum og tönnum og al-
mennt versnandi einkennum. Í þeim
tilvikum getur verið gagn í sýklalyfj-
um og þá er gott að leita á sína
heilsugæslustöð. Þar er opið á tíma-
bilinu 08-18 en eftir það er opið á
Læknavaktinni fyrir þá sem búa á
höfuðborgarsvæðinu. Þar er opið til
23:30.
Stuðningsmeðferð getur verið
margskonar og flýtt fyrir bata. Þeg-
ar berkjurnar í lungunum eru mjög
bólgnar og spenna í vöðvunum í
berkjunum er mikil er gagn í púst-
meðferð með berkjuvíkandi lyfjum.
Ef nefkvefið er langvinnt eru nef-
sprey gagnleg. Mikilvægast er þó af
öllu að fara vel með sig. Lungna- eða
hjartasjúklingar sem og aðrir með
undirliggjandi ónæmisbælandi vanda
geta þurft að leita aðstoðar fyrr en
aðrir. Stundum er vorkvefið ofnæmi.
Ofnæmi fyrir loftbornum ertandi
efnum eins og frjókornum kemur
stundum fram með mjög svipuðum
einkennum en þó er sjaldnast hiti.
Meira áberandi er hnerri og kláði í
nefi, hálsi og augum.
Ofnæmi eða sýking?
Læknir sem skoðar sér meiri bjúg
í augnbólgum en ef um er að ræða
sýkingu. Það er einnig sérstakt við
ofnæmi að koma þegar maður er út-
settur fyrir ofnæmisvaldi. Ef um er
að ræða ofnæmi fyrir hundahárum
er líklegt að maður átti sig á teng-
ingun við umgengni við hunda.
Frjókornaofnæmi kemur á
ákveðnum tímum árs og það er ein-
kennandi. Ofnæmi fyrir ákveðnum
sveppategundum t.d. í raka-
skemmdum húsum tengist oftast
veru í þeim húsum. Þannig mætti
lengi telja. Ofnæmiskvef kemur oft-
ast fyrir 10 ára aldur og hættir oft
fyrir 50 ára aldur.
Algengt er ofnæmi fyrir mörgum
loftbornum þáttum eins og ryk-
maurum, sveppum (sem eru í röku
húsnæði), frjókorn, mygla og hár
dýra eins og hunda og katta. Það er
áhugavert að segja frá því að of-
næmi er sjaldgæfara hjá börnum
sem alast upp í ákveðnum óhrein-
indum, t.d. umgangast dýr í sveit-
um, en hjá þeim sem alast upp við
sótthreinsað umhverfi. Ástæðan er
talin vera sú þjálfun sem ónæmis-
kerfið verður fyrir við slíkar að-
stæður.
Greint á milli?
Ef það er mikilvægt að greina of-
næmi er oft gagn í að gera blóðrann-
sókn eða ofnæmispróf. Blóðrann-
sóknin byggist oft á að meta fjölda
svokallaðra eosinophila í blóði og
magn IgE. Fólk veit þó oft hvort það
er með ofnæmi eða ekki. Sá sem er
með birkiofnæmi veit af reynslu ár-
anna að hann kvefast alltaf og fær
hnerra og kláða í augu og nef á sama
tíma og frjókornin eru í hæsta styrk-
leika. Oftast er því ekki mjög erfitt
að greina þarna á milli en meðferðin
er misjöfn. Í þeim tilvikum sem ein-
kenni eru ekki alveg augljós er hægt
að nota sérstök próf til að staðfesta
grun sinn. Þessi próf gera ofnæm-
islæknar og deildir spítala.
Hvaða meðferð er í boði?
Í ofnæmi er rétt að nota sérhæfða
ofnæmismeðferð. Aðalatriðið er þó
alltaf að forðast það sem maður hef-
ur ofnæmi fyrir. Til eru töflur,
nefspray og augndropar með svo-
kölluðum antihistaminum en þau lyf
draga úr einkennum ofnæmis.
Í sumum tilvikum er rétt að leita
læknis sem getur skoðað og metið
ástandið og þannig hjálpað þér að
velja rétta aðferð til að losna við ein-
kennin. Munum að hollar lífsvenjur
og regluleg hreyfing hefur jákvæð
áhrif á heilsu hvort sem um er að
ræða sýkingar eða ofnæmi. Þá er D-
vítamín mikilvæg fæðubót á stöðum
eins og Íslandi.
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Hvað er til ráða við vorkvefinu ?
Heilsuráð
Óskar Reykdalsson
heilsugæslulæknir og
forstjóri Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðsins.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Útivist Hollar lífsvenjur og hreyfing hefur á alla lund jákvæð áhrif á heilsu.
Morgunblaðið/Golli
Gróður Sumarið er komið.
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Vöðva eða
liðverkir?
Voltaren Gel er bæði
verkjastillandi og
bólgueyðandi
Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun
lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
15%
afsláttu
r
af 100g
og 150
g
Voltare
n Gel
www.apotekarinn.is
- lægra verð
Voltaren Gel - njótum
þess að hreyfa okkur
Nýlega voru Dagný Halldórsdóttir rafmagnsverkfræð-
ingur, Jens Arnljótsson véltæknifræðingur, Páll Jensson
iðnaðarverkfræðingur og Þorsteinn Ingi Sigfússon eðl-
isfræðingur sæmd heiðursmerki Verkfræðingafélags Ís-
lands. Merki þess eru veitt vel unnin störf á sviði verk-
fræði og tæknifræði eða vísinda. Alls hafa 125 manns
hlotið heiðursmerki VFÍ í 107 ára sögu félagsins.
Um heiðursmerkishafana segir í kynningu að Dagný
Halldórsdóttir hafi unnið á sviði fjarskipta, upplýs-
ingatækni, rekstur og jafnframt verið frumkvöðull.
Jens Arnljótsson hefur mikið starfað við hönnun vél-
búnaðar, lagna og rennslikerfa sem og varmaendur-
vinnslu. Er nú kennari við HR en fögin hans þar eru
varmafræði, varmaflutningur og rennslis- og straum-
fræði.
Páll Jensson er með doktorsgráðu í aðgerðarann-
sóknum en í tímans rás hafa kennsla hans og rann-
sóknir snúist um aðgerðarannsóknir, bestun, hermi-
reikninga og fleira slíkt sem leiðir af sér meiri
skilvirkni. Páll vinnur nú við Háskólann í Reykjavík. –
Þorsteinn Ingi Sigfússon lauk áföngum í eðlis-, stærð-
og efnafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn og síðar
doktorsprófi á sviði eðlisfræði þéttefnis. Hann hefur
mikið sinnt verkfræðistörfum á sviði stóriðju og ný-
sköpunar og komið að rekstri sprotafyrirtækja. Hefur
frá 2007 verið framkvæmdastjóri Nýsköpunarmið-
stöðvar Íslands.
Verkfræðingar fengu heiðursmerki
Viðurkenning fyrir
vel unnin störf
Heiður Svana Helen Björnsdóttir formaður Verkfræðinga-
félags Íslands, Dagný Halldórsdóttir, Þorsteinn Ingi
Sigfússon, Páll Jensson og Jens Arnljótsson.