Morgunblaðið - 23.05.2019, Síða 60

Morgunblaðið - 23.05.2019, Síða 60
60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan – Fylkir...................................... 3:1 Staðan: Breiðablik 4 4 0 0 13:2 12 Valur 4 4 0 0 13:2 12 Stjarnan 4 3 0 1 5:2 9 Þór/KA 4 2 0 2 8:10 6 Fylkir 4 2 0 2 5:7 6 Selfoss 4 2 0 2 5:7 6 ÍBV 4 1 0 3 4:7 3 KR 4 1 0 3 3:7 3 HK/Víkingur 4 1 0 3 1:6 3 Keflavík 4 0 0 4 3:10 0 Markahæstar: Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki .......5 Stephany Mayor, Þór/KA............................4 Margrét Lára Viðarsdóttir, Val..................3 Hlín Eiríksdóttir, Val...................................3 Hildur Antonsdóttir, Breiðabliki ................3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Brei. .........3 Holland Umspil, undanúrslit, seinni leikur: Excelsior – RKC Waalwijk ..................... 1:1  Elías Már Ómarsson lék fyrstu 96 mín- úturnar og skoraði mark Excelsior en Mikael Anderson kom inn á eftir 86 mín- útur.  RKC vann einvígið, 3:2, og mætir Go Ahead Eagles í einvígi um sæti í úrvals- deild á næstu leiktíð. Sviss Grasshoppers – Sion ............................... 0:3  Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leik- inn með Grasshoppers. Tyrkland Umspil, undanúrslit, fyrri leikur: Gazisehir – Osmanlispor ........................ 2:0  Theódór Elmar Bjarnason lék allan leik- inn með Gazisehir. Noregur Bikarkeppnin, 2. umferð: Strömmen – Bodö/Glimt ........................ 2:1  Oliver Sigurjónsson spilaði allan leikinn með Bodö/Glimt. Halden – Lilleström ................................ 1:4  Arnór Smárason var á varamanna- bekknum hjá Lilleström en kom ekkert við sögu í leiknum. Florö – Aalesund ..................................... 0:1  Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á eftir 66 mínútur, Aron Elís Þrándarson kom inn á eftir 90 mínútur, Davíð Kristján Ólafsson lék fyrstu 66 mínúturnar en Daní- el Leó Grétarsson var ekki í leikmannahópi Aalesund. Jerv – Sandefjord .................................... 1:2  Viðar Ari Jónsson kom inn á hjá Sand- efjord eftir 83 mínútur en Emil Pálsson er frá keppni vegna meiðsla. Pors Grenland – Mjöndalen ................... 2:4  Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn fyrir Mjöndalen. Eidsvold – Vålerenga.............................. 0:5  Matthías Vilhjálmsson spilaði fyrstu 66 mínúturnar og skoraði tvívegis fyrir Våle- renga. KNATTSPYRNA Kvennalið Stjörnunnar í handknattleik hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir næsta tímabil í úrvalsdeildinni en pólski markvörðurinn Klaudia Powaga hefur samið við Garðabæjarliðið til næstu tveggja ára. „Powaga er 22 ára gömul og kemur frá pólska liðinu Start Elblag sem lenti í 4. sæti í pólsku úrvalsdeildinni í ár. Hún er leikmaður B-landsliðs Póllands og er af mörg- um talin framtíðarmarkmaður pólska landsliðsins,“ seg- ir í fréttatilkynningu frá Stjörnunni. Stjarnan hefur einnig samið við unga og efnilega leik- menn fyrir næsta tímabil. Hin 19 ára gamla Ólöf Ásta Arnþórsdóttir er komin til liðsins en hún spilaði með Fjölni á síðasta tímabili og varð markahæsti leikmaðurinn í Grill 66- deildinni með 185 mörk. Ída Bjarklind Magnúsdóttir, 19 ára, er komin frá Selfossi og er talin með efnilegri skyttum landsins. Hún hefur verið viðloðandi yngri landslið Ís- lands og spilar með B-landsliði Íslands. Þá er Hildur Guðjónsdóttir komin frá FH en hún er 17 ára gömul og er efnilegur útileikmaður. Lið Stjörnunnar hafnaði í 6. sæti í deildinni í vetur en liðið vann þó að- eins fimm leiki af tuttugu og einum í deildinni. sport@mbl.is Pólverji í Garðabæinn Klaudia Powaga Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, ætlaði sér að hefja keppnistímabilið á móti í Noregi í