Morgunblaðið - 16.05.2019, Qupperneq 58
58 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019
HANDBOLTI
Danmörk
Úrslitakeppnin, 1. riðill:
Aalborg – Tvis Holstebro ................... 27:28
Janus Daði Smárason skoraði 6 mörk
fyrir Aalborg og Ómar Ingi Magnússon 4.
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.
Vignir Svavarsson skoraði ekki mark
fyrir Holstebro.
Skjern – SönderjyskE......................... 39:22
Björgvin Páll Gústavsson varði 4 skot í
marki Skjern, skoraði 1 mark og átti 2 stoð-
sendingar. Tandri Már Konráðsson skoraði
4 mörk fyrir liðið.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 3
mörk fyrir SönderjyskE.
Lokastaðan: Skjern 8, Aalborg 8, Hol-
stebro 7, SönderjyskE 4.
Úrslitakeppnin, 2. riðill:
GOG – Bjerringbro/Silkeborg .......... 28:29
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 1 mark
fyrir GOG.
Lokastaðan: GOG 10, Bjerringbro/Silke-
borg 8, Skanderborg 5, Århus 3.
Í undanúrslitum mætast GOG – Alaborg
og Skjern – Bjerringbro/Silkeborg.
Frakkland
Pontault – Cesson-Rennes.................. 28:22
Geir Guðmundsson var ekki í leikmanna-
hópi Cesson-Rennes.
Noregur
Úrslitakeppni, annar úrslitaleikur:
Elverum – Arendal.............................. 30:22
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 7
mörk fyrir Elverum en Þráinn Orri Jóns-
son ekkert.
Staðan er 2:0 fyrir Elverum.
Úrslitakeppni NBA
Vesturdeild, fyrsti úrslitaleikur:
Golden State – Portland .................... 116:94
Staðan er 1:0 fyrir Golden State.
KÖRFUBOLTI
3. UMFERÐ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Nýliðar Fylkis geta verið ánægðir
með byrjun sína á Íslandsmóti
kvenna í fótbolta því eftir þrjár um-
ferðir er Árbæjarliðið komið með
sex dýrmæt stig í vasann.
Ljóst var fyrirfram að baráttan í
neðri hluta deildarinnar yrði hörð og
tvísýn og Fylkiskonur hafa þegar
sent keppinautunum skýr skilaboð
um að þær ætli ekki að taka þátt í
fallbaráttu í ár. Þær unnu KR 2:1 á
mánudaginn, höfðu áður unnið
heimaleik gegn Keflavík með sömu
markatölu og hafa því hirt sex stig á
heimavellinum sem eflaust verður
liðinu áfram drjúgur.
Fimm leikir í fyrstu þremur um-
ferðunum hafa endað með 1:0 sigri
annars liðsins og sjö alls með eins
marks mun. Það segir sitt um
hversu jöfn deildin er í ár og í raun
er merkilegt að ekkert jafntefli skuli
enn hafa litið dagsins ljós.
Valur þurfti að hafa mikið fyrir
því að vinna ungt og efnilegt lið
Stjörnunnar 1:0 í fyrrakvöld en eins
og búast mátti við eru Valur og
Breiðablik búin að koma sér fyrir á
toppnum og eru einu liðin sem hafa
ekki tapað stigum.
Þór/KA vann góðan útisigur í Eyj-
um, þar sem Stephany Mayor skor-
aði tvívegis, og virðist eins og spá-
dómar gáfu til kynna vera eina liðið
sem geti fylgt hinum tveimur eftir af
einhverri alvöru.
Komin með fimm M
Agla María Albertsdóttir fram-
herji Breiðabliks og landsliðskona
var besti leikmaður 3. umferðar að
mati Morgunblaðsins. Agla María
var allt í öllu í sigri Blikanna í Kefla-
vík, 3:0, þar sem hún skoraði mark,
lagði annað upp og Jóhann Ingi Haf-
þórsson skrifaði um hana í Morgun-
blaðið: „Agla hefur sjaldan eða aldr-
ei leikið eins vel í upphafi leiktíðar.“
Henni brást reyndar bogalistin úr
vítaspyrnu seint í leiknum.
