Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 EM kvenna Leikið í Lettlandi og Serbíu: A-riðill: Lettland – Úkraína............................... 82:74 Spánn – Bretland.................................. 67:59  Spánn 4, Bretland 3, Lettland 3, Úkraína 2. B-riðill: Tékkland – Svíþjóð............................... 71:64 Svartfjallaland – Frakkland................ 53:88  Frakkland 4, Tékkland 3, Svíþjóð 3, Svartfjallaland 2. C-riðill: Slóvenía – Tyrkland ............................. 62:55 Ítalía – Ungverjaland........................... 51:59  Ungverjaland 4, Slóvenía 3, Ítalía 3, Tyrkland 2. D-riðill: Belgía – Hvíta-Rússland...................... 61:69 Serbía – Rússland................................. 77:63  Serbía 4, Hvíta-Rússland 3, Belgía 3, Rússland 2. Norðurlandamót U16 stúlkna Noregur – Ísland .................................. 54:50 Svíþjóð – Ísland .................................... 58:49 Norðurlandamót U16 drengja Noregur – Ísland .................................. 53:78 Svíþjóð – Ísland .................................... 59:75 Norðurlandamót U18 stúlkna Noregur – Ísland .................................. 59:69 Svíþjóð – Ísland .................................... 80:54 Norðurlandamót U18 drengja Noregur – Ísland .................................. 76:83 Svíþjóð – Ísland .................................... 53:78 KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA Mjólkurbikar kvenna, 8-liða úrslit: Þórsvöllur: Þór/KA – Valur ................... L14 Jáverkv.: Selfoss – HK/Víkingur .......... L14 Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV – Stjarnan............. S16 Würth-völlur: Fylkir – KA..................... S17 Kórinn: HK – Valur ........................... S19.15 1. deild karla, Inkasso-deildin: Grenivík: Magni – Víkingur Ó ............... L14 Extra-völlur: Fjölnir – Þór .................... L14 2. deild karla: Fjarðab.höll: Leiknir F. – Kári ............. L14 Samsung-völlur: KFG – Vestri ............. L14 3. deild karla: Bessastaðavöllur: Álftanes – Einherji.. L14 Ólafsfjörður: KF – Vængir Júpíters..... L16 2. deild kvenna: Vivaldi-völlur: Grótta – FHL ................ L14 Sindravellir: Sindri – Hamrarnir .......... L16 Leiknisvöllur: Leiknir R. – FHL........... S13 UM HELGINA! Sex úrvalsdeildarlið eru enn með í baráttunni um bikarmeistaratitil kvenna í fótbolta eftir að 1. deild- arlið Fylkis og Tindastóls féllu úr leik í gærkvöld. Átta liða úrslitunum lýkur í dag en dregið verður til und- anúrslita í höfuðstöðvum KSÍ á mánudaginn. Fylkiskonur fóru illa með Skaga- konur á Akranesi og unnu 6:0-sigur. Staðan var þó aðeins 1:0 eftir fyrri hálfleik, eftir að Ída Marín Her- mannsdóttir skoraði úr vítaspyrnu. Sæunn Rós Ríkharðsdóttir náði í vítið en hún gerði vel í að ná bolt- anum rétt á undan Tori Ornela í marki ÍA, sem straujaði hana niður. Fylkir jók muninn snemma í seinni hálfleik þegar Þórdís Elva Ágústsdóttir skallaði í varnarmann og í netið, eftir fyrirgjöf Stefaníu Ragnarsdóttur, og Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði þriðja markið á 53. mínútu. Á síðustu tíu mínútunum bættu Sæunn, Ída og Margrét Björg Ástvaldsdóttir svo við þremur mörkum gegn Skagaliðinu sem er í 3. sæti 1. deildar, sæti fyrir ofan Tindastól. KR setti ekki upp neina sýningu gegn Tindastóli en vann 1:0-sigur og kom sér í undanúrslitin með marki