Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 58
58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 HANDBOLTI Danmörk Úrslitakeppnin, 1. riðill: Aalborg – Tvis Holstebro ................... 27:28  Janus Daði Smárason skoraði 6 mörk fyrir Aalborg og Ómar Ingi Magnússon 4. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.  Vignir Svavarsson skoraði ekki mark fyrir Holstebro. Skjern – SönderjyskE......................... 39:22  Björgvin Páll Gústavsson varði 4 skot í marki Skjern, skoraði 1 mark og átti 2 stoð- sendingar. Tandri Már Konráðsson skoraði 4 mörk fyrir liðið.  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 3 mörk fyrir SönderjyskE.  Lokastaðan: Skjern 8, Aalborg 8, Hol- stebro 7, SönderjyskE 4. Úrslitakeppnin, 2. riðill: GOG – Bjerringbro/Silkeborg .......... 28:29  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 1 mark fyrir GOG.  Lokastaðan: GOG 10, Bjerringbro/Silke- borg 8, Skanderborg 5, Århus 3.  Í undanúrslitum mætast GOG – Alaborg og Skjern – Bjerringbro/Silkeborg. Frakkland Pontault – Cesson-Rennes.................. 28:22  Geir Guðmundsson var ekki í leikmanna- hópi Cesson-Rennes. Noregur Úrslitakeppni, annar úrslitaleikur: Elverum – Arendal.............................. 30:22  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 7 mörk fyrir Elverum en Þráinn Orri Jóns- son ekkert.  Staðan er 2:0 fyrir Elverum. Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, fyrsti úrslitaleikur: Golden State – Portland .................... 116:94  Staðan er 1:0 fyrir Golden State. KÖRFUBOLTI 3. UMFERÐ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Nýliðar Fylkis geta verið ánægðir með byrjun sína á Íslandsmóti kvenna í fótbolta því eftir þrjár um- ferðir er Árbæjarliðið komið með sex dýrmæt stig í vasann. Ljóst var fyrirfram að baráttan í neðri hluta deildarinnar yrði hörð og tvísýn og Fylkiskonur hafa þegar sent keppinautunum skýr skilaboð um að þær ætli ekki að taka þátt í fallbaráttu í ár. Þær unnu KR 2:1 á mánudaginn, höfðu áður unnið heimaleik gegn Keflavík með sömu markatölu og hafa því hirt sex stig á heimavellinum sem eflaust verður liðinu áfram drjúgur. Fimm leikir í fyrstu þremur um- ferðunum hafa endað með 1:0 sigri annars liðsins og sjö alls með eins marks mun. Það segir sitt um hversu jöfn deildin er í ár og í raun er merkilegt að ekkert jafntefli skuli enn hafa litið dagsins ljós. Valur þurfti að hafa mikið fyrir því að vinna ungt og efnilegt lið Stjörnunnar 1:0 í fyrrakvöld en eins og búast mátti við eru Valur og Breiðablik búin að koma sér fyrir á toppnum og eru einu liðin sem hafa ekki tapað stigum. Þór/KA vann góðan útisigur í Eyj- um, þar sem Stephany Mayor skor- aði tvívegis, og virðist eins og spá- dómar gáfu til kynna vera eina liðið sem geti fylgt hinum tveimur eftir af einhverri alvöru. Komin með fimm M  Agla María Albertsdóttir fram- herji Breiðabliks og landsliðskona var besti leikmaður 3. umferðar að mati Morgunblaðsins. Agla María var allt í öllu í sigri Blikanna í Kefla- vík, 3:0, þar sem hún skoraði mark, lagði annað upp og Jóhann Ingi Haf- þórsson skrifaði um hana í Morgun- blaðið: „Agla hefur sjaldan eða aldr- ei leikið eins vel í upphafi leiktíðar.“ Henni brást reyndar bogalistin úr vítaspyrnu seint í leiknum. Eins og sjá má hér fyrir ofan er Agla María efst í M-gjöf Morgun- blaðsins með fimm M fyrir fyrstu þrjá leikina. Hún verður tvítug í sumar en leikur samt sitt fimmta tímabil í úrvalsdeildinni. Agla María er uppalin í Breiðabliki en lék þó með Val og Stjörnunni í meistara- flokki þar til hún kom aftur í Kópa- vog fyrir síðasta tímabil. Agla María hefur gert fjögur mörk í fyrstu umferðunum og þar með 22 mörk í 63 leikjum í efstu deild. Hún á að baki 23 A-landsleiki og hefur gert í þeim tvö mörk. Frábær byrjun Ólafsvíkings  Birta Guðlaugsdóttir mark- vörður Stjörnunnar var besti ungi leikmaðurinn í 3. umferð að mati Morgunblaðsins. Birta lék mjög vel í 1:0 ósigri Garðabæjarliðsins gegn Val en Valskonur áttu 22 markskot í leiknum og þar af 12 sem hittu á markið hjá Birtu. Hún hefur átt góða leiki í Stjörnumarkinu í fyrstu þremur umferðunum og er næstefst í M-gjöfinni með fjögur M. Birta er 18 ára Ólafsvíkingur og hún varði mark Víkings í Ólafsvík í 1. deildinni tímabilin 2016 og 2017. Hún kom til liðs við Stjörnuna fyrir síðasta tímabil en var þriðji mark- vörður á eftir Berglindi Hrund Jón- asdóttur og Birnu Kristjánsdóttur og spilaði ekki leik í deildinni. Birta hefur því leikið þrjá fyrstu leiki sína í efstu deild núna í vor og farið virki- lega vel af stað og aðeins fengið á sig eitt mark. Birta hefur leikið 19 leiki með yngri landsliðum Íslands. Margrét með enn einn áfanga  Margrét Lára Viðarsdóttir er eini leikmaður deildarinnar sem hef- ur náð að skora hjá Birtu í Stjörnu- markinu til þessa. Margrét Lára skoraði sigurmarkið fyrir Val í leik liðanna á Hlíðarenda í fyrrakvöld og hélt með því uppá sinn 250. deilda- leik á ferlinum. Hún er aðeins þrett- ánda íslenska knattspyrnukonan sem nær að spila 250 leiki í deilda- keppni heima og erlendis en af þess- um leikjum eru 129 leikir á Íslandi, 114 í Svíþjóð og 7 í Þýskalandi. Mar- grét skoraði sitt 195. mark í efstu deild á Íslandi í leiknum og sitt 247. deildamark á ferlinum.  