Eins og sjá má hér fyrir ofan er
Agla María efst í M-gjöf Morgun-
blaðsins með fimm M fyrir fyrstu
þrjá leikina. Hún verður tvítug í
sumar en leikur samt sitt fimmta
tímabil í úrvalsdeildinni. Agla María
er uppalin í Breiðabliki en lék þó
með Val og Stjörnunni í meistara-
flokki þar til hún kom aftur í Kópa-
vog fyrir síðasta tímabil.
Agla María hefur gert fjögur
mörk í fyrstu umferðunum og þar
með 22 mörk í 63 leikjum í efstu
deild. Hún á að baki 23 A-landsleiki
og hefur gert í þeim tvö mörk.
Frábær byrjun Ólafsvíkings
Birta Guðlaugsdóttir mark-
vörður Stjörnunnar var besti ungi
leikmaðurinn í 3. umferð að mati
Morgunblaðsins. Birta lék mjög vel í
1:0 ósigri Garðabæjarliðsins gegn
Val en Valskonur áttu 22 markskot í
leiknum og þar af 12 sem hittu á
markið hjá Birtu. Hún hefur átt
góða leiki í Stjörnumarkinu í fyrstu
þremur umferðunum og er næstefst
í M-gjöfinni með fjögur M.
Birta er 18 ára Ólafsvíkingur og
hún varði mark Víkings í Ólafsvík í
1. deildinni tímabilin 2016 og 2017.
Hún kom til liðs við Stjörnuna fyrir
síðasta tímabil en var þriðji mark-
vörður á eftir Berglindi Hrund Jón-
asdóttur og Birnu Kristjánsdóttur
og spilaði ekki leik í deildinni. Birta
hefur því leikið þrjá fyrstu leiki sína
í efstu deild núna í vor og farið virki-
lega vel af stað og aðeins fengið á sig
eitt mark. Birta hefur leikið 19 leiki
með yngri landsliðum Íslands.
Margrét með enn einn áfanga
Margrét Lára Viðarsdóttir er
eini leikmaður deildarinnar sem hef-
ur náð að skora hjá Birtu í Stjörnu-
markinu til þessa. Margrét Lára
skoraði sigurmarkið fyrir Val í leik
liðanna á Hlíðarenda í fyrrakvöld og
hélt með því uppá sinn 250. deilda-
leik á ferlinum. Hún er aðeins þrett-
ánda íslenska knattspyrnukonan
sem nær að spila 250 leiki í deilda-
keppni heima og erlendis en af þess-
um leikjum eru 129 leikir á Íslandi,
114 í Svíþjóð og 7 í Þýskalandi. Mar-
grét skoraði sitt 195. mark í efstu
deild á Íslandi í leiknum og sitt 247.
deildamark á ferlinum.
Shaneka Gordon, framherjinn
marksækni frá Jamaíka, lék sinn
fyrsta leik með ÍBV í efstu deild í
fjögur ár þegar liðið tapaði 1:3 fyrir
Þór/KA á sunnudaginn. Shaneka,
sem hefur skorað 65 mörk í 92 leikj-
um í efstu deild hér á landi, hefur
glímt við meiðsli undanfarin ár en
lék með ÍR í 1. deild í fyrra og skor-
aði þá 5 mörk í 11 leikjum. Árin 2011
til 2014 skoraði Shaneka 12 til 14
mörk á hverju ári í deildinni.
Hulda Hrund Arnarsdóttir lék
á ný með Fylki eftir árs fjarveru og
hélt uppá það með því að skora í 2:1
sigrinum gegn KR.
Fjórir leikmenn léku sinn fyrsta
leik í deildinni í 3. umferð. Það voru
nýliðarnir Þóra Björg Stefánsdóttir
hjá ÍBV og Aníta Ýr Þorvaldsdóttir
hjá Stjörnunni, sem báðar eru 15
ára, Keflvíkingurinn Eva Lind Daní-
elsdóttir og svo Amanda Rooney,
nýr bandarískur leikmaður ÍBV.
