Morgunblaðið - 16.05.2019, Side 18

Morgunblaðið - 16.05.2019, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ólafur B. Schram leiðsögumaður er að draga saman seglin eftir að hafa verið í ferðamennsku undanfarin nær 25 ár. „Ég hef alltaf verið veiði- maður og lagði hestamennsku snemma fyrir mig. Þegar ég var í sveit í Öræfum voru flestar ár óbrú- aðar og ég fékk síðar mikið út úr því að keyra yfir ár, finna vöðin, hvar væri best að komast yfir. Þessi ögr- un átti stóran þátt í því að ég lagði ferðamennsku fyrir mig og nú, 24 árum síðar, hef ég gist í 119 skálum á landinu til viðbótar við vel flest hótel og gististaði.“ Snemma beygðist krókurinn til viðskipta og eftir að hafa rekið fyrirtæki um árabil, fyrst Heild- verslun Björgvins Schram og síðar Sportmenn, fór Óli í þriggja mánaða vinnufrí að loknu heimsmeistara- mótinu í handbolta 1995. „Þá upp- götvaði ég að heimurinn er stærri en ein skrifstofa og ákvað að söðla um án þess að vita hvað ég ætlaði að fara að gera. Ég seldi fyrirtækið og ákvað að fara út í ferðamennsku, þegar ég var á ferð í Sahara- eyðimörkinni og keyrði fram á bíl merktan ferðaskrifstofu. Jafnframt tók ég þá ákvörðun að ég myndi ekki merkja bíla nafni fyrirtækisins, því útlendingar höfðu sagt mér að það væri neyðarlegt að koma á stað á merktum bíl.“ Fjallafari og Hálendingur Fyrirtækið Fjallafari var stofnað 1995. „„Hvernig berðu þetta nafn fram,“ spurði Þjóðverji mig á kaup- stefnu. „Ég man ekki nafnið, kann ekki að skrifa það og get ekki borið það fram. Hvað þýðir þetta eigin- lega?“ „One who goes to the Mount- ains like a Highlander,“ svaraði ég, sá sem fer til fjalla eins og Hálend- ingur, og því hef ég notað nafnið Highlander í erlendum samskiptum. Útlendingar skilja það betur.“ Óli hefur aldrei auglýst ferðirnar sínar heldur hafa þær spurst út og fólk hefur haft samband. Hann seg- ir að yfir 90% viðskiptavina hafi tengst öðrum, sem hann hafi ferðast með um landið. „Ég hef til dæmis farið með þrjár fjölskyldur sem búa við sömu götu í Boston í Bandaríkj- unum, í mörgum tilfellum hef ég tekið á móti annarri kynslóð við- skiptavina og jafnvel þeirri þriðju. Auk þess hafa margir komið aftur og aftur og sá sem á metið núna hefur komið 52 sinnum til landsins og alltaf ferðast með mér.“ Í fyrstu var Óli eini starfsmaður- inn og bauð aðeins upp á dagsferðir. Vegna eftirspurnar varð hann fljót- lega að ráða fólk og bæta við bílum og þegar mest var var hann með 14 manns í vinnu á sjö bílum. „Fyrir 2008 ákvað ég að snúa þessu við, vera aftur einn, vegna þess að ég var orðinn of upptekinn við skipu- lagningu til þess að geta farið sjálf- ur í ferðir. Markmiðið var alltaf að vera með í ferðunum og fá borgað fyrir að fara á staði sem ég hef gam- an af að heimsækja.“ Altaristöflur og sveitabæir frekar en Barcelona Undanfarin rúman áratug hefur Óli lagt áherslu á fámenna hópa. „Ég vil ekki vera með fjölmenna hópa og best er að vera með fjóra í einu,“ segir hann. „Ég gerist vinur farþega minna og þeir ráða að miklu leyti hvað gert er í ferðinni. Ég skipulegg hvert er farið en læt þá velja gististaði og hvað sé gert á hverjum stað. Sumir vilja skoða alt- aristöflur, margir biðja um að heim- sækja sveitabæi og svo framvegis. Ég bendi á möguleika eins og til dæmis fjórhjólaferð, sleðaferð og hestaferð, en að sjálfsögðu er nátt- úran rauði þráðurinn. Ég set saman dagskrá hvers dags í samvinnu við farþegana og treð engu inn, hvorki heimsókn á safn eða stofnun, ef ekki Gullkistan og troðningarnir  Ólafur B. Schram, leiðsögumaður á Íslandi, hefur gist í 119 skálum á landinu  Dregur saman seglin eftir tæplega 25 ár í ferðamennsku  Fleiri vinir Óla og fjölskyldan verða nú í forgangi Fleiri vinir Óla Eitt tekur við af öðru og nú eru fjölskyldan og vinirnir í forgangı́ í ferðum. Gamli Nói Óli Schram hefur átt þennan Weapon árgerð 1952 í yfir 20 ár, hér á leið yfir Blöndu. 1956 Óli Schram, áttundi frá hægri, á leið á samkomu í Svínafelli 17. júní. 1983 Fyrsta skipulagða hestaferðin. Hópurinn Bruni við Hvítárvatn. Austurveri, Háaleitisbraut 68 • Sími 568 4240 • astund.is Barnastígvél Náttúrulegt gúmmí Flac ðir 19-23 5.999 Woddy Pop Stærðir 24-38 Verð 6.999 Woddy Pop FUN Stærðir 24-34 Verð 7.999 Baby Stær Verð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.