Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum
heildarsamkomulag allra strandríkja
um sameiginlega stjórn makrílveiða.
Það er allra hagur að það takist.“
Aukakvóti til handfærabáta
Samkvæmt reglugerð ráðherra
verður heildarkvóti ársins 140.240
lestir. Til úthlutunar á grundvelli
aflahlutdeildar samkvæmt nýjum
lagabreytingum koma 127.307 tonn.
Mismunurinn felst í því að síðar
verða 7.433 tonn boðin á skipti-
markaði og 4.000 tonn verða boðin
handfærabátum gegn gjaldi, sam-
kvæmt sérstökum reglum. Þá eru
1.500 tonn framseld til rússneskra
skipa, í samræmi við tvíhliða samn-
ing ríkjanna.
Fiskistofa hefur úthlutað til bráða-
birgða 80% aflamarksins en því sem
eftir er verður úthlutað að liðnum
andmælarétti þeirra sem hagsmuna
eiga að gæta.
hlutað á skip. Útlit er fyrir að heild-
araflinn verði 80 þúsund tonnum yfir
ráðgjöf því Alþjóðahafrannsókna-
ráðið mælti með 770 þúsund lestum.
„Ég sé ekki ástæðu til þess að við
verðum eitt ríkja að vera í þeirri
stöðu að taka ábyrgð á þessum sam-
eiginlega deilistofni okkar,“ segir
Kristján Þór um ákvörðun sína.
Hann rifjar upp að Íslendingar hafi
lengi lagt sig fram um að samið yrði
um nýtingu á þessum stofni. „Á það
hefur ekki verið hlustað. Nú síðast
endurnýjuðu strandríkin samning til
tveggja ára og hleyptu hvorki vís-
indamönnum okkar né samninga-
mönnum að því borði. Það hljóta að
vera ákveðin skilaboð. Fyrst svo er
verðum við að vinna þetta á okkar
forsendum,“ segir Kristján Þór og
bætir við: „Þrátt fyrir þetta mun Ís-
land, hér eftir sem hingað til, vinna
að því af heilum hug að það náist
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Makrílkvóti íslenskra fiskiskipa
verður 140 þúsund tonn í ár, sam-
kvæmt reglugerð sem sjávarútvegs-
ráðherra hefur gefið út um veiðar á
makríl. Notuð er ný viðmiðun sem
þýðir að kvótinn er rúmlega 32 þús-
und tonnum meiri en hann hefði orð-
ið með þeirri viðmiðun sem notuð
hefur verið undanfarin ár. Aflamark
á einstök skip var gefið út í gær og
héldu fyrstu skipin til veiða síðdegis.
Íslendingar hafa ekki komist að
samningaborði strandríkjanna
þriggja um makrílinn. Þess vegna
hafa stjórnvöld tekið sér einhliða
kvóta, eftir að makríllinn fór að
ganga inn í íslenska fiskveiðilögsögu.
Undanfarin ár hefur verið miðað við
16,5% af heildarkvótanum sem
strandríkin hafa ákveðið og skipt á
milli sín og annarra. Það hefði þýtt
að kvótinn sem Ísland tæki sér yrði
tæplega 108 þúsund lestir sem er
talsverður samdráttur frá síðasta
ári.
Haldið frá samningum
Kristján Þór Júlíusson sjávar-
útvegsráðherra ákvað hins vegar að
nota áætlaðan heildarafla allra
ríkjanna sem viðmiðun en nota sama
hlutfall og áður. Heildarafli strand-
ríkjanna af makríl, það er að segja
Noregs, Evrópusambandsins og
Færeyja, auk Rússlands, Grænlands
og Íslands, er áætlaður 850 þúsund
lestir í ár. Það þýðir að Íslendingar
taka sér 140 þúsund tonna kvóta og
hefur hann nú verið gefinn út og út-
Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson
Fyrstir af stað Áhöfnin á Hugin VE 55 sigldi af stað til makrílveiða síðdegis í gær, um leið og kvótinn lá fyrir.
Ísland tekur stærri
sneið af makrílnum
Makrílkvóta úthlutað Fyrstu skipin farin til veiða
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Fjöldi kvartana barst Sorpu í vor
vegna lyktarmengunar frá urð-
unarstöð í Álfsnesi á Kjalarnesi.
Umræða um lyktarmengunina
hófst fyrir um sjö árum en Björn H.
Halldórsson, framkvæmdastjóri
Sorpu, segir að þetta vor hafi verið
sérstaklega slæmt.
„Veðrið hefur verið okkur mjög
óhagstætt, þegar það er hiti og
hægur vestanvindur þá er erfitt að
eiga við þetta. Þegar það er svona
heitt í veðri þá hjálpast þetta allt að
við að gera þetta erfitt.“
Ýmsar aðferðir hafa verið not-
aðar til að sporna við menguninni.
„Við höfum verið að dæla
ógrynni af sjó með lyktarefnum yfir
úrganginn til þess að reyna að
draga úr lyktinni. Svo er verklagið
þannig að við tökum ekki við
ákveðnum tegundum af úrgangi
eftir hádegi á föstudögum þannig
að það sé alveg örugglega hægt að
loka öllu. Síðan er farið um staðinn
og reynt að finna út úr því hvort
einhvers staðar hafi rofnað yfir-
borð eða eitthvað slíkt svo við reyn-
um að lágmarka þetta eins og við
mögulega getum.“
Björn segir að lyktarmengunin
hafi minnkað síðan í upphafi. „Við
náum auðvitað ekki öllum tökum á
þessu á meðan það er eiginlega
náttúran sem ræður þessu.