gærkvöld en fékk „sting“ í inn- anvert læri í upphitun og hætti við keppni. Ásdís staðfesti þetta við Morgunblaðið í gærkvöld. Annar ólympíufari, Guðni Valur Guðnason, náði hins vegar að hefja sitt keppnistímabil en hann kastaði lengst 57,51 metra í kringlukasti og varð í 5. sæti á mótinu. Guðni hefur lengst kastað 65,53 metra á sínum ferli, í júlí á síðasta ári. Ásdís bíður með að byrja Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Meidd Ásdís Hjálmsdóttir dró sig úr keppni í gær vegna meiðsla. Íslendingaliðið Aalborg vann Bjerr- ingbro-Silkeborg, 33:30, þegar liðin áttust við í fyrsta undanúrslitaleik sínum um danska meistaratitilinn í handknattleik í gær. Janus Daði Smárason skoraði 5 mörk og Ómar Ingi Magnússon 4 fyrir Aalborg. Þrír Íslendingar komu við sögu þegar GOG vann Skjern 28:25. Óð- inn Þór Ríkharðsson skoraði ekki fyrir GOG né Tandri Már Konráðs- son fyrir Skjern. Björgvin Páll Gústavsson varði þrjú skot í marki Skjern. sport@mbl.is Aalborg og GOG unnu Morgunblaðið/Árni Sæberg 5 mörk Janus Daði hefur verið at- kvæðamikill í úrslitakeppninni. Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. 1:0 Renae Cuéllar 58. 2:0 Diljá Ýr Zomers 73. 3:0 Jasmín Erla Ingadóttir 83. 3:1 Sjálfsmark 87. I Gul spjöldEngin. I Rauð spjöldEngin. STJARNAN – FYLKIR 3:1 MM Renae Cuéllar (Stjörnunni) M Birta Guðlaugsdóttir (Stjörnunni) Viktoría V. Guðrúnardóttir (Stjö.) Jasmín Erla Ingadóttir (Stjörn.) Ída Marín Hermannsdóttir (Fylki) Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylki) Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki) að moða í fyrstu þremur leikjum sín- um hér á landi. Hún var hins vegar stórhættuleg allan seinni hálfleikinn og hefðu mörkin hennar getað orðið fleiri. Þarf meira til í efstu deild Þrátt fyrir tvo sigra í fyrstu þrem- ur umferðunum, hefur sóknarleikur Stjörnunnar ekki verið upp á marga fiska. Liðið var aðeins búið að skora tvö mörk. Það var allt annað að sjá til fremstu manna í gær og gæti þetta nýja og spennandi Stjörnulið náð langt, þar sem það fær mjög fá mörk á sig í upphafi sumars. Stjarn- an gæti verið það lið sem er næst Val og Breiðabliki, sem virðast sterkari en önnur lið í ár. Fylkiskonur hefðu eflaust náð úr- slitum í 1. deildinni með spila- mennsku eins og í gær. Liðið skap- aði sér fullt af færum í fyrri hálfleik. Í efstu deild verður þú hins vegar að nýta þau færi sem gefast. Marija Radojicic er spennandi framherji, en hún var heldur eigingjörn í gær. Hún fór illa með fleiri en eitt færi, þegar hún hefði getað gefið á betur staðsetta liðsfélaga. Þrátt fyrir tapið í gær getur Fylkir vel við unað, með sex stig eftir fjóra leiki. Stjarnan refs- aði nýliðunum  Sóknarleikur Stjörnunnar að smella Í GARÐABÆ Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Stjarnan vann sinn þriðja heimaleik í röð í Pepsi Max-deild kvenna í fót- bolta í gærkvöldi er liðið lagði Fylki, 3:1 í lokaleik 4. umferðarinnar. Stjörnukonur spiluðu virkilega vel í seinni hálfleik, eftir erfiðan fyrri hálfleik. Fylkir var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fékk nokkur góð færi til að skora fyrsta markið. Birta Guðlaugsdóttir var hins vegar enn og aftur sterk í markinu hjá Stjörn- unni. Hulda Hrund Arnardóttir var mjög spræk hjá Fylki í hálfleiknum og skapaðist hætta í hvert skipti sem hún sótti að vörn Stjörnukvenna. Þegar þú nýtir ekki færin þín í efstu deild, þá er þér hins vegar oftar en ekki refsað. Stjörnukonur komu mun betur í seinni hálfleikinn og um leið og mexíkóska landsliðskonan Renae Cuéllar skoraði fyrsta mark Stjörn- unnar og fyrsta mark sitt í íslensk- um fótbolta, var ljóst í hvað stefndi. Cuéllar fór ekki vel af stað hjá Stjörnunni og fékk hún úr afar litlu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.