Morgunblaðið - 23.05.2019, Side 62
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Sýningin er byggð á háheilögum
sannleika í bland við eintóman upp-
spuna og lygar,“ segir Agnes Wild
leikstjóri um leiksýninguna Djákninn
á Myrká - Sagan sem aldrei var sögð
sem leikhópurinn
Miðnætti frum-
sýnir í Samkomu-
húsinu á Akureyri
í kvöld kl. 20 og
sýnir annað kvöld
kl. 20. Aðeins
verða þessar tvær
sýningar.
Uppfærsluna
vinnur Miðnætti í
samstarfi við
Leikfélag Ak-
ureyrar undir merkjum Gróðurhúss-
ins. Að sögn Agnesar skipa leikhóp-
inn Miðnætti auk hennar
tónlistarkonan Sigrún Harðardóttir
og leikmynda- og búningahönnuður-
inn Eva Björg Harðardóttir. „Við
komum úr ólíkum listgreinum og
fáum til liðs við okkur mismunandi
listafólk í hin ýmsu verkefni,“ segir
Agnes, en meðal fyrri sýninga Mið-
nættis má nefna brúðusýninguna Á
eigin fótum sem sýnd var við góðar
viðtökur.
Gaman að vinna með arfinn
„Við í leikhópnum Miðnætti höfum
mjög mikinn áhuga á þjóðsögum og
höfum gaman af því að vinna með
arfinn,“ segir Agnes þegar hún er
spurð hvers vegna þjóðsagan um
djáknann á Myrká hafi orðið fyrir
valinu sem efniviður. „Djákninn á
Myrká er aðalþjóðsaga Norðurlands
og gerist í Hörgárdal hér í Eyjafirð-
inum. Það kom því ekki annað til
greina en velja þessa sögu,“ segir
Agnes og bendir á að sýningin sé
unnin í samsköpunarferli. „Handritið
er samið á æfingaferlinu í samsköpun
hópsins. Þjóðsagan sjálf er ekki
nema um þrjár blaðsíður að lengd, en
sýningin er um 60 mínútur,“ segir
Agnes og tekur fram að leikararnir
Birna Pétursdóttir og Jóhann Axel
Ingólfsson bregði sér samtals í um 20
hlutverk.
„Fyrsti hálftími sýningarinnar er
„Hryllilegt
gamanverk“
Agnes
Wild
Miðnætti frumsýnir Djáknann á
Myrká - Sagan sem aldrei var sögð
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þessar viðbætur smellpössuðu við
það sem ég var að gera í málverkinu á
þessum tíma,“ segir Sigurður Árni
Sigurðsson þar sem við horfum á
fyrstu „leiðréttinguna“ sem hann
gerði snemma árs 1992. Þetta er
svarthvít ljósmynd í póstkortastærð
af hundi. Sigurður límdi myndina á
gulleita örk og teiknaði inn á hana;
bætti við skuggum af gróðri og af
hundinum. Hann gerði ljósmyndina
þannig að sínu verki, „leiðrétti“ hana.
Síðan er liðinn rúmur aldar-
fjórðungur og Sigurður Árni, sem er
einn kunnasti myndlistarmaður sinn-
ar kynslóðar hér á landi, hefur sam-
hliða annarri vinnu sinni í myndlist-
inni haldið áfram að bæta við
„leiðréttingum“, þar sem hann vinnur
einkum með fundin póstkort og ljós-
myndir. Hann „leiðréttir“ fleira á
þennan hátt, til að mynda frímerki og
steina. Og á laugardaginn kemur kl.
16 verður opnuð í Hverfisgalleríi á
Hverfisgötu 4 sýning sem hann kallar
Leiðréttingar/Corrections, með um-
fangsmiklu úrvali verka úr þessari at-
hyglisverðu og merku myndröð.
Þetta er orðinn viss leikur
Samtímis opnun sýningarinnar
kemur út vegleg bók í stóru broti með
sama heiti og í henni eru 75 verk. Í
bókinni eru ný grein eftir Æsu Sig-
urjónsdóttur um verkin, eldri skrif
eftir Jón Proppé og Hallgrím Helga-
son um þau og formáli eftir kunnan
franskan fræðimann, Bernard Mar-
cadé, sem var prófessor Sigurðar
Árna á sínum tíma í Frakklandi og
hefur áður skrifað um verk hans. Í
textunum er til að mynda fjallað um
hugmyndir Marcels Duchamp um
fundna hluti sem breytt er í verk,
readymade eða objet trouvé eins og
það kallast upp á ensku og frönsku,
og hvernig það tengist þessum verk-
um þar sem Sigurður Árni einmitt
vinnur út frá fundnu myndefni.
„Árið 1990 var ég með vinnustofu
allt sumarið í Sete í Suður-Frakk-
landi.“ Þannig hefur Sigurður Árni
söguna af því hvernig fyrstu leiðrétt-
ingarnar urðu til. „Þar í bæ er hefð að
heimsækja flóamarkaðinn á sunnu-
dagsmorgnum og fá sér síðan kaffi og
krabbakökur. Ég tók þátt í þessu allt
sumarið og við að ganga um flóa-
markaðinn vaknaði hjá mér áhugi á
gömlum póstkortum og sérstaklega
þeim handlituðu, og ég fór að safna
þeim. Áhuginn tengdist málverk-
unum mínum, litirnir í þessum gömlu
handlituðu prentuðu póstkortum eru
svo áhugaverðir. Eftir sumarið átti ég
dágott safn af kortum og öðrum
gömlum ljósmyndum.
Ein af þessum myndum var lengi
uppi við í vinnustofunni, ómerkileg
mynd tekin ofan á hund, hún var rifin
í einu horninu en skuggaspilið í henni
fannst mér skemmtilegt. Eftir að
myndin hafði verið á vinnuborðinu
mínu í meira en ár datt mér í hug að
líma hana á pappírsörk og framlengja
skuggana í kringum hundinn. Ég
man hvað mér fannst merkilegt þeg-
ar skugginn af gróðrinum og sá af
hundinum sameinuðust í teikning-
unni. Þetta tengdist þarna strax frá
upphafi því sem ég var að velta fyrir
mér og hef mikið unnið með, eins og
hugleiðingum um forgrunn og bak-
grunn í myndverkum. Við að gera
fyrstu leiðréttingarnar velti ég mikið
fyrir mér hvort fundna myndin eða
póstkortið væri fyrirmyndin í verkinu
eða það sem það sýndi. Var póst-
kortið listaverkið eða teikningin
mín?“
Sigurður Árni segir fyrstu leiðrétt-
Tvær hliðar á öllum málum
Umfangsmikið úrval „leiðréttinga“ Sigurðar Árna Sigurðssonar verður á sýningu sem opnuð verður
í Hverfisgalleríi á laugardag Verk frá 27 árum Samtímis kemur út vegleg bók með leiðréttingum
Morgunblaðið/Einar Falur
Fjöldi „Ég hef í raun aldrei séð svona margar leiðréttingar saman,“ sagði Sigurður Árni þar sem verkin voru saman komin á vinnustofu hans á dögunum.
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Léttar og sveigjanlegar umgjarðir.
Skoðið litríkt úrvalið hjá okkur!
25% afsláttur af litríkum
gleraugum fyrir krakka*
*Gildir til 1. júní