Morgunblaðið - 23.05.2019, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019
M A Z D A 2
S U M A R T I L B O Ð !
MAZDA2 NISEKO 1.5 BENSÍN, 90 HESTÖFL, BEINSKIPTUR
VERÐLISTAVERÐ: 2.390.000 KR.
-200.000 KR.
AFSLÁTTUR
Reykjavík
Bíldshöfði 8
515 7040
Akureyri
Tryggvabraut 5
515 7050
Komdu núna og nýttu þér þetta frábæra sumartilboð á Mazda2!
mazda.is
2.190.000 KR.
Einnig fáanlegur sjálfskiptur á sumartilboði.
Afsláttur gildir á öllum útfærslum Mazda2.
SUMARTILBOÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Meirihluti efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis leggur til að nokkr-
ar breytingar verði gerðar á frum-
varpi til laga um breytingu á ýmsum
lögum vegna brottfalls laga um
kjararáð. Leggur meirihlutinn til að
í bráðabirgðaákvæði verði kveðið á
um að laun þjóðkjörinna fulltrúa og
æðstu embættismanna taki ekki
breytingum fyrr en 1. janúar 2020 og
þá í samræmi við þróun á meðaltali
reglulegra launa ríkisstarfsmanna
árið 2018. Frá og með 1. júlí 2021
taki laun þessara aðila breytingum 1.
júlí ár hvert.
Þá leggur meirihlutinn til að heim-
ild ráðherra til að ákveða að laun
hækki hlutfallslega 1. janúar ár
hvert til samræmis við áætlaða
breytingu á meðaltali reglulegra
launa starfsmanna ríkisins falli
brott. Skýrt verði að laun skuli að-
eins taka breytingum 1. júlí ár hvert
í samræmi við hlutfallslega breyt-
ingu á meðaltali reglulegra launa
ríkisstarfsmanna á næstliðnu ári
samkvæmt birtum útreikningum
Hagstofunnar. Með þessu vilji meiri-
hlutinn annars vegar koma í veg fyr-
ir að laun ráðamanna og æðstu emb-
ættismanna hækki tvisvar á ári og
hins vegar tryggja að hækkun launa
miðist aðeins við staðfesta útreikn-
inga Hagstofunnar en ekki áætlanir.
Leggur meirihlutinn einnig til að
bráðabirgðaákvæði sem varðar kjör
presta breytist og að kveðið verði á
um að laun þeirra, sem tóku síðast
breytingum samkvæmt ákvörðun
kjararáðs frá 17. desember 2017,
breytist 1. júlí ár hvert samkvæmt
sömu aðferð og önnur laun sem
kveðið er á um í frumvarpinu þar til
nýtt samkomulag milli ríkis og
kirkju hefur náðst um breytt fyrir-
komulag á framlögum ríkisins til
kirkjunnar.
Heimild ráðherra til
launahækkana skert
Hækkun launa miðist aðeins við
staðfesta útreikninga Hagstofunnar
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að for-
sætisnefnd Alþingis hafi rætt það að tímabært sé að
hefja undirbúning að endurskoðun laga um þingfarar-
kostnað.
„Þetta spratt upp af því að við vorum að gera breyt-
ingar á ýmsum reglum og lækkuðum greiðslur í kjölfar
kjararáðsúrskurðarins,“ sagði Steingrímur við Morg-
unblaðið.
Hann segir að jafnframt hafi verið rætt um skatta-
lega meðferð greiðslna eins og fasts starfs- og ferða-
kostnaðar. Greiðslurnar hafi á sínum tíma verið meira
en helmingaðar. „Þessum greiðslum er ætlað að mæta
útlögðum kostnaði og eru þar af leiðandi skattfríar. En það er ljóst að
skattfríðindi stuða suma,“ sagði Steingrímur.
Forseti Alþingis sagði að forsætisnefnd myndi setjast yfir þessi mál í
góðu tómi, þegar færi gæfist til, en þessi umræða nefndarinnar um þing-
fararkostnaðarhliðina hefði í raun ekkert með lagabreytingar um þingfarar-
kaup að gera. Nefndin fylgdist að sjálfsögðu með þeim breytingum sem
meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar væri að leggja til og honum skild-
ist að þær breytingar tækju aðallega til þess að skýra línur milli Alþingis og
ráðuneyta hvað varðar ráðherra og heimildir þeirra. agnes@mbl.is
Ræða þingfararkostnað
FORSETI ALÞINGIS
Steingrímur J.
Sigfússon
Farfuglar voru allir komnir til lands-
ins í gær nema þórshani, sem hafði
ekki sést, en hann hefur oftast látið
sjá sig um þetta leyti.
Fuglaáhugamenn lesa gjarnan
vefinn fuglar.is þar sem birtast
fréttir af flækingsfuglum og fugla-
komum. Á Facebook eru nokkrar
síður, t.d. Birding Iceland, þar sem
birtar eru fuglafréttir frá Íslandi á
ensku, og Íslenskar fuglategundir.
Jóhann Óli Hilmarsson, ljósmynd-
ari og höfundur handbóka um fugla,
fylgist vel með fuglakomum. Hann
tók meðfylgjandi mynd af brand-
svölu á Stokkseyri fyrr í mánuðinum
en Jason Orri Jakobsson fann fugl-
inn. Mikið hefur sést af svölum á
landinu í vor.
„Hér hafa sést landsvölur, bæjar-
svölur og bakkasvölur og svo
brandsvalan. Ég býst við að það
verði eitthvert svöluvarp. Landsvala
og bæjarsvala hafa orpið hér og gert
það gjarnan þegar koma svona gus-
ur. Bakkasvala er sjaldgæfari og
hefur aldrei reynt varp hér svo vitað
sé,“ sagði Jóhann Óli. Brandsvala
sást nú í þriðja sinn og er líklega fá-
gætasti fuglinn sem sést hefur í vor.
Heimkynni hennar eru á Spáni, í
Portúgal og við Miðjarðarhaf.
Trjástelkur er allfágætur evr-
ópskur vaðfugl. Hann sást nú í átt-
unda sinn. Jóhann Óli tók myndina
af trjástelknum í Njarðvík en Guð-
mundur Falk fann fuglinn.
Á meðal annarra flækingsfugla
má nefna ameríska vaðlatítu sem
sást í Garði. Hún er algengur flæk-
ingur á haustin en sást nú í fyrsta
sinn hér að vori. Annar amerískur
flækingur var leirutíta sem sást
einnig í Garði.
Evrópskur síkjasöngvari sást við
Þvottá í Álftafirði, tegundin finnst
um alla Norður- og Mið-Evrópu.
Einnig sást kvöldfálki við Vík í Lóni.
Í lok apríl sást fjalllóa á Suður-
nesjum en hún er sjaldgæf sjón. Jó-
hann Óli sagði að fjalllóan væri m.a.
hátt í fjöllum Skotlands og Noregs.
Tegundin hefði alla burði til að lifa
hér, ekki síður en heiðlóan.
gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson
Brandsvala Hún er langt að komin og sjaldgæf sjón. Mikið hefur sést af landsvölu og bæjarsvölu í vor.
Fágætir fuglar á landinu
Allir farfuglar
komnir nema
þórshaninn
Trjástelkur Tegundin sást hér í áttunda skipti nú í vor og telst því fáséð.
Farfuglarnir voru allir komnir í gær nema þórshani sem er væntanlegur.