Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Þrátt fyrir að vera nýlent eftir langt flug er Olivia Finnegan full af orku og lýsir upp þungbúinn rign- ingardaginn sem mætir henni í Reykjavík með húmor og persónu- töfrum. Finnegan er 24 ára banda- rísk listakona, búsett í New York og er, að eigin sögn, afar ævintýra- gjörn. Sýning hennar American Single: A Live Dating Show! vakti mikla lukku á RVK Fringe Festival í fyrra og hefur Finnegan nú snúið aftur til Íslands til að endurtaka leikinn. „Ástarlíf mitt hefur verið nokkuð róstusamt hingað til svo ekki sé meira sagt,“ segir Finnegan og lýs- ir því yfir að hún hafi kynnst ótal mönnum í stefnumótamenningu New York-borgar sem hafa verið síður en svo heillandi. „Ég komst að því að allir sem nota stefnumóta- smáforrit hafa svipaða sögu að segja og mér fannst þetta eiga skil- ið samastað á leiksviðinu.“ Eru vandræðaleg og stressuð Finnegan segir það vera algengt að fólki takist að skapa mikla nánd sín á milli þegar það er falið bak við skjáinn en svo hverfur sú nánd ósjaldan þegar það hittist augliti til auglits. „Ég hafði upplifað það sjálf ótal sinnum og mig langaði að kanna hvað gerðist ef ég tæki út þetta tímabil þar sem fólk skrifast á í gegnum netið og gerir sér upp hugmyndir um hvernig hinn aðilinn sé.“ Sýningin American Single geng- ur þannig fyrir sig að Finnegan skráir sig á stefnumótasmáforrit þar sem hún býður þeim sem hún parast við á sýninguna. Þar velja áhorfendur svo með hverjum hún eigi að fara á stefnumót það kvöldið og svo hefst stefnumótið, uppi á sviði fyrir framan áhorfendurna. „Mér finnst mikilvægt að áhorf- endur verði vitni að því þegar við hittumst í fyrsta sinn, vandræðaleg og stressuð,“ segir hún. „Það mikilvægasta sem ég vil koma til skila til áhorfenda er að þetta er raunverulegt stefnumót að öllu leyti. Það er ekkert skipulagt fyrir fram. Ég reyni að leiða áhorf- endurna hjá mér og einbeita mér gjörsamlega að því að kynnast manninum sem situr fyrir framan mig. Áhorfandanum á að líða eins og hann sé fluga á vegg að hlera samtalið.“ Áhorfendur taka þó vissan þátt í sýningunni með því að láta í ljós skoðanir sínar á meðan á sýningu stendur í gegnum sérstakt forrit. Íslenskir karlmenn frábærir Spurð að því hvað muni gerast ef hún byrjar í alvarlegu sambandi segir Finnegan það fara eftir að- stæðum. Hún hefur enn sem komið er haldið sýningunni áfram þrátt fyrir að vera í sambandi og þá sé sambandið opið og sýningin fari fram með fullu samþykki kærast- ans. „Ég heillast hvort sem er bara af mönnum sem eru víðsýnir og umburðarlyndir svo þetta hefur gengið ágætlega.“ Hún nefnir þó að það breyti aðeins sýningunni ef hún er í opnu sambandi samhliða. Finnegan segir þá íslensku karl- menn sem hún hafi kynnst á sýn- ingunni á RVK Fringe Festival í fyrra hafa verið frábæra. „Þeir eru allt öðruvísi en karlmennirnir í New York, mun betri. Þeir tala meira að segja mun betri ensku en ég,“ segir Finnegan og hlær. „Ég hitti tvo þeirra meira að segja aftur og við skildum svo sem vinir. Þeir ætla að koma aftur á sýninguna í ár. Það verður spennandi.“ Finne- gan segist stundum fara á fleiri stefnumót með þeim sem hún hittir á sýningunni en það hafi þó aldrei þróast í alvarlegt langtímasam- band. Listakonan hlær þegar hún er spurð hvort hún sé orðinn sérfræð- ingur í stefnumótum. „Með réttu manneskjuna á móti sér eru allir sérfræðingar í stefnumótum. Ef manni líður vel og manneskjan dregur fram manns bestu hliðar þá verður maður sjálfkrafa góður í stefnumótum í það skiptið.