Morgunblaðið - 16.05.2019, Page 8

Morgunblaðið - 16.05.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 Opið: Mán. til fimmtudaga kl. 9 -18 Föstudaga kl. 9 - 17 Laugardagar kl. 11-15 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is GASELDAVÉLAR HÁGÆðA Við höfummörg járn í eldinum þegar það kemur að úrvali á gaseldavélum því við vitum að ekki elda allir kokkar eins. Hvort sem þú ert ástríðukokkur eða ekki, þá höfum við réttu græjurnar fyrir þig. Ofnarnir okkar eru með fjölda stillinga sem henta ástríðukokkum sem og áhugafólki ummatargerð. ELBA - 106 PX ELBA - 126 EX 3ja ára ábyrgð ELBA Í YFiR 60 ÁR Borgarbúar hafa margir rekiðsig á það á liðnum árum hvern- ig samráði við þá er háttað af borg- aryfirvöldum. Dæmi um það eru verslunar- eigendur í miðbænum sem hafa mætt algeru áhugaleysi borgaryfir- valda, sem ana áfram með lokanir án tillits til þess sem verslunareig- endur benda þeim á.    Annað dæmi um „samráðið“ komfram á fundi skipulagsyfir- valda borgarinnar með íbúum vegna Sjómannaskólareitsins í fyrrakvöld.    Varaformaður íbúafélagsins VinaSaltfiskmóans sagði frá því í samtali við Morgunblaðið að á fund- inum hefði komið fram að borgin hefði þegar tekið ákvörðun um að skipulagið sem til umræðu hafi ver- ið á fundinum færi fyrir fund borg- arráðs 29. maí og yrði samþykkt þá.    Hann sagðist ekki vita hvortfulltrúi borgarinnar hefði misst þetta út úr sér óviljandi en fundarmönnum hefði við þetta fundist fundurinn „algjör sýndar- mennska“. Og hann hélt áfram: „Allar fyrirspurnir og allt sem við komum með sem átti að vera okkar leið til að gera einhverjar athuga- semdir skiptir akkúrat engu máli.“ Og bætti við: „Ég meina hvað er verið að halda svona fund, fyrir hvern? Ætli það komi svo ekki að þetta hafi verið samþykkt eftir sam- ráð við íbúa, það væri alveg eftir öðru.“    En auðvitað þarf ekkert samráð.Það er búið að benda á að byggingar á Saltfiskmóanum styrki farþegagrunn borgarlínu. Þá hlýtur allt annað að víkja. Ósamráð borgaryfirvalda STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ EFTA-dómstóllinn dæmdi á þriðju- dag í fjórum samningsbrotamálum sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, höfðaði gegn Íslandi og féll dómur í málunum ESA í vil. Sneri eitt málið að því að Ísland hefði ekki uppfyllt skyldu sína til þess að leiða í lög til- skipun Evrópusambandsins um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Hin þrjú sneru að innleiðingu til- skipunar og reglugerða um meðferð neytendaréttarmála, svo sem inn- leiðingu rafræns kvörtunarferlis og breytta tilhögun á úrlausn deilu- mála. Íslenska ríkið viðurkenndi fyrir dómi að hafa ekki innleitt gerðirnar fyrir tilskilin tímamörk, en tók fram að málið væri á dagskrá Alþingis. Það dugði þó ekki og dæmdi dóm- stóllinn íslenska ríkið til þess að inn- leiða umræddar gerðir og greiða all- an málskostnað. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðla- fulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir ekki óalgengt að EFTA-dómstóllinn taki fyrir fleiri mál af þessum toga í einu. Hann bendir jafnframt á að innleiðingarhalli Íslands hafi minnk- að til muna frá árinu 2016. Sam- kvæmt frammistöðumati ESA hefur innleiðingarhallinn minnkað í 0,5% þegar staðan var tekin 30. nóvember 2018. Árið á undan var hallinn 1% og 1,8% 2016. Var hann mestur 2013 þegar hann fór í 3,2%. gso@mbl.is Ísland hlaut dóma fyrir samningsbrot  Öll málin féllu Eftirlitsstofnun EFTA í hag  Ísland greiðir allan málskostnað Ljósmynd/EFTA Dómur Ísland tapaði málunum. Um 2.800 fleiri voru skráðir atvinnu- lausir hjá Vinnumálastofnun í apríl en í sama mánuði í fyrra. Þar af bættust við um þúsund erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysisskrána. Þetta má lesa úr nýrri tölfræði á vef Vinnumálastofnunar. Samtals 3.112 íslenskir ríkisborg- arar voru atvinnulausir í apríl í fyrra og 1.359 erlendir ríkisborgarar, samtals 4.471 einstaklingur. Til samanburðar voru 4.759 ís- lenskir ríkisborgarar skráðir at- vinnulausir í apríl síðastliðnum en 2.499 erlendir ríkisborgarar. Alls voru þetta 7.258 einstaklingar. Skráð atvinnuleysi í apríl mældist 3,7% og jókst um 0,5% frá mars. WOW air varð gjaldþrota 28. mars. Pólverjar voru fjölmennir í hópi erlendra ríkisborgara sem voru án vinnu í síðasta mánuði. Þá voru alls 1.370 Pólverjar án vinnu, sem var fjölgun um 600 á einu ári. Margir frá Austur-Evrópu Þá er að finna upplýsingar um fjölda atvinnulausra frá öðrum ríkjum sem gengið hafa í Evrópu- sambandið frá og með 2004. Þeir voru 284 í apríl í fyrra en voru orðnir 568 í apríl í ár. baldura@mbl.is Mikil fjölgun fólks á atvinnuleysisskránni Fjöldi atvinnulausra frá apríl 2018 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Fjöldi atvinnulausra alls Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl 2018 2019 Heimild: Vinnumálastofnun 7.258 4.759 2.499 1.359 3.112 4.471

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.