Morgunblaðið - 23.05.2019, Side 45

Morgunblaðið - 23.05.2019, Side 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 Mikið hefur verið rætt og ritað um þriðja orkupakkann svokallaða, og sýnist sitt hverjum, sem verða vill, þar sem skjöl frá ESB eru annars vegar, enda hefur þjóðin löngum verið klofin í tvennt, ef ekki þrennt, þar sem sá aumi félags- skapur er annars veg- ar. Það kemur nú líka í ljós í Bretlandi þessa dagana, þegar verið er að berjast við að end- urheimta frelsið aftur úr því helsi, sem ESB setur á þjóðir sínar, enda sést nú best á þeim barningi, hversu heppin við megum teljast að hafa aldrei blandað frekara geði við það lið, sem þar stjórnar málum, en orðið er með EES. Jafnvel sá, sem harðast barðist fyrir inngöngu Íslands í ESB, er nú orðinn afhuga því, sjálfur Jón Baldvin Hannibalsson, og þá mega aðrir fara að hugsa dæmið upp á nýtt, hefði ég sagt. Allt það, sem hann hefur um málið sagt er sagt af þekkingu á innviðum EES og ESB, og því engin ástæða til að véfengja það. Þegar Jón Baldvin sem utanrík- isráðherra vildi inn- leiða EES-samning- inn hér á landi á sinni tíð, þá var ég ein þeirra, sem voru á móti því og skrifaði á mótmælalista gegn innleiðingu hans, og ég er enn sami EES- og ESB-andstæðing- urinn og ég var þá, og verð það alltaf. Ég hef alltaf litið á Sjálfstæðisflokkinn sem heldur and- stæðan ESB-aðild, svo og EES-samningnum, frekar en hitt, nema einhver prósent, sem í dag kjósa að kalla sig Við- reisn, en mér sýnist í þessu máli fleiri en þeir, sem komu sér úr flokknum, vera á sömu línunni eins og Viðreisnarfólk, og vilja endilega selja auðlindir landsins, sem felst í virkjun fallvatna í þágu sæstrengs og annars verra. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur líka til þessa, eins og ég hef skilið hlut- verk hans frá stofnun, staðið öruggan vörð um sjálfstæði lands- ins á öllum sviðum, og virt þá staðreynd, að við erum lýðveldi með full yfirráð yfir auðlindum okkar á sjó og landi. Þegar flokks- menn hans, þingmenn og ráð- herrar eru farnir að renna sömu slóðina og ESB-flokkarnir, og vilja meina, að það sé í lagi að taka á sig það ok, sem þessum þriðja orkupakka fylgir, kalla allt annað einangrunarstefnu, þá get ég ekki annað sagt en: Svo bregðast krosstré… – og það ekki að ósekju. Sama gæti ég sagt um VG. Ég fagnaði því, að Sigurður Ingi Jóhannsson vildi fara hægt í sak- irnar og skoða málin betur, þegar hann sá viðbrögð okkar andstæð- inga ESB og EES, og ekki síst, þegar Jón Baldvin tók afstöðu með okkur og fannst kommiss- ararnir í Brüssel vera gengnir ein- um of langt með orkustefnu sinni og ásælni í íslenskar auðlindir. Þá fannst Sigurði Inga vert að doka við og kanna málin betur, og láta ekki Miðflokkinn einan um það og að standa vörð um lýðveldið, áður en þessi ósköp verða samþykkt samhljóða í þinginu, sem ég leyfi mér að stórefast um, að verði, og útkoman úr atkvæðagreiðslunni gæti gengið þvert á flokka, líkt og ESB-umræðan öll hefur verið til þessa og klofið flokka niður í ein- ingar sínar. En þetta stóð því mið- ur ekki lengi, og ég harma það, enda eiga allir að vita, að það er aldrei hægt að treysta ESB. Ég treysti því vel og trúi, sem Jón Baldvin hefur sagt og segir um orkupakka ESB, enda verða menn að athuga það, að þar talar maður, sem gjörþekkir þessi mál og hefur kynnt sér þau rækilega, veit því nákvæmlega, hvað hann er að tala