frá Betsy Hassett snemma leiks. Hassett lék með Nýja-Sjálandi á HM sem enn stendur yfir í Frakk- landi en sneri strax aftur til KR eftir að Nýsjálendingar féllu úr leik. Hún var meidd fyrir HM og hefur því lít- ið spilað í sumar en ætti að efla lið KR umtalsvert. Stórleikur á Akureyri í dag Breiðablik, sem varð bikarmeist- ari í fyrra, féll óvænt úr keppni gegn Fylki í sextán liða úrslitunum og fyrir vikið er viðureign Þórs/KA og Vals á Akureyri í dag sérlega áhugaverð. Valur og Breiðablik eru í nokkrum sérflokki á Íslandsmótinu og Þór/KA í hálfgerðum sérflokki í þriðja sætinu þannig að margir freistast eflaust til þess að líta á við- ureign liðanna á Þórsvellinum sem hálfgerðan bikarúrslitaleik. Valskonur eru sigurstrangleg- astar af þeim sem eftir eru í keppn- inni en gátu vart fengið erfiðara verkefni í þessum átta liða úrslitum en að heimsækja Akureyrarliðið. Valur vann Þór/KA 5:2 í fyrstu um- ferð Íslandsmótsins á Hlíðarenda í vor en átta stig eru á milli liðanna í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar. Loks eigast Selfoss og HK/ Víkingur við á Selfossi í dag og þar má búast við tvísýnni viðureign liða sem eitt stig skilur að á Íslands- mótinu. Selfoss vann leik liðanna í Kópavogi, 1:0, í vor og freistar þess að komast í úrslit keppninnar í þriðja sinn eftir að hafa leikið til úr- slita 2014 og 2015. HK/Víkingur gæti hinsvegar komist í undanúrslit í fyrsta skipti í sögunni með sigri í dag. sindris@mbl.is Bara úrvalsdeildarlið eftir  HM-farinn sá um að skjóta Tindastól út úr bikarnum  Fylkiskonur rúlluðu yfir Skagakonur í seinni hálfleik á Akranesi  Átta liða úrslitunum lýkur í dag Morgunblaðið/Hari Áfram í undanúrslit KR-ingar fagna sigurmarki sínu gegn Tindastóli á Meistaravöllum í gærkvöld. Verða Valsmenn komnir upp í fimmta sæti úrvalsdeildar karla í fótbolta eftir leiki sunnudagsins í deildinni? Ekki er langt síðan Ís- landsmeistararnir sátu á botninum en nú hefur rofað aðeins til hjá þeim, þótt sex af fyrstu tíu leikj- unum hafi tapast. Valsmenn eru með 10 stig í 8. sæti deildarinnar fyrir elleftu um- ferðina og þeir heimsækja HK í Kórinn annað kvöld. HK er með 8 stig í ellefta sætinu þannig að Kópavogsliðið, sem lagði Skaga- menn á útivelli í síðasta leik, færi uppfyrir Val og í áttunda sætið með sigri. Valur yrði hinsvegar með 13 stig ef leikurinn vinnst og það myndi fleyta liðinu upp í sjötta sætið, jafn- vel það fimmta ef leikur Fylkis og KA fyrr um daginn myndi enda með jafntefli. Fylkir og KA eru bæði með 12 stig og eru í fimmta og sjötta sæt- inu. Viðureign þeirra hefst klukkan 17 í Árbænum og þar mætast tvö lið sem hafa fullan hug á að gera sig gildandi í baráttunni í efri hluta deildarinnar. Fyrsti leikur dagsins hefst hins- vegar kl. 16 í Vestmannaeyjum þar sem botnlið ÍBV tekur á móti Stjörnunni. ÍBV er aðeins með 5 stig og staða liðsins hefur versnað með hverjum leik að undanförnu. Stjörnuna hefur vantað stöðugleika í sumar en Garðbæingar eru með 15 stig í fjórða sætinu og færu í þriðja sætið með sigri. Stórleikur umferðarinnar er á mánudagskvöld þegar toppliðin KR og Breiðablik mætast en þá leikur einnig Grindavík við FH og Vík- ingur við ÍA. vs@mbl.is Komast Valsmenn upp í fimmta sætið? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sunnudagur ÍBV og Valur spila bæði í 11. umferð á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.