Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ARISTA garðstóll. Ýmsir litir. 14.900 kr. Nú 11.175 kr. 25% AF ÖLLUM SUMARSTÓLUM Franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis verður heiðursgestur RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíð- ar í Reykjavík, í ár og hlýtur heið- ursverðlaun fyrir framúrskarandi listræna sýn. Denis hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir kvikmyndir sínar, síðast SACD-verðlaun á Can- nes-kvikmyndahátíðinni fyrir Un beau soleil intérieur. Hún situr nú í dómnefnd stuttmynda á Cannes- hátíðinni. Denis er einna þekktust fyrir kvikmynd sína Beau travail. Denis heiðursgestur FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 136. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sandra María Jessen og félagar í Leverkusen héldu sæti sínu í þýsku 1. deildinni með sigri á Essen í loka- umferðinni. Sandra María fékk höf- uðhögg í leiknum en fann ekki fyrir afleiðingunum fyrr en sigurvíman rann af henni. „Það var ekki fyrr en ég gat sest niður og slakað aðeins á sem ég fór að finna fyrir hausverk og ógleði,“ segir Sandra. »59 Sandra fékk höfuð- högg í sigurleik ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Þóra Einarsdóttir sópran verður gestur Gunnars Guðbjörnssonar í viðtalstónleikaröðinni Da Capo í Salnum í Kópavogi á laugardaginn, 18. maí, kl. 14 og verða það síð- ustu tónleikarnir í röðinni. Farið verður yfir söngferil Þóru á óperu- og tónleikasviðinu en hún þreytti frumraun sína við Glyndebourne Festival Opera aðeins 23 ára að aldri og steig fyrst á svið Íslensku óperunnar 18 ára. Þóra hefur hlotið marg- víslegar viður- kenningar fyrir söng og framlag sitt til tónlistar, m.a. Dannebrog- orðuna og Hina íslensku fálka- orðu. Þóra síðasti gestur Gunnars í Da Capo myndina. Enga varnargarða heldur láta vatnið fara yfir veginn í stað þess að færast og brjóta brúna. Hann staðfesti þessa sögu við mig fyrir nokkrum árum, sagðist hafa fengið hugmyndina yfir öxlina á mér.“ Óli var í sveit í Öræfum í átta sum- ur. „Þá komu um 15 ferðamenn á hverju sumri, flestir vísindamenn að rannsaka Skeiðarárhlaup og jökul- inn. Það var 21 bær í sveitinni, ein símalína í gegn og þegar þurfti að koma skilaboðum á framfæri var bara hringt ein stutt og til dæmis sagt: Það er ball í kvöld. Og allir mættu.“ Þegar slátrun var lokið á haustin flaug Óli suður með kjötinu. „Það var hvorki frystir né kælir fyrir austan og því miðaðist slátrunin við flugdag, því flytja þurfti kjötið til Reykjavíkur samdægurs. Ég hirti aldrei um að koma í skólann á rétt- um tíma, því sveitalífið hafði forgang og það skapaði grunn að mínu lífi. Þarna lifði ég eins og ævintýramað- ur í góðu yfirlæti.“ »18 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Undanfarin fimm ár hefur Ólafur B. Schram leiðsögumaður skrifað á annað hundrað örsögur á fésbókina undir yfirskriftinni „Sögustund með Óla“ og á sér nú þann draum að gefa út úrval þeirra í bók, sem á að heita Höpp og glöpp. Hann hefur opnað söfnunarsíðu á Karolina Fund til þess að láta drauminn verða að veru- leika. „Ég hef ekki fengið slæmar við- tökur við þessum skrifum,“ segir Óli. Bendir á að mynd með sögunum hafi dregið lesendur að og hann veki at- hygli á söfnuninni á Karolina Fund í nýjasta pistlinum, „Ögurstund hjá Óla“. „Bókin kemur ekki út nema fólk skuldbindi sig til þess að kaupa hana með fjárstuðningi,“ segir hann. Sögurnar eru af ýmsum toga. Þær fjalla um barnæskuna, sveitalífið í Öræfum, samferðafólk, uppákomur þess eins og rifrildi, skilnaði, mat, svefnleysi og svo framvegis, ferðir um landið og fleira. „Ég hef verið í ferðamennsku frá 1995 og hef alla tíð sagt farþegum mínum sögur. Þeir hafa lengi hvatt mig til þess að festa frásagnir af ýmsum ævintýrum á blað og það var helsta hvatningin að þessum skrifum,“ segir Óli. Hann áréttar að hann hafi byrjað að skrifa örsögur 1986, fyrst og fremst minn- ingar úr sveitinni. Í því sambandi rifjar hann upp að hann hafi á sínum tíma lagt til hugmyndina að Skeiðar- árbrú. Suður með kjötinu á haustin „Helgi Hallgrímsson, þáverandi vegamálastjóri, lærði verkfræði með áherslu á brúarsmíði,“ byrjar Óli og setur sig í stellingar. „Eitt fyrsta verkefni hans var að finna út hvern- ig brúa mætti Skeiðará. Lausnin við slíka brúargerð hafði alltaf falist í því að setja varnargarða sitt hvorum megin við brúna og veita vatninu undir. Hann átti stundum erindi austur að fylgjast með ánni og kom eitt sinn að mér í bílaleik. Ég hafði markað götur í sandinn og sett spýtu yfir ímyndaðan árfarveg, en á þess- um tíma var búið að leggja eina brú fyrir austan. Þarna fékk hann hug- Brúin að hætti Óla  Ólafur B. Schram leiðsögumaður hefur skrifað á annað hundrað örsögur og hyggst gefa úrval þeirra út í bók Ljósmynd/Eva Schram Ferðafrömuður Íbygginn Óli Schram leggur á ráðin um næsta leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.