“ Hún viðurkennir þó vissulega að hún sé reynslunni ríkari. „Ég hef komist að því að ég höndla bókstaf- lega allt þegar kemur að stefnu- mótum. Ég er orðin betri í að halda samræðunum gangandi og vera ein- læg þrátt fyrir að vera fyrir framan áhorfendur. Þetta er hæfileiki sem gæti gagnast einn daginn, t.d. í við- tölum,“ segir hún. „Verkefnið snýst um að rannsaka stefnumótamenningu og stofna til mannlegra tengsla milli tveggja einstaklinga og það geta því allir fundið eitthvað í sýningunni sem þeir tengja við.“ Finnegan hvetur þess vegna alla til þess að koma á sýninguna óháð aldri, kyni, kyn- hneigð eða hjúskaparstöðu. Hún minnir þó á að sýningin sé ekki við hæfi barna. „Komið og njótið þess að sjá mig þjást svo þið þurfið ekki að gera það.“ „Gerir mig hamingjusama“ Finnegan starfar sem leikkona í New York en segist vilja einbeita sér að því að skapa verk sjálf frek- ar en að leika í verkum eftir aðra. Hátíðir á borð við RVK Fringe Festival eiga hug hennar allan. Næst er förinni heitið á Fringe- hátíð í Adelaide í Ástralíu sem er önnur stærsta hátíð af því tagi í heiminum. Sú stærsta er haldin í Edinborg og þangað vonast hún einnig til að leggja leið sína á næsta ári. „Ég held að allt mitt líf hafi ég stefnt að þessu marki, að sýna ein- staklingsverk á Fringe-hátíðum, án þess að gera mér grein fyrir því, og ég stefni að því að setja þessar há- tíðir í forgang frekar er vinnu við hefðbundin leikhús. Þetta gerir mig raunverulega hamingjusama.“ RVK Fringe Festival segir Finn- egan vera frábæra hátíð og hún trúir því að hún muni bara verða betri með árunum. „Þess vegna kom ég aftur í ár. Ísland hefur all- an þann nærandi jarðveg sem þarf til þess að halda ótal stórkostlegar hátíðir á framtíðinni. Ég trúi því heilshugar,“ segir hún og bætir við: „Ísland hefur veitt mér svo mikinn kraft til þess að halda áfram að sýna American Single. Ég vann tit- ilinn Artist Favourite í fyrra og það gerir kraftaverk að geta sagst hafa unnið til slíkra verðlauna.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Róstusamt „Ástarlíf mitt hefur verið nokkuð róstusamt hingað til svo ekki sé meira sagt,“ segir Olivia Finnegan. „Njótið þess að sjá mig þjást“  Bandaríska listakonan Olvia Finnegan snýr aftur á RVK Fringe með American Single  Fer á stefnumót fyrir framan fullan sal af fólki  Áhorfendum á að líða eins og þeir séu flugur á vegg Sigga Björg opnar kl. 14 í dag myndlistarsýningu á veitingastaðn- um Ottó - matur & drykkur, á Höfn í Hornafirði. Á vef SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna, segir um Siggu Björgu að hún hafi þróað eigin myndheim sem í fyrstu virðist einkennast af furðuverum, barns- legum fantasíum og svörtum húm- or en við nánari athugun sé hið raunverulega viðfangsefni verk- anna allur skali mannlegra tilfinn- inga og hegðunar. Sýning Siggu Bjargar er hluti af röðinni Argintætur og er titillinn sóttur í alþýðusögu sem segir af kerlingu sem kölluð var Argintæta, sem var orðhákur og sögusmetta og kom sér út úr húsi með því að bera út sögur, uppdiktaðar og sannar. Mannleg Eitt af verkum Siggu Bjargar. Sigga Björg í röð- inni Argintætur »Það var glatt á hjalla á rauða dreglinum fyrir frumsýningu á Spider-Man: Far From Home í TCL Chinese Theatre í Hollywood í Kaliforníu í vikunni. Myndin er sú nýjasta um ofurhetjuna Kóngu- lóarmanninn og verður frumsýnd hér á landi miðvikudaginn 3. júlí. Nýjasta kvikmyndin um Kóngulóarmanninn var frumsýnd vestra í vikunni AFP Risastór Stærðarinnar uppblásinn Kóngulóarmaður var fyrir framan bíóið. Kát Leikkonan Cobie Smulders. Skólasystir Leik- og söngkonan Zendaya leikur skólasystur Peter Parker. Samstarfsmenn Leikararnir Jake Gyllenhaal og Tom Holland á rauða dreglinum. Þeir leika Kóngulóarmanninn og Mysterio í kvikmyndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.