Shaneka Gordon, framherjinn marksækni frá Jamaíka, lék sinn fyrsta leik með ÍBV í efstu deild í fjögur ár þegar liðið tapaði 1:3 fyrir Þór/KA á sunnudaginn. Shaneka, sem hefur skorað 65 mörk í 92 leikj- um í efstu deild hér á landi, hefur glímt við meiðsli undanfarin ár en lék með ÍR í 1. deild í fyrra og skor- aði þá 5 mörk í 11 leikjum. Árin 2011 til 2014 skoraði Shaneka 12 til 14 mörk á hverju ári í deildinni.  Hulda Hrund Arnarsdóttir lék á ný með Fylki eftir árs fjarveru og hélt uppá það með því að skora í 2:1 sigrinum gegn KR.  Fjórir leikmenn léku sinn fyrsta leik í deildinni í 3. umferð. Það voru nýliðarnir Þóra Björg Stefánsdóttir hjá ÍBV og Aníta Ýr Þorvaldsdóttir hjá Stjörnunni, sem báðar eru 15 ára, Keflvíkingurinn Eva Lind Daní- elsdóttir og svo Amanda Rooney, nýr bandarískur leikmaður ÍBV.  Málfríður Anna Eiríksdóttir var í liði Vals gegn Stjörnunni, ekki Málfríður Erna Sigurðardóttir eins og misritaðist í blaðinu í gær.  Fjórða umferðin verður leikin í næstu viku og þar er viðureign Þórs/ KA og Breiðabliks á Akureyri sú áhugaverðasta. Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019 Þessar eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 5 Birta Guðlaugsdóttir, Stjörnunni 4 Cloé Lacasse, ÍBV 4 Elín Metta Jensen, Val 4 Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki 3 Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA 3 Hildur Antonsdóttir, Breiðabliki 3 Natasha Moraa Anasi, Keflavík 3 Anna María Friðgeirsdóttir, Selfossi 2 Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki 2 Berglind B. Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 2 Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA 2 Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki 2 Clara Sigurðardóttir, ÍBV 2 Dóra María Lárusdóttir, Val 2 Emma Kelly, ÍBV 2 Grace Rapp, Selfossi 2 Halla M. Hinriksdóttir, HK/Víkingi 2 Hallbera Guðný Gísladóttir, Val 2 Hlín Eiríksdóttir, Val 2 Hulda Ósk Jónsdóttir, Þór/KA 2 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 4 Hlín Eiríksdóttir, Val 3 Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 3 Stephany Mayor, Þór/KA 3 Markahæstar Leikmenn: Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 23-4-3 Birta Guðlaugsdóttir Stjörnunni Ída Marín Hermannsdóttir Fylki Elín Metta Jensen Val Alexandra Jóhannsdóttir Breiðabliki Hildur Antonsdóttir Breiðabliki Lára Kristín Pedersen Þór/KA Stephany Mayor Þór/KA Barbára Sól Gísladóttir Selfossi Cassie Boren Selfossi Agla María Albertsdóttir Breiðabliki Hallbera Guðný Gísladóttir Val 3. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2019 Ída Marín Hermannsdóttir, Fylki 2 Jasmín Erla Ingadóttir, Stjörnunni 2 Lára Kristín Pedersen, Þór/KA 2 Magdalena Anna Reimus, Selfossi 2 Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 2 Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV 2 Sóley Guðmundsdóttir, Stjörnunni 2 Stephany Mayor, Þór/KA 2 Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflavík 2 Tinna Óðinsdóttir, HK/Víkingi 2 Þórhildur Þórhallsdóttir, HK/Víkingi 2 2 3 2 Breiðablik 18 Valur 17 Stjarnan 14 Þór/KA 12 HK/Víkingur12 ÍBV 12 Fylkir 11 Selfoss 9 Keflavík 9 KR 6 Lið: Skýr skilaboð úr Árbænum  Fylkir byrjar á tveimur dýrmætum heimasigrum  Agla María best í þriðju umferð og efst í M-gjöfinni  Birta besti ungi leikmaðurinn í umferðinni Ljósmynd/Sigfús Gunnar Best Agla María Albertsdóttir hef- ur byrjað tímabilið mjög vel. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Efnileg Birta Guðlaugsdóttir hefur varið mark Stjörnunnar vel. Kvennalið Fram í handknattleik hef- ur fengið til liðs við sig tvo leikmenn frá Selfossi fyrir næsta tímabil en Selfyssingar féllu í vor úr úrvals- deildinni. Skyttan Kristrún Stein- þórsdóttir og markvörðurinn Katrín Ósk Magnúsdóttir eru komnar í rað- ir Safamýrarliðsins. Báðar léku þær alla leiki Selfyssinga í úrvalsdeild- inni í vetur þar sem Kristrún, sem jafnframt er öflugur varnarmaður, skoraði 42 mörk og Katrín mark- vörður gerði eitt mark. Selfyssingar í raðir Fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.