um eftir langa þjónustu á sviði utanríkismála. Hví skyldi ekki vera hægt að taka mið af því og trúa því sann- arlega, sem slíkur maður segir? Betur væri, að þingheimur gæti haft það að leiðarljósi, sem Jón Baldvin hefur sagt, enda ætti hann að geta túlkað þessi mál flestum öðrum betur. Það væri því vitið meira, að þingheimur rasaði ekki um ráð fram og færi blind- andi að samþykkja eitthvað fyrir þjóðarinnar hönd, sem á eftir að reynast henni afdrifaríkt síðar meir, og þeir eigi jafnvel síðar eft- ir að sjá eftir, komi þeir tímar, að málin snúist í höndum þeirra, enda vitum við öll, m.a. með því að fylgjast með framkomu ESB gagnvart Bretum núna, hvernig yfirvöldin þar geta hagað sér og jafnvel brotið á þjóðum, rjúfa gerða samninga, virða ekki sjálf- stæði þjóða og þá fyrirvara og til- lögur, sem koma frá viðsemj- endum. Við sjáum það í dag gagnvart Bretum, þar sem allir samningar skulu gerðir á for- sendum kommissaranna í Brüssel. Bretar fá engu að ráða, og svo verður það um þessa orkupakka- samþykkt af okkar hálfu, og ég furða mig stórum á Guðlaugi Þór og þeim öðrum í Sjálfstæðis- flokknum, ef þeir halda virkilega, að varnaglarnir, sem þeir setja fyrir samþykkt þriðja orkupakk- ans haldi, þegar til á að taka. Þeir eiga að vita betur, ef þeir eru ekki því glámskyggnari á framkomu ESB en hefur verið til þessa, en Jón Baldvin hefur áttað sig á fyrir löngu, þekkir þá í Brüssel líka betur en svo, og segir því mjög varasamt að samþykkja þennan orkupakka. Gáfulegast væri því að leggja orkupakkann fyrir þjóðina, áður en lengra er haldið. Ég skora þess vegna á þingheim og forseta landsins að leyfa þjóðinni að hafa síðasta orðið í þessum málum, hvað sem ESB segir um það, enda erum við lýðfrjáls þjóð, og sem betur fer, í engum þeim tengslum við ESB, sem bannar slíkt, og megum þakka okkar sæla fyrir það. Um þriðja orkupakkann Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur »Ég skora þess vegnaá þingheim og for- seta landsins að leyfa þjóðinni að hafa síðasta orðið í þessum málum. Guðbjörg Snót Jónsdóttir Höfundur er guðfræðingur og félagi í Heimssýn. Að geta borðað og drukkið er eitt af því sem við tökum sem gefnum hlut í lífinu, rétt eins og að geta gengið og talað. Við veikindi og slys getur kynging, þessi „sjálf- sagða“ færni, hins vegar skerst. Þá getur fólk ekki lengur kyngt mat og drykk á skil- virkan og öruggan hátt. Það getur komið fyrir alla að finna fyrir smá- vægilegum erfiðleikum við að kyngja, t.d. að svelgjast á stöku sinnum, en viðvarandi kynging- arvandi er mál sem óráðlegt er að hunsa. Kyngingartregða í munni og koki (e. oropharyngeal dysphagia) getur komið fyrir á öllum aldri, hjá bæði börnum og fullorðnum. Al- gengast er að kyngingartregða sé afleiðing sjúkdóms, t.d. heilablóð- falls, ýmissa taugasjúkdóma og krabbameins í höfði eða hálsi. Kyngingartregða getur ágerst smátt og smátt (t.d. í parkinsons- veiki), eða komið skyndilega (t.d. við heilablóðfall eða höfuðáverka). Hún getur verið allt frá því að vera væg, upp í að vera mjög alvarleg, jafnvel þannig að viðkomandi geti engu kyngt, heldur þurfi að fá alla næringu gegnum slöngu (sondu). Kyngingartregða hefur margvísleg áhrif á daglegt líf, heilsu og lífsgæði og getur m.a. leitt til ofþornunar, næringarskorts, lungnabólgu og fé- lagslegrar einangrunar. Kyngingar- tregða getur auk þess valdið hættu á að það standi í fólki