Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 laostarnir s a og þekkin k a r afbragðsmjólk. Færni og fagmennska mannsins dafnar með góðu hráefni. r h r sa rfið eflst eða al ti osturinn var framleiddur er áhugi á því. Þetta er því í raun ferð sem viðskiptavinirnir búa til í samráði við mig en ekki öfugt.“ Ferðirnar eru orðnar margar og gestirnir fleiri. Óli segir að fólk hafi almennt engan áhuga á að vera fast í umferðinni heldur vilji komast út í ósnortna náttúruna. „Ég er enda frekar fyrir malartroðninga en mal- bikaða vegi, því gullkista okkar er í kringum troðningana.“ Hann segir að heimsókn á sveitabæi sé oft helsta minning gestanna. Þeir segi ógleymanlegt að hafa lent í sauð- burði, heimaréttum, sláturgerð eða öðrum sveitastörfum. „Það þykir mikil upplifun að fá kaffi í eyrna- lausum bolla, rétt eins og að koma að fossi, þar sem enginn er,“ segir Óli. Hann segir að gestirnir vilji halda þessum leyndardómum út af fyrir sig og hafi haft á orði að ann- ars verði Ísland eins og Barcelona. „Þeir segja að verði landið og það sem það hafi upp á að bjóða á allra vörum verði ekki tvær milljónir ferðalanga hér á ári heldur 20 millj- ónir.“ Þekktur Þegar Óli byrjaði að bjóða upp á ferðir segir hann að telja hafi mátt leiðsögumenn í fullu starfi á fingr- um annarrar handar. „Þetta voru fyrst og fremst starfsmenn rútufyr- irtækja sem buðu upp á ferðir til Gullfoss og Geysis.“ Þrátt fyrir að leggja áherslu á fá- mennar ferðir á ótroðnum slóðum segir Óli að erlendu ferðalangarnir hafi oft furðað sig á hvað hann þekkti marga og hvað margir þekktu hann. Í því sambandi rifjar hann upp að Þjóðverjar í námi í ljósmyndun hafi heimsótt landið tvisvar á ári og Hörður Erlingsson hafi beðið sig um að taka hópinn yf- ir og vera með honum í þrjá daga í Suðursveitinni. „Sumarið eftir var ég á ferð með enska fjölskyldu á há- lendinu, við höfðum komið víða við og ég heilsað upp á marga. Maður- inn spurði hvort ég þekkti alla Ís- lendinga og ég sagði svo ekki vera, en fleiri þekktu mig. Skömmu síðar fórum við út úr bílnum og í sömu mund stoppaði rúta í vegkantinum. Út kom Þjóðverji, ljósmyndari úr hópnum sem ég hafði verið með um veturinn. Hann heilsaði mér inni- lega og sama átti við um hina far- þegana, sem voru allir úr fyrr- nefndum hópi. Enski herra- maðurinn varð forviða. „Það er ekki nóg með að hann þekki alla Íslend- inga heldur líka alla erlendu ferða- mennina,“ sagði hann.“ Engin niðurgreiðsla Óli er hættur en heldur samt áfram með dagsferðir, þegar óskað er eftir þeim. Ennfremur er hann í félagsskap sem nefnist „Fleiri vinir Óla“ og fer með þessum vinum sín- um um landið þegar færi gefst. „Þeim þykir betra að hafa einhvern kunnugan með, ég fer með þeim þegar ég get og er einn af hópnum, ekki fararstjóri á launum,“ segir hann. „Undanfarin 20 ár hef ég ver- ið fjarri heimili mínu í yfir 200 næt- ur á ári og mál er að linni. Ég er kominn á aldur, farinn að þiggja eft- irlaun, og mér dettur ekki í hug að puða fjarri fjölskyldu og heimahög- um til þess að niðurgreiða ellilífeyr- inn.“ Óbyggðirnar kalla Óli með hóp frá Mexíkó á leið í siglingu á Fjallsárlóni.Vað Óli aðstoðar farþega á leið yfir Syðri-Ófæru. MBrúin að hætti Óla »72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.