Ég held nú samt að ef maður
horfir til síðustu ára og horfir fram
hjá þessu sérstaka sem var nú í vor
þá teljum við okkur hafa náð ár-
angri en það var alltaf alveg ljóst
að við gætum aldrei komið al-
gjörlega í veg fyrir þetta.“
Stefnt er á að allri urðun verði
hætt í Álfsnesi fyrir lok næsta árs
en þar rís nú gas- og jarðgerðar-
stöð. „Þar með erum við búin að ná
tökum á efninu, þá er það allt sam-
an komið undir þak og hægt að ná
öllum lyktarstraumum,“ segir
Björn.
Fjöldi kvartana
vegna lyktar-
mengunar
Hlýtt veður og hægur vindur veldur
meiri lyktarmengun en vant er
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Álfsnes Lífræni úrgangurinn fer í
jarðgerðarstöð í framtíðinni.
Íslenskur karlmaður lét lífið
þegar veghefill sem hann ók
hafnaði utan vegar á Vest-
fjörðum í fyrradag. Ekki var í
gærkvöld hægt að greina frá
nafni hins látna. Maðurinn var
að sögn lögreglu búsettur á Ísa-
firði.
Lögreglan á Vestfjörðum segir
slysið, sem varð á Ingjaldssands-
vegi á Vestfjörðum laust fyrir
klukkan 18 á fimmtudag, enn
vera í rannsókn. Rannsókn-
arnefnd samgönguslysa og
Vinnueftirlitið aðstoða lögregl-
una við rannsóknina.
Ekki voru í gær veittar nánari
upplýsingar um slysið.
Banaslys þegar veg-
hefill hafnaði utan
vegar á Vestfjörðum
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Sigurður Snævarr, sviðsstjóri hag-
og upplýsingasviðs Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, telur líklegt að
afkoma sveitarfélaga á þessu ári
verði almennt lakari en hún var 2018.
Í Morgunblaðinu í gær var frétt
um að afkoma Reykjavíkurborgar
fyrstu þrjá mánuði þessa árs var
rúmlega hálfum milljarði lakari en
áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Í bókun
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
sem lögð var fram á fundi borgarráðs
kom fram að skuldir og skuldbinding-
ar hefðu hækkað um 4.304 milljónir
frá áramótum. Jafnframt birtist frétt
á mbl.is í fyrradag þess efnis að af-
koma Seltjarness fyrstu fjóra mánuði
ársins var um 100 milljónum króna
undir áætlun.
Ekki harðar staðreyndir
„Enn sem komið er höfum við ekki
harðar staðreyndir fram að færa í
þessu máli, en engu að síður sýnist
okkur að tekjur sveitarfélaga al-
mennt séu töluvert undir áætlunum,“
sagði Sigurður í samtali við Morgun-
blaðið í gær, þegar hann var spurður
hvort hann teldi að fréttirnar af af-
komu Reykjavíkurborgar og Sel-
tjarnarness væru vísbending um al-
mennan tekjusamdrátt sveitarfélaga.
Mikið lakara hjá borginni
Sigurður á von á því að frekari upp-
lýsingar um afkomu sveitarfélaga
muni liggja fyrir hjá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga seinnihluta júlí-
mánaðar.
„Við erum núna að ganga frá frétt
um ársreikninga sveitarfélaga fyrir
árið 2018. Þeir reikningar líta mjög
vel út. En við höfðum svo sem búist
við að árið 2019 yrði lakara en árið í
fyrra. En mér finnst tölurnar hjá
Reykjavíkurborg fyrir fyrstu þrjá
mánuði ársins vera töluvert mikið
lakari en ég hefði búist við. Það segi
ég jafnvel þó að við höfum verið að
segja að tekjuþróunin hafi verið undir
þeim væntingum sem menn voru með
í fjárhagsáætluninni,“ sagði Sigurður
ennfremur.
Tekjurnar dragast saman
Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir afkomu sveitarfélaga lík-
lega verða lakari í ár en á síðasta ári Tekjuþróun í Reykjavík undir væntingum
„Um leið og þeir hjá Fiskistofu eru búnir að koma þessu frá sér þá ræsum
við og sleppum. Mennirnir eru tilbúnir í stökkunum að hlaupa til,“ sagði
Páll Guðmundsson, útgerðarstjóri Hugins í Vestmannaeyjum, áður en
skipið hélt til veiða síðdegis í gær.
Páll segir að þeir séu vanir að byrja við Vestmannaeyjar. Makríllinn hafi
alltaf gefið sig þar og segist hann ekki eiga von á öðru í ár, sérstaklega í
ljósi þess hversu hlýtt hafi verið í sumar.
Skip annarra útgerða halda til veiða eitt af öðru næstu daga. Síldar-
vinnslan í Neskaupstað mun hefja vinnslu 20. júlí og skip þess félags
halda því til veiða upp úr miðjum mánuði.
Tilbúnir í stökkunum
FYRSTU MAKRÍLSKIPIN HALDA TIL VEIÐA