Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 sp ör eh f. Haust 10 Tíról í Austurríki er heill ævintýraheimur út af fyrir sig. Fegurð Alpafjallanna umlykur okkur þar sem við dveljum í fjallabænum Seefeld þaðan sem farið verður í skemmtilegar skoðunarferðir, m.a. í Swarovski kristalverksmiðjuna og til vínbónda í Isarco dalnum. Einnig verður komið til Garmisch-Partenkirchen og farið með kláfi upp á hæsta fjall Þýskalands, Zugspitze. 24. - 29. september Fararstjórn: Inga Ragnarsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 169.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Tindrandi Tíról Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Mér finnst ég vera svo mikill nýliði að ég veit ekki hvort ég má kalla mig sjómann eða sjókonu. En trillukarl, ég hef ekkert á móti því,“ segir Katr- ín Ragnarsdóttir, skipstjóri á strand- veiðbátnum Vestfirðingi, sem hún rær frá Patreksfirði. Það orð fer af henni að hún sé hörkusjómaður. „Þetta hefur gengið ágætlega, mið- að við að ég er byrjandi. Maður myndi helst vilja ná hámarks- skammtinum alla daga, en það er ekki svo gott,“ segir Katrín. Úr flugstöðinni á sjóinn Hún fór ung á sjó með föður sínum, fram undir tvítugt, meðal annars á snurvoðarbát og náði sér í skipstjórn- arréttindi, svokallað pungapróf, sem kemur sér vel nú. „Ég ætlaði að vera með pabba í þessu í sumar, hjálpa til og leika mér en það þróaðist út í það að ég fór ein á strandveiðar þar sem ég hafði réttindin. Pabbi og allir í kringum mig hjálpa mér í gegnum þetta. Þetta er dálítið stressandi þeg- ar maður er að læra og vill gera allt rétt,“ segir Katrín. Hún hefur unnið við að afgreiða og þjóna flugfarþegum í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli en sagði upp starfinu og hellti sér út í sjómennsk- una. Hún gerði út strandveiðibátinn Evu í maí og Vestfirðing í júní og verður með hann áfram. Katrín við- urkennir að starfið sé erfitt. Vinnu- dagarnir eru langir og vinnan erfið. Ekki er alltaf bongóblíða, heldur stundum kuldi og haugabræla. Ann- ars segir hún að þetta sé eins og hvert annað starf. „Þetta er virkilega gaman og mikil reynsla fyrir mig og ég mun klára sumarið í þessu. Svo kemur í ljós hvað maður gerir í haust og í fram- haldinu. Það er aldrei að vita nema maður fari aftur á strandveiðar næsta sumar,“ segir hún. Hef ekkert á móti því að vera kölluð trillukarl Morgunblaðið/Eggert Við sjóinn Katrín Ragnarsdóttir er skipstjóri á smábáti sem gerður er út frá Patreksfirði og þykir standa sig vel. Hún segir að margt þurfi að læra.  Katrín Ragn- arsdóttir sækir sjóinn á smábáti Uppsetning stærsta gámakrana landsins á hinum nýja Sundabakka í Sundahöfn hefur gengið að óskum og er kraninn óðum að taka á sig mynd. Stefnt er að því að hann verði tilbúinn í ágúst. Kraninn á að þjónusta hin nýju og stóru skip sem verið er að smíða fyrir Eimskip í Kína. Hann er gríðarstór, mun ná 90 metra hæð og þyngdin er 800 tonn. Gámakraninn var framleiddur í verksmiðju Liebherr í Killarney á Írlandi og kom hann hingað ósam- settur 1. maí sl. Hann mun ganga á sporteinum sem verða alls 370 metra langir. Írskir sérfræðingar frá framleiðandanum hafa yfirum- sjón með samsetningunni en starfs- menn belgíska fyrirtækisins Sarens vinna verkið. Um það bil 15 manns koma að þessu verki. Ljósmynd/Einar Guðmundsson Vel gengur að setja nýja gámakranann saman Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Einstakar björgunarsveitir víða um landið yrðu fyrir talsverðu tekjutapi, yrðu flugeldasýningar um landið lagðar af. Fram kom í Morgun- blaðinu í gær að til umræðu væri hjá Reykjavíkurborg að flugeldasýn- ingin á Menningarnótt 2019 gæti orðið sú síðasta. Sú hugmynd er til- komin vegna umræðu um umhverf- ismál og áhrif flugelda á heilsufar fólks vegna áhrifa á loftgæði. Jón Ingi Sigvaldason hjá Lands- björg segir að björgunarsveitir á við- komandi stöðum um landið sjái um flugeldasýningarnar, en Landsbjörg útvegi þeim flugelda og flytji þá inn. „Ég held það sé ekki haldin sýning í landinu nema sveitirnar okkar komi nálægt því,“ segir Jón Ingi, en flug- eldasýningar eru meðal helstu tekju- linda sveitanna. „Það er liður í fjár- öflun sveitanna að skjóta upp þessum sýningum og það yrði tekju- tap hjá þeim sveitum,“ segir hann. Sýningar á sínum stað í ár Umræða um heilsufarsafleiðingar flugelda hefur sprottið upp í kring- um undanfarin áramót. Starfshópur á vegum umhverfisráðherra sem skila átti tillögum fyrir 15. febrúar sl., um hvort og með hvaða hætti takmarka ætti notkun flugelda, hef- ur ekki enn skilað niðurstöðum sín- um. Aðspurður segir Jón Ingi að Landsbjörg hafi ekki tekið afstöðu um það hvort flugelda og flug- eldasýningar eigi að leggja af. „Við höfum samt bent á að flugeldasalan okkar um áramótin heldur uppi stórum hluta almannakerfisins og heldur björgunarsveitum á lífi. Ef þessi langstærsta fjáröflun okkar dytti út, þá getur maður eiginlega ekki hugsað þá hugsun til enda, hvað yrði um sveitirnar,“ segir hann, en Landsbjörg hefur að hans sögn ekki fundið aðra leið sem er jafn vænleg til vinnings. Flugeldasýning Menningarnætur er stærst hér á landi, en þar á eftir koma Ljósanótt í Reykjanesbæ, Þjóðhátíð í Eyjum og Fiskidagurinn mikli á Dalvík. Þá hafa einnig verið haldnar sýningar á bæjarhátíðum á Akranesi, í Stykkishólmi, á Siglu- firði, á Akureyri og í Neskaupstað, svo dæmi séu tekin. Skipuleggj- endur Þjóðhátíðar, Ljósanætur og Fiskidagsins mikla sammælast um það í samtölum við Morgunblaðið að umræðan um umhverfisvernd og flugelda sé þörf og að þessi mál verði rædd í framhaldinu. Viðbúið er að flugeldasýningar verði á sínum stað á öllum þessum stöðum í ár að þeirra sögn, en engin ákvörðun verið tekin um flugeldasýningar framtíð- arinnar. Morgunblaðið/Ófeigur Þjóðhátíð Flugeldasýningin á Þjóðhátíð í Eyjum er jafnan tilkomumikið sjónarspil. Hún verður á sínum stað í ár. Myndi víða leiða til tekju- taps fyrir björgunarsveitir  Kæmi sér illa ef engar flugeldasýningar yrðu haldnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.