Morgunblaðið - 16.05.2019, Page 28

Morgunblaðið - 16.05.2019, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 Landsvirkjun fékk erlendan lands- lagsarkitekt til að endurhanna Búr- fellslund til að mæta athugasemdum sem gerðar voru við fyrri áform. Til- laga hans gengur út á það að færa vindmyllurnar til innan núverandi rannsóknarsvæðis, norður fyrir veg og að Sultartangastíflu. Vindmyll- unum er komið fyrir á minna svæði en áður var áformað. Þær eiga að falla betur inn í landslagið og blasa ekki eins við af veginum og eru í hvarfi þegar litið er yfir svæðið frá vinsælum áningarstöðum. Vindmyllurnar eru vitaskuld þarna áfram og sjást frá öðrum sjón- arhornum. Mikil áhrif á ferðasvæði Í tillögum verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar, sem raunar eru óafgreiddar frá Alþingi, er Búr- fellslundur settur í biðflokk. Megin- rökin eru það mat faghóps 2 sem taldi að vindmyllurnar myndu hafa mikil áhrif á ferðasvæði. Taldi fag- hópurinn þennan kost hafa meiri áhrif á ferðamennsku og útivist en nokkur annar virkjanakostur sem skoðaður var. Bent var á að allir ferðamenn sem fari um Sprengisandsleið og Fjalla- bak muni sjá vindmyllurnar og þær muni því hafa áhrif á mörg ferða- svæði sem tengjast Sprengisands- leið, svo og á mörg verðmæt ferða- svæði á sunnanverðu hálendinu, svo sem Landsmannalaugar, Heklu, Veiðivötn og Eldgjá. Verkefnis- stjórn taldi óhjákvæmilegt að bíða með ákvörðun um ráðstöfun svæð- isins og flokkaði í biðflokk í tillögum sínum. Landsvirkjun gerði alvarlegar at- hugasemdir við þetta mat og benti á að sum svæðin sem starfshópurinn tilgreinir liggi óravegu frá stöðum sem myllurnar sjást frá. Reiknaðist Landsvirkjun til að faghópurinn teldi að Búrfellslundur myndi hafa áhrif á 11% landsins. Þá taldi Lands- virkjun að ekki hefði verið litið til þess hversu mikið svæðið væri þeg- ar nýtt til orkuvinnslu eða innviða sem því fylgja. Skipulagsstofnun taldi í áliti sínu á umhverfismati Búrfellslundar að tilefni væri til að endurskoða áform um uppbyggingu vindorkugarðsins. Vantar farveg fyrir breytingar Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir að eins og staðan er í dag sé enginn farvegur til að koma breytingum á hönnun Búr- fellslundar á framfæri og bíði Landsvirkjun með framhald verk- efnisins. Óli segir að ef þau vanda- mál sem nú eru uppi í reglugerða- og leyfisveitingaferli vindorkunnar yrðu leyst ætti Landsvirkjun að geta farið af stað með uppbyggingu Búr- fellslundar með skömmum fyrir- vara. helgi@mbl.is Landsvirkjun hefur látið endurhanna Búrfellslund Möstrin skyggja ekki lengur á Heklu Mynd/Landsvirkjun Búrfellslundur Endurhönnun vindorkugarðsins miðar að því að fella vindmyllurnar inn í landslagið og að þær sjáist síður frá vinsælum áningarstöðum. Efri myndin sýnir hvernig myllurnar sáust þegar horft er frá Háafossi að Heklu. Á neðri myndinni er útsýnið frá sama stað eftir endurhönnun. Vindorka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.