Morgunblaðið - 23.05.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 23.05.2019, Síða 1
F I M M T U D A G U R 2 3. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  120. tölublað  107. árgangur  ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS SIGURÐUR ÁRNI MEÐ ÚRVAL „LEIÐRÉTTINGA“ FRÆÐSLUVEFUR FYRIR HINN ALMENNA HESTAMANN OPNAR SÝNINGU 62 ÁSDÍS HARALDSDÓTTIR 22FINNA VINNU 8 SÍÐUR Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Komdu og gerðu frábær kaup. Sérsníðum dýnur í öllum stærðum Samþykkt í útlöndum, hafnað hér heima  Vildu bara greiða fyrir vinstra brjóstið Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Sjúkratryggingar samþykktu að greiða fyr- ir aðgerð á vinstra brjóstinu en ég átti sjálf að borga fyrir aðgerð á því hægra og það var vegna þess að ég hafði greinst með krabba- mein í því.“ Þetta segir kona sem nýverið greindist með krabbamein í öðru brjósti sínu og á sama tíma kom í ljós að hún ber BRCA2-genið, sem eykur líkur á krabbameini. Konum í hennar sporum er ráðlagt að láta fjarlægja bæði brjóst í for- varnarskyni og eru slíkar aðgerðir gerðar á Brjósta- klíníkinni í Klíník- inni Ármúla, sem er einkarekin heil- brigðisþjónusta. Aðgerðirnar eru að öllu jöfnu greiddar að fullu af Sjúkra- tryggingum Ís- lands, en þar sem viðmælandi Morgunblaðsins hafði greinst með krabbamein nær greiðsluþátttakan ein- göngu til heilbrigða brjóstsins, því hún kaus að fara í aðgerð á Klíníkinni því að læknir þar sagðist treysta sér til að gera aðgerðina án vandkvæða. „Það er í rauninni verið að refsa mér fyrir að vera komin með krabbamein,“ segir hún. Til að flækja málið enn frekar var konunni sagt að ef hún kysi að fara utan í þessa að- gerð myndu Sjúkratryggingar greiða hana að fullu. Hún sótti þá um að fá að fara í að- gerð á brjóstamiðstöðinni í Nottingham á Englandi, The Nottingham Breast Institute. Það var samþykkt og aðgerðin var gerð í gær, af íslenskum lækni sem einnig starfar á Klíníkinni og gerir þar þessar sömu aðgerð- ir, en SÍ tekur ekki þátt í kostnaði við þær. „Þetta er sami læknirinn og sama aðgerð- in og ég fékk að vita hjá Sjúkratryggingum að aðgerðin kostaði það sama fyrir ríkið, hvar sem hún er gerð. Það eina sem er öðru- vísi er að ég þarf að leggja talsvert á mig til að fara utan í aðgerðina.“ MVerið að refsa mér … »20 Greiðslu- þátttaka » Konan greiðir aðgerðina ytra sjálf, en fær end- urgreitt frá SÍ. » Hún borgar líka ferðakostnað fyrir sig og að- stoðarmann, en þarf að bera þann kostnað. Selfyssingar urðu í gærkvöldi Íslandsmeistarar karla í handknattleik í fyrsta sinn í sögu félags- ins. Selfoss burstaði Hauka 35:25 í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um Íslandsmeist- aratitilinn á Selfossi og samtals 3:1. Er þetta jafnframt í fyrsta sinn sem Selfoss vinnur Ís- landsmeistaratitil í meistaraflokki í boltagrein. Lið Selfoss er að miklu leyti skipað leikmönnum sem aldir eru upp hjá félaginu. »60-61 Ljósmynd/Guðmundur Karl Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórn Persónuverndar hefur úrskurðað að hljóðupp- taka Báru Halldórsdóttur á samræðum þingmanna Miðflokksins á veitingastaðnum Klaustri í nóvember sl. hafi farið í bága við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Skal Bára eyða upptök- unni og senda Persónuvernd staðfestingu á því fyrir 5. júní næstkomandi. Stjórn Persónuverndar hafnaði frávísunarkröfu lögmanns Báru sem byggðist á þeim rökum að hljóð- upptökurnar féllu utan gildissviðs persónuverndar- laganna þar sem þær hefðu farið fram í tengslum við störf Alþingis. Einnig voru þau rök ekki talin eiga við að umrædd vinnsla persónuupplýsinga félli utan gild- issviðs laganna þar sem þær hefðu einvörðungu verið unnar í þágu fréttamennsku. Taldi stjórn Persónu- verndar að þegar litið er til tímalengdar upptökunn- ar, sem stóð í fjórar klukkustundir, hafi hún falið í sér rafræna vöktun. Ekki sé hægt að líta á slíka vöktun með leynd í þetta langan tíma þannig að hún falli und- ir fréttamennsku. Stjórnin varð ekki við kröfu lögmanns þingmanna Miðflokksins um að leggja stjórnvaldssekt á Báru Halldórsdóttur vegna upptökunnar. »2 Upptaka Báru ólögleg  Persónuvernd úrskurðar að upptökur á samtölum þing- manna á veitingastaðnum Klaustri hafi verið ólögmætar  Ríkinu ber að greiða fyrrverandi sameigendum sínum að hverasvæð- inu Geysi í Haukadal um 1,2 millj- arða króna, með vöxtum og verð- bótum, samkvæmt yfirmati sem gert var á verðmæti eignarinnar. Er það svipað og kom út úr upp- haflegu mati en ríkið vísaði því til yfirmats. Matið er bindandi fyrir báða aðila. Þegar ríkið keypti hlut ein- staklinganna sem áttu tvo þriðju Geysissvæðisins var ákveðið að dómkveðja matsmenn til að ákvarða kaupverðið. Niðurstaða yf- irmats er nú fengin og er þá lokið áratuga deilum um eignarhald á þessari náttúruperlu. »2 Ríkið greiðir 1,2 milljarða fyrir hveri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.