matur, þannig að loftvegur lokist og fólk jafnvel kafni. En hvað er kynging? Kynging er býsna flókið ferli sem krefst virkni og samhæfingar fjölmargra vöðva og tauga, auk svæða í hvelaheila og heilastofni. Kynging er ferð fæðu gegnum munn, kok og vélinda og er oft skipt í þrjú stig: munnstig, kok- stig og vélindastig og hefur hvert stig sína sérstöðu, t.d. er munnstig viljastýrt en kok- og vélindastig ósjálfráð. Aldurstengdar breytingar á kyngingargetu koma fram hjá flestum upp úr miðjum aldri, rétt eins og á sjón og heyrn, og hamla fólki yfirleitt lítið í daglegu lífi. Líkur á kynging- artregðu hins vegar margfaldast í réttu hlutfalli við líkur á ákveðnum sjúkdómum sem algengari eru með- al eldri aldurshópa en yngri. Eins og hér hef- ur verið nefnt getur kynging- artregða haft mjög alvarlegar af- leiðingar fyrir heilsu fólks og brýnt að grípa til viðeigandi ráðstafana. Talmeinafræðingar hafa margir hverjir sérþekkingu á kynging- artregðu á munn- og kokstigi. Læknar geta vísað einstaklingum til talmeinafræðinga sem greina vand- ann nánar, leggja til úrræði og veita ráðgjöf til einstaklinga, aðstand- enda og heilbrigðisstarfsfólks. Tal- meinafræðinga má finna víða um land, m.a. sjálfstætt starfandi og á heilbrigðisstofnunum. Þess má geta að á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri hafa talmeinafræðingar umsjón með sérhæfðum myndrann- sóknum á kyngingargetu á munn- og kokstigi, og veita ráðgjöf í kjöl- farið. Óhætt er að spá aukinni tíðni kyngingartregðu í ljósi breytinga á aldurssamsetningu þjóðarinnar. Auka þarf vitund almennings og heilbrigðisstarfsfólks um kynging- artregðu og þau úrræði sem í boði eru til að auðvelda fólki að nærast á eins öruggan hátt og kostur er. Eins og að drekka vatn? Eftir Elísabetu Arnardóttur Elísabet Arnardóttir »Kyngingartregða getur haft alvar- legar afleiðingar fyrir heilsu fólks. Auka þarf vitund almennings og heilbrigðisstarfsfólks um kyngingartregðu. Höfundur er deildarstjóri talmeinaþjónustu Landspítala og stundakennari við HÍ. H ér að sp re nt I L S S T A Ð I R - H Ú S A V Í K INNI fasteignasala auglýsir vinnubúðir og annað lausafé til sölu Nánar tiltekið er um að ræða einingahús staðsett að Hrauni, Reyðarfirði, önnur hús, ýmis laus búnaður og annað sem á svæðinu er. Allt verður selt til flutnings, og þurfa kaupendur að greiða kostnað vegna þess. Svæðið verður opið til skoðunar sunnudaginn 26. maí 2019 kl. 13.00 til 17.00. Mikilvægt að kaupendur kynni sér vel söluskilmála, sem fela það í sér að seljandi tekur enga ábyrgð á ástandi hins selda. Ástand eigna er mjög misjafnt. Skorað er á kaupendur að kynna sér vel þá muni sem þeir hyggjast gera tilboð í. Hægt verður að bjóða í lausafé á staðnum. Þeir sem bjóða í heilar lengjur munu njóta forgangs á við þá sem bjóða í stakar einingar. Hægt verður að senda inn kauptilboð, senda fyrirpurnir og skoða myndir á vefsíðunni www.vinnubudir.com. Einnig má senda tilboð í netfangið sigrun@inni.is. Áskilinn er réttur til að hafna öllum tilboðum og taka hvaða tilboði sem er. Stefnt er að því að hefja samningsgerð á grundvelli tilboða 3. júní 2019. Það athugast að seljandi gerir enga ástandslýsingu á hinu selda og hvetur kaupendur til að kynna sér ástandið vel, en fyrir liggur að eignirnar hafa verið ónotaðar um langt skeið. Upplýsingar á www.vinnubudir.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.