Málfríður Anna Eiríksdóttir
var í liði Vals gegn Stjörnunni, ekki
Málfríður Erna Sigurðardóttir eins
og misritaðist í blaðinu í gær.
Fjórða umferðin verður leikin í
næstu viku og þar er viðureign Þórs/
KA og Breiðabliks á Akureyri sú
áhugaverðasta.
Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019
Þessar eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir
góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik.
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 5
Birta Guðlaugsdóttir, Stjörnunni 4
Cloé Lacasse, ÍBV 4
Elín Metta Jensen, Val 4
Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki 3
Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA 3
Hildur Antonsdóttir, Breiðabliki 3
Natasha Moraa Anasi, Keflavík 3
Anna María Friðgeirsdóttir, Selfossi 2
Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki 2
Berglind B. Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 2
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA 2
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki 2
Clara Sigurðardóttir, ÍBV 2
Dóra María Lárusdóttir, Val 2
Emma Kelly, ÍBV 2
Grace Rapp, Selfossi 2
Halla M. Hinriksdóttir, HK/Víkingi 2
Hallbera Guðný Gísladóttir, Val 2
Hlín Eiríksdóttir, Val 2
Hulda Ósk Jónsdóttir, Þór/KA 2
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 4
Hlín Eiríksdóttir, Val 3
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 3
Stephany Mayor, Þór/KA 3
Markahæstar
Leikmenn:
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-4-3
Birta Guðlaugsdóttir
Stjörnunni
Ída Marín
Hermannsdóttir
Fylki
Elín Metta Jensen
Val
Alexandra
Jóhannsdóttir
Breiðabliki
Hildur
Antonsdóttir
Breiðabliki
Lára Kristín
Pedersen
Þór/KA
Stephany Mayor
Þór/KA
Barbára Sól
Gísladóttir
Selfossi
Cassie Boren
Selfossi
Agla María Albertsdóttir
Breiðabliki
Hallbera Guðný
Gísladóttir
Val
3. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2019
Ída Marín Hermannsdóttir, Fylki 2
Jasmín Erla Ingadóttir, Stjörnunni 2
Lára Kristín Pedersen, Þór/KA 2
Magdalena Anna Reimus, Selfossi 2
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 2
Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV 2
Sóley Guðmundsdóttir, Stjörnunni 2
Stephany Mayor, Þór/KA 2
Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflavík 2
Tinna Óðinsdóttir, HK/Víkingi 2
Þórhildur Þórhallsdóttir, HK/Víkingi 2
2
3
2
Breiðablik 18
Valur 17
Stjarnan 14
Þór/KA 12
HK/Víkingur12
ÍBV 12
Fylkir 11
Selfoss 9
Keflavík 9
KR 6
Lið:
Skýr skilaboð úr Árbænum
Fylkir byrjar á tveimur dýrmætum heimasigrum Agla María best í þriðju
umferð og efst í M-gjöfinni Birta besti ungi leikmaðurinn í umferðinni
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Best Agla María Albertsdóttir hef-
ur byrjað tímabilið mjög vel.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Efnileg Birta Guðlaugsdóttir hefur
varið mark Stjörnunnar vel.
Kvennalið Fram í handknattleik hef-
ur fengið til liðs við sig tvo leikmenn
frá Selfossi fyrir næsta tímabil en
Selfyssingar féllu í vor úr úrvals-
deildinni. Skyttan Kristrún Stein-
þórsdóttir og markvörðurinn Katrín
Ósk Magnúsdóttir eru komnar í rað-
ir Safamýrarliðsins. Báðar léku þær
alla leiki Selfyssinga í úrvalsdeild-
inni í vetur þar sem Kristrún, sem
jafnframt er öflugur varnarmaður,
skoraði 42 mörk og Katrín mark-
vörður gerði eitt mark.
Selfyssingar